Færslur: 2017 Júní

25.06.2017 20:59

Hestafrænkur í stuði.

Við fengum góða gesti í dag sem komu að heilsa uppá okkur mannfólkið í sveitinni.

Svandís Sif frænka mín var ein af þeim, hún átti nú samt aðalerindið við hann Fannar vin sinn.

Þegar það kom svo í ljós að Fannar var í ,,sumarfríi,, útí girðingu varð sú stutta frekar svekkt.

Eftir miklar vangavelltur og langdregnar samningaviðræður fannst lausn á þessu fríveseni hans Fannars.

Við frænkur fundum nefninlega þessa fínu frænku hans Fannars, já og hún var meira að segja eins á litinn.

Já hún Nóta Hljómsdóttir getur sko alveg smellt sér í hin ýmsu hlutverk ef þörf er á.

 

 

Það má reyndar ekki ríða á Nótu eins og í villta vestrinu (samt vorum við þar) þó svo að Fannar þoli það.

Hér er aðeins verið að semja um hraða............... sú stutta er ekkert smeik svo að hraði er gull.

 

 

Þær stöllurnar þurftu aðeins að ræða saman í byrjun, já auðvita þarf að kynna sig.

 

 

Kamburinn getur gert kraftaverk í fyrsta ,,samtali,,

 

 

Já það mátti alveg nota þessa Nótu svona fyrst Fannar var ekki viðlátinn.

 

 

Besta að gefa henni smá nammi og prófa svo gripinn.

 

 

Og það gekk svona líka ljómandi vel að þjálfa Nótuna.

 

 

Það er nauðsynlegt fyrir alla hestamenn að æfa jafnvægið og leika sér svolítið.

Þarna er Svandís Sif að gera æfingar með tilþrifum.

 

 

Og vitið þið hvað ??? Það er gaman á hestbaki................. jafnvel þó að Fannar sé upptekinn.

 

 

Það er stuð að vera hestakona og mjög fljóttlega má ríða hratt já mjög hratt.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

22.06.2017 23:57

Hún er vandséð þessi................

 

Þann 19 júní á sjálfan kvennadaginn kastaði síðasta hryssan þetta árið hér í Hlíðinni.

Það var mikil gleði þegar það kom í ljós að fædd var brúnskjótt hryssa undan Sjaldséð og Káti.

Ekki amalega að fá svona grip verandi félagi í Skjónufélaginu mikla þar sem baráttan er hörð.

Já þessi kemur sterk inn og verður vonandi sér og sínum til sóma í framtíðinni.

 

 

Eins og alltaf þegar folöld fæðast hér í Hlíðinni byrja vangaveltur um hvað gripurinn eigi nú að heita.

Eftir þónokkra umhugsun hefur þessi flotta hryssa hlotið nafnið Vandséð frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Þá eru ,,séðarnar,, orðnar nokkuð margar á bænum.

Auðséð, Sjaldséð, Fáséð, Útséð, Burtséð og Vandséð svo að eitthvað sé nefnt.

 

 

Ég er sérstaklega hrifin af stertinum sem er tvílitur og flottur.

 

 

Svo maður tali nú ekki um hökuskeggið, væri fullgilt á hvaða jólasvein sem er.

 

Við erum langt komin með að nefna folöldin þetta árið bara eitt eftir.

Vandséð, faðir Kátur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Sjaldséð frá Magnússkógum.

Máni, faðir Kátur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

Krossbrá, faðir Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Staka, faðir Bragur frá Ytra hóli og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

Kolrassa, faðir Spuni frá Vestukoti og móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Nafnið á folanum undan Venus frá Magnússkógum og Arion frá Eystra Fróðholti er enn í ,,hrossanafnanefnd,, Hlíðarinnar.

 
 
 
 
 

14.06.2017 22:39

Stóðhestar í Hallkelsstaðahlíð.

 
 
 
 
 

11.06.2017 22:19

Og það bætist í folaldahópinn.

 

Snekkja Glotta og Skútudóttir eignaðist fallegt hestfolald undan Káti mínum.

Hann er tinnu svartur en með þennan fína mána í enninu.

 

 

Þarna lúrir fyrsta folald ársins hér í Hlíðinni og lætur sér fátt um finnast.

Eigandinn er enn að hugsa hvað nafn hæfi gripnum.

Faðir er Kafteinn og móðir Karún.

 

 

Hér sjáið þið hinsvegar hryssu sem hlotið hefur nafnið Kolrassa frá Hallkelsstaðahlíð.

Hún er undan Spuna frá Vestukoti og Kolskör minni.

Kolrassa minnir mig á hvað það var gaman að eiga stórafmæli fyrir stuttu síðan.

 

 

Þessi fallegi hestur er undan Arion frá Eystra Fróðholti og Venus frá Magnússkógum.

Ég er búin að fara skoða hann en fæðingastaðurinn var Magnússkógar.

Eins og áður sagði er hann undan Venus frá Magnússkógum en við höfum áður fengið að halda henni.

Út úr því kom uppáhaldshryssan Sjaldséð frá Magnússkógum.

 

 

Þetta er einmitt hún Sjaldséð en undan henni kemur vonandi fljóttlega annað afkvæmi Káts.

Þegar þetta er skrifað hefur líka fæðst hér afkvæmi Rákar frá Hallkelsstaðahlíð og Brags frá Eystri Hóli.

Hryssa var það rétt eins og óskað var. Það er ekki enn búið að mynda gripinn en það gerist fljóttlega.

Já það er alltaf svo gaman að taka á móti folöldum.

 
 

 

 

 
 
 
  • 1