09.08.2017 11:09

Hestagestir og ljúfa lífið.

 

Þessi flotti hópur kom ríðandi í heimsókn til okkar um helgina sem leið.

Alltaf svo gaman að fá hestahópa í heimsókn og í tilefni af því var smellt í mynd.

Takk fyrir komuna, þetta verður að endurtaka.

Eftir leikaraskap helgarinnar með skemmtilegu fólki já og hestum er lífið komið í skipulag.

Tamningar, rúllusmölun og byggingarvinna það er málið þessa dagana.

 

 

Hrannar mættur í grunninn og tekur á því við járnabindingar og uppslátt.

 

 

Aðdáendur hans bíða spenntir við timburstaflann og verða jafnvel að taka slökun með tilheyrandi jórtri.

Já Garðabæjar Golsa er eftirlitskind og það er sennilega þess vegna sem hún er mætt í túnið.............eða ekki.

 

 

 

Þessi hér stendur vaktina við grunninn og jórtrar af innlifun.

 

 

Reyndar þessi líka en hún fann fínan blett til að leggja sig líka.

 

 

 
 
 
 
 

06.08.2017 00:20

Gaman saman.

 

Það var glæsilegur hópur hestamanna sem tók þátt í árlegri samreið sem fram fór hér í Happadalnum í dag.

Eins og þeir vita sem til þekkja er fullkomið jafnvægi á milli kynja í hestamennskunni hér á vesturslóðum.

Það hefur því komist á sú hefð að bæði kynin njóti samvista og fari saman í árlegan reiðtúr.

Þetta árið var þátttakan frábær eða rúmleg 80 manns í hnakk.

 

 

Riðið var frá Mýrdalsrétt niður að Rauðamel yfir Haffjarðará (þrisvar til að þjóna öllum hrepparígskreddum)

yfir hjá Hrossholti og að Söðulsholti. En þar kom hópurinn saman og snæddi úrvals lambakjöt og meðlæti.

 

 

Hún Laura var kát og hress eins og hann Léttlindur besti vinur hennar.

 

 

Caloline var líka alveg ljómandi hress eins og höfðinginn Fannar.

Þarna brosa þau bæði.

 

 

Þessir voru í stuði en sá brúni var frekar hófsamur í drykkjunni, já eins og eigandinn.

 

 

Heimasætan á Kaldárbakka kom með og var brosmild eins og ævinlega.

 

 

Leiðin var dásamleg.

 

 

Og ekki var nú félagsskapurinn síðari.......................

 

 

Lagt á ráðin fyrir næsta áfanga.

 

 

Lárus og Gísli þungt hugsi...................

 

 

Já og þessi líka.

 

 

Dömurnar voru kátar Rósa frænka, Iðunn og Íris.

 

 

Já þarna eru fararstjórarnir og þeir voru kátir. Auðunn Rauðkolsstaðabóndi og Svanur Dalsmynnisbóndi.

Ég bauð þeim aðstoð mína við að taka á móti barninu nú eða mjólka...............

Þeir riðu eins og ljósmóðir til konu í barnsnauð nú eða eins og bóndi sem hefur syndgað á mjaltatíma.

Dásamlegir þessir strákar.

 

 

Þessi heiðurshjón voru kámpakát og lífguðu uppá ferðina.

 

 

Áning...............

 

 

Halldóra og Grétar brosa breytt enda full ástæða til þess á svona góðum degi.

 

 

Miðhraunshjón í stuði.

 

 

Dásemd..............

 

 

Eitthvað glott í gangi þarna................

 

 

Hanna og Hemmi mættu að sjálfsögðu.

 

 

Og Sólin skein.

 

 

Notalegt.

 

 

Nei hann er ekki að biðjast fyrir þessi vaski sveinn..............hann er að lemja til skeifu.

 

 

Og þessir kappar járnuðu, Jón Bjarni og Mummi að störfum.

 

 

Enn lemur Jenni.................... og skeifan varð fín.

 

 

Glatt á hjalla.

 

 

Þessi gáfu sér tíma til að líta upp úr sögustundinni.

 

 

Gaman.

