Færslur: 2013 September
30.09.2013 22:23
Ýmislegt að gerast
Léttlindur, Amor og Blástur að njóta haustblíðunnar.
Ég fór ekki í Skagafjörinn fína um helgina en hafði það samt bara ljómandi gott.
Óneitanlega hefði verið gaman að smella sér í Laufskálaréttina en það bíður um sinn eins og margt fleira.
Tamningar og þjálfun eru í fullum gangi og alltaf eitthvað nýtt og spennandi að bætast við í hrossahópinn. En það eru líka margir sem hafa farið í haustfríið sitt og verið sleppt uppí fjall.
Frumtamningarnar eru að komast vel af stað en við eigum þó eftir að sækja vænan hóp frá okkur sem verður tekin fljóttlega.
Mörg skemmtileg tryppi hafa verið að koma hingað í tamningu að undanförnu.
Til fróðleiks og gamans get ég talið upp nokkra feður sem við erum að temja undan núna.
Alvar frá Brautarholti, Aðall frá Nýja-Bæ, Auður frá Lundum, Arður frá Brautarholti, Möller frá Blesastöðum, Keilir frá Miðsitju, Glotti frá Sveinatungu, Gosi frá Lambastöðum, Sólon frá Skáney, Blær frá Torfunesi, Óður frá Brún og margir fleiri.
Framundan er svo að taka trippi m.a undan Glym frá Skeljabrekku, Sporði frá Bergi, Ramma frá Búlandi, Aldri frá Brautarholti og fleirum.
Var sennilega ekki búin að segja ykkur að hún Sjaldséð mín er fenginn við honum Sólon frá Skáney. Svo nú er bara að bíða eftir ,,gráu hryssunni,, sem fæðist næsta vor.
Þjónustan sem ég fékk var nú ekkert slor því hryssan var keyrð heim í hlað til okkar um leið og fjórir galvaskir smalar bættust í hópinn. (Sjá smalamyndir frá því í síðustu viku).
Eftir allar réttarmyndirnar sem hafa svo sannarlega ekki verið birtar allar ætti ég nú að setja inn svolítið af tamningamyndum við tækifæri.
Fyrstu tölur úr sláturhúsinu eru viðunandi miðað við allt og allt en mikið væri nú gaman að eiga fleiri lömb. Líflambavalið fer svo fram um miðjan mánuðinn þegar við förgum restinni.
Heimtur fara batnandi og eru sennilega betri en á sambærilegum tíma síðustu ár.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
27.09.2013 21:45
Einlægir vinir
Sparisjóður frá Hallkelsstaðahlíð og knapinn Guðný Dís.
Einlægni er falleg og að henni á að hlúa sama í hverju hún birtist, einlægur vinur, einlægur aðdáandi nú eða bara einlæg vinátta.
Þau voru eitthvað svo einlæg þessi tvö þegar þau tóku fyrsta reiðtúrinn saman um síðustu helgi, Guðný Dís og Sparisjóður.
Þetta byrjaði allt með skemmtilegu spjalli hjá okkur ,,stelpunum,, þegar við vorum saman á fjórðungsmótinu í sumar. Við töluðum ekki mikið en hugsuðum því meira, hvorug vildi fara of hratt í samtalið enda berum við virðingu hvor fyrir annari.
Sú minni var svolítið stúrin enda getur það rifið í að eiga yngri systur sem fara hratt yfir bæði í orði og verki.
Þegar við höfðum spjallað nokkra stund barst Sparisjóður í tal, hesturinn sem gerir kúnstir og þiggur endalausa athygli. Sú minni sagði að hann væri sá skemmtilegasti í hesthúsinu, sú stærri samþykkti það. Geta unglingar farið á bak á hann ? spurði sú minni, já já sagði sú stærri.
