15.10.2017 22:07
Nú er kátt í Hlíðinni.
Sunnudagurinn 15 október rann upp rétt eins og allir aðrir dagar en hér í Hlíðinni var spenna í loftinu. Þetta var dagurinn sem reiðhöllin yrði reist og því mikið undir að allt gengi upp. Smiðirnir höfðu sofnað með millimetra á raddböndunum en vöknuðu upp með andfælum eftir draumfarir sem skiptu tugum sentimetra. Já það var spennandi að sjá hvort að húsið yfir höfuð mundi passa á grunninn. Ekki mátti á milli sjá hver var spenntastur, húsasmíðameistarinn ( Skúli) , húsasmiðurinn ( Mummi) nú eða húsasmiðurinn á fyrsta ári (ég). Við höfðum frábært aðstoðarfólk með okkur sem m.a sá um hífingar, lyftingar, handlang, skítmokstur, eldamennsku já og margt fleira. Árni Jón mætti með kranabílinn en við hans fyrirtæki Þorgeir ehf höfum við verslað steypuna í grunninn. Frábær þjónusta svo ekki sé meira sagt. Gestur á Kaldárbakka kom með skotbómulyftarann sem var heldur betur þarfa þing í þessu fjöri. Eins og meðfylgjandi myndir sýna tókst dagsverkið með miklum ágætum og tók í raun miklu styttri tíma en við þorðum að vona. Fyrsta sperra fór í loftið klukkan hálf ellefu (mjög viðeigandi í hálfellefuhreppnum) og sú síðasta var komin á sinn stað rúmlega hálf fjögur. Neðst á sperrunum eru plattar með götum sem þurfa nauðsynlega að passa við boltana sem steyptir voru fastir á grunninn. Þarna erum við að tala um millimetramál. En eins og villtustu draumar gerðu ráð fyrir þá smell passaði hver einasta sperra við boltana góðu. Já þeir eru bara asssskoti góðir á tommustoknum drengirnir, sennilega sofa þeir vært í nótt. Myndirnar sem koma hér á eftir eru ekki í tímaröð enda var tíminn naumur sem ætlaður var í að koma þeim hingað inn.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
24.09.2017 14:22
Síkátir sveitungar í Mýrdalsrétt.
Það var ekki drunginn yfir þessum sveitungum mínum í Mýrdalsrétt enda réttir stórhátíðir bænda. Lárus í Haukatungu og Kristbjörn á Hraunsmúla bara kátir.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.09.2017 08:53
Dagur fimm.........fólk og fé er fjársjóður.
Eftir fjörugt réttarpartý, glens og gleði vaknar þessi dýrmæti hópur snillinga með bros á vör. Já það var létt yfir mönnum og málleysingjum þennan sunnudaginn enda upprunninn Fjallreiðarsunnudagur. Eins og þið komið til með að sjá hér fyrir neðan þá erum við svo ljónheppin að fá fullt af góðu fólki til að hjálpa okkur í réttunum. Sennilega hefur aldrei verið fleira fé sem rekið var inn hér í Hlíðinni þennan sunnudag, eitthvað á þriðja þúsundið. Ókunnugt fé var með allra flesta móti eða tæplega 800 stykki, stór hluti af því var keyrður í Mýrdalsrétt. Við notum rekstrargang í sem allra mest en þó er vaksur hópur sem dregur einnig inn í hús þar sem plássið var af skornum skammti. Bæði fjáhúsin full, reiðsvæðið í hlöðunni og þrjú stór réttarhólf. Fyrst er allt ókunnugt fé tekið frá, því næst rollur frá okkur og síðast lömb sem skipt er uppí hrúta og gimbrar. Þetta auðveldar mikið eftirleikinn þ.e.a.s þegar við förum að vigta lömbin og merkja til lífs eða norðurferðar. Við tókum frá 551 sláturlamb sem brunuðu svo í Skagafjörðinn á þriðjudagsmorgni. Þess skal getið að ég var mjög ánægð með bæði vigt og flokkun á þessum fyrsta hópi haustsins. Allt þetta fjör gekk ljómandi vel með hópi af harðsvíruðu liði sem veit nákvæmlega hvað stendur til. Síðasta lambið fór í vigtina um klukkan 2.30 um nóttina og þá var ekkert eftir nema skreppa í ,,kvöld,, kaffi í það efra til Stellu. Á mánudaginn voru sláturlömbin sett út til að fylla sig fyrir norðurferðina á þriðjudaginn. Við vorum svo heppin að sumir réttargestirnir fóru ekki fyrr en á mánudag svo að við fengum aðstoð við innreksturinn. Síðan slepptum við rollunum á túnið inní hlíð en lömbin sem eftir voru fóru á Steinholtið. En nánar um þetta allt hér í myndum.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
21.09.2017 18:13
Dagur fjögur........partý fjör.