 

 

Svanur fararstjóri fer yfir málin.

 

 

Þessi hlusta.

 

 

Með athygli.................

 

 

Skemmtileg kvöldstund með góðu og skemmtilegu fólki er dásamleg.

Þarna er Einar bóndi í Söðulsholti að segja mér sögu.

 

 

....................sem var skemmtileg eins og sjá má á kappanum.

 

Takk fyrir frábæran dag kæru ferðafélagar þetta var ógleymanlegur dagur.

Auðvitað verður þetta endurtekið á sama tíma að ári.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 
 
 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 
 
 
 
 

02.08.2017 22:37

Stelpurnar okkar.

 

Við erum svo heppin að fá til okkar frábær ungmenni sem gjarnan koma í verknám nú eða bara eyða sumarfríinu sínu hjá okkur.

Eins og sjá má þá er oft glatt á hjalla hér í Hlíðinni og afar alþjóðlegt við matarborðið.

Á þessari mynd sjáið þið dásamlegar dömur klárar í að borða saltað hrosskjöt með uppstúfi.

Ramm íslenskt nema hvað.

 

 

Þarna eru þessar skemmtilegu steplur kampakátar enda nýbúnar að prófa Sparibrúnku mín.

Já maður kveður með virtum þá sem standa sig óðafinnanlega.

 

 

 

Þessar eru afar fallegar saman eins og þið sjáið.

 
 
 

 

Alltaf kátar og hressar, það er svo gaman að vinna með svoleiðis fólki.

 

 

Það var nú aldeilis gleði hjá þeim systkynum í gamla bænum þegar hún Majbrit kom í heimsókn.

Dregin fram myndaalbúm, hlegið, spjallað og spilað.

 

 

Sveinbjörn frændi minn er nú ekki mikið fyrir myndatökur en á svona degi var það allt í fína lagi.

Lóa, Majbrit og Sveinbjörn.

 

 

Þarna er stund milli stríða hjá dömunum en þær voru ansi liðtækar við steypu stuðið sem var á mánudaginn.

Og brosa..............

Myndir af strákunum verða bara að koma seinna...................

 

 

Já hún Alva er ekki bara dugleg hún er líka rosalega sterk.

 

Takk fyrir samveruna flottu dömur þið eruð frábærar.

 

 
 

22.07.2017 13:07

Framkvæmdir í Hlíðinni.

 

Það var á einum ísköldum degi þann 12 maí sem fyrsta skóflustungan að reiðhöll var tekin hér í Hlíðinni.

Húsfreyjan smellti sér um borð í gröfuna hans Einars á Lambastöðum og fiktaði sig áfram þangað til fyrsta skóflustungan var staðreynd.

Húsið verður 20x45 m. að stærð og er stálgringarhús frá H.Haukssyni, húsið verður einangrað og samtengt við hesthúsið.

Staðsetningin er á gamla Hesthúshólnum sem kallaður er.

 

 

Það er hinsvegar nokkuð ljóst að framkvæmdir væru ekki komnar svona vel á veg ef að húsfreyjan hefði séð alfarið um jarðvinnsluna.

 
 

 

 

Það tókst en mikið var það hart................ og átti eftir að harna.

 

 

Það var létt yfir mannskapnum þegar þessi athöfn fór fram og gaman að hafa ljósmydara á staðnum.

Svo maður tali nú ekki um heimilarmyndina sem frumsýnd verður við vigsluna.

 

 

Við hér í Hlíðinni höfum átt frábært samstarf við Lambastaðabændur þau Einar og Dóru.

Það var því vel viðeigandi að halda því áfram þegar ráðist var í þessar framkvæmdir.

Jafnvel þó svo að frábærir verktakar séu hér í sveitinni.

Frekar líklegt að gæðingsefnin þeirra Einars og Dóru eigi eftir að njóta sín vel í reiðhöllinni þegar þar að kemur.

 

 

Einar var heldur afkasta meira en ég við gröftinn, þarna er hann í ham.

Undirlagið í grunnin er flutt frá Hafurstöðum það sem uppá vantaði.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar hafa verið af framkvæmdinni.

