19.09.2018 22:08
Réttar rokk.
![]() |
Við hér í Hlíðinni þökkum vinum og ættingju fyrir frábæra aðstoð í smalamennskum og réttum árið 2018.
Það er ómetanlegt að eiga ykkur að þegar að þessu stússi kemur.
Smali, eldhúsdama, hestasveinn, bílstjóri, snattari, skemmtikraftur það er sama hver þið eruð, öll dásamleg og ómissandi.
Bæði gagn og gaman það er góð blanda kæru snillingar. Enn og aftur takk fyrir.
Þetta árið gengu leitir og réttir afar vel fyrir utan eitt leiðinda óhapp þegar einn af smölunum okkar slasaðist á fæti.
Sem betur fer gerðist þetta þó þegar við vorum rétt að koma heim en ekki uppí fjalli. Úr því að þetta þurfti að gerast.
Alltaf ömurlegt þegar svona hendir en smalinn er hraustur og kemur vonandi tvíefldur á rauða dregilinn hjá okkur næsta ár.
VIð sendum okkar bestu kveðjur ,,yfir og út,, eins og við sögðum í leitinni með óskum um skjótan og góðan bata.
![]() |
Það er að mörgu að hyggja þegar farið er í leitir, þessar tvær eru ósmissandi fyrir mig.
Hlíðin mín og talstöðin.
![]() |
Við vorum ótrúlega heppin með veðrið þessa viku sem fjörið stóð.
Þarna má sjá Sandfellið sóla sig rétt fyrir sólarlagið á miðvikudeginum.
![]() |
Þessir eru að leggja af stað í Oddastaðafjall og Ponsa til þjónustu reiðubúin.
![]() |
Hrannar og Rifa í klettaklifri.
![]() |
Og fleiri bætast í hópinn.
![]() |
Þó svo að ekki sjáist margar kindur á þessari mynd þá var sögulegur fjöldi þegar við rákum inn.
En við höfum undanfarin ár rekið inn það fé sem kemur úr smalamennskunni fyrstu tvo dagana og dregið ókunnugt frá.
Það gerum við til að möguleiki sé að koma öllu fé inní rétt á sunnudeginum þegar allt hefur verið smalað.
![]() |
Hlíðinn er brött.
![]() |
||
Þessi fer á hjóli í fjallið og stundum er stund til að slaka á.
|
Þetta er hinsvegar herdeildin sem reið til fjalla að sunnanverðu og smalaði þar.
Við voru reyndar mikið fleiri en hinir náðust ekki á mynd..........
![]() |
Þessir bræður eru öflugir smalar og hér sjást þeir undirbúa sig fyrir fjörið.
Ragnar fer í Giljatungurnar en Kolbeinn á Djúpadalinn.
![]() |
Þessir bræður stóðu sig vel eins og við var að búast og það gerði líka höfðinginn Straumur frá Skrúð.
![]() |
||
Maron og Molli sko MMin tvö að leggja í ann.
|
![]() |
Þessar sætu skvisur voru hressar að vanda og klárar í smalamennskuna.
![]() |
Svenna leiðist nú ekki að hafa uppáhalds Gróuna við eldhúsborðið með sér.
![]() |
Hilmar og Herdís eru heldur betur ómissandi í Giljatungurnar.
![]() |
Magnús Hallsson slakar á og er brosandi eins og alltaf þessi elska.
![]() |
Bræður.
![]() |
Og fjórhjólabræður..............þessir smala saman að norðanverðu.
![]() |
Atli og Hrannar ræða málin.
![]() |
Hörður í Vífilsdal að smala hér í fyrsta sinn.
![]() |
Ósk, Gulla og Stella nutu sín vel eins og vera ber.
![]() |
Frænkurnar Svandís Sif og Lóa.
![]() |
Lóa með krakkana Björgu og Hrannar.
![]() |
Það er alltaf stuð í Vörðufellsrétt, þessar voru hressar.
![]() |
Meiri krúttin þessi tvö.
![]() |
Og líka þessi.
![]() |
Þessir bræður hafa alltaf verið góðir grannar okkar í Hlíðinni jafnvel þó svo að þeir hafi flutt sig um set.
Fyrst á meðan þeir bjuggu á Höfða, síðan þegar Hjalti bjó á Vörðufelli og Siggi á Leiti.
Og enn þann dag í dag þó svo að annar búi í Stykkishólmi en hinn í Borgarnesi.
