Færslur: 2010 Apríl
29.04.2010 22:33
Dagurinn í dag.
Þarna er hann Glundroði minn og eldgýgurinn Rauðakúla í baksýn.
Það er eins gott að hún fari ekki að gjósa á næstunni nóg er nú komið af eldgosum.
Enn einn dagurinn með strekkingi hér í Hlíðinni ég fer nú alveg að fá leið á því en veðurfræðingurinn í sjónvarpinu lofaði hægviðri á morgun og ég treysti á það.
Við erum að verða frekar sandblásin og veðurbarin eftir síðustu daga en kannske fær maður bara sigg á trýnið og verður svo bara sætur og fínn eftir hálfa dós af júgusmyrsli.
Fyrirmyndarhestur dagsins var Von vinkona mín sem tekur sko á því í megruninni og nær vonandi sambærilegum árangri og ætlast er til.
Tíminn þýtur áfram og það er alltaf stutt í eitthvað, núna styttist óðfluga í sauðburðinn. Þegar ég hugsa til baka þá finnst mér eins og sá síðasti hefi verið fyrir svo sem þremur mánuðum. En ekki aldeilis þá var sko þorrablót og fyrir sex mánuðum voru réttir.
Þetta er ekki eðlilegt....................en mér létti stórlega um daginn þegar ég komst að því að þetta er ekki bara svona hjá mér heldur flestum sem að ég þekki. Og ég þekki fólk á öllum aldri svo að þetta er ekki aldurinn hjá mér. Bara svona til að undirstrika það við ykkur og ekki síður kellu sjálfa.
Ég hef líka komist að því síðustu daga að það er atvinnuleysi á Íslandi. Ekki eins og það séu nýjar fréttir eða góðar nei öðru nær. Fyrir stuttu síðan var mikið basl að fá fólk til að vinna almenn landbúnaðarstörf hvað þá að koma og vinna í sauðburði. Það þótti ekki par fínt og auglýsingar báru sjaldnast árangur. Nú er öldin önnur eins og eitt sinn var sagt og örugglega hægt að manna öll fjárhús án teljandi vandræða. Vandinn er bara sá að þeir sem að helst sækjast eftir því að komast í sveit hafa litla sem enga reynslu og eru oftar en ekki full ungir að árum. Það er þó afar ánægjulegt að fólk vilji koma í sveitina og taka þátt í fjörinu með okkur.
Ég krossa bara puttana og vona að okkar góða sauðburðar og aðstoðakokkalið sjái sér fært að mæta. Kella var svo ánægð með liðsaukann í fyrra.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
28.04.2010 22:24
,,Grasið grænkar alltaf aftur,,
Vá nú eru þið heppin..............af hverju ??? Jú vegna þess að ég komst ekki inn úr hesthúsinu að blogga fyrr en ég var orðin svo þreytt að allur hamur er horfinn út í norðan garrann og húsfreyjan orðin eins og ljúfasta lamb. Sem húnvar sko ekki fyrr í dag en er samt næstum alltaf (að eigin sögn)........................
Já þá var það pólitíkin, útrásin, bankarnir, fallega fræga fólkið og margt margt fleira.
Spurning hvort að ég ætti ekki bara að hætta að hlusta á útvarpið????
Sennilega hollara.............fyrir blóðþrýstinginn.
En sem betur fer er þetta liðið hjá og lífið dásemdin ein..... Hnappadalurinn gullfallegur, hrossin góð og húsverkin leikur einn.
Skrítið hvað það er létt að skipta um skap en dekkjaskipti hreinasta ógn við geðheilsuna.
Hitastigið var gott í dag en vindurinn full ríflegur svo að mannskapurinn er svolítið blómlegur eftir útiveruna.
Við erum ennþá laus við hestapestina sem gengur nú um landið , hvað svo sem það verður nú lengi. Heyrði aðeins frá Hólum í dag og þar er bara búið að aflýsa prófum og fresta útskriftum um óákveðinn tíma. Leiðinlegt fyrir krakkana og setur strik í reikninginn hjá þeim með þeirra skipulag.