Þegar hér var komið við sögu hljóp sú minni til mömmu sinnar og hvíslaði einhverju að henni. En sú stærri svaraði símanum sem hringir stundum. Þegar við stelpurnar vorum búnar að ræða við mömmuna og símann settumst við aftur saman og héldum áfram þar sem frá var horfið í samræðunum. Eða öllu heldur þögðum svolítið saman og biðum hver eftir annari enda er ekki alltaf víst að maður græði á einhverju flasi.
Til að liðka fyrir áframhaldandi samtali spurði sú stærri hvað besta vinkonan héti..... fékk ekkert svar. Og bætti svo við mjög heimskulegri spurningu um það í hvaða skóla sú minni færi í haust.......ekkert svar.
Á meðan sú stærri reyndi að láta sér detta eitthvað skynsamlegt í hug sem gæti reynst nothæft í þessar samræður iðaði sú minni í skinninu en sagði ekki neitt.
Svona gekk þetta í nokkra stund.
En loksins kom spurningin frá þeirri minni ,,hvað í heiminum langar þig mest til að gera,, ?
Þeirri stærri vafðist tunga um tönn og hugurinn fór á flug. Áður en ráðrúm gafst til að opinbera einhverja drauma hjá þeirri stærri stundi sú minni ,,ég veit hvað mig langar,,
Nú og hvað langar þig til að gera spurði sú stærri ? Fara á bak á Sparisjóð sagði sú minni með saman bitnar varir og hljóp svo í burtu svona ef að svarið yrði ekki í samræmi við væntingar.
Að sjálfsögðu var svarið já en tíminn frá Fjórðungsmóti fram að réttum var langur en vel nýttur til undirbúnings.
Það var svo um réttirnar sem sú minni mætti í spari hestadressinu, með demantabeisli, hnakk og hjálm. Já allur þessi búnaður var fluttur úr Garðabænum til að prófa vininn sinn Sparisjóð. Auðvitað hefur maður sínar græjur með þegar mikið liggur við.
Prufurnar gengu óaðfinnanlega og bæði hestur og knapi höfðu gagn og gaman af.
Nú ganga allar samræður vel og liðugt fyrir sig hjá hjá þeirri minni og þeirri stærri enda er ,,umræðuefnið,, til staðar.
Hífandi rok en bæði brosa og njóta.
Að skilnaði fékk svo Sparisjóður spónabagga að gjöf frá vinkonu sinni.
Já einægir vinir eru gulli dýrmætari.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
25.09.2013 16:39
Fimm, sex og sjö......
Heimalings-Garðabæjar-Golsa er eðal fyrirsæta enda ein frægasta kind búsins.
Sunnudagurinn var svo aðal réttardagurinn okkar hér í Hlíðinni en þá var safnið rekið inn og dregið í sundur. Ókunnuga féð keyrt niður í Mýrdalsrétt en það var meira en 600 stykki.
Lömbin okkar vigtuð og valin fram og til baka þangað til viðunandi niðurstöður fengust.
Eins og hina dagana var harðsvírað lið mætt til að hjálpa okkur, lið sem við erum svo óendanlega þakklát fyrir að þekkja. Kærar þakkir þið eruð dásamleg.
Þessar skvísur voru mættar á réttarveginn með bros á vör þrátt fyrir að hafa tekið fullan þátt í fjörinu kvöldið áður.
Magnús, Þóra og Natashja voru líka hress og til í allt.
Ragnar frændi minn var að sjálfsögðu mættur á réttarveginn en hann hafði áður farið í Þverárrétt og Vörðufellsrétt. Höfðinginn Sæmundur Sigmundsson keyrði fólkið af Dvalarheimilinu Brákarhlíð uppí Þverárrétt og Ragnar var einn af þeim sem þess nutu.
Með honum á myndinni eru heiðurshjónin Tommi og Tóta sem ekki létu sig vannta í réttirnar.
Þessi flottu voru krúttleg að vanda og tóku heldur betur á því í réttinni.