Já við eigum margar góðar minningar um skemmtilegar heimsóknir og hestaferðir saman.
![]() |
Hér eru svo fyrrverandi og núverandi ábúandi á Vörðufelli.
![]() |
Þessar dömur mættu í Vörðufellsréttina, Stella, Stína og Hesdís ræða málin.
![]() |
Sabrína og Ósk.
![]() |
Þóra og Halldís spá í spilin.
![]() |
Mæðgur mættar í réttir.
![]() |
Litli Hallur og stóri Hallur................hefur loðað við þá í áratugi eða alveg frá kúasmala árunum í Hlíðinni.
![]() |
Þessum köppum leiðist ekki að hittast og gera grín.
![]() |
Rekið á milli dilka.
![]() |
Brosmild í réttunum þessi.
![]() |
Herdís og Jóel Jónasarbörn.
![]() |
Hildur, Júlíana og Gulla.
![]() |
Kindasálfræðingurinn að störfum.
![]() |
Emmubergsmæðgur.
![]() |
Það var blíðan.
![]() |
Frændur.
![]() |
Spekingar spá.
![]() |
Feðgar telja....................og telja.
Þegar þetta er skrifað hefru fjörið staðið yfir frá því á miðvikudegi með smalamennskum, réttum og ýmsu fjöri.
Það var sem sagt í dag sem að 600 lömb brunuðu norður á Sauðárkrók og með því lauk þessari vikutörn.
En pásan er ekki löng því að smalamennskur halda áfram enn um sinn og stúss sem að þeim fylgir.
Ég á hinsvegar mikið magn af myndum sem teknar voru og bíða þess að birtast hér á síðunni.
Já krakkar á næstu dögum koma inn myndir úr fleiri réttum og að sjálfsögðu réttarpartýinu góða.
10.09.2018 22:09
Svignaskarðarétt 2018.
![]() |
Það var dásamleg blíða í réttunum sem fram fóru hér á vesturlandinu í dag.
Hér koma svipmyndir frá hátíðinni í Svignaskarði sem fór að venju afar vel fram.
Við hér í Hlíðinni brunuðum og gerðum okkar skil fyrir hönd Kolhreppinga.
Það var létt yfir mannskapnum og voru réttirnar jafnvel notaðar til að sverma fyrir tíma í klippingu.
Já það mæta allir á svona hátíðir sem réttirnar eru, tamningamenn, hárskerar og allavega fólk.
Þorgeir, Skúli og Auður Ásta í stuði.
![]() |
Þessar frænkur voru flottar að vanda Elísabet, Heiða Dís og Guðrún allar Fjeldsted.
![]() |
Skvísurnar í Laxholti nutu sín í fjörinu.
![]() |
Það gerðu líka heiðurshjónin þar á bæ.
![]() |
Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessi tvö.
![]() |
Þrír ættliðir úr Rauðanesi.
![]() |
Hugsandi menn.
![]() |
Þessar flottu dömur voru sjálgefið myndefni.
![]() |
Lilla er alltaf í flottustu peysunni og líka í dag.
![]() |
Haukur á Vatnsenda, Steini Vigg og Helga spá í spilin.
![]() |
Þórarinn frá Hamri var að sjálfsögðu mættur.
![]() |
Einar í Túni tók tilboðið tveir fyrir einn.....................
![]() |
Guðríður, Stefán og Ásgeir fylgjast með á kantinum.
![]() |
Svo brosmildar dömur.
![]() |
Haukur og Steini.
![]() |
Allt að gerast.
![]() |
Brekkubændur voru brosmildir enda ekkert annað í stöðunni.
![]() |
Farið að síga á seinni hlutann.
![]() |
Og réttin rétt að verða búin.
![]() |
Spáð í spilin.
![]() |
Og staðan tekin.
![]() |
Jóhanna í Laxholti fann þennan flotta grip og vippaði í dilkinn.
Já þetta var góður dagur rétt eins og þeir eiga að vera.
02.09.2018 22:11
Mannlífið í Kaldárbakkarétt.
![]() |
||
Fyrsta fjárrétt ársins allavega hér um slóðir fór fram í dag þegar réttað var í Kaldárbakkarétt. Eins og sjá má var blíðskaparveður og allt fór fram eins og til var ætlast. Smalamennskan í gær gekk vel þrátt fyrir nýtt landslag í Hítardal en skriðan fræga setur óneitanlega svip á landið.
