16.06.2011 22:18

Skjóttur........................Glænýr hestur sem fæddist í dag undan Sporði frá Bergi og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Nú eru fimm hryssur kastaðar Létt í dag, Dimma kastaði 12 júní og átti rauða hryssu undan Hlyni frá Lambastöðum og síðan eru það hinar sem að ég var búin að segja ykkur frá.
Ekki hefur allt farið að óskum hjá hryssunum en Kolskör mín lét fyli undan Arði frá Brautarholti um daginn. Sorglegt að tapa afkæmi en svona er þetta stundum.
Bót í máli er að Kolskör er komin til höfðingjans aftur og nú gengur vonandi allt að óskum.
Arður hefur heldur betur verið að gera það gott að undanförnu og er nú efstur stóðhesta með 1 verðlaun fyrir afkvæmi á LM 2011. Hann hefur skotist fram úr mörgun stórstjörnum sem að fengu mikla athyggli ungir og mættu mun fyrr í dóm en Arður sem að var slasaður og kom ekki fram fyrr en 7 vetra. En sem betur fer trúðu margir á hann og þar á meðal ég sem að hef verið dyggur aðdáandi frá því ég sá hann fyrst.
Svo höfum við líka haldið undir tvo bræður hans Aldur og Alvar.

Ég fór norður á Vindheimamela á mánudaginn að dæma landsmótsúrtöku þriggja hestamannafélaga í Skagafirði. Mörg góð hross öttu þar kappi og stóðu dómar frá því kl 10 um morguninn fram til kl 21. Sem sagt algjört dómamaraþon og mjög gaman.

Það er ekki hægt að setjast niður og skrifa öðruvísi en að nefna aðeins veðrið, já ég veit þetta er ekki skemmtilegt efni en hvenær kemur eiginlega sumarið þetta vorið????

Á morgun er 17 júní og þá vill maður nú hafa þokkalegt veður..............svona eins og í fyrra.Í dag rákum við kindurnar út af túninu en fram að þessu höfum við bara látið fara smá hópa út í einu. Það er skemmst frá því að segja að þær vildu bara alls ekki fara og lái þeim hver sem vill. Í ljós komu tveir nýir heimalingar svo að nú eru þeir sex og eiga örugglega eftir að verða fleiri. Rúmlega tuttugu kindur er ennþá inni og er það sennilega met á 17 júní en vafasamt met. Sex kindur eru eftir að bera, ég er farin að halda að þær ætli að bíða alveg þangað til sumarið kemur í alvöru.

Mér sýnist að við þurfum ekkert að hugsa um heyskap á næstunni svo það verður bara riðið út af fullum krafti í ,,blíðunni,, enda veitir ekki af nóg er á listanum.

09.06.2011 00:03

Evran góða...............


Um daginn fékk ég skemmtilegt símtal en það var frá Halli Magnússyni frænda mínum sem að ólmur vildi kaupa af mér gimbur. Mér fannst erindið skondið og í gegnum hugann flaug að nú væri hann loksins hættur að hugsa um ESB og hefði ákveðið að gerast sauðfjárbóndi.
Í góðum viðskiptum reynir maður alltaf að sýna þjónustulund og uppfylla þarfir viðskiptavinarins svo að ég byrjaði á því að spyrja Hall hvaða lit hann vildi hafa á gimbrinni.
Ég er vön því að þeir sem að kaupa fé af okkur vilji gjarnan einhverja sérstaka liti og stundum reynist erfitt að uppfylla óskirnar en ég legg mig samt alltaf fram um að sinna óskum kaupenda.
Hallur var með það algjörlega á hreinu hvaða litur ætti að vera á gimbrinni ......................hún á að vera blá með gulum stjörnum (fánalitir ESB).
Og mér sem hafði dottið í hug að hann væri hættur að hugsa um ESB.
Nei aldeilis ekki og þar sem að ég reyni að uppfylla óskir sauðfjárfjárfesta var ekkert annað í stöðunni en að ,,redda,, málinu og það strax.
Hér fyrir neðan getið þið séð hvað Hallur var að fara þegar hann fjárfesti í gimbrinni góðu.
G Valdimar góður og gegn framsóknarmaður var sem sé að fagna hálfraraldar afmæli sínu og þar sem að hann og fjölskyldan hafa komið sér vel fyrir í Straumfirði er ekkert að vanbúnaði að hefja sauðfjárrækt.

