Færslur: 2018 Febrúar

21.02.2018 10:01

Að láta sig dreyma um betri tíð með blóm í haga.

 

Það er svo gott fyrir sálina að skoða hestamyndir sem teknar eru á góðum sumardögum.

Fysta myndin sýnir hann Dúr í djörfum dansi við hana Dyndísi frá Borgarlandi.

Vonandi kemur eitthvað fallegt og skemmtilegt út úr þessum dansi með vorinu.

Hann Dúr er stóðhestur á 3 vetur undan Snekkju frá Hallkelsstaðahlíð og Konserti frá Hofi.

 

 

Þessi mynd er tekin af Dúr þegar hann var ,,ungur,, þarna er hann á leið í ferðalag með Snekkju mömmu sinni til að hitta Skýr frá Skálakoti.

 

 

Þetta er hún Krossbrá frá Hallkelsstaðahlíð en hún er undan Karúnu og Kafteini Ölnirssyni.

Mikill karater og hefur mikið og gott sjálfsálit.

 

 

Þarna er annað Kafteinsafkvæmi en þessi er undan Korku frá Vífilsdal.

Litfallegt og spennandi með vörumerkið hans Kafteins í augunum.

Já augun hans Ölnirs koma vel í gengum hann Kaftein líka.

 

 

Og ennþá er það Kafteinsafkvæmi en þessi flotta hryssa en núna norður í Húnavatnssýslu.

 

 

Krossbrá Kafteinsdóttir að leggja sig eftir matinn.

Henni datt ekki í hug að láta trufla sig enda svefn afar mikilvægur

 

 

Vandséð litla undan Sjaldséð og Káti fór í ferðalag norður í land en þar átti mamma hennar stefnumót við Muggison frá Hæli.

Eins og þið sjáið á myndinni þá var nóg gras í girðingunni og frábært færi til að æfa fótaburðinn.

 

 

Hvar er svo þessi Muggison ???? ætli hann sem kominn á kaf í grasið ???

 

 

Já það voru vellystingar í boði hjá honum Jonna á Hæli.

 

 

Þarna hvílir Máni litli sonur Snekkju og Káts lúin bein.

 

 

Þessi litli rauði hestur hefur hlotið nafnið Sigurmon og er undan Venus frá Magnússkógum og Arion frá Eystra Fróðholti.

Hann er ennþá í góðu yfirlæti hjá mömmu sinni í dölunum.

Fallegt upplit og var bara býsna sperrtur þegar ég fór að skoða hann í sumar.

Verður spennandi að sjá kappann aftur.

 

Já það er alltaf gaman að skoða myndir og rifja upp góða dag,.

 

 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 

19.02.2018 22:39

Veðrið, veislur og allt hitt.

 

Já nú er það hvítt eða réttara sagt var hvítt eins og þið sjáið á þessari mynd.

Þegar þetta er hinsvegar skrifað gengur á með vestan hriðjum og tómum leiðindum.

Já veður guðinn er ekki uppáhalds kallinn þessa dagana.

En ég verð þó að játa að góðu dagarnir gera það að verkum að leiðindin gleymast.

Að ríða út í færi og veðri eins og myndin sýnir er draumur, já algjör draumur.

Þessi mynd er tekin út við Hermannsholt og í áttina heim.

 

 

Þarna er ég komin aðeins nær eða í Þrepholtið.

Geirhjúkurinn og Skálarhyrnan gnæfa yfir og eru bæði virðuleikinn einn.

 

 

En veðrið er ekki alltaf eins og maður óskar sér, ó nei.

Þetta var útsýnið sem boðið var uppá í rúman sólarhring og það meira að segja stundum minna.

Þið látið það nú ekki fara lengra en húsfreyjan festi sig tvisvar og keyrði einu sinni útaf á rétt rúmum 2 tímum.

Já og ferðin var ekki löng nei frekar stutt og kunnulegar slóðir sem farið var um.

Ferðin hófst við bílskúrsdyrnar og var heitið uppí hesthús. Sennilega eru þetta u.þ.b 250 metrar og svo kunnuglegir að holurnar og hörslið gæti haft sitt eigið nafn. Engu að síður var boðið uppá viðburði alla leiðina eins og skipulagið krefðist þess að alltaf væri eitthvað í gangi.

Það er þó skemmst frá þvi að segja að Mummi kom til hjálpar á Claasinum og dróg bílinn, húsfreyjuna og girðingun upp........................

Hæfni húsfreyjunnar til aksturs er óumdeild enda ekki á hvers manns færi að krækja bíl í rafmagnsgirðingu nánast við rúmgaflinn.

Seinómor.

 

 

Blíðan var mikið notuð enda ekki á hverjum degi.