Laugardagurinn var dagurinn sem rigndi og það mikið. Við fórum í Vörðufellsrétt þar sem við gerðum okkar skil og heimtum góðan fjölda fjár. Já eftir blíðu í þrjá smaladaga kom hressileg gusa. Um kvöldið var svo smellt í góða réttargleði með söng og tilheyrandi. Við erum svo ljónheppin að þekkja snildar gítarspilara sem halda uppi fjörinu. Hér eru Hjörtur og Mummi í léttri sveiflu, vantar bara hljóð á þessa mynd.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
20.09.2017 10:08
Dagur þrjú ..........mannlíf.
Áður en við leggju í hann er alltaf tekið smá snarl í ,,því efra,, Haukur Skáneyjarbóndi og Sveinbjörn slaka á fyrir fjörið.
|
||||||||||||||||||||||||||
19.09.2017 23:49
Dagur þrjú..... en bara byrjunin.
Það er fátt sem jafnast á við góðan dag á fjöllum, sérstaklega þegar góður félagsskapur er í boði. Já og blíðan krakkar alveg dásemdin ein. Á meðfylgjandi mynd erum við Hlíð mín að líta yfir dalinn. Við hér í Hlíðinni erum svo einstaklega heppin að við fáum fjöldan allan af vöskum smölum til að hjálpa okkur við leitirnar. Það var því fríður flokkur sem fór til fjalla í blíðunni þann 15 september. Smalamennskan gekk mjög vel og var hald bæði manna og kvenna að sjaldan hefði komið eins margt fé úr Hafurstaðafjalli.
|
||||||||||||||
15.09.2017 00:26
Dagur eitt og dagur tvö.....
Fjörið er hafið og allt að gerast í smalamennskum og kindafjöri. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir þá varð gleðifundur af bestu gerð þegar húsfreyjan og uppáhaldið hittust í réttunum. Já það er stundum gaman að vera sauðfjárbóndi og þá er um að gera að njóta þess.
|
||||||||||||||||||||
11.09.2017 21:24
Mannlíf í Skarðsrétt 2017.
Heiðurshjónin í Laxholti á tali við f.v nágranna sinn hann Benna Líndal.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
07.09.2017 22:23
Og áfram skal haldið......
|
||||||||||||||
20.08.2017 23:48
Það eru að koma réttir.................
Tíminn flýgur og ég veit að leitir og réttir eru handan við hornið. Það er því ekki seinna vænna að smella hér inn mikilvægum upplýsingum fyrir fjörið. Eins gott að allir dásamlegu vinir okkar viti tímanlega við hverju er að búast.
Nánar um það hér. Miðvikudagur 13 september smalað inní Hlíð og útá Hlíð. Fimmtudagur 14 september smalað á Oddastöðum. Föstudagur 15 september aðalsmalamennskan okkar hér í Hlíðinni. Smalað Hlíðar og Hafurstaðaland. Laugardagur 16 september Vörðufellsrétt. Sunnudagur 17 september rekið inn hér í Hlíðinni, dregið í sundur, vigtað og ókunnugt fé keyrt í safngirðinguna við Mýrdalsrétt. Við byrjum að reka inn kl.9.00 að sjálfsögðu er fjallreiðasunnudagskjötsúpa á matseðlinum. Mánudagur 18 september sláturlömb rekin inn og allt gert klárt fyrir ferðalagið í ,,grænu hagana hinu megin,, Þriðjudagur 19 september sláturlömb sótt og Mýrdalsrétt.