Með góðfúslegu leyfi sauðfjárfjárfestanna er hér birt gjafabréfið sem að fylgdi gjöfinni góðu.

50 ára afmæli 21. maí 2011

G Valdimar Valdemarsson

sauðfjárbóndi með meiru

Gimbrin EVRA

Frá Hallkelsstaðahlíð í  HnappadalGreinargerð með afmælisgjöf fjölskyldna

Halls Magnússonar,  Gests Guðjónssonar og  Gísla Tryggvasonar


Kveðja frá sauðfjárræktandanum
Sigrúnu Ólafsdóttur bónda að Hallkelsstaðahlíð

Sæll vertu.

 

Ættartalan er góð.  Hreinræktaðar eðal Hlíðarkindur með sögum við hvern ættlið, lífrænt í meiralagi með náttúrulegum fjallajurtabragði sem að smakkast ekki næstu 12 árin.

Hefur ekki komið nálægt endurheimtu votlendi eða fundið stóriðjubragð. Þekkir ,,refi,, af eigin raun bæði loðna og ESB refi...óttast báða jafn mikið.

Nákvæm ættartala afhendist að loknum leitum sem að sjálfögðu fylgja með sem kvöð en mun að þeim loknum verða hið mesta happ.

 

 

Með bestu kveðju.

SigrúnEyrnamark til G Valdimars Valdimarssonar

Stýft, fjöður aftan hægra

Hangfjöður framan vinstra

Með í gjöfinni er eyrnamark enda er Evra enn ómörkuð.

Markavörður Mýrasýslu Þórir á Hóli í Norðurárdal hefur skráð eyrnamarkið

stýft, fjöður aftan hægra,

hangfjöður framan vinstra

Markið er Straumfjarðarmark og var fyrrum í eigu Huldu sem var ráðskona hjá

Guðbjarna á sínum tíma.

Njóttu vel afurða Evru frá Hallkelsstaðahlíð og megi eyrnamarkið verða þér til gæfu!


Til hamingju með fimmtugsafmælið!

Hallur Magnússon                   Gestur Guðjónsson                            Gísli Tryggvason


Sauðafjárstofninn í Hallkelsstaðahlíð í Hnappadal


Sauðfjárræktin í Hallkelsstaðahlíð á sér langa sögu, en sá stofn sem nú er ræktað útaf á ættir sínar að rekja í Vestur- Barðastrandasýslu. Árið 1950 í kjölfar niðurskuðrar vegna mæðuveiki var sóttur nýr stofn m a frá bæjunum Vesturbotni, Hvestu og Fífustöðum í Barðastrandasýslu.


Þennan stofn hafa svo föðurbræður mínir þeir Einar, Ragnar og Sveinbjörn Hallssynir ræktað með góðri aðstoð áhugasamra ættingja þar til Sigrún Ólafsdóttir systurdóttir þeirra tók við búinu.

Stofninn sem við fengum að Hallkelsstaðahlíð var góður og því gott fyrir Sigrúnu og fjölskyldu að njóta leiðsagnar þeirra Ragnars og Sveinbjörns, en Einar lést fyrir nokkrum árum.

Vetrarfóðrað fé í Hallkelsstaðahlíð er á áttundar hundrað og því góð tækifæri til ræktunar.


Markmið búsins að Hallkelsstaðahlíð í sauðfjárræktinni er að rækta afurðarmiklar og frjósamar ær. Ekki er verra að viðhalda litum og sérstökum afbrigðum þó ekki á kostnað afurða. Til gamans má geta þess að rúmlega 30% fjárstofnsins er mislitur. Flestir grunnlitir sem þekkjast í íslenska fjárstofninum finnast í hópnum.