Þær eru ekki í tímaröð en sýna samt stemminguna við verkið.

 

 

Snotra sinnir eftirlit af miklum móð og ekkert fer framhjá vökulum augum hennar.

Hér fylgjist hún með strákunum.

 

 

 

Steypustress er sjúkdómur sem herjar á smiði og aðstoðarmenn þegar steypa nálgast.

Er ekki frá því að þessir hafi fengið smá einkenni.................

 

 

Þessi var ekkert stressaður enda með alla þræði í höndum sér.....................................

 

 

Þetta rokgengur hjá þeim.

 

 

Og steypan úr Snæfellsbæ lítur vel út.

 

 

Allt að gerast.................

 

 

Mótin gera mikið................

 

 

Að sjálfsögðu fylgjast allar kynslóðir með og eru spenntar fyrir framgangi mála.

Sveinbjörn frændi minn kannar hvort að allt fari ekki vel fram.

 

 

Brá skammtar strákunum steypu.

 

 

Og allt er á fullu..........

 

 

Steypustjórinn með allt á hreinu.

 

 

Strákarnir á steypubílunum voru skemmtilegir þarna er einn......

 

 

Og þarna annar.

 

 

Svo sá þriðji.

 

 

Þessi er alltaf liðtækur það er sama hvort það er við sauðburð, smalamennskur nú eða smíðar.

Þarna er hann á rokknum.

 

 

Þá er það veggurinn og þá tók gamli múrarinn sig upp í Skúla og hann reif upp glattarann.

 

 

Og áfram hélt það...........

 

 

Mölin frá Hafurstöðum stendur sig vel og bara margara tonna steypubíl eins og ekkert væri.

 

 

Þarna sést afstaðan gagnvart hesthúsinu og hinum byggingunum.

 

 

Passlega langt frá gamla húsinu.

 

 

Það koma stundum gestir í grunninn.

 

 

Og Snotra fylgjist ávallt með að allt sé eins og vera ber við framkvæmdirnar.

 

 

Hringgerðið var flutt og húkir nú útá hólnum frekar einmanna.

 

Það er gaman að sjá þessa byggingu rísa og mikið verður nú gott að fá stóra og góða inniaðstöðu.

Ég mun reyna að taka fleiri myndir og deila með ykkur upplýsingum af framkvæmdunum.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 
 

 

 
 
 
 
 
 

19.07.2017 13:19

Velkomnir veiðmenn.....

 

Það er dásamlegt hér í Hlíðinni þennan daginn reyndar eins og oft áður.

Blæjalogn og blíða, fiskarnir í vatninu stökkva og alveg hið ákjósanlegasta veiðiveður.

Það hefur veiðs vel bæði í Hlíðarvatni og ekki síður í Krakavatninu þetta sumarið.

 

 

Sandfellið að spegla sig í vatninu, Kjósin og Hornin fá að vera með á myndinn.

 

 

Fuglarnir bjuggu til munstur með sundtökunum sínum og silungarnir skreyttu það með stökkum.

 

 

Þokan læddist niður Heggstaðhlíðina og faldi vandlega leiðina yfir Klifshálinn.

Selskógurinn og Draugagilið ,,brostu,, framan í myndavélina.

 

 

Hér koma svo myndir sem ég tók í átt að tjaldstæðunum eina góðviðrishelgi í sumar.

 

 

Já þið eruð hjartanlega velkomin til okkar á tjaldstæðin, í veiðina og ekki síst á hestabak.

Njótið dagsins.

 
 

 

 
 
 
 
 
 

17.07.2017 22:30

Fjörið á fjörunum.

 

Það er afar ánægjulegt hvað ég hef átt mörg erindi útá Löngufjörur að undanförnu.

Ekki hefur skemmt fyrir dásamlegt veður og afbragðs félagsskapur bæði manna og hesta.

Alveg frábærir dagar sem varla er hægt að lofa nægilega.

 

 

Þessar fyrstu myndir eru tekniar þegar einn eðalhópur fór um fjörurnar.

Við vorum ljónheppin að fá að fylgja þessum snillingum.

 

 

Dásemdin ein í Hausthúsaeyjum.