Þessar kindur virtust bara ánægðar með að vera komnar í dilkinn sinn enda er útsýnið úr honum með betra móti. |
![]() |
Húsfreyjurnar á Hraunsmúla og í Mýrdal voru kampakátar eins og vera ber.
![]() |
Það voru líka bændur í Ystu Görðum þau Þóra og Andrés.
![]() |
Benni og Óli spá í spilin.
![]() |
Kristján og Dísa Magga á Snorrastöðum voru að sjálfsögðu mætt.
Dísa er sennilega að fara yfir útvarpsvitalið hjá Kristjáni bónda...........
![]() |
Ungir bændur.is
![]() |
Frændur ræða málin.
![]() |
Þessir kallar voru kátir alveg eins og á að vera í réttunum. |
![]() |
Já og þessir líka.
![]() |
Anna Dóra á Bergi og Ingunn í Lækjarbug fylgjast með.
Aldeilis glæsileg kindapeysan hjá henni Ingunni, sannkallaður réttarbúningur.
![]() |
Þessir tveir muna tímana tvenna og tóku spjall alveg eins og við eldhúsborðið.
![]() |
Hreppstjórinn okkar er hugsi og fær sér bara sæti á réttarveggnum.
![]() |
Kristín í Krossholti hefur mætt oft í Kaldárbakkaréttina og lét sig ekki vanta núna.
Þarna ræðir hún við fjölskylduna á Kálfalæk.
![]() |
Staðan tekin, Sigurður í Krossholti og Bogi á Kálfalæk líta á safnið.
![]() |
Staðarhraunsfeðgar kátir að vanda.
Góður dagur í Kaldárbakkarétt og þá er haustið formlega komið.
31.08.2018 23:33
Ferðin fína...........
Það var gaman að leika sér við kjör aðstæður í ferðinni okkar fínu. Jafnvel fólk á besta aldri finnur þörf hjá sér til að bregða á leik og njóta sín.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
30.08.2018 22:27
Jæja lömbin mín...............
Réttir - leitir - og allt.
Nú styttist í fjörið enda tími slökunnar og sumarfrís liðinn hjá flestum sauðum landsins Fjallskilanefndir hafa keppst við að raða niður dagsverkum og fjallskilaseðlar berast sem aldrei fyrr. Við erum svo heppin að nokkrir vaskir smalar hafa haft samband til að reka á eftir skipulaginu. Það er því alveg orðið tímabært að smella á ykkur nokkrum vel völdum dagsetningum.
Miðvikudagurinn 12 september - smala inní Hlíð og útá Hlíð. Fimmtudagurinn 13 september - smala Oddastaðaland og taka úr því ókunnugt. Föstudagurinn 14 september - smala Hlíðar og Hafurstaðaland. Laugardagurinn 15 september - Vörðufellsrétt. Sunnudagurinn 16 september - rekið inn hér í Hlíðinni - dregið í sundur - keyrt niður í rétt - vigtað - og metið. Mánudagurinn 17 september - sláturlömb rekin inn og yfirfarin. Þriðjudagurinn 18 september - Slátulömb sótt - Mýrdalsrétt.
Þetta er planið í grófum dráttum, nú er bara að vonast eftir góðu veðri og skemmtilegu fólki. Hlakka til að sjá ykkur.
Allar nánari upplýsingar hjá bændum og búaliði.
|
28.08.2018 17:30
Draumaferð ársins................
![]() |
Það er gaman í vinnunni og þegar vinnan og leikur blandast saman verður stórkostlegt.
Já hún var hreint stórkostleg hestaferðin sem við fóru í um daginn.
Skemmtilegt fólk, góðir hestar og allt gekk svo ljómandi vel. Hvað er hægt að hafa það betra ?
Hér má sjá hópinn saman kominn í túnfætinum á Höfða en þarna erum við á leiðinni heim.
Einhver tæknisnillingurinn í ferðinni fann út að best væri að stilla myndavélin til þess að ná öllum saman.
Það gekk vel að mestu leiti aðeins einn snéri sér undan.................sko Freyja hundur.
Vika fór í ferðina sem farin var í stuttu máli milli fjalls og fjöru.
Hér á eftir gefur að líta myndir sem teknar voru í ferðinni og fanga bara stemminguna nokkuð vel.