Markmiðið er að hafa 2-3 forustuær og annað eins af ferhyrndum ám hverju sinni. Á hverju ári nýtum við okkur þjónustu hrútastöðvarinnar og sæðum nokkra tugi áa til að bæta stofninn.

Til gamans má geta þess að á Hallkelsstaðahlíð eru notuð mismunandi mörk eftir því af hvaða kyni (ætt) kindin er. Þannig eru í notkun nokkur mörk sem hafa verið um margara áratuga skeið í fjölskyldunni. Öll mörkin sem notuð hafa verið um langt skeið eiga það sameiginlegt að hafa alltaf markið tvístíft aftan hægra. Á vinstra eyra eru svo mismunandi mörk.


Á árum áður þegar brennimörk á horn voru notuð hér í Hlíðinni var það bæjarnúmerið sem ennþá er í fullu gildi 19SH1 sem smellt var á annað hornið og síðan HL'IÐ á hitt.

Ekki hefur verið brennimerkt á Hlíð síðan í kringum 1970 en í minningunni var það mjög spennandi atburður.. Þess vegna hefur því skotið uppí hugann hjá Sigrúnu öðru hverju hvort ekki ætti að endurvekja þennan sið og prófa að brennimerkja. En það hverfur mjög fljótt úr huga Sigrúnar aftur að hennar sögn þegar hún rifjar upp hvað kókósbollur voru góðar í minningunni alveg þangað til ég smakkaði þær aftur.

Þess má geta að Einar heitinn föðurbróðir minn og móðurbróðir Sigrúnar var mikill áhugamaður um mörk og markaskrár. Hann átti að líkindum stærsta markaskráasafn í einkaeigu á Íslandi. 

Það var kveikjan að ritgerðarsmíði minni "Um sauðfjármerkingar á Íslandi"  þegar ég stundaði nám í sagnfræði og þjóðfræði við Háskóla Íslands. Sú ritgerð kom út á prenti í Handbók bænda á sínum tíma.

Hallur Magnússon

 Fyrrverandi kúsasmali og túnrollusmali að HallkelsstaðahlíðGimbrin Evra frá Hallkelsstaðahlíð í fánalitum Evrópusambandsins07.06.2011 18:46

Karún mín köstuð og smá væl með............Karún frá Hallkelsstaðahlíð með son sinn og Alvars frá Brautarholti.

Já hún er svolítið sniðug sú gamla þegar hún á jarpa hesta þá flýtir hún á sér og kastar öllum að óvörum uppí fjalli.  Eða það mætti allavga halda það, kannske er hún búin að frétta að flestir hrossaræktendur vilja fá hryssur og verður því hálf feimin kellingin.
En þessum kappa var vel fagnað og boðinn velkominn í þennan kalda harða heim.
Nafnavalið er erfitt og enn ekki komið nafn í loftið sem að samþykki hefur hlotið hjá eigandanum.
Mummi kallar hann Lífeyrissjóð og finnst það í rökréttu framhaldi af nafni bróður hans sem heitir Sparisjóður.

Í gær var byrjað að bera á og hefur það ekki verið gert svona seint í mörg ár allt útaf hundleiðinlegu tíðarfari. Það eru öll vorverk gerð í kuldagalla og eins og þið sjáið á myndinni þá er úthagi grár og gugginn.
Og til að kóróna skemmtilegheitin í veðrinu verð ég að segja ykkur að ég var að marka út lambfé áðan í hörku haggli og sliddu sem að allt í einu var boðið uppá með sólinni.
Ég rígheld í bullandi jákvæðni og held því fram að það sem ekki drepur það herðir.
Verð þó að deila með ykkur að ég stórefast um að heyskapurinn trufli landsmótsfara, að flagið spretti úr sér, að lömbin verði stór í haust og að kartöflurnar verði í matinn um verslunarmannahelgi.

04.06.2011 00:14

Örfréttir.