Þessi voru svo hress að ég náði þeim ekki í fókus.
Og þessi tvö eru nú svolítið sæt.....................
..................eins og þessi hérna........................ Jaz og Pétur smali.
Púkasvipurinn nær langt út fyrir þessa mynd Hildur og Magnús Már eitthvað að sprella.
Þessi voru líka hress en mikið er svipurinn á Sæunni bónda óræður............eða virðulegur.
Mummi, Þóranna yfirdyravörður og Halldór aðstoðarbílstjóri rollufluttninga brosa breytt eftir kjötsúpuna góðu.
Kolbeinn rollustrætóstjóri fékk líka pásu til að borða kjötsúpuna en ekki langa............
Þessir tveir ræða málin eftir kjötsúpuna og málið er greinilega alvarlegt.................
Já það er eins gott að fara vel yfir safnið og taka stöðun á sauðfjárræktinni, sauðfjárbændur úr Borgarnesi þau Þorsteinn og Helga með Ólafi Haukatungubónda.
Erla sauðfjárbóndi skoðar safnið með heyforðann í baksýn, asskoti er stelpan búkonuleg.
Á mánudaginn rákum við sláturlömbin inn, kindurnar suður að Hafurstöðum, hrútana inní Hlíð og líflömbin og þau sem eiga að stækka settum við útá Steinholt.
Mánudagurinn var líka notaður til að slaka aðeins á eftir fjörið svona inná milli athafna.
Við vorum svo heppin að Hrannar þurfti ekki að fara fyrr en á mánudagskvöld og svo fengum við óvænta heimsókn þegar Dúna frænka mín mætti þegar við vorum að reka inn lömbin.
Óli á Völlum mætti svo á þriðjudagsmorgun og sótti til okkar tæplega 350 sláturlömb sem brunuðu noður á Sauðárkrók. Mýrdalsréttin var svo seinnipartinn og þangað var brunað, áttum reyndar bara sex kindur þar en allt telur.
Þar með er rollustússinu lokið í bili og nú taka við tamningar sem eru stundaðar af fullum krafti.
Við hér í Hlíðinni viljum þakka öllum þeim góðu vinum sem hjálpuðu okkur síðustu vikuna.
Þvílíkt gagn og gaman sem þið öll með tölu færið okkur hér í Hlíðina. Takk fyrir okkur.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
24.09.2013 20:28
Dagur fjögur
Dagur fjögur var líka fallegur og bauð uppá blíðu af bestu gerð eins og reyndar alla smala dagana. Við brunuðum í Vörðufellsrétt og gerðum okkar skil, hittum skemmtilegt fólk og þáðum flottar veitingar á Bíldhóli eins og venjulega.
Á myndinni hér fyrir ofan erum við Hörður að ræða heimsmálin og leggja okkar af mörkum við að gera heiminn betri.
Það var aftur á móti einhver galsi í þessum með tilheyrandi hlátri og flissi, Hallur og Astrid.
Ég veit ekki alveg hvað var efst á baugi hjá þessum en vafalaust hefur það verið eitthvað merkilegt. Björgvin í Ystu-Görðum, Skúli og Hrannar.
Þarna er hún Björg að spjalla við kindurnar og rifja upp kynnin frá sauðburðinum.
Þegar ég sá þessa mynd fannst mér hún vera dæmigerð fyrir hana Björgu sem er svo mikil rollukelling. Finnst ykkur nokkuð skrítið þó svo að ég vilji bara hafa hana í rollustússinu ?
Þegar Vörðufellsréttin var búin tók hið árlega réttarfjör við með hangikjötsáti, gítarspili og fjöri. Eins og þið sjáið þá er unga kynslóðin að sjálfsögðu með, hér er Erla og hluti af bleiku deildinni.
Þrír gítarspilarar sjá um að halda uppi fjörinu og hér er mynd af tveimur ásamt flottum fljóðum.