Annað eins safn kemur síðar en nokkrir ljósmyndarar eiga heiðurinn af þessu.
![]() |
Sólin á Kolbeinsstöðum er dásamleg enda nutu Mummi og Brá hennar vel.
![]() |
Allir að verða klárir í hnakkinn Jonni, Erla og Elvan alveg með þetta.
![]() |
Frú Auður með allt undir kontról.
![]() |
Linda og Sabrina bíða eftir brottför frá Kolbeinsstöðum.
![]() |
Það gera líka Maron. Skúli og Gróa.
![]() |
Sennilega er Auður að senda Svenna skilaboð................ hann er svo langt í burtu.
![]() |
Þessi Svenni yngdist upp um hálfa öld við að fá svona flottan einkabílstjóra.
Það er ekki nokkur ráðherrabílstjóri sem toppar þennan.
![]() |
Það var glimrandi gangur þegar við fórum frá Kolbeinsstöðum að þessu sinni og enginn hestur með teljandi vandræði.
Svolítið annar bragur en síðast þegar við þurftum á hjálp íþróttaálfsins að halda.
![]() |
Lestin þétt og allir í stuði.
![]() |
Við komun heim á kvöldin og höfðum það gott, hér spjalla spekingar um daginn og veginn.
![]() |
Þessar skuttlur úr Garðabænum áttu fyrsta kvöldið í eldhúsinu.
![]() |
Og þessar nutu sín í blíðunni.
![]() |
Já já við skulum vera spök............. þessi með allt á hreinu.
![]() |
Blíðan við Laugargerði er heimsfræg og klikkað ekki að þessu sinni.
![]() |
Gróa og Gróa.
![]() |
Alltaf stuð í Kolviðarnesi, þarna má sjá kokkinn og lærlinginn. Nánar um það síðar.
![]() |
Þessar dömur kátar.
![]() |
Bakkabræður........... nei reyndar ekki en þetta eru klárlega stígvélabræður.
Þeir voru kátir með sig svona rétt áður en riðið var í árnar.
![]() |
Og ekki skorti áhorfendurna................
![]() |
............
![]() |
Staðan tekin í Stakkhamarsnesinu, sokkarnir undnir og sumir þurftu að losa úr stígvélunum.
![]() |
Alltaf svo gaman að koma til þeirra heiðurshjóna Gumma og Oddnýjar.
![]() |
Höfðingjar heima að sækja.
![]() |
Hér er dagleiðin gerð upp og spáð í þá næstu.
![]() |
Sennilega er Hulda að lesa þessum herra pistilinn........ hann er allavega niðurlútur.
![]() |
En það er bjart yfir þessum.
![]() |
Góður staður til að hvíla lúin bein.
![]() |
Guðný og Hafgola ræða málin á sinn hátt.
![]() |
Guðný á marga góða vini hér eru nokkrir af þeim.
![]() |
Gaman hjá þessum.
![]() |
Og þessum líka.
![]() |
Auður veit ekki að Freyja er í áfengisvarnarráði...............
![]() |
Hvað þarf marga til að skipta um dekk ???
Þrjá kalla og enga konu.
![]() |
Járningaþjónustan var opin.
![]() |
Og sérfræðingar á hverju strái.
![]() |
,,Mummi veistu hverjir eru bestir,, ??
![]() |
Í trúnaði sagt.................við.
![]() |
Svona eru matartímarnir í hestaferð.
![]() |
Allir elska ömmu Stínu, þarf að vera með í hverri ferð. Dásamleg.
![]() |
Það er gott að stoppa í túnfætinum á Höfða rifja upp góðar minningar og borða nestið.
![]() |
Fullt af veitingum í boði og allir slakir.
![]() |
Og sumir meira slakir en aðrir.
![]() |
Skúli og Maron að ræða eitthvað sem Klaka litla finnst frekar óspennandi.
![]() |
Kristín Rut var í stuði alla ferðina, hér er það pabbaknús.
![]() |
Fannar og Guðný Dís taka stöðuna.
Já þetta er smá sýnishorn frá dásamlegum dögum sem við áttu saman í hestaferð.
Fleiri myndir koma fljóttlega.
02.08.2018 08:39
Folöld árið 2018 og það á enn eftir að bætast við.
Þessi þarna nývaknaði er Kuggur frá Hallkelsstaðahlíð. Faðir er Goði frá Bjarnarhöfn og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.
|
||||||||||||||||||||
29.07.2018 15:50
Heim í heiðardalinn.