Kuldi og hundleiðinlegt veður..................æi nei við skulum ekkert vera að ergja okkur á því, heldur hlakka til blíðunnar sem að kemur bráðum og verður lengi.

Sauðburðurinn alveg að verða búinn aðeins 16 kindur eftir og allir gemlingar búnir en vafasamt met var slegið hér þann 1 júní þegar hátt í tvöhundruð kindur voru inni ennþá.
Sprettan hefur gengið afar hægt og er úthagi ljótur svo að það var með blóðbragð í munni sem að við settum ca 70 kindur með lömbum uppí fjall í gær.

Ekki hafa fleiri hryssur kastað og varla von á fleiri folöldum fyrr en í júní en þá bætist vel í hópinn.
Tamningahross koma og fara en í gær bættist einn þriggja vetra kappi í hópinn sem kom til að eyða sumrinu hér í fjallinu. Gullfallegur brúnsokkóttur sonur Þrists frá Feti sem stoppar aðeins við í hesthúsinu til að læra guðsótta og góða siði svo að honum verði vel af fjallaloftinu.
Nú fara hestaleiguhestarnir að koma heim úr fjallinu taka smá þjálfunnarprógram og hefja síðan störf fljóttlega. Eins bætast við hestar sem koma í sölu og framhaldsþjálfun.

Veiðitímabilið hefur farið hægt af stað enda veðrið ekki verið eins og veiðimenn óska sér.
En um helgina lítur út fyrir að nokkrir veiðimenn muni freista gæfunnar og mæta á vatnsbakkann. Vonandi get ég sagt ykkur aflatölum eftir helgina.

27.05.2011 01:52

Vorið er komið...........vonandi.Þarna sjáið þið hann Fjarka Þristson með mömmu sinni Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

Já vorið er sennilega komið allavega eru komin tvö folöld, hestur undan Þristi frá Feti og Rák frá Hallkelsstaðahlíð. Óskin var að fá jarpskjótta hryssu undan Þristi en raunin var brúnn hestur. Ég er samt harla ánægð með gripinn og tel að gæðin verði bara ennþá meiri fyrst að ekkert púður fór í litinn. Held bara aftur undir Þristinn og kanna hvort að ég fái ekki skjótta hryssu sem að t.d gæti heitið Hulda.
Snör átti jarpa hryssu sem hlotið hefur nafnið Randi frá Hallkelsstaðahlíð en Sveinbjörn frændi minn fékk þennan fína toll undir Soldán frá Skáney í afmælisgjöf í fyrra og er nú einni glæsihryssu ríkari.

Ekki kasta fleiri hryssur alveg á næstunni en það styttist samt í fleiri folöld.

Sauðburðurinn er langt kominn en óvenju margt fé er ennþá inni miðað við dagatalið.
Veðrið hefur verið einstaklega leiðinlegt og þó svo að maður geti ekki vælt þar sem að við sluppum við öskfall er þetta tíðarfar hundfúllt.
Við höfum fengið góða aðstoð frá fjölmörgum í sauðburðinum og eflaust margir farið örþreyttir heim eftir ,,helgarfrí,, í sveitinni.Ekki hefur allt aðstoðarfólkið verið hátt í loftinu.........................Og Botnuflekka er mjög ofarlega á vinsældarlistanum.................enda gullfalleg og litfríð.

Pálína mín sem að brá sér af bæ til að bæta forustustofninn er heldur betur að standa sig og bara móflekkóttum hrúti og svartflekkóttri gimur í fyrradag.
Þarf að mynda gripina við fyrsta tækifæri.

Eins og þið hafið séð hefur ekki verið mikill tími til að sitja við ,,bloggskrif,, en nú verður farið í það verkefni að standa sig betur við það.

21.05.2011 12:43

Enginn heimsendirGlæsilegar mæðgur þær Sylvía Sigurbjörnsdóttir og Fríða Hildur Steinarsdóttir.