Þarna er heldur betur tekið á því og sungið með tilþrífum.
Ó já tekið á því........jafnvel svo að strengurinn slitnaði. Þá er eins gott að hafa vaska viðgerðarmenn á hliðarlínunni. Jón og SKúli alveg með þetta.
Og skvísurnar ,,pósa,, sem aldrei fyrr ......................
Samkvæmislífið getur nú tekið á og þá er gott að eiga mjúkan pabba til að kúra hjá.
Já þessi fjórði dagur var frábær í alla staði veðrið, fólkið og bara allt...........
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
21.09.2013 10:12
Dagur tvö.....og líka þrjú
Dagur tvo var nýttur til að smala Oddastaðaland og á myndinni hér er hluti landgaunguliðana.
Smalamennskan gekk vel með vöskum mannskap í samstarfi við Hraunholtabændur.
Þar sem húsfreyjan er óðum að tæknivæðast koma myndirnar sem teknar voru af þeim sem fóru ríðandi síðar. Já ekki hlægja þeir sem til þekkja..... er að ná þeirri tækni sem var við líði seinnt á síðustu öld eða þannig ;)
Það er bannað að týnast svo að allir voru mjög sýnilegir.
Dagur þrjú var svo tekinn með tromp og þarna er Oddastðabræður að borða skyrið áður en lagt er af stað til fjalla.
Þessi hjú eru ávallt spræk og það klikkaði ekki frekar en venjulega í gær þegar barist var við skjáturnar að norðan verðu.
Ég veit ekki hvort það var smalafræði eða hrossarækt sem þarna var rædd en merkilegt hefur það örugglega verið. Skúli, Haukur og Óskar.
Þessi sáu til þess að allir fengu nóg að borða og höfðu ,,heimsyfirráð,, í eldhúsinu.
Lóa, Stella og Hallur Á........
Þess má geta að Hallur vippaði sér úr hlutverki yfir Dýjadalafyrirstöðusmala í eldhúsið.
Þið megið svo geta hvort þetta er tannbustinn eða hvort hann er að syngja í ,,mikrafón,,
Gott að vera fjölhæfur.
Ragnar var að sjálfsögðu mættur í réttirnar og þarna er hann með tvær uppáhalds Astrid og Randi Skáneykjarhúsfrú.
Já já það eiga fleiri eitthvað uppáhalds og mikið rosalega er gaman hjá þeim.
Þetta er bara smásýnishorn sem ég smelli hér inn núna en væntanlegt er meira myndefni og að sjálfsögðu fróðleikur um gang mála þessa annasömu daga.
Ekki örvænta smalar góðir þó svo að allir hafi ekki fengið af sér mynd í dag, þær koma trúið mér.
Við rekum inn kl 9 í fyrramálið og réttum hér heima, þeir sem hafa áhuga á að kíkja á okkur og borða með okkur kjötsúpu eru hjartanlega velkomnir.
Sjáumst í stuðinu.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
19.09.2013 10:43
Dagur eitt
Þá er dagur eitt í smölun búinn og gekk bara nokkuð vel þó svo að nokkrar skjátur vel heimavanar sýndur ljótu hliðarnar. 'Ojá þær smelltu sér í klettana fyrir ofna bæinn og hlógu þar að smölum og hundum. Vita ekki greyin að sá hlær best sem síðast hlær og nú er saman komin mannskapur með rúmlega 200 ára smalareynslu í klettunum....... Og rúmlega það ef að Deila er talin með.
Það var dágóður fjöldi sem rekinn var inná tún rétt fyrir myrkur í gær og þar fremstur í flokki var sjálfur Jói sauður. Mig grunar að einhverjum smalanum sé létt að vita að kappinn er mættur heim á tún svona áður en aðalsmalamennskan fer fram.
Já já við Jói erum vinir enda gegnir hann miklu og mikilvægu starfi sem forustusauður búsins.