 

 

Blíðan frábær.

 

 

Sjórinn, sólin, ströndin og bara allt.......................

 

 

Enda var létt yfir hópnum.

 

 

Ekki svo galin mynd...................

 

 

Fannar hitti Fannar og það fór vel á með þeim nöfnunum.

 

 

Fannar er uppáhalds og því tilvalinn blómahestur.

 

 

Ég held að hann hafi bara verið ánægður með skreytinguna allavega toldi hún reiðtúrinn á enda en þá át hann hana.

 

 

Nú erum við komin að myndum úr næstu ferð en þarna er fyrrverandi vinnumaður mættur til leiks.

Já hann Venni kom og heimsótti okkur en hann var vinnumaður hjá okkur fyrir 16 árum síðan.

Þessi elska var bara alveg eins og fyrir 16 árum hress og skemmtilegur.

 

 

Þessar flottu dömur Alva og Caroline voru að sjálfsögðu með í ferðinni.

 

 

Þarna er verið að stilla upp fyrir ,,gopro,, myndatöku en afraksturinn af þeirri töku kemur síðar.

 

 

Mummi var með myndavélina á hjálminum svo vonandi kemur eitthvað skemmtilegt í ljós.

 

 

Maron og Molli voru hressir.

 

 

Eins og þessi tvö.

 

 

Þarna er afmælisbarnið hún Alva en hún varð 20 ára í ferðinni.

Hún bauð öllum hópnum í mat og bauð uppá sænskar kjötbollur sem að hún bjó til.

Dásamlega gott, takk fyrir okkur Alva meistarakokkur.

 

 

Caroline og Gefn eru sætar saman.

 

 

Spáð og spekulegrað.............

 

 

Síðasta stopp áður en stefnan var tekin í land.

 

 

Spekingar spjalla...............

 

 

Já hann er alltaf í stuði þessi og ekki minnkaði það eftir góðan skeiðsprett á Fannari.

Takk fyrir komuna Venni þetta var gaman og verður endurtekið innan 16 ára.

 

 

Þegar við komum í land hittum við annan hestahóp og í þeim hópi voru  þessar skvíur.

Já það eru dásamlegir dagarnir á fjörunum..............

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

25.06.2017 20:59

Hestafrænkur í stuði.

Við fengum góða gesti í dag sem komu að heilsa uppá okkur mannfólkið í sveitinni.

Svandís Sif frænka mín var ein af þeim, hún átti nú samt aðalerindið við hann Fannar vin sinn.

Þegar það kom svo í ljós að Fannar var í ,,sumarfríi,, útí girðingu varð sú stutta frekar svekkt.

Eftir miklar vangavelltur og langdregnar samningaviðræður fannst lausn á þessu fríveseni hans Fannars.

Við frænkur fundum nefninlega þessa fínu frænku hans Fannars, já og hún var meira að segja eins á litinn.

Já hún Nóta Hljómsdóttir getur sko alveg smellt sér í hin ýmsu hlutverk ef þörf er á.

 

 

Það má reyndar ekki ríða á Nótu eins og í villta vestrinu (samt vorum við þar) þó svo að Fannar þoli það.

Hér er aðeins verið að semja um hraða............... sú stutta er ekkert smeik svo að hraði er gull.

 

 

Þær stöllurnar þurftu aðeins að ræða saman í byrjun, já auðvita þarf að kynna sig.

 

 

Kamburinn getur gert kraftaverk í fyrsta ,,samtali,,

 

 

Já það mátti alveg nota þessa Nótu svona fyrst Fannar var ekki viðlátinn.

 

 

Besta að gefa henni smá nammi og prófa svo gripinn.

 

 

Og það gekk svona líka ljómandi vel að þjálfa Nótuna.

 

 

Það er nauðsynlegt fyrir alla hestamenn að æfa jafnvægið og leika sér svolítið.

Þarna er Svandís Sif að gera æfingar með tilþrifum.

 

 

Og vitið þið hvað ??? Það er gaman á hestbaki................. jafnvel þó að Fannar sé upptekinn.