Í gær var brunað norður að Hólum til að vera við útskrift hjá flottu Hólakrökkunum.
Sylvía hélt uppteknum hætti og sópaði til sín öllum verðlaunum sem í boði voru fyrir nemendur á þriðja ári. Sannarlega flottur fagmaður á ferð sem að sló einkunnamet við skólann og hefur alla burði til að slá fleiri góð og mikilvæg met í framtíðinni.
Ekki gekk þó allt eins og helst var á kosið og þrátt fyrir góðan dag skyggði það á að Fannar og Gosi eru báðir úr leik í bili sökum meiðsla. Það gerir það að verkum að Mummi fer ekki í lokapróf fyrr en síðar í sumar.
Það er alltaf hátíðleg stund að mæta þarna norður og klæða nýútskrifaða reiðkennara í FT jakkana.
Innilega til hamingju með áfangann ég veit að þið verðið sjálfum ykkur til mikils sóma í framtíðinni og það er fyrir mestu.

Síðustu vikur hafa verði stembnar í meira lagi þar sem að veðrið er í illum ham og lítið sem ekkert hægt að setja út af lambfé. Enda er ástandið þannig í húsunum núna að hvert sem að litið er má sjá lambfé.
Sauðburðurinn hefur gengið þokkalega en þónokkuð er ennþá eftir að bera.
Við höfum fengið góðan liðstyrk við sauðburðinn sem heldur betur munar um.
Ég hef enn ekki gefið mér tíma til að fara með myndavélina en það kemur að því.

Að lokum ekki hefur bólað neitt á heimsendi hér en við búum nú á mörkum hins byggilega heims svo að það kemur kannske að því......................

09.05.2011 10:02

Vorið góðaHniðja litla Tignar og Sparisjóðsdóttir skoðar heiminn með Geirhnjúkinn í baksýn.

Nú fer spennan að aukast og biðin eftir  folöldunum að styttast, tvær hryssur eru komnar í eftirlitshólfið góða. Það eru hryssurnar Rák frá Hallkelsstaðahlíð sem er fylfull við Þristi frá Feti og Snör frá Hallkelsstaðahlíð sem er fylfull við Soldáni frá Skáney. Þeim til halds og trausts verður svo hún Tign mín frá Meðafelli sem nú er fylfull við Alvari frá Brautarholti.

Sauðburðurinn er kominn vel af stað og u.þ.b helmingur af þeim kindum sem að sæddar voru eru bornar. Vonandi eiga fleiri eftir að bætast við. Það var mjög skrítið að fyrstu 12 kindurnar sem að báru úr sæðingunum voru kollóttar en hlutfall þeirra á móti hyrndum er ca. 20 %.  Ég varð himinlifandi í gær þegar fæddust tveir hrútar undan Kveik frá Hesti en Sindri minn sem að ekki kom af fjalli í fyrra var einmitt undan honum. Verða þessir tveir skoðaðir með betri gleraugunum í haust með von um jákvæða umsögn Lárusar ráðanauts.
Að sjálfsögðu hafa þessir gripir fengið nöfn sem að eru Svarti-Sindri og Sindri 2.

Eldri hrútarnir og geldar kindur voru settar út í gær, gemlingarnir bíða samt enn eftir fleiri og lengri grænum stráum.
Rúllan er skammt undan svo að ekki væsir um sparikindurnar og geldféð.

Biðin ótrúlega eftir lambamerkjunum heldur áfram og virðist ætla að vera nærri því árviss viðburður. Nýfæddu lömbin eru því farin að minna óþægilega á ,,kvikmyndastjörnur,, úr Dalalífi, rauð, blá og Guð veit hvað.
Eins gott að úr rætist hið fyrsta svo að húsfreyjan glati ekki síðustu glórunni.

