Færslur: 2020 Ágúst

31.08.2020 21:20

Smá fréttaskot úr Hlíðinni.

 

Það er ennþá sumar hér í Hlíðinni hægur vindur, hiti og bara eitthvað svo notalegt.

Þegar þessi tími er kominn er það nú ekki sjálfgefið. Svo fyrir það ber að þakka.

Næturfrost og næðingur eru kannski í kortunum en við erum ekkert að velta okkur uppúr því.

Sumarið hefur á margan hátt verið gott svona frá náttúrunnar hendi.

Gott tíðarfar, góður heyfengur og svo maður tali nú ekki um silungsveiðina sem hefur verið með miklum ágætum.

En það er ýmislegt sem ekki hefur verið eins og best verður á kosið.

Covid kvikindið hefur gert það að verkum að fáir hestahópar voru á ferðinni hjá okkur þetta sumarið.

Eins fórum við ekki í okkar árlegu stóru og skemmtilegu hestaferð  en það bíður bara betri tíma.

Það verður nú eitthvað þegar við förum af stað eftir að hafa verið háfl ,,fjörusvellt,, heilt sumar.

Eins hafa margir af okkar góðu gestum sem hugðust koma og dvelja í gestahúsunum ekki haft tök á að koma.

En við erum bjartsýn og hlökkum til að taka á móti þeim þegar allt er um garð gengið.

 

Tamningar og þjálfun eru í fullum gangi þar sem bæði er verið að vinna við frumtamningar og einnig þjálfun nýrra söluhrossa.

Það hafa komið mörg spennandi tryppi til okkar í tamningu og einnig höfum við kynnst nýjum og spennandi gripum úr okkar ræktun .

Boðið var uppá frumtamninganámskeið hér og mættu nemendur með sín eigin tryppi til að vinna með.

Alltaf jafn gaman að fylgjast með og sjá efnileg trippi og tamningamenn. Til stendur að bjóða uppá fleiri námskeið og fleira skemmtilegt.

 

Þrjár hryssur eru komanar heim eftir stefnumót sumarsins með vottorð uppá vasann um að gæðingsefni sé væntanlegt næsta sumar.

Snekkja Glotta og Skútudóttir fór undir Álfaklett frá Syðri Gegnishólum.

Sjaldséð Baugs og Venusardóttir fór undir Svartálf frá Syðri Gegnsihólum.

Gangskör Adams og Kolskarardóttir fór undir Ljósvaka frá Valstrýtu.

 

Kolskör er svo rétt ókomin heim eftir stefnumót við Veigar frá Skipaskaga.

 

Þetta verður bara spennandi sko.

 

23.08.2020 10:02

Það er sumar.

 

Verðurblíðan undanfarið hefur verið dásamleg hér í Hlíðinni.

Orð eru óþörf þegar myndirnar tala sínu máli.

Þarna sést heim í Hlíðina á fallegum degi.

 

 

Steinholtið, Hlíðarvatn og fjöllin öll á sínum stað.

 

 

Litadýrð.

 

 

Spegill dagsins.

 

 

Veiðistaðurinn góði.

 

 

Kvöldkyrrðin er dásamleg.

 

 

Kvöldgöngutúrarnir í svona aðstæðum eru frábærir og engin afsökun til að sleppa þeim.

Veiðimenn og tjaldgestir hafa notið einnar bestu veðurblíðu sumarsins hér um helgina.

Vonandi verða næstu vikur eitthvað í líkingu við þetta.

 

09.08.2020 21:47

Yndið mitt hún Snotra.

 

 

Snotra Kubbs og Týrudóttir 2007-2020.

 

Dásamlega Snotra mín kvaddi okkur þann 7 ágúst eftir 13 ára samveru.

Það er tómlegt að hitta ekki síkáta og glaða Snotru sem fagnaði manni alltaf með gleði og hlýju.

Elsku mjúki bangsahundurinn minn skottast nú um í grænu högunum hinumegin.

Það er gaman að eiga góðan, glaðan og tryggan hund sem veitir gleði.

Snotra var skemmtilegur heimilis/hefðarhundur sem hafði skoðun á öllu og lét gjarnan skoðanir sínar í ljós.

Þegar Border collie ,,bjánarnir,, (sko í augum Snotru) voru með læti og hamagang varð Snotra æf og reyndi allt sem hún gata til að stoppa þá.

Það gekk nú misjafnlega en tókst stundum vel sésrstaklega þegar allir voru komnir inn og í aðhald.

Þá tók Snotra fulla stjórn og gat jafnvel beygt brattasta Borderinn.

Ein var þó reglan sem Snotra kenndi öðrum hundum í eitt skipti fyrir öll. 

,,Matardallinn snertið þið ekki, hann er minn,,

 

 

Athugul, boðin og búin að taka þátt í öllu því skemmtilega sem lífið bauð uppá.

Uppáhalds verkin hennar Snortu voru að skottast með í reiðtúrum, snúast í kringum okkur í hesthúsinu og

siða rollurnar jafnt innan sem utan dyra.

 

 

Göngutúrarnir voru líka skemmtilegir og gaman að hafa náð nokkrum einstaklega góðum í sumar.

 

 

Jólahundurinn Snotra situr hér á hestbaki í hlutverki ofurfyrirsætu.

Afraksturinn prýddi jólakort sem var vel viðhæfi enda þetta jólabros óaðfinnanlegt.

 

 

Snotra átti í mjög nánu haturs/ástarsambandi við alla þá ketti sem voru henni samtíða.

Ekkert fannst henni skemmtilegara en góður sprettur á eftir lafhræddum ketti.

Ef að hún var heppin þá náði hún smá gleffsi í mjúkan kisubossa.

Það fannst henni klárlega merki um að hún hefði náð fullnaðar sigri.

Hinsvegar ef að kötturinn stoppaði og snéri sér að henni gat málið vandast.

Öruggasta leiðin til að bera örugglega ,,sigur,, úr bítum var að labba rakleitt framhjá helv... og þykjast ekki sjá hann.

En það var líka tvíeggja sverð þar sem sumum kisum fannst hún ekkert sérlega hættuleg og áttu það til að rjúka í skottið.

Það var niðurlægjandi.

 

 

Snotra vildi helsta alltaf vera með í öllu sem gert var og alltaf til í eitthvað nýtt.

Þarna á myndinni hefur hún tekið að sér skipsstjórn og það með glæsibrag.

Eða er hún að bíða eftir hinum íslenska hundi Leonardo DiCaprio ???

 

 

Baddi frændi hennar var í miklu uppáhaldi en hann flutti í Garðabæinn ungur.

Þegar Baddi kom í sveitina var heldur betur fjör á bænum.

 

  

 

 

Snotra eignaðist marga vini úr þeim stóra hópi sem dvalið hefur hér hjá okkur allt hennar líf.

Ég er  nokkuð viss um að stundum var Snotra hreinlega trúnaðarvinur og svoleiðis vinir eru dýrmætir.

Þær eru ófáar myndirnar sem ég hef fengið frá því góða fólki sem hefur verið hér hjá okkur.

Takk fyrir allar þessar fínu myndir ég er einmitt að safna svona Snotrumyndum.

Takk Snotra fyrir allar góðu stundirnar.

 

  • 1