 

 

Það er stuð að vera hestakona og mjög fljóttlega má ríða hratt já mjög hratt.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

22.06.2017 23:57

Hún er vandséð þessi................

 

Þann 19 júní á sjálfan kvennadaginn kastaði síðasta hryssan þetta árið hér í Hlíðinni.

Það var mikil gleði þegar það kom í ljós að fædd var brúnskjótt hryssa undan Sjaldséð og Káti.

Ekki amalega að fá svona grip verandi félagi í Skjónufélaginu mikla þar sem baráttan er hörð.

Já þessi kemur sterk inn og verður vonandi sér og sínum til sóma í framtíðinni.

 

 

Eins og alltaf þegar folöld fæðast hér í Hlíðinni byrja vangaveltur um hvað gripurinn eigi nú að heita.

Eftir þónokkra umhugsun hefur þessi flotta hryssa hlotið nafnið Vandséð frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Þá eru ,,séðarnar,, orðnar nokkuð margar á bænum.

Auðséð, Sjaldséð, Fáséð, Útséð, Burtséð og Vandséð svo að eitthvað sé nefnt.

 

 

Ég er sérstaklega hrifin af stertinum sem er tvílitur og flottur.

 

 

Svo maður tali nú ekki um hökuskeggið, væri fullgilt á hvaða jólasvein sem er.

 

Við erum langt komin með að nefna folöldin þetta árið bara eitt eftir.

Vandséð, faðir Kátur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Sjaldséð frá Magnússkógum.

Máni, faðir Kátur frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Snekkja frá Hallkelsstaðahlíð.

Krossbrá, faðir Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð og móðir Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

Staka, faðir Bragur frá Ytra hóli og móðir Rák frá Hallkelsstaðahlíð.

Kolrassa, faðir Spuni frá Vestukoti og móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Nafnið á folanum undan Venus frá Magnússkógum og Arion frá Eystra Fróðholti er enn í ,,hrossanafnanefnd,, Hlíðarinnar.

 
 
 
 
 

14.06.2017 22:39

Stóðhestar í Hallkelsstaðahlíð.

 
 
 
 
 

11.06.2017 22:19

Og það bætist í folaldahópinn.

 

Snekkja Glotta og Skútudóttir eignaðist fallegt hestfolald undan Káti mínum.

Hann er tinnu svartur en með þennan fína mána í enninu.

 

 

Þarna lúrir fyrsta folald ársins hér í Hlíðinni og lætur sér fátt um finnast.

Eigandinn er enn að hugsa hvað nafn hæfi gripnum.

Faðir er Kafteinn og móðir Karún.

 

 

Hér sjáið þið hinsvegar hryssu sem hlotið hefur nafnið Kolrassa frá Hallkelsstaðahlíð.

Hún er undan Spuna frá Vestukoti og Kolskör minni.

Kolrassa minnir mig á hvað það var gaman að eiga stórafmæli fyrir stuttu síðan.

 

 

Þessi fallegi hestur er undan Arion frá Eystra Fróðholti og Venus frá Magnússkógum.

Ég er búin að fara skoða hann en fæðingastaðurinn var Magnússkógar.

Eins og áður sagði er hann undan Venus frá Magnússkógum en við höfum áður fengið að halda henni.

Út úr því kom uppáhaldshryssan Sjaldséð frá Magnússkógum.

 

 

Þetta er einmitt hún Sjaldséð en undan henni kemur vonandi fljóttlega annað afkvæmi Káts.

Þegar þetta er skrifað hefur líka fæðst hér afkvæmi Rákar frá Hallkelsstaðahlíð og Brags frá Eystri Hóli.

Hryssa var það rétt eins og óskað var. Það er ekki enn búið að mynda gripinn en það gerist fljóttlega.

Já það er alltaf svo gaman að taka á móti folöldum.

 
 

 

 

 
 
 

30.05.2017 21:04

Maí er mánuðurinn.

Líflegur og viðburðaríkur mánuður er senn á enda og júní handan við hornið.

Sauðburðurinn er að klárast og ekki nema rúmlega 20 kindur eftir að bera.

Gott tíðarfar og dásamlegt aðstoðarfólk hefur gert þennan tíma eins og best verður á kosið.