Nú styttist óðfluga í seinna prófið sem að Mummi tekur í Steinsholti eins gott að allir haldi heilsu og verði tilbúnir í slaginn bæði hestar og menn.
Spurning hvaða afleiðingar þetta hefur svona á landsmótsári fyrir sýninga og mótahald?
Undarleg þessi veröld..........kreppa, skýrsla, eldgos og hestapest, eins gott að rifja upp það sem oft er sagt á þessum bæ...............,,það sem ekki drepur það herðir,,
Í dag hringdi svo fyrsti veiðimaður vorsins í mig til að forvitnast um hvort að við værum farin að veiða. Eins og við var að búast var lítið um að vera í þeim málum hjá okkur en ég bauð hann bara hjartanlega velkominn og vonast til að hann geti gefið mér upplýsingar um stöðu veiðimála sem fyrst.
Annars er mikill hugur í okkur og er ætlunin að taka vel á móti veiði og tjaldgestum í sumar.
Verið hjartanlega velkomin með tjaldið, góða skapið og stöngina.
Ekki má nú gleyma fyrirmyndarhesti dagsins í öllum látunum sem í dag var Gosinn góði:)
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
27.04.2010 23:47
Smá fréttir.
Það var hlýtt rok og sólin yljaði vel hér í Hlíðinni þennan daginn.
Þegar ég kom inn í kvöld var ég ánægð með flottu brúnkuna sem ég hafði fengið af sólinni í dag. En kella var ekki lengi brún pæja því liturinn var víst ekki orðinn vatnsheldur þannig að nú er ég bara hvít lumma:(
Ég veit nú svo sem ekki hvað stendur til en Vegagerðin sendi okkur nokkur hlöss af vikri hingað á afleggjarann í dag. Og það sem meira var hefillinn mætti líka á staðinn og strauk höslið ofaní holurnar. Svona gerast hlutirnir þegar væntingarnar eru nær engar:)
En auðvita þurfum við að komast til að kjósa í næsta mánuði svo að þetta er alveg skiljanlegt.
Einu sinni voru fréttirnar skemmtilegasta sjónvarpsefnið að mínu mati en svo er nú ekki lengur. Reyndar eru þær svo leiðinlegar að ég veit ekki alveg af hverju ég er að rembast við að horfa á þær. En vitið þið hvað að undanförnu hafa skotið upp kollinum fréttir sem hafa gert það að verkum að núna er ég að hugsa um að fara að horfa á fréttirnar svona kl 19.23
Ég veit ekki hvort það er nýja mannauðsstjóranum hjá RUV, sálfræðingi eða forsetanum að þakka að nú koma ein og ein frétt um jákvæða hluti og meira að segja stundum skemmtilega hluti. Til dæmis fréttin um naustgripina á suðurlandi sem að fá fullan sturtuvagn af ávöxtum og grænmeti vikulega. Fréttin sýndi bóndann koma keyrandi með vagninn og sturta ,,heilsufæðinu,, á jörðina. Nautin komu hlaupandi og voru greinilega ánægð með sendinguna. Bananarnir voru lang vinsælastir en þar á eftir papríkur og anans, ég tók samt eftir því að nautin eru ekki komin eins langt í þessu matarræði eins og aparnir sem að kunna að opna bananana. Ég veit ekki af hverju en mér varð hugsað til Jónínu Ben eftir að hafa horft á þessa frétt. Ætli naut viti eitthvað um Detox????????????????
Eins var skemmtileg fréttin um granna okkar í Dölunum sem eru komnir á fullt með heimavinnslu mjólkur, Erpstaðaís, skyr og osta. Það er ekki oft sem að maður bæði heyrir í morgunútvarpinu og sér í sjónvarpinu jákvæðar fréttir úr sveitum landsins.
Ég kíkti í bókina mína góðu í dag sem inniheldur flest það sem kella þarf að muna svo sem hvenær fyrstu hryssurnar eiga að kasta og ýmislegt fleira. Þá kom í ljós að fyrstu hryssurnar geta kastað í byrjun maí svo það er eins gott að fara að fylgjast með. Það eru nefnilega tvær hryssur hér í stóðinu sem að flýta sér alltaf og ganga frekar stutt með sín folöld.