Föstudagurinn 27 júlí var afmælisdagur Ragnars heitins frænda míns en þá hefði hann orðið 85 ára. Af því tilefni komum við nokkur úr fjölskyldunni saman og heiðruðum minningu hans. Ragnar hafði fyrir löngu ákveðið að láta brenna sig og að öskunni yrði dreift á einum af uppáhaldsstöðum hans í Hafurstaðafjalli. Það var því upplagt að gera það þennan fallegasta og besta dag sumarsins. Logn, sól og blíða, meira að segja allan daginn. Á þessari mynd má sjá hluta þeirra sem mættu og fylgdu honum ,,heim,,
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
23.07.2018 21:51
Það er blessuð blíðan eða þannig.....
Þau eru dásamleg kvöldin hér í Hlíðinni þegar almættið bíður uppá litadýrð af þessu tagi. Ég stökk út með símann og smellti af mynd, ja svona í tilefni af því það var ekki rigning. Annars er ég alveg að hætta tala illa um rigninguna svona í ljósi frétta af frændum okkar.
|
||||
21.06.2018 22:13
Og það kom sól..............
Þó svo að myndgæðin séu kannski ekki 100% þá er gaman að taka myndir sem eldast vel. Já eftir nokkur ár verður gaman að skoða þessa mynd og spá í hvert framhaldið verður með hvern grip. Á myndinni er hún Kolskör mín með fjórar dætur sínar, hún er undan Dósent frá Brún og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð. F.v Hafgola undan Blæ frá Torfunesi, Kolrún undan Arði frá Brautarholti, þá Kolskör sjálf, Gangskör undan Adam frá Ásmundarstöðum og Hlíð undan Glymi frá Skeljabrekku. Allar þessar mæðgur í miklu uppáhaldi hjá mér. Um að gera nota blíðuna til myndatöku jafnvel þó það sé bara með símanum. |
||||||||||
|
13.06.2018 21:55
Húsin eru komin......
Síðast liðin nótt var nýtt til að flytja nýju gistihúsin hingað í Hlíðina. Húsin eru tvö og var þeim fundinn góður staður á Steinholtinu þar sem þau munu hýsa gesti í framtíðinni.
|
||||||||||||||||||||||||||
31.05.2018 11:35
Það er komið sumar......................fréttir úr ýmsum áttum.
Vorðboðinn ljúfi er mættur hér í Hlíðina enda ekki seinna vænna. Já hér á bæ er það fyrsta folaldið sem er klárlega merki um vor og bjartari tíma. Hún Karún mín kastaði brúnu hestfolaldi þann 29 maí. Faðirinn er hann Dúr frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Snekkju Glotta og Konserti frá Hofi. Dúr var nú ekki viðstaddur fæðinguna eins og flestir nútíma feður en vafalaust ríg montinn samt. Karún sem nú er að verða 24 vetra gömul lítur út eins og ,,unglingur,, enda dekruð eins og heiðurs frú sæmir.
|
||||||||||||||||||||
11.05.2018 20:51
Sauðburðarstuð.
Sauðburður er í fullum gangi hér í Hlíðinni reyndar aðeins meiri en við óskuðum. Á meðan ískalt er á nóttunni og strekkingur á daginn er lítið gaman að hafa svona kraft. En þessar kindur nutu sólar í dag í skjóli við fjárhúsin og voru ekkert að drífa sig að bera.
|
||||||||||||||||||||||||||||
08.05.2018 12:21
Svona var það í byrjun maí.......
Já það er fallegt á fjöllum og gæða stundir á milli élja............. en krakka í maí á ekki að vera svona. Þessi mynd er tekinn þann 5 maí 2018. Ég ákvað að gefa ykkur smá innsýni í sauðburðarveðrið það sem af er maí. Mun þó alveg á næstunni smella inn fréttum af bændum og búaliði sem stendur í ströngu þessa dagana.
|
||||||||
03.05.2018 15:40
Ég hélt að vorið væri komið.
Þessi fallegi dagur var þann 28 apríl síðast liðinn og þá hélt ég í sakleysi mínu að vorði væri komið. En nú er ég farin að efast smá..................................... Fjöllin með fallega hvíta ábreiðu og landið að undirbúa sig fyrir sumarið.
|
||||||||