Það er stórkostlegt að eiga allt þetta góða fólk að sem nennir að koma og hjálpa til við sauðburðinn.

Sumir taka næturvaktir, aðrir atast allan daginn og en aðrir gera allt mögulegt t.d elda mat og fylgjast með fénu sem búið er að sleppa.

Aðstoðin í hesthúsinu er líka ómetanleg enda margir þar sem þarf að sinna jafnt í maí sem aðra mánuði.

Allt mjög mikilvægt og ég á ekki til orð til að þakka ykkur fyrir hjálpina.

Án ykkar værum við bændur og búalið í Hlíðinni orðin miklu ljótari og leiðinlegri eftir vökur og fjör í 4 vikur.

 

 

Á efstu myndinni er gimur undan hrútnum Jónasi frá Miðgarði og á myndinni hér fyrir ofan er bróðir hennar.

Það er spurning hvort hann kemur til með að heita Davíð, Jónas Jónasson nú eða bara Þorleifur ??

 

 

Þetta er herra sætur en hann uppskar vel á annað hundrað ,,like,, á fésbókinni um daginn.

Spurning hvort að hann hefur ofmetnast af því ? Athygli á fésbókinni getur reynst mörgum varhugaverð :)

 

 

Þetta er litla Gráflekka, hún er efni í öfluga afurða ær og kemur til með að leysa mömmu sína af.

 

 

Þetta er hún Lambabamba heldri og eldri ær sem veit ekkert betra en að breggða sér í heimsókn til Svans í Dalsmynni.

Hér bíður hún óþreyjufull eftir því að lömbin komi í heiminn svo að hún geti drifið sig af stað í sæluna á vestubakkanum.

 

 

Þessir voru kampakátir þegar ég smellti af þeim mynd.

 

 

Og það lá bara vel á þessum líka.................

 

 

Þarna er setuliðið að fylgjast með spennandi burði.....................

 

 

Björg með Fingurbjörgu sem að hún bjargaði.

Hvað eru mörg ,,björg,, í því ?????

 

 

Hrannar að skoða aðal lambið, svolítið nærsýnn kallinn.

 

 

 

Alfa með uppáhaldslambið, kannski er hún að kenna því sænksu ?

 

 

Svarti hanskinn........................

 

 

Þessir sjarmar mættu galvaskir í fjárhúsin.

 

 

Þessi að ræða eitthvað gáfulegt.................

 

 

Flottar fimleika frænkur mættu líka í sveitina og að sjálfsögðu var sýning fyrir okkur.

 

 

Þessi er alveg eins og ormur og gerir allt mögulegt og ómögulegt.

 

 

Kátar systur í sveitinni.

 

 

Já nei móðursystir þeirra var ekki alveg að geta þetta með þeim sko.

 

 

Einbeittar.

 

 

Þarna er bleika deildin komin á hestbak.

Það skal tekið fram að þarna var gæsla allan hringinn og ekki farið eitt skref hjálmlausar.

 

 

Snillingurinn Fannar er alltaf kallaður til þegar ungir knapar mæta á svæðið.

Og auðvita fær hann risaknús.

 

 

Skvísur að bíða eftir því að fara á hestbak.

 

 

Þessi er alveg með sitt skipulag á hreinu og fylgjir því alveg eftir ef þarf.

Alsæl á hestbaki.

 

 

Bleika deildin tók út tryppin og Svandís tók smá tamninga sveiflu fyrir frænku sína.

 

 

Þarna er hún að spekja Aðgát mína Karúnar og Skýrsdóttur.

 

 

Sæunn Aljónsdóttir var líka tamin aðeins fyrir frænku.

 

 

Emilía og Fannar þekkjast vel.

 

 

Sveitaskvísur.

 

 

Fannar var snyrtur vel þennan daginn.

 

 

Svandís Sif hestaskvísa.

 

 

Fannar er mjög sáttur með þessa fínu knapa.

 

 

Jafnvel marga í einu.

 

 

Alfa að spjalla við vini sína um leið og hún mokar.

 
 
 

 

Björg og Ófeigur yfir sjarmur að ræða málin.