Annars er ansi langt á milli þeirrar fyrstu og síðustu sem sagt maí til og með ágústmánuði.
Tamningar og þjálfun gengu bara vel í dag og því nokkuð erfitt að finna út fyrirmyndarhest dagsins. En eftir smá umhugsun..............Krapi ,,litli,, og Geisli Glapma:)
Þegar ég kom inn í kvöld var ég ánægð með flottu brúnkuna sem ég hafði fengið af sólinni í dag. En kella var ekki lengi brún pæja því liturinn var víst ekki orðinn vatnsheldur þannig að nú er ég bara hvít lumma:(
Ég veit nú svo sem ekki hvað stendur til en Vegagerðin sendi okkur nokkur hlöss af vikri hingað á afleggjarann í dag. Og það sem meira var hefillinn mætti líka á staðinn og strauk höslið ofaní holurnar. Svona gerast hlutirnir þegar væntingarnar eru nær engar:)
En auðvita þurfum við að komast til að kjósa í næsta mánuði svo að þetta er alveg skiljanlegt.
Einu sinni voru fréttirnar skemmtilegasta sjónvarpsefnið að mínu mati en svo er nú ekki lengur. Reyndar eru þær svo leiðinlegar að ég veit ekki alveg af hverju ég er að rembast við að horfa á þær. En vitið þið hvað að undanförnu hafa skotið upp kollinum fréttir sem hafa gert það að verkum að núna er ég að hugsa um að fara að horfa á fréttirnar svona kl 19.23
Ég veit ekki hvort það er nýja mannauðsstjóranum hjá RUV, sálfræðingi eða forsetanum að þakka að nú koma ein og ein frétt um jákvæða hluti og meira að segja stundum skemmtilega hluti. Til dæmis fréttin um naustgripina á suðurlandi sem að fá fullan sturtuvagn af ávöxtum og grænmeti vikulega. Fréttin sýndi bóndann koma keyrandi með vagninn og sturta ,,heilsufæðinu,, á jörðina. Nautin komu hlaupandi og voru greinilega ánægð með sendinguna. Bananarnir voru lang vinsælastir en þar á eftir papríkur og anans, ég tók samt eftir því að nautin eru ekki komin eins langt í þessu matarræði eins og aparnir sem að kunna að opna bananana. Ég veit ekki af hverju en mér varð hugsað til Jónínu Ben eftir að hafa horft á þessa frétt. Ætli naut viti eitthvað um Detox????????????????
Eins var skemmtileg fréttin um granna okkar í Dölunum sem eru komnir á fullt með heimavinnslu mjólkur, Erpstaðaís, skyr og osta. Það er ekki oft sem að maður bæði heyrir í morgunútvarpinu og sér í sjónvarpinu jákvæðar fréttir úr sveitum landsins.
Ég kíkti í bókina mína góðu í dag sem inniheldur flest það sem kella þarf að muna svo sem hvenær fyrstu hryssurnar eiga að kasta og ýmislegt fleira. Þá kom í ljós að fyrstu hryssurnar geta kastað í byrjun maí svo það er eins gott að fara að fylgjast með. Það eru nefnilega tvær hryssur hér í stóðinu sem að flýta sér alltaf og ganga frekar stutt með sín folöld.
Annars er ansi langt á milli þeirrar fyrstu og síðustu sem sagt maí til og með ágústmánuði.
Tamningar og þjálfun gengu bara vel í dag og því nokkuð erfitt að finna út fyrirmyndarhest dagsins. En eftir smá umhugsun..............Krapi ,,litli,, og Geisli Glapma:)
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
24.04.2010 22:28
Góðviðrið í fjöllunum.
Einn góðviðrisdaginn í vetur fórum við Mummi og smelltum nokkrum myndum af stóðinu.
Þarna eru fyrirsæturnar samvinnuþýðar..............
Og sumir vönduðu sig meira en aðrir................svona í stellingum.
Ljósmyndarinn var stundum í hættu...................rétt búið að troða hann undir.
Við Karún mín heilsumst alltaf með kossi.