Eins og þið sjáið er líf og fjör framundan hér í Hlíðinni. Þrátt fyrir harðæri og hremmingar í sauðfjárræktinni skulum við njóta lífins og hafa gaman í réttunum eins og alltaf. Sauðkindin er dásamleg og hún er svo sannarlega ekki vandamálið það er annara.............. Við hlökku til að hitta ykkur. Bændur og búalið í Hallkelsstaðahlíð.
|
||
18.08.2017 22:58
Holland og hestar heilla húsfreyjuna.
Það var aldeilis þess virði að skella sér á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi. Hestarnir, fólkið já og bara allt var eins og best verður á kosið þegar njóta á lífsins í sumarfríi. Aðstaðan á mótssvæðinu var með því allra besta sem gerist og því upplifunin frá þessum dögum bara gleði. Hápunktur keppninnar að mínu mati var úrslit í tölti en þar uppskáru íslendingar þrenn verðlaun. Jakob Sigurðsson og Gloría sigruðu örugglega með stórglæsilegri sýningu þar sem saman fóru gæði, fagmennska og frábær samvinna manns og hests. Mín upplifun var að Gloría leggði sig alla fram af gleði og jákvæðni til að ná settu marki með knapa sínum sem að hún treysti 100%. Frábærar fyrirmyndir og áminning til hestaheimsins um að stunda uppbyggilega þjálfun með gagnkvæmri virðingu að leiðarljósi. ,,Svo uppsker sem sáir,, átti svo sannarlega við um samvinnu þeirra Jakobs og Gloríu. Vesturlands hjartað fylltist stollti á þessu móti þó svo að allir knaparnir frá Íslandi stæðu sig nokkuð vel. Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi stóðu sig vel á mótinu og voru hvor öðrum til mikils sóma. Það gerðu líka Faxa mennirnir Björn Haukur Einarsson og Konráð Valur Sveinsson. Vignir Jónasson Snæfellingur kom líka sterkur inn í kynbótasýningum þó svo að hann keppti fyrir Svíþjóð í sportinu. Vestlendingar lét svo ekki sitt eftir liggja í félagsmálaþættinum en þar voru í fremstu víglínu Gunnar Sturluson formaður Feif, Lárus Hannesson formaður Landssambands hestamanna og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH. Já það má stundum vera montin af góðum vestlendingum sem gera góða hluti.
|
||||||||||||||||||||||||||
09.08.2017 11:09
Hestagestir og ljúfa lífið.
Þessi flotti hópur kom ríðandi í heimsókn til okkar um helgina sem leið. Alltaf svo gaman að fá hestahópa í heimsókn og í tilefni af því var smellt í mynd. Takk fyrir komuna, þetta verður að endurtaka. Eftir leikaraskap helgarinnar með skemmtilegu fólki já og hestum er lífið komið í skipulag. Tamningar, rúllusmölun og byggingarvinna það er málið þessa dagana.
|
||||||||
06.08.2017 00:20
Gaman saman.
Það var glæsilegur hópur hestamanna sem tók þátt í árlegri samreið sem fram fór hér í Happadalnum í dag. Eins og þeir vita sem til þekkja er fullkomið jafnvægi á milli kynja í hestamennskunni hér á vesturslóðum. Það hefur því komist á sú hefð að bæði kynin njóti samvista og fari saman í árlegan reiðtúr. Þetta árið var þátttakan frábær eða rúmleg 80 manns í hnakk.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
02.08.2017 22:37
Stelpurnar okkar.
Þarna er stund milli stríða hjá dömunum en þær voru ansi liðtækar við steypu stuðið sem var á mánudaginn. Og brosa.............. Myndir af strákunum verða bara að koma seinna...................
|
||||||||||||||||
22.07.2017 13:07
Framkvæmdir í Hlíðinni.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||