Fulgalífið er í algjörum blóma hér við gluggann minn lóan kvakar og stelkurinn flytur Salómon svarta baráttusöng með þakklæti fyrir vel unnin næturstörf alveg heim að húsi.
Tjaldurinn, spóinn og endurnar sem að ég reyndar elska ekki mikið (þær fljúga uppúr skurðunum og fæla hrossin) eru öll mætt á svæðið en krían er ekki komin svo vitað sé.
Ég heyrði fyrst í hrossagauknum þetta vorið í suðaustri, er það ekki nokkuð gott ?
Er það ekki sælu og auðnugaukur ? Eða er ég eitthvað að ruggla ?08.05.2011 08:47

Noregur heitur og kaldur.Já það var gott veðrið í Grimstad laugardaginn 30 apríl þegar ég var þar að dæma.Á mótinu voru margir góðir hestar þarna eru t.d Hárekur frá Vindási og Stikill frá Skrúð.Um kvöldið var mér svo boðið í heimsóknir m.a á flottan veitingastað þar sem að gestirnir geta notið veðurblíðunnar og rennt fyrir fisk í leiðinni.
Mér fannst þetta nokkuð góð hugmynd sem að við gætum kannske nýtt okkur en sjarminn dofnaði svolítið þegar mér varð hugsað til þess hversu fáir svona dagar væru í boði.En þær voru margar góðu hugmyndirnar í Noregi..............ég get örugglega sett upp hundabar þó ekki væri annað.Ó já það getur nú líka orðið svalt við dómstörfin þó í Noregi sé..........en þessi kunni sko á það.Þessi mynd er tekin snemma á sunnudaginn áður en að seinni blíðan ,,skall,, á hér í Grimstad.
Dómararnir Jenne og Birgitta með góðum ritara.

Smelli svo inn fleiri myndum í albúmin þegar nettengingin er bertri.

04.05.2011 08:32

Komin heim frá NoregiMummi og uppáhalds vinur hans að leika sér á Hólum.

Ég er komin heim eftir að hafa átt góða daga í Noregi við að dæma flott hross og góða knapa.
Veðrið lék við mig og ég er sannfærð um að hafa komið heim með vorið. Móttökurnar voru frábærar, skemmtilegt að hitta fólkið og sjá hestana sem að ég þekkti hér að heiman.
Myndir og nánar um Noregsferð síðar.

Skúli skellti sér norður að Hólum á laugardaginn til að sjá sýningu þriðja árs nema Hólaskóla.
Sýningin að þessu sinni hét ,, Leiðin á toppinn,,
Ég dauðöfundaði hann en var samt ánægð með mitt hlutskipti en gaman hefði nú verið að sjá flottu Hólakrakkana líka. Mummi var með atriðið ,,Traust og samspil,, þar notaði hann Fannar sinn sem treystir Mumma til ótrúlegustu hluta m.a leikur sér með stóran bolta og stekkur yfir eld. Krapi kom líka fram í atriðinu til að sýna vinnuna á fyrri stigum en þeir vinirnir hafa jú ekki verði jafnlengi saman og Mummi og Fannar ,,gömlu karlarnir,,
Krakkarnir kynntu síðan lokaverkefnin sín sem að voru mjög fjölbreytt og skemmtileg.
Skúli fór líka á sýninguna um kvöldið og lét vel af.

Þann 1 maí fæddust hér lambakóngur og lambadrottning þegar gamla Útigöngu-Grána bar.
Í dag eiga svo kindurnar sem að voru sæddar tal svo að nú fer að færast fjör í leikinn.
Um helgina næstu fer svo stóra skriðan í fjárhúsunum af stað.

28.04.2011 23:20

Allt að gerast.................

Allt að gerast og fréttir í styttra lagi núna................
Þakið er komið á fjárhúsin svo að nú eru þau tilbúin fyrir næsta rok sem að vonandi verður ekki á næstunni.
Góðir og skemmtilegir páskadagar að baki með gestum og skemmtilegheitum.
Sauðburður handan við hornið en nokkur óunnin verkefni verða kláruð fyrst
svo sem skroppið til Noregs að dæma og ýmislegt fleira sem að fyrir liggur.
Meira um allt þetta síðar....................og jafnvel myndir.