Vá hvað eigum við að standa svona lengi ??????
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
23.04.2010 21:06
Gleðilegt sumar kæru vinir.
Sumarið hefur heilsað okkur með fallegu veðri en ekki hefur hitastigið nú verið sumarlegt en sannarlega er ég hæðst ánægð með það að vetur og sumar skulu hafa frosið saman. Hjátrúafull kellan.
Hún amma mín sem að ég vitna svo oft í hefði verið ánægð með þetta veðurlag á þessum dögum. Ég hef ekki ennþá kynnst neinum sem að hefur haldið jafn mikið uppá sumardaginn fyrsta eins og hún gerði blessunin. Ég held að þessi dagur hafi verið meiri hátíðisdagur í hennar huga en sjálf jólahátíðin.
Á sumardaginn fyrsta átti að vakna snemma því það gaf til kynna að maður yrði duglegur og kæmi miklu í verk á nýju sumri. Æskilegt var að það væri sólskin eftir að vetur og sumar höfðu frosið saman það boðaði birtu og hamingju á nýju sumri.
Matur og kaffi áttu að vera með hátíðlegasta móti og að sjálfsögðu átti að klæða sig upp fyrir sumarið. Og messan já ekki má nú gleyma henni, amma hlustaði alltaf á sumarmessuna í útvarpinu og þá voru læti illa séð.
Margar vísur kenndi amma mér um vorið og helstu vorboðana fuglana, ég held meira að segja að ég hafi rétt verið farin að tala þegar hún kenndi mér aðalsumarvísuna.
Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða.
Eykur yndishag,
eykur yndishag.
Látum spretta,
sporin létta.
Spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar vif og drengi.
Sumarskemmtun sú,
sumarskemmtun sú.
Ég kann ekki fleiri erindi og held að þetta sé eftir Steingrím Thorsteinsson.
Mér finnst gaman að rifja þetta upp og þá sérstaklega af því að ég er fædd á sumardaginn fyrsta og átti afmæli núna á sumardaginn fyrsta:)
En að öðru............nokkur undanfarin ár hef ég farið að Miðfossum og dæmt skemmtilegt hestamót sem hefur verið haldið síðasta vertardag og á sumardaginn fyrsta.
Þetta er mót sem haldið er í tengslum við Skeifudag nemenda og er virkilega skemmtilegt.
Ég sá marga góða hesta og knapa sem að öttu kappi af miklum móð, bara svona til að nefna eitthvað þá var ég mjög hrifin af hesti undan Pegasus frá Skyggni og einnig af hryssu undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Er ekki með nöfnin alveg á hreinu svo að það er best að nefna þau ekki.
Reynir Aðalsteinsson og nemendur við setninguna.
Og þarna eru verðlaun veitt.........Gunnarsbikar, Reynisbikar, Morgunblaðsskeifan, Eiðfaxaverðlaun og reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna.
Innilega til hamingju krakkar þetta var flott hjá ykkur.
Þegar heim kom eftir mótið á Miðfossum komu góðir gestir til okkar, hvorki meira né minna en eitt ,,stykki,, Búnaðarfélag Eyrarsveitar.
Skemmtilegur hópur sem var í árlegu ferðalagi sínu að skoða bændur í örðum sveitum.
Takk fyrir komuna.
Léleg myndataka dæmist á húsfreyjuna en það var ekki með vilja gert að mismuna fólki með því að hafa suma sólarmegin en aðra í skugganum.
Dagurinn í dag var alveg draumur fyrir tamningafólk blíða, gott reiðfæri og já góðir hestar mitt í þessari jákvæðni. Nánar um það síðar.
Hún amma mín sem að ég vitna svo oft í hefði verið ánægð með þetta veðurlag á þessum dögum. Ég hef ekki ennþá kynnst neinum sem að hefur haldið jafn mikið uppá sumardaginn fyrsta eins og hún gerði blessunin. Ég held að þessi dagur hafi verið meiri hátíðisdagur í hennar huga en sjálf jólahátíðin.
