Færslur: 2015 September

27.09.2015 21:40

Hér var stuð.

 

Við höldum í þann góða sið að gera okkur glaða kvöldstund í miðju réttarfjörinu.

Eins og sjá má er stór hljómsveit sem leggur línurnar og teymir mannskapinn í söngunum.

 

 

Tilþrifin eru góð og gítarleikurum fjölgar á hverju ári, hvar endar þetta ???

 

 

 

Söngheftin góðu sem gefin voru út í tilefni af hálfrar aldar húsfreyju nýttust vel.

Og verða að duga næstu hálfa öld að minnsta kosti.

 

 

Undirbúningur fyrir næsta föðurættarhitting fór að sjálfsögðu fram þetta kvöld.

Einkar henntugt að nota samkvæmið til góðra verka.

 

 

Já það er ekki nóg með að gítarleikurum fjölgi ár frá ári nú bættist við munnharpa sem aldeilis gerði það gott.

 

 

,,Kokkurinn við kabyssuna stóð,,

Ó nei hann sló á létta strengi og útúr því kom að sjálfsögðu Erla góða Erla.

 

 

Þessir fyrirmyndar krakkar voru skemmtileg bæði í réttum og partýi.

Rétt máttu vera að því að líta upp fyrir myndatöku.

 

 

Gréta frænka mín kom alla leið frá Noregi til að vera með okkur í réttunum.

Ég ætla rétt að vona að hún komi aftur næst og næst og næstu réttir.

 

 

Æi þetta eru nú góðir kallar, alveg svona uppáhalds annar frændi hin smali.

 

 

Já það er alltaf gaman hjá okkur Jóa föðurbróður mínum þegar við hittumst.

 

 

Þessi tvö er skemmtileg og höfðu eftirminnileg skóskipti fyrir nokkrum árum.

Frændi minn fór heim á háum hælaskóm (rauðum) númer 36 en hún sat uppi með gúmískó númer 43.

Hvað marrr getur nú ruglast aðeins................

 

 

Þessir voru hressir ný komnir úr leit í Eyjahreppi (vesturbakkanum).

Haukatungubóndanum þótti öruggara að vera áfram eitthvað lengur í smalavestinu.

 

 

Eins og sjá má getur verið stembið að stunda samkvæmislífið en þá er bara að fá sér lúr.

Þetta er klárlega partý mynd ársins hér í Hlíðinni.

 

Frábær kvöldstund með skemmtilegu fólki sem vaknaði allt eldhresst og tók til við réttarstörfin daginn efir.

Eins gott því dagsverkið þá var að raga og vigta, smala og keyra. Já það er stuð í réttunum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 

24.09.2015 21:59

Smalafjör

Smalamennska Hlíðarmúli og Oddastaðafjall.

Á þessari mynd eru smalarnir sem fara að innan verðu lagðir á brattann.

Selkastið og Brúnabrekkan bíða eins gott að flestir eru hættir að reykja.

Skúli, Hrannar og Maron ríðandi en Hallur og Hallur labbandi.

 

Þokan var aðeins að stríða okkur og náði næstum niður að Háafossi þegar lagt var af stað.

Náði reynar heim að húsvegg um morguninn og olli hækkandi blóðþrýstingi hjá húsfreyjunni.

Já maður hefur ekki smala í röðum alla daga.

 

 

Þokan faldi líka Skálarhyrnuna og aðeins glittir í hrossin sem voru í Skálinni.

 

 

Þarna er Hallur kominn í hann krappann og um tíma var tvísýnt um það hver hefði betur hann eða kindurnar.

Kappinn er seigur og kom þeim niður og heim á tún eftir að hafa sent þeim góðan lestur á norsku.

 

 

Þarna er farið að styttast heim og allir farnir að hugsa um gómsæta steik.

Freyja í vígahug og fylgjist vel með að allt fari vel fram.

 

 

Þegar Mummi fór um túnfótinn á Oddastöðum brunandi á fjórhjóli varð mér hugsað til nafna hans á Oddastöðum.

Ég er ekki viss um að honum hefði huggnast gæðingurinn sem nafni hans notaði við smalamennskuna.

Sámur og Neró hefðu örugglega gert meira svo maður tali nú ekki um hann Kolskegg.

 

 

Að lokum er rétt að hringja í vin.................og biðja hann að opna hliðið.

 

Partýmyndir eru rétt ókomnar á bloggið en nokkrar myndir úr Skarðsrétt eru undir ,,albúm,, hér á síðunni.

 
 
 
 
 
 
 

23.09.2015 00:00

Réttir árið 2015........... bara byrjunin.

 

Líflega vika að baki hér í Hlíðinni þar sem leitir, réttir og góður félagsskapur hefur ráðið för.

Dásamlegt veður en þokan aðeins að stríða okkur á köflum en þó ekki til teljandi vandræða.

Heimtur nokkuð góðar og batna með hverjum deginum sem líður.

Eins og áður höfum við notið velvilja og gæða vina og vandamanna sem komu og tóku atið með okkur alla leið.

 

 

Það eru forréttindi af bestu gerð að vera á fjöllum í svona veðri.

Útsýnið með aldýrasta móti og hreint andleg veisla að vera einn með sjálfum sér og góðum hesti.

Á meðfylgjandi mynd sjást kindurnar röllta niður Nautaskörðin í áttina heim.

 

 

Þessir kappar mættu galvaskir um miðja síðustu viku okkur til halds og trausts.

Frændur mínir sem slitu gúmískónum hér í Hlíðinni mörg sumur á yngri árum. Fyrir nokkru síðan.......

Hallur, Hallur og Hrannar eða litli Hallur, stóri Hallur og Hrannar.

 

 

Þessi tvö voru líka komin tímalega og tóku heldur betur til hendinni.

Já Kolli og Þóranna eru ekki bara góð í sauðburði.

 

 

Þessar skvísur voru hressar í eldhúsinu og stilltu sér upp fyrir myndatöku.

Gulla, Stella, Lóa, Erla, Þóranna og Hildur.

 

 

Slakir eftir góðan dag á fjöllum, Haukur Skáneyjarbóndi og Mummi.

 

 

Þarna eru Mummi og Tommi að ráða ráðum sínum fyrir smalamennskuna heim í rétt.

Já það hefur verið gaman að hafa allt það góða fólk sem kom og hjálpaði okkur.

Kærar þakkir fyrir alla hjálpina vinir og vandamenn þið eruð dásamleg.

Nú fer að koma að því að ég verði duglegri við að setja inn myndir og fréttir.

Á næstunni koma myndir úr Skarðsrétt, Vörðufellsrétt, Mýrdalsrétt og að sjálfsögðu partýmyndir..................

  • 1