20.04.2011 22:18

Járningamaðurinn minn.Þessi var ekki gamall þegar áhugi vaknaði á járningum og þá var bara byrjað að æfa sig.Handtökin nokkuð góð og höfðinginn Bliki tók þessu öllu með jafnaðargeði.Vanda sig .........hælarnir verða að vera jafnir..................svo að skeifan sitji rétt.Allt að koma...........ætli ég verði að setja hann á botna og sílikon ???Úff þetta tekur á mann........................svo verð ég kannske á Hólum eftir 20 ár svo það er eins gott að byrja snemma að æfa sig.............ekki á botna ??? 
Nei það er svo sem óþarfi en ekki trufla mig meira..........Og skeifan passar svona ljómandi vel á snillinginn Blika.

Þessar myndir eru teknar í hesthúsinu sem að við áttum í Borgarnesi veturinn þegar Mummi var 4 ára. Hesturinn er Bliki frá Hallkelsstaðahlíð ógleymanlegur höfðingi sem að Ragnar frændi minn átti. Bliki var ein besta barnfóstra sem að ég hef kynnst og óendanlega umburðarlindur við lítinn hestamann.
Bliki var frábær reiðhestur með yndislegt geðslag, ég hef oft hugsað til hans í gegnum árin og hugleitt hversu gott það gæti stundum verið að klóna svona gripi.

19.04.2011 21:33

Blíðan í Hlíðinni.Það var ekkert slor útsýnið sem að blíðan hér í Hlíðinni bauð uppá þennan daginn.Þó svo að veðrið hafi verið gott í dag þá var það þannig að síðustu nótt var öskubylur.Tjaldstæðin bíða eftir sumrinu og öllum gestunum sínum.Og ekki hefur nú útsýnið af Klifshálsi verið slæmt í dag.Já Guðdómlegur Hnappadalur.....................klikkar ekki.

18.04.2011 23:33

Sýningin í Faxaborg

Það var gaman á vesturlandssýningunni í Faxaborg á föstudaginn, troðfullt hús og góð stemming.
Enda tími til kominn að vestlendingar létu að sér kveða í viðburðafárinu sem nú gengur yfir.
Eins og stundum áður ætla ég að rifja upp hvað mér var efst í huga á leiðinni heim af sýningunni.
Sýningin hófst með fánareið fulltrúa félaganna þar á eftir komu fulltrúar Félags tamningamanna á vesturlandi.
Þeir sem að tóku þátt í því atriði voru Gunnar Halldórsson, Jakob Sigurðsson, Heiða Dís Fjeldsted, Haukur Bjarnason, Randi Holaker, Agnar Þór Magnússon og Birna Tryggvadóttir.
Eins og við var að búast heppnaðist atriðið vel og þessir heiðursknapar sér og FT til sóma.
Takk fyrir flottu félagsmenn.

Börn og unglingar áttu stór góð atriði og var gaman að sjá hvað efnilegir knapar eru þar á ferðinni.
Svanhvít húsfreyja í Lindarholti og gæðingurinn hennar Númi frá Lindarholti sýndu afar skemmtilegt atriði sem endurspeglaði djúpa vináttu og virðingu. Allar ,,græjur,, óþarfar í því atriði og verður bara spennandi að sjá hvað þau bjóða okkur uppá í framtíðinni.

Þó nokkur fjöldi af stóðhestum kom fram á sýningunni en í mínum huga var Stígandi frá Stóra-Hofi þeirra bestur. Stígandi er undan Aron frá Strandarhöfði og Hnotu frá Stóra-Hofi. Flugrúmur, mjúkur og hreyfingafallegur gæðingur sýndur af Sigurði Sigurðarsyni.

 Atriði með systkynum frá Eystra-Súlunesi var skemmtilegt, já Váli og Vera sem sýnd voru af þeim Jakobi Sigurðssyni og Agnari Þ Magnússyni eru heldur betur eigulegir gripir.

Jódís frá Ferjubakka var frábær að vanda og Eskill frá Leirulæk stóð fyrir sínu eins og venjulega. Þau voru saman í atrið sýnd af þeim Huldu Finns og Gunnari Halldórssyni.