Á sumardaginn fyrsta átti að vakna snemma því það gaf til kynna að maður yrði duglegur og kæmi miklu í verk á nýju sumri. Æskilegt var að það væri sólskin eftir að vetur og sumar höfðu frosið saman það boðaði birtu og hamingju á nýju sumri.
Matur og kaffi áttu að vera með hátíðlegasta móti og að sjálfsögðu átti að klæða sig upp fyrir sumarið. Og messan já ekki má nú gleyma henni, amma hlustaði alltaf á sumarmessuna í útvarpinu og þá voru læti illa séð.
Margar vísur kenndi amma mér um vorið og helstu vorboðana fuglana, ég held meira að segja að ég hafi rétt verið farin að tala þegar hún kenndi mér aðalsumarvísuna.
Nú er sumar,
gleðjist gumar,
gaman er í dag.
Brosir veröld víða,
veðurlagsins blíða.
Eykur yndishag,
eykur yndishag.
Látum spretta,
sporin létta.
Spræka fáka nú.
Eftir sitji engi,
örvar vif og drengi.
Sumarskemmtun sú,
sumarskemmtun sú.
Ég kann ekki fleiri erindi og held að þetta sé eftir Steingrím Thorsteinsson.
Mér finnst gaman að rifja þetta upp og þá sérstaklega af því að ég er fædd á sumardaginn fyrsta og átti afmæli núna á sumardaginn fyrsta:)
En að öðru............nokkur undanfarin ár hef ég farið að Miðfossum og dæmt skemmtilegt hestamót sem hefur verið haldið síðasta vertardag og á sumardaginn fyrsta.
Þetta er mót sem haldið er í tengslum við Skeifudag nemenda og er virkilega skemmtilegt.
Ég sá marga góða hesta og knapa sem að öttu kappi af miklum móð, bara svona til að nefna eitthvað þá var ég mjög hrifin af hesti undan Pegasus frá Skyggni og einnig af hryssu undan Hrynjanda frá Hrepphólum. Er ekki með nöfnin alveg á hreinu svo að það er best að nefna þau ekki.
Reynir Aðalsteinsson og nemendur við setninguna.
Og þarna eru verðlaun veitt.........Gunnarsbikar, Reynisbikar, Morgunblaðsskeifan, Eiðfaxaverðlaun og reiðmennskuverðlaun Félags tamningamanna.
Innilega til hamingju krakkar þetta var flott hjá ykkur.
Þegar heim kom eftir mótið á Miðfossum komu góðir gestir til okkar, hvorki meira né minna en eitt ,,stykki,, Búnaðarfélag Eyrarsveitar.
Skemmtilegur hópur sem var í árlegu ferðalagi sínu að skoða bændur í örðum sveitum.
Takk fyrir komuna.
Léleg myndataka dæmist á húsfreyjuna en það var ekki með vilja gert að mismuna fólki með því að hafa suma sólarmegin en aðra í skugganum.
Dagurinn í dag var alveg draumur fyrir tamningafólk blíða, gott reiðfæri og já góðir hestar mitt í þessari jákvæðni. Nánar um það síðar.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
19.04.2010 22:36
Íþróttamót Glaðs.
Þetta eru herrar einbeittir................Mummi og Gosi.
Þið hafið vafalaust verið farin að halda að ég væri flutt af landi brott eða allavega farin úr netsambandi hérna í fjöllunum. En nú er kerla mætt á ,,bloggvöllinn,,
Við skruppum í dalina á laugardaginn í blíðunni, erindið var að smella sér á íþróttamót Glaðs í Búðardal. Mummi sá um að keppa fyrir hönd okkar allra og gerði bara býsna góða ferð að þessu sinni. Hann keppti á Gosa í fjórgangi og tölti en Fannari sínum í fimmgangi, tölti og skeiði. Hann náði með báða hestana í tvenn úrslit. Hann og Gosi sigruðu fjórganginn eftir spennandi keppni og höfnuðu svo í fjórða sæti í töltinu. Fannar hafnaði svo í þriðja sæti í fimmgangi og varð að vera á bekknum í töltinu þar sem að Mummi valdi að fara með Gosa þangað.