Þó svo að nokkrar réttir séu búnar höfum við ekki fengið mikið af fé þar en þó hafa ein og ein séð ástæðu til að breggða sér lengra.
Kynbótagripurinn Útskrift frá Skáney kom t.d úr Hítardalsrétt sem sannarlega er aðeins í áttina að Skáney. Hún skartaði nú ekki sparijakkanum í sumar eins og þessi mynd sýnir en kemur samt afar vel undan sumri og lambið hennar líka.
Í dag er það svo Oddastaðafjallið með allri sinni dásemd sem verður smalað.
Hluti af okkar galvöskusmölum voru mættir í gærkveldi og í morgun. Bara dásamlegt að fá þessa fínu smala og gaman að segja frá því að eins og oftast er smalasamfélagið mjög alþjóðlegt hér í afdalnum.
Nánari fréttir koma þegar þeirri smalamennsku er lokið.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
17.09.2013 22:38
Og nú er að koma að því..........
Þessa mynd tók hún Charlotte vinkona mín þegar hún kom hingað í heimsókn um daginn.
Charlotte var hjá okkur um nokkurt skeið fyrir ,,örfáum,, árum, þá var hún með okkur að ríða út og smala. Núna komu þau hjónin bara sem ferðamenn að skoða Ísland og líta við hjá vinum og kuningjum.
Sparisjóður var bara kátur með heimsóknina þó svo að hann væri tekin frá dömunum sínum.
Það fór vel á með þeim Charlotte og honum enda er Sparisjóður með eindæmum gestrisinn og kvennhollur.
Takk fyrir komuna Charlotte og fylgdarlið.
Enn gerast undur og stórmerki.........það var klárað að rúlla hér heima í gær, örfáum dögum fyrir réttir. Þó svo að þurkurinn væri svikull var látið til skarar skríða, slegið, rakað og rúllað allt í kappi við rokið og rigninguna. Gæðin á þessu heyi voru svo sem ekki sérstök en eins og stundum er sagt ,,það er betra að hafa það en vanta,, Nú eru allar heyskaparvangavelltur lagðar til hliðar í það minnsta fram yfir réttir.
Gaman væri að ná meiri há og hestaheyi en núna er það seinnitíma verkefni.
Fyrsti í smölun er á morgun svo það er eins gott að hafa hugann við það verkefni.
Reyndar er farið stutt á morgun en ýmislegt annað þarf að hafa af.
Listinn góði sem gerður var hér fyrir stuttu er langt kominn enda hafa síðustu dagar verið langir og strangir en skemmtilegir.
Búið að yfirfara girðingar, laga réttina, bera ofaní, laga til í fjáhúsunum, járna, baka og ýmislegt fleira. Já vel á minnst húsfreyjan er m.a búin að baka títtnefndar Sírópslengjur.
Það var nefninlega þannig að í fyrra hafði húsfreyjan það ekki af og hefur í heilt ár orðið fyrir hálfgerðu ,,aðkasti,, vegna þess. Sér því fram á betra atlæti við Sírópslegjuaðdáendur.
Við tókum smá forskot á kindafjörið um síðustu helgi þegar við sóttum nokkrar kindur innað Emmubergi. Næsta vikan er svo alsett fjárstússi með alskonar ívafi.
Ég vil benda á nánara skipulag fyrir réttirnar hér fyrir meðan á blogginu þann 5 september.
Allir þeir sem áhuga hafa á að koma og smala með okkur eða atast í fjárragi eru hjartanlega velkomnir. Gangandi, ríðandi nú eða bara trallandi.
Hringið bara á undan ykkur svo að móttökurnar verði eins góðar og tilefni er til.
Verið hjartanlega velkomin.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
08.09.2013 21:47
Enn rignir krakkar mínir.
Höfðinginn Salómon svarti fylgist með að allt fari vel og sómasamlega fram á heimilinu.
