Færslur: 2022 September

24.09.2022 15:49

Réttir í máli og myndum en þó aðallega myndum.

 

Við byrjuðum réttarfjörið í Skarðsrétt við Svignaskaðrð eins og oft áður.

Gott veður og skemmtilegt fólk er staðalbúnaður þar.

 

 

Já það er sannarlega gaman að hitta gott fólk og taka stöðuna.

Þórhildur á Brekku, Guðrún á Ölvaldsstöðum og Sigríður frá Svignaskarði.

 

 

Já við vorum bara kát með daginn.

 

 

Þessi mynd er hinsvegar tekin þegar við vorum að reka inn safnið heima í Hlíðinni.

 

 

Það var þétt skipað í fjárhúsunum ,réttinni og aðhaldsgirðingunni.

Vel yfir tvö þúsund fjár kom af fjalli þessa daga og líta heimtur þokkalega út m.v tíma.

 

 

Alltaf gaman að raga í fé þegar veðrið er gott og allt þurrt og þokkalegt.

 

 

Uppáhaldskindur fá að sjálfsögðu mynd en þarna er hún Sýltkolla mín með gimbrina sína.

 

 

Hér má sjá vaska sveina að leggja af stað í Oddastaðafjall.

Ísólfur, Hrannar, Skúli og Sveinbjörn.

Þeir eru hluti þeirra smala sem sem nutu góða veðursins og smöluðu þennan fallega dag.

 

 

Þessi spræki bóndi lagði upp með nesti og nýja skó eins og lög gera ráð fyrir.

 

 

Og auðvitað skilaði hann sér niður og var klár í ,,kaffitímann,, sem tekin var þegar niður var komið.

 

 

 

Hún Þóranna kemur sífellt á óvart og þarna er hún orðin þessi fína hestakona.

 

 

Já veðurblíðan hún var dásamleg.

 

 

Þessi tvö eðal á góðri stundu.

 

 

Bjór geymist misjafnlega það vitum við enda eins gott.

Ég þekki mann sem hendir ekki bjór en velur að drekka hann ekki alltaf á almannafæri.

Þá getur verið hentug að fara í nokkurhundruð metra hæð til fjalla og smala kindum.

Ég nefni engin nöfn en fyrsti stafurinn byrjar á ...............................

 

 

Og þessi mæðgin stóðu sig frábærlega og áttu skilið ,,Tule,, en urðu að sætta sig við þennan.

 

 

Þessi voru öflug og stóðu sig eins og landgöngulið af bestu gerð.

 

 

Þessi hér er eðal og stóð sig frábærlega eins og venjulega.

Ég vildi nú fara að spara hana en hún er komin á níræðisaldurinn þó að það sjáist nú ekki.

Það var ekki í boði af hennar hálfu og við nutum svo sannarlega góðs af.

Að steikja mörg hundruð kjötbollur, elda kjötsúpu og baka lék í höndunum á henni.

 

 

Klárir í Hafurstaðafjall....................nú mega óþægu kindurnar vara sig.

Telma, Maron, Ísólfur, Skúli og Hlynur.

 

 

Kindur eru klárar og finna gjarnan leiðir sem ekki er ætlast til að þær velji á sjálfan leitardaginn.

Stundum gerist eitthvað óvænt og þá verður að rjúka til og jafnvel fara á allt aðrar slóðir en til stóð.

Stutta útgáfan........

Og ég komst fyrir þær .............. uppá Krókhlíðarkasti.

 

 

Það mátti ekki miklu muna og mikið sem myndavélin er góð að ná mynd án hreyfingar.

Já húsfreyjan blésð eins og suðvestan áttin í ham þegar rollu skammirnar voru sigraðar.

 

 

Sandfellið er alltaf fallegt í mínum augum.

 

 

 

Séð yfir Háholtin á Hafurstöðum.

 

 

Blíðan maður blíðan.

 

 

Séð niður að Hafurstöðum.

 

 

Á leiðinni heim er gott að fá taxa.

Þá er val um fyrsta, annað og jafnvel þriðja farrými.

 

 

Sameinaðir stöndum vér sundraðir föllum vér.

Ber er hver að bak nema bróður eigi.

 

 

Og allri komu þeir heim..................smalarnir.

 

 

Gott dagsverk að baki.

 

 

Þrjú í sófa ekki á palli.

 

 

Stína og strákarnir..................

 

 

Auðvitað var sungið og haft enn meira gaman.

Þarna er lítið brot af stuðpinnunum.

 

 

Dúettinn.................

 

 

Þessi mynd getur bara heitið ,,Hrannar fúll og systur kátar"

 

 

Dásalegir dagar með góðu veðri, frábæru fólki og íslensku sauðkindinni.

Hvað má biðja um meira.

Takk kærlega fyrir elsku vinir og vandamenn sem tókuð þátt í þessu réttastússi með okkur.

 

  • 1