Þarna eru keppendur í fimmgangi að taka við verðlaunum Sólon og Haukur efstir, Styrmir og Litla-Jörp þá Mummi og Fannar, Randi og Skvísa á myndina vantar Hlyn Hjaltason.
Sjáið þið Fannar hann öfundar svolítið Litlu-Jörp að hafa fengið bikar sem efsti Glaðskeppandinn.
Því miður sveik myndavélin mig þegar verðlaunaveitingin fór fram svo að myndirnar urðu ekki eins góðar eða margar og ég hefði viljað.
Veit samt að ,,hirðljósmyndari,, Glaðsmanna var á staðnum svo að vafalaust koma flottar myndir á www.gladur.is
Hún Iðunn í Söðulsholti tók fullt af myndum sem að þið getið séð inná Söðulsholtssíðunni.
Og hér er bóndinn hennar í þungum þönkum enda bráðabani yfirvofandi.
Eins og alltaf var gaman að koma í dalina mótið heppnaðist vel og við fórum í nokkrar heimsóknir í leiðinni. Einnig örmerkti ég nokkur gæðingsefni í leiðinni.
Hér heima gengur allt sinn vana gang og er ekkert annað en að krossa fingur og vona að ekki komi aska hingað. Alveg skelfilegt þetta gos og vonandi að því fari að linna.
Hef hugsað mikið til fólksins sem er í basli með allt sitt á gossvæðinu er viss um að maður getur ekki gert sér það í hugalund hvernig þetta er í raun og veru.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
12.04.2010 22:28
Gef ykkur skýrslu.
Nei, nei ég ætla sko ekki að nefna neina skýrslu hér......................ekki einu sinni hrossaskýrslu, forðagæsluskýrslu, skattaskýrslu eða neina aðra skýrslu takk fyrir.
En lofa spennandi hrossasögum á næstunni.
Bara svona áður en ég fer að halla mér eftir góðan dag í hesthúsinu vildi ég benda ykkur á að ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisveislunni hans Sveinbjörns í gær.
Hann átti frábæran 70 ára afmælisdag og fékk margar góðar heimsóknir af því tilefni og fékk m a folatoll í afmælisgjöf kallinn. Skemmtilegur dagur og vel heppnaður.
Einnig setti ég inn vetrar myndir sem voru teknar í Hnappadalnum á páskadag.
En lofa spennandi hrossasögum á næstunni.
Bara svona áður en ég fer að halla mér eftir góðan dag í hesthúsinu vildi ég benda ykkur á að ég setti inn nokkrar myndir frá afmælisveislunni hans Sveinbjörns í gær.
Hann átti frábæran 70 ára afmælisdag og fékk margar góðar heimsóknir af því tilefni og fékk m a folatoll í afmælisgjöf kallinn. Skemmtilegur dagur og vel heppnaður.
Einnig setti ég inn vetrar myndir sem voru teknar í Hnappadalnum á páskadag.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
10.04.2010 09:52
Allt frá hesthúsfréttum til afmælisfrétta
Það hefur ekki verið nokkur tími til að skrifa síðustu daga, veðrið hefur verið einstaklega gott og kella svo þreytt á kvöldin að þið eruð bara heppin að hún settist ekki við skriftir.
Já þetta hafa verið frábærir dagar í hesthúsinu mikið riðið út og einnig teknir nokkrir rekstrar. Hér koma hross og fara hross alltaf eitthvað spennandi að gerast í Hlíðinni.
Það er skemmtileg fjölbreyttni í hesthúsinu núna mismundandi hross á mismunandi tamningastigum. Og ekki skemmir það fyrir að fá að kynnast hrossum undan mörgum þekktum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður.
Fyrirmyndarhestar ?????? þeir eru nokkrir eftir þessa daga, eigum við ekki að hafa þá þrjá ??
Krapi Gustsson, Léttir Randvers og Baltasar Arðsson.
Hrossaræktin er skemmtileg þó svo að hún kosti blóð, svita og tár. Þessa dagana er verið að skoða (með stóru gleraugunum) tveggjavetra folana sem fóru ekki í ,,herraklippingu,, í fyrra og meta hvort að þeir muni safna áfram eða fara í ,,herraklippingu,, hjá Rúnari dýralækni.
