Færslur: 2020 Október
18.10.2020 22:16
Svona dagar...............
Það tilheyrir haustinu að fara í eftirleitir aftur og aftur, jafnvel ennþá aftur og aftur. Þá er gott að hafa góðan sérfræðing með í för sem hefur gott ,,nef,, fyrir kindum og smalamennsku. Hún Julla Spaðadóttir lítur þarna yfir svæðið, slakar á með eigandanum og tekur stöðuna. Þær smalasystur þrjár frá Eysteinseyri hafa staðið sig nokkuð vel í haust og sparað sporin. Mig grunar að hugur þeirra og eigandanna standi til að endurtaka velheppnuð hundakvöld í vetur.
|
Alvöru hundar komast í Paradís þegar þeir mæta í smalamennskur...............
En þarna er Julla í Paradís sko þessari sem heitir það samkvæmt örnefnaskrá.
Séð yfir Hlíðarvatn ofan úr Hafurstaðafjalli.
|
Við höfum verið í eftirleitum síðustu tvo laugardaga og fengið hreint dásamlegat veður.
Séð niður að Hafurstöðum og lognið á vatninu algjört.
Sandfellið og við njótum veðurblíðunnar.
|
- 1