Færslur: 2021 Júlí

29.07.2021 21:35

Fjölskyldu sumar.

 

Það var gaman að hittast fagna lífinu, tilverunni og auðvita sumrinu saman með sínu fólki.

Já við fegnum bara þokkalegt veður, meira að segja í tvo daga.

Tilefnið var að margir í fjölskyldunni voru komnir með útilegu æði og þá verður að gera eitthvað í því.

Svo var auðvita líka sjálfsagt að fagna með litla bóndanum sem varð tveggja ára um þetta leiti.

 

 

Gaman að æsa frænkurnar aðeins upp og hafa fjör.

 

 

Þessi unga dama var að kanna heygæðin hjá bændum hér í Hlíðinni.

 

 

Það fórst eitthvað fyrir að taka systkynamynd með öllum í einu en það verður að vera í forgangin næst.

Þessi tvö tóku að sér fyrirsætustörfin fyrir hönd hinna. Þetta eru litlu mín Hrafnhildur og Ragnar.

 

 

Feðgar í stuði enda fullt tilefni til.

 

 

Fótboltadaman að taka markspyrnu.

 

 

Þarna er stjórn grallarafélagsins mætt á svæðið..........sennilega fundur á döfinni.

 
 

 

Það er töff að verða tveggja og pósa með mömmu og pabba.

 

 

Þessi voru hress eins og alltaf spurning hvort þau krefjist inngöngu í grallarafélagið ?

 

 

Það hefur ekki alltaf verið hægt að sóla sig í sumar en þarna var það gott.

 

 

Mæðgur og aðrar mæðgur.

 

 

 

Svo eru það systur, Stella og Halldís mættu að sjálfsögðu.

 

 

Útilegu fínar þessar tvær.

 

 

Og ekki síður þessar mæðgur sem voru eldhressar.

 

 

Frænkuknús er æði svo það er um að gera að nota það þegar það má.

Svandís og Stella kátar með hittinginn.

 

 

Systur bíða eftir að veislan hefjist.

 

 

Flott feðgin í útileguskapi.

 

 

Auðvitað náði svo fjörið alla leið á Brákarhlíð en Lóa og Svenni fengu þessa fínu heimsókn.

Það skal tekið fram að þessi hittingur var á meðan allt var í lagi með covidfjandann.

 

 

Fannar er auðvita einn sá mikilvægasti í fjölskyldunni og fær alltaf dekur og knús.

 

 

Hann er mjög mikið myndaður og eftirsóttur ,,selfí,, hestur.

 

 

Sverrir Haukur tók auðvitað reiðtúr á kappanum.

 

 

Og fyrirsætustörfin halda áfram hjá Fannari og félögum.

 

 

Sjáið þið hvað hann er kátur með þetta allt saman ? Hann veit að hann er aðal.

 

 

Þeir eru ekki allir háir í loftinu knaparnir á Fannari.

Svipurinn segir allt sem þarf.

 

  • 1