Þetta eru þeir Blástur sonur Gusts frá Hóli og Kolskarar frá Hallkelsstaðahlíð og Léttlindur sonur Hróðs frá Refsstöðum og Léttar frá Hallkelsstaðahlíð.
Svo eru það veturgömlu kapparnir þar hef ég nú bara gjóað augunum á tvo þá Kát minn Auðsson og Karúnarson og síðan Loga Arðsson og Léttarson. En eins og þið vitið er langt fram í júní svo að við höfum nægan.................tíma.
Já vel á minnst nú fer að styttast í að folaldaspenningurinn hefjist rétt um það bil mánuður.
Nú fer 11 apríl að bresta á og það sem meira er ,, strákurinn,, í því efra eins og við hér gjarnan segjum er að verða sjötugur. Hann ætlar að vera heima og tryggt hefur verið að hann eigi með kaffinu kallinn (hans sterkasta hlið liggur ekki svo ég viti í bakstri).
Hann yrði nú óður ef að hann vissi að ég væri að gaspra með þetta hér en eins og þið vitið þá er þetta bara svona okkar á milli. En þið sem til þekkið..............við bara sjáumst á morgun.
Já þetta hafa verið frábærir dagar í hesthúsinu mikið riðið út og einnig teknir nokkrir rekstrar. Hér koma hross og fara hross alltaf eitthvað spennandi að gerast í Hlíðinni.
Það er skemmtileg fjölbreyttni í hesthúsinu núna mismundandi hross á mismunandi tamningastigum. Og ekki skemmir það fyrir að fá að kynnast hrossum undan mörgum þekktum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður.
Fyrirmyndarhestar ?????? þeir eru nokkrir eftir þessa daga, eigum við ekki að hafa þá þrjá ??
Krapi Gustsson, Léttir Randvers og Baltasar Arðsson.
Hrossaræktin er skemmtileg þó svo að hún kosti blóð, svita og tár. Þessa dagana er verið að skoða (með stóru gleraugunum) tveggjavetra folana sem fóru ekki í ,,herraklippingu,, í fyrra og meta hvort að þeir muni safna áfram eða fara í ,,herraklippingu,, hjá Rúnari dýralækni.
Þetta eru þeir Blástur sonur Gusts frá Hóli og Kolskarar frá Hallkelsstaðahlíð og Léttlindur sonur Hróðs frá Refsstöðum og Léttar frá Hallkelsstaðahlíð.
Svo eru það veturgömlu kapparnir þar hef ég nú bara gjóað augunum á tvo þá Kát minn Auðsson og Karúnarson og síðan Loga Arðsson og Léttarson. En eins og þið vitið er langt fram í júní svo að við höfum nægan.................tíma.
Já vel á minnst nú fer að styttast í að folaldaspenningurinn hefjist rétt um það bil mánuður.
Nú fer 11 apríl að bresta á og það sem meira er ,, strákurinn,, í því efra eins og við hér gjarnan segjum er að verða sjötugur. Hann ætlar að vera heima og tryggt hefur verið að hann eigi með kaffinu kallinn (hans sterkasta hlið liggur ekki svo ég viti í bakstri).
Hann yrði nú óður ef að hann vissi að ég væri að gaspra með þetta hér en eins og þið vitið þá er þetta bara svona okkar á milli. En þið sem til þekkið..............við bara sjáumst á morgun.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
06.04.2010 23:45
Vangavelta..............
Þá eru páskarnir frá og hversdags stússið hefur tekið öll völd, Mummi farinn í Steinsholt og allt komið á fullt hér á bæ. Var reyndar á þó nokkrum snúningi um páskana en svona öðruvísi snúningi. Það var mikið afrekað í dag og öll hrossin sem hér eru á járnum fengu gott trimm. Nokkur voru járnuð en þegar það var frá var dagurinn því miður búinn.
Fyrirmyndarhestur dagsins................já þeir voru bara tveir (svona eins og í auglýsingunni báðir betri) annar var Geisli Glampa sem er að stíga sín fyrstu skref í náminu og hin var Baltasar Arðsson frískur að vanda.