Á þessari mynd er Skúli á Leik Spunasyni sem stillti sér upp fyrir myndatöku uppá einum snjóskaflinum.

Annars var helgin notuð til að sýna sig og sjá aðra........... 

Á föstudaginn var brunað til þeirra heiðurhjóna Benna og Siggu sem nú búa á Ferjubakka.

Þar kom saman góður hópur sem hist hefur á heima þorrablóti hjá þeim hjónum í nokkur skipti.

Frábært kvöld með góðum mat og skemmtilegu fólki.

Laugardagurinn var svo Skjónufélagsfundardagur. Það eru dásamlegir dagar.

Þá komum við saman hér í Hlíðinni og höfum gaman.

Að sjálfsögðu tók hópurinn út reiðhöllina, hrossin og sauðfjárbúskapinn.

Aðalefni fundarins gleymdist en þessi í stað fór megnið af fundartímanum í að skipuleggja menningaferð til framandi landa.

Allir meðlimir félagsins voru mættir nema Erla en hún átti ekki heimangengt.

Við árlega myndatöku lék verðlaunagripur félagsins hlutverk Erlu og því má segja að við værum þarna öll.

 

 

Það er því ljóst að við verðum að halda framhalds aðalfund og halda áfram að skipuleggja.

Við teljum okkur vera vel í stakk búinn til að ferðast hvert sem er jafnvel til tunglsins.

Viðburðastjórnandi, reiðkennarar, tamningamenn, bændur, þroskaþjálfi, fjölmiðlafræðingur, húsasmíðameistari, kokkur og Guð veit hvað.

 

 

Þarna er t.d viðburðastjórnandinn að rita fundargerðina................ og leggja á ráðin.

 

 

Og undirtektirnar virðast frábærar..............

Það er svo Brá og Maron að þakka að liðið náðist á mynd................ ekki verra að hafa heimildir.

Skemmtilegt að koma saman og hafa gaman kæru vinir.

Takk fyrir komuna, þetta verður eitthvað.

 
 
 
 
 
 

11.02.2018 18:29

Og þá er það seinni hluti myndasyrpu frá þorrablóti 2018.

 

Þarna er undirbúningsnefndin og veislustjórinn Gísli Einarsson sem að sjálfsögðu klæddist afsakið hlé jakkanum sínum.

 

 

Það er komin hefð að útnefna Kolhrepping ársins á hverju þorrablóti.

Að þessu sinni var það yfir snapparinn okkar hún Þóra í Ystu Görðum sem hlaut þennan titil.

Eins og þið sjáið þá tók hún að sjálfsögðu snapp af viðburðinum.

 

 

 

Þarna tekur Þóra við titlinum og Karen leysir hana af við myndatökuna.

Til hamingju með titilinn Þóra.

 

 

Hraunholtabændur voru að sjálfsögðu mættir á blótið.

 

 

Brosmildar dömur prýða alla samkomur.

 

 

Albert á Heggstöðum og Jónas á Jörfa spekingslegir á svip............

 

 

Ungdómurinn í Miðgörðum.

 

 

Kaldárbakkaborðið.

 

 

Frændurnir voru bara kátir og litu frekar mikið niður á mig með myndavélina.

Hallur og Mummi í stuði.

 

 

 

Þessir strákar voru líka hressir og kátir.

Hörður Ívarsson og Lárus í Haukatungu,

 

 

Halldís og Sigurður Jónsson voru kát.

 

 

Hvað er í gangi hjá þessum ?????'

 

 

Mæðgin.

Ragnar og Magga á Jörfa.

 

 

Feðgin.

Kristján á Stóra Hrauni og Kristín Halldóra.

 

 

Arnar og Elísabet svo fín og sæt en ljósmyndarinn hefur klikkað á því að ná Guðrúnu Söru inná myndina.

Ömulegur þessi ljósmyndari.

 

 

Hofstaðabændur mættir að venju.

 

 

Ölver og Ragnhildur komu frá Ystu Görðum en  Margrét og Jóhannes komu úr Borgarnesi.,

 

 

Reynir og Lárus brosmildir.

 

 

Björgvin á sérstakt sæti á þorrablótum í Lindartungu og mætir snemma til að passa það.

Ég held að hann hafi ekki setið þarna frá síðasta blóti............

 

 

Snorrastaðatengdafeðgar................

 

 

Karen ábyrg í móttökustörfunum og Þórður Már með sterkan bakhjarl.

 

 

Þetta var Borgarborðið.

 

 

Systurnar frá Kolviðanesi mæta alltaf á þorrablót í Lindartungu, nema hvað ?

 

 

Þröngt mega sáttir o.s.f.v........

 

 

Dalsmynni og Söðulsholt áttu sína fulltrúa.

