19.07.2010 23:45

Fjallkonur og hafpeyjar.



Jæja nú erum við  farin að undirbúa leitirnar í haust.........strákar ef að þið mætið er aldrei að vita nema þið rekist á svona flotta ,,fjallkonu,, .......................en þið verðið af færa fórnir eins og sjá má á næstu mynd.



úff.............. Djúpadalsáin kannske ekki alveg jafn heit og heitipotturinn....................en hressandi..................samt.



Þetta eru nú ekki hafmeyjar, heldur meira svona ,,hafpeyjar,, afar sérstæð dýrategund.
Spurning hvort að allt fyllist í réttarstuðið við að sjá þessa ???????????? :):):)



Þessi mynd er tekin af toppi Geirhnjúks en þangað skokkuðu tvö galvösk í gær..................og fóru létt með. Geirhnjúkur er 898 m svo að þetta var góð æfing fyrir hjúin.

Við systkynin héldum systkynahitting hér í Hlíðinni um helgina sem heppnaðist alveg ljómandi vel. Nokkrir smellu sér í Gullborgarhella á laugardaginn og síðan næturgöngu í blíðunni. Alltaf svo gaman að vaka á nóttunni í góðu veðri.
Það var svo í framhaldi af honum sem að fólk fékk þetta fjallgöngu æði.
Í dag var svo tekið sund í vatninu enda hitinn 22° í forsælu.
Það þarf sko ekkert að vera að fara til útlanda ef að maður býr í Hnappadalnum......hahaha.
Hvað verður gert á morgun er spurning en örugglega eitthvað spennandi.

Svo koma fleiri myndir við fyrsta tækifæri..............