Bíðið nú við ég ætlaði að segja meira frá gæðingunum sem að ég sá á laugardaginn.
Fyrstan skal nefna Arð frá Brautarholti sem mér hefur lengi litist vel á og varð ég ekki fyrir vonbrigðum um helgina. Hreyfingafallegur, mjúkur, rúmur og viljugur............ já er ekki bara best að tala íslensku. Gæðingur punktur.
Aron frá Strandarhöfði kom fram undir öruggri stjórn húsfreyjunnar á Árbakka, þau voru glæsilegt par að vanda og afkvæmin flott. Verð reyndar að játa að mér fannst hann sjálfur bestur. Undantekningin var þó sonurinn Stígandi frá Stóra-Hofi flottur gæðingur sem er sonur Hnotu frá sama bæ.
Álfur frá Selfossi kom fram undir eiganda sínum Christinu Lund og var gaman að sjá það, svolítið öðruvísi uppsettur en áður. Álfadrottningin frá Austurkoti gerði það samt að verkum að ég næstum gleymdi að horfa meira á Álf og hin afkvæmin var bara starsýnt á hana. Þvílíkt djásn.
Höfðinginn Orri frá Þúfu mætti og var heiðraður skemmtileg athöfn og gaman að sjá hann svona vel útlítandi kominn vel á þrítugsaldurinn.
Fláki frá Blesastöðum er líka flugrúmur, fallegur gæðingur en hann og Þórður Þorgeirs áttu frábært loka atriði þar sem að báðir nutu sín vel. Virkilega góðir saman ,,strákarnir,,
Fláka fylgdi systir hans sammæðra Alfa frá Blesastöðum snildargæðingur sem Sigursteinn Sumarliða sýndi. Mumma leist svo vel á hana að hann hefði ekki verið í vafa með stóðhestavalið ef að hún hefði verið stóðhestur.
Mídas frá Kaldbak átti góðan dag og er alltaf svolítið spennandi.
Ég gæti nefnt miklu fleiri hesta sem voru góðir en líka aðra sem að stóðu alls ekki undir mínum væntingum. En það er sem betur fer þannig að misjafn er smekkur manna og eru því örugglega ekki allir sammála mér enda alveg óþarfi.
Íshesta vangaveltur bíða betri tíma.
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
04.04.2010 22:30
Gleðilega páska kæru vinir.
Svona var nú veðrið gott í Hlíðinni í dag, sannarlega Drottinsblíða eins og vera ber á þessum degi.
Dagurinn var ljómandi fallegur og skemmtilegur alltaf gaman að fá góða vini í heimsókn.
Nú svo varð hann Salómon svarti 11 ára í dag eða kannske 77 ár svona miðað við kött.
Hér komu ungar dömur í röðum til að óska honum til hamingju með daginn og er ég alveg viss um að einhverjir hefðu nú öfundað hann af því kossaflensi. Hann tók því samt af karlmennsku og lét sér fátt um finnast en brúnin hefur nú stundum verði léttari.
Í gær var farið í mikla menningarferð um suðurland nánar tiltekið á Stóðhestaveislu sem haldin var í Rangárhöllinni. Síðan var farið á ístölti í Reykjavík og endað með góðri veislu áður en heim var komið.
Frábær ferð með skemmtilegu fólki takk fyrir daginn kæra samferðafólk.
Að sjálfsögðu sá ég mikið af spennandi hestum og á næstunni ætla ég aðeins að fara yfir það hér á blogginu..............bara svona fyrir mig þið skiljið.
Verð samt að lauma því hér að hvað ég varð stórhrifin af honum Stíganda frá Stóra-Hofi og ekki síður af honum Fláka frá Blesastöðum, hrifning mín af Arði frá Brautarholti hefur svo að sjálfsögðu ekkert dvínað. Nánar um þetta síðar.
Á ísnum voru þó nokkuð margir flottir en nafnið á samkomunni ,,Þeir allra sterkustu,, það var ekki alveg að gera sig.
Þar sem að ég er í páskafríi þá verður þetta ekki lengara að sinni........................
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
- 1