 

 

Já það var gaman á þorrablóti eins og alltaf í Lindartungu, við dömurnar alveg sáttar með blótið.

Nú bíðum við bara eftir næsta blóti árið 2019.

 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

07.02.2018 22:54

Glænýr hestaþjálfari.

 

Það þarf nú að taka hrollinn úr þessum hrossum og kenna þeim á lífið.

Ég Lubbi lubbatrúss er alveg kjörinn í það enda sérfræðingur í bak upphitun.

 

 

En viltu gjöra svo vel að standa kyrr Kafteinn Ölnirsson......................

 

 

Já einmitt svona, nú fer vel um mig sjarmatröllið sjálft.

 

 

Mummi láttu Kaftein vera ég er að hita hann upp fyrir þig.............

 

 

Æi mig syfjar svolítið.................... það er svo hlýtt og notalegt hér á baki.

 

 

Jæja ég verð samt að standa mig í vinnunni og vaka.............. þetta hitar sig ekki upp sjálft.

 

 

Mummi vertu rólegur ekki taka bólið frá mér..............

 

 
 
 
 
 
 

03.02.2018 22:38

Mannlíf á frábæru þorrablóti í Lindartungu.

 

Enn eitt snildar þorrablótið var haldið í Félagsheimilinu Lindartungu.

Að venju var húsfylli og fólk skemmti sér og öðrum af stakri snild fram á rauða nótt.

Myndirnar tala sínu máli um stemminguna sem var á blótinu.

Þessi breiddu úr sér í gamla sófanum áður en haldið var af stað niður í Lindartungu.

Skúli , Maron, Þóranna og Kolbeinn.

 

 

Þessar voru kátar og brostu sætt til mín með myndavélina.

 

 

Snorrastaðamæðgur voru að sjáfsögðu mættar á blótið.

 

 

Þessar eru voða sæta mæðgur.

 

 

Þessir vösku strákar voru alveg til í að sitja fyrir á eins og einn eða tveimur myndum.

Hörður Ívars, Lárus í Haukatungu og Andrés í Ystu Görðum.

 

 

Hrannar og Björg eru búin að koma á óteljandi þorrablót í Lindartungu.

 

 

Þetta er Miðgarðaborðið........... já og Syðstu Garða líka.

 

 

Guðdís og Brá voru hressar.

 

 

 

Maron og Þóra að bíða eftir matnum.

 

 

Það er nú einhver grallarasvipur á þessum, Árni og Gestur nutu sín vel.

 

 

Og það gerðu ekki síður þeirra betri helmingar Hulda og Friðborg.

 

 

Þóra í Ystu Görðum hafði ástæðu til að brosa breitt en hún var valin Kolhreppingur ársins af skemmtinefninni.

Snappar af miklum krafti alla daga. Jón Bjarni Bergsbóndi og Andrés í Ystu Grörðum.

 

 

Hraunholtasystur þær Ásdís og Sigga Jóna að njóta kræsinganna.

 

 

Það var mjög gaman hjá þessum köppum, sennilega hefur Jón Ben verið að segja góðan brandara.

Arnar og Ásbjörn kátir.

 

 

Syðstu Garðahjón og einnig má sjá glitta í Miðgarða hjónin.

 

 

Þessi hafa nú komið á mörg þorrablót í Lindartungu.

 

 

Kolbeinn og Þóranna voru á sínu fyrsta blóti.

 

 

Hrannar að reyna slétta úr hrukkunum Magnús og Hrefna fylgjast með.

 

 

Reffilegir Jónas á Jörfa og Þórir á Brúarfossi.

 

 

Brosmildar þessar dömur, Margrét á Jörfa, Kristín Halldóra frá Stóra Hrauni og Þóra í Ystu Görðum.

 

 

Voða sætar saman þessar.

 

 

Gísli Einars fór mikinn sem veislustjóri og kunnu menn mjög vel að meta það.

 

 

Haukatunguborðið.....................

 

 

 

Hallur frændi minn lagði af stað á blótið með frosið Brennivín í flösku.

Á myndinni er hann með flöskuna í hendinni en sennilega er Brennsinn hættur að vera frosinn.

Gunnlaugur sveitastjórinn okkar mætti að sjálfsögðu á blótið og sagði okkur góðan brandara.

 

 

Það er allt plássið í Lindartungu nýtt á þorrablóti.

 

 

Þetta borð tilheyrir Ystu Görðum, Grund, Brúarhrauni og Borgarnesi.

 

Já þetta er fyrsti hluti myndasyrpunnar mannlíf á þorrablóti 2018.

Frábært þorrablót með góðum mat, fínum skemmtiatriðum, snildar hljómsveit og hreint frábæru fólki.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
  • 1