Færslur: 2020 Nóvember

01.11.2020 12:02

Drífum það í gang...............

 

Hér í Hlíðinni erum við að sjá fyrir endann á öllu fjárstússi og því sem fylgir því að vera lífstílsbóndi.

Nú er komið að því að pakka því dressi niður (skjótast reynar í það öðru hverju)  og vippa sér í hestagallann.

Okkur er ekki til setunnar boðið nú skal tamið og þjálfað af kappi.

Framundan er góður tími með skemmtilegum verkefnum í hesthúsinu.

Á meðfylgjandi mynd má sjá nýjasta hestamanninn þungan á brún. 

Sennilega hafa foreldrarnir eitthvað verið að skipta sér af þjálfunaráætlun hans og Fannars.

Allur útbúnaður kappans er sérvalinn til þjálfunar á snillingnum Fannari.

Peysan prjónuð af Stellu langömmusystur, sokkarnir frá Lóu langömmusystur, reiðbuxurnar frá ömmu og afa.

Og ekki má gleyma hjálminum sem að hún Sara vinkona hans færði honum.

Já það er eins gott að hafa stílinn á hreinu.

 

Það verður gaman þegar allt kemst á fullt í hesthúsinu eftir haustverkin.

Hesthúsið nýmálað, yfirfarið og dekrað gólf í reiðhöllinni með fullt af spennandi hestum.

Já þetta verður bara góður vetur.

 

 

 

  • 1