Rigning eigum við að ræða það eitthvað ??? Nei við gerum það ekki, það eru nógu margir æstir og geðvondir þó svo að við sleppum því.
En grínlaust þetta er að verða gott...........
Tamningar í roki og rigningu var það sem í boði var þessa helgi en það var hlýtt :)
Mummi var með reiðnámskeið sem haldið var í Söðulsholti um helgina.
Flottir nemendur sem hann var virkilega ánægður með, bara gaman.
Svo fer að styttast í kennsluferðirnar hans erlendis svona eins og hann fór í fyrra.
Já eins gott að hafa nóg að gera á öllum vígstöðum.
Netið gefur ekki tilefni til mikillar bjartsýni hvað myndir varðar en ég mun reyna að koma þeim hingað á síðuna við fyrsta tækifæri.
Við erum með mörg og mismunandi hross til sölu, stæðsti hlutinn af þeim eru ný á söluskrá.
Myndatökur standa yfir og vonandi get ég sett þær hingað inn fljóttlega.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
05.09.2013 22:20
Þessi fallegi dagur með réttarskipulagi og vísum.
Stundum er gaman að koma ,,bakdyramegin,,
Já það var fallegur dagur í dag og ekki rigning sem er nú fréttnæmt þessar vikurnar.
Kominn september og heyskapur enn í gangi og óðum styttist í réttirnar.
Listinn er langur sem átti að tæma í sumar en það er gott að hafa nóg fyrir stafni ekki leiðist manni á meðan.
Frétt dagsins var reyndar ekki úr Hlíðinni heldur var hún af fótabúnaði Sigmundar Davíðs forsætisráðherra sem var í úttlandinu að hitta ,,stóra,, kalla.
Hingað til hefur áhugi minn einungis náð til fótabúnaðar íslenska gæðingsins en ég verð að játa að ég staldraði við þegar ég sá myndina góðu sem allt fárið var útaf í fjölmiðlum í dag.
Fyrsta sem mér datt í hug var að ráðherrann hefði verið að skokka orðið of seinn og stokkið í skónna með fyrrgreindum afleiðingum.
Frekar fannst mér samt sú skýring hæpin en hvað veit ég kelling uppí fjöllum ?
Góður vísnavinur minn af fésbókinni var nú ekki lengi að finna tengingu hingað vestur þegar í ljós kom hvað olli ,,stílbrotinu,,
Sýkinginu fékk hann til fóta
svona ferlega "nasty" og ljóta.
En Obama sagði
æstur í bragði:
Í Hlíð svona hesta þeir skjóta.
svona ferlega "nasty" og ljóta.
En Obama sagði
æstur í bragði:
Í Hlíð svona hesta þeir skjóta.
Takk fyrir þessa Valur Óskarsson.
Þar sem að eitt af næstu verkefnum er að skipuleggja leitir og réttir orti Valur eina vísu til að hjálpa mér að sannfæra smalana mína og helst einhverja fleiri um að koma.
Um fjöllin er frábært að tifa
mig fýsir því ykkur að skrifa.
Ef þú smalar hér
í Hlíð lærist þér
að þetta er listin að lifa.
mig fýsir því ykkur að skrifa.
Ef þú smalar hér
í Hlíð lærist þér
að þetta er listin að lifa.
Og hér koma drög að skipulaginu hjá okkur varðandi réttirnar.
Þann 18 september verður smalað inní Hlíð og útá Hlíð.
Þann 19 september verður smalað Múlinn og Oddastaðir.
Þann 20 september verður aðalsmalamennskan Hafurstaða og Hlíðarland.
Þann 21 september verður Vörðufellsrétt.
Þann 22 september verður réttað hér heima, dregið í sundur, vigtað og ragað.
Þann 24 september verður Mýrdalsrétt og sláturlömb sótt til okkar.
Já bara stuð og gaman hér í Hlíðinni.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
- 1