Afkvæi Sólons frá Skáney komu fram en í þeim hópi heillaði Goggur frá Skáney mig mest. Goggur er sonur Glæðu frá Skáney, virkilega flottur hestur sýndur af Jakobi Sigurðssyni.

Í flokki 5 v hryssna hreyf mig mest hryssan Vænting frá Akranesi sem að Ingibergur Jónsson sýndi. Hún er undan Arði frá Brautarholti og Maístjörnu frá Akranesi. Önnur glæsihryssa Dimma frá Gröf vakti líka athyggli með einstaklega skemmtilegum hreyfingum, hún er undan Smára frá Skagaströnd og Hrefnu frá Garðabæ. Björn Haukur sýndi Dimmu.
Villirós frá Neðri-Hrepp sýndi líka skemmtilega takta og á eflaust eftir að gera góða hluti, hún er undan Þey frá Akranesi og Vöku frá Kleifum. Knapi á Villirós var Hlynur Guðmundsson.
Í flokki 6 v hryssna voru glæsihryssur en eftirmynnilegastar eru Sýn frá Ólafsvík og Spóla frá Brimilsvöllum. Sýn er undan Huginn frá Haga og Ísbjörgu frá Ólafsvík gæðingur sem knapinn Lárus Hannesson hafði greinilega mjög gaman af enda urðu sprettirnir betri og betri eftir því sem þeir urðu fleiri. Spóla sýnir snildartilþrif og flaggar væntingum um enn frekari innistæður. Spóla er undan Gaumi frá Auðsholtshjáleigu og Rispu frá Brimilsvöllum.

Auðvitað voru mörg frábær hross á sýningunni sem að ég hef ekki nefnt hér en ég hef gefið ykkur smá sýnishorn af því sem að mér fannst athygglivert.
Sýningin heppnaðist mjög vel og var skemmtileg en ef að eitthvað er aðfinnsluvert þá var það hljóðkerfið sem að skilaði alls ekki sínu.
En lítum bara á björtu hliðarnar og þökkum fyrir frábæra sýningarskrá sem var hreint til fyrirmundar.


16.04.2011 22:42

SkeifudagurinnSkeifudagurinn var haldinn hátíðlegur á Miðfossum og Hvanneyri í dag.
Snædís Anna Þóhallsdóttir hlaut reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna.Þarna eru nokkrir þátttakendur í setningarathöfninni.Astrid okkar með sín hross sem voru hvítþvegin, pússuð og greidd í tilefni dagsins.Þessi sæta vinkona mín passaði vel uppá að pabbi hennar opnaði ekki munninn að óþörfu.
Verður að hafa stjórn á þessum köllum.

Nánar síðar um skeifudaginn og að sjálfsögðu flotta reiðhallarsýningu sem að haldin var í Borgarnesi á föstudagskvöldið.

12.04.2011 22:57

Sparisjóðsdömur hittastEldhressar dömur úr gamla góða Sparisjóðssaumaklúbbnum hittast í Hraunholtum.

Já það var skemmtileg kvöldstund sem að við áttum saman síðast liðinn fimmtudag enda bara örstutt síðan síðast..................
Þegar ég flutti aftur í sveitina hætti ég í saumaklúbbnum góða sem við nokkrar samstarfskonur úr Sparisjóði Mýrasýslu stofnuðum árið 1987 .
Þrátt fyrir gott samband hafði ég ekki mætt í alvöru klúbb til þeirra síðan ég hætti en á fimmtudaginn komst ég svo sannarlega að því að ekkert hafði breyst þegar þessi hópur kom saman.
Það var spjallað, hlegið og haft gaman alveg eins og fyrir 20 árum síðan og ekki hafði veitingunum farið aftur.
Eins og þið sjáið höfum við ekkert elst að ráði en kannske eru myndgæðin bara ekkert sérstök............samt skrítið hvað við eigum orðið fullorðin börn ?
En kannske fara börnin bara stundum framúr foreldrunum ?

Takk fyrir frábæra kvöldstund stelpur.