 

 

Vorverkin eru tekin á hraðanum áður en grasið verður orðið slægt.

Maron er yfirslóða maður vorsins.

Já það er líf og fjör í Hlíðinni.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

25.05.2017 14:53

Halló heimur................

 

,,Komið þið sæl ég er mætt í heiminn,,

Fyrsta folald ársins hér í Hlíðinni fæddist um hádegið í dag.

Jörp hryssa með vagl í auga og hvítan leist á afturfæti.

Faðir er Kafteinn frá Hallkelsstaðahlíð sonur Ölnirs frá Akranesi og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

Móðir er Karún frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Smá hvítur blettur er á nefinu sem puntar uppá gripinn.

 

 

Karún gamla ánægð með hryssuna eins og eigandinn.

 

 

Flott auga.............

 

 

Og nú hefst höfuðverkurinn að finna gott nafn.................

 

 

Það voru spekingar á hliðarlínunni, Emilía Matthildur og Mummi spá í málin.

 

 

Emilía tók nú bara tvo fyrir einn og smellti sér á bak Snekkju sem bíður þess að eignast afkvæmi Káts frá Hallkelsstaðahlíð.

 
 
 
 
 
 
 

11.05.2017 14:51

Og enn rokka rollurnar.

 

Það er komið sumar hér í Hlíðinni.

Þó svo að svolítið blási þessa stundin þá er klárlega komið vor.

Gróður er kominn vel af stað og nú er bara að sína smá biðlund.

Þetta er tíminn þar sem mig langar helst að sleppa því að sofa bara gera, vera og njóta.

En sennilega yrði nú húsfreyjan frekar geðvond ef að svefninn yrði sparaður líka og hana lagnar til.

Sauðburður fór af stað með látum og ekkert gefið eftir í þeim efnum.

Við sæddum heilan helling í vetur og þetta verður sennilega met árið með það hvernig ærnar hafa haldið.

Þökk sé hrútunum , sæðingamanninum og jafnvel heyjunum.

Það skal þó tekið fram að ég notaði ekki aðferðina sem að sæðingamaðurinn sagði mér frá í vetur.

En hún var sú að til að ekkert færi nú á milli mála með hvaða ær vildu fá þjónustu sæðingamannsins var hrútur bundinn við staur í krónni. Hann átti að sjálfsögðu ekkert að gera bara vera.

Sennilega tók hrúturinn ekkert mark á þessum fyrirmælum enda gat hann illa varist þegar ærnar gerðust nærgöngular og hann vesalingurinn bundinn.

Ónei þetta var bara gott ár í sæðingamálum, allavega þegar horft er til síðustu ára.

Ég á eftir að mynda nokkra uppáhaldsgripi sem út úr þessu bröllti komu.

Þar má nefna Hnallþóru Hnalls, Jónas Jónasson, Geisla- Baug Baugs og Sorgbitinn Ebitason.

 

Kvöldverður á góðri stundu.

 

 

Sex kindur báru í mars og var þeim sleppt út þann 5 maí.

Emilía Matthildur frænka mín nefndi nokkuð af þessum snemmfæddu lömbum og það voru sko engin smá nöfn.

Þar voru m.a Tómas, Emil, Jóhann, Ríkharður, Patrekur, Daníel og Kandísmoli. Já ekkert slor.

Fríða móðursystir mín á einmitt afmæli þennan dag 5 maí og varð telpan 86 ára.

Hún eins og ég var alveg sannfærð um að lambfé hefði ekki farið svona snemma út síðan í gamla daga þegar allt fé bar úti.

Í dag blæs hindvegar ískaldri norðaustan átt og afar gott að allar aðrar kindur eru inni ennþá.

 

 

Rólegt á næturvaktinni þessa nóttina.

 

 

Við erum svo ljónheppin að fá fullt af snillingum til að aðstoða okkur við sauðburðinn.

Þarna er einn mættur  og að sjálfsögðu var dressið við hæfi, nema hvað ?

Mannskapurinn kemur úr öllum áttum og allir jafn mikilvægir.

Til að gefa ykkur innsýn í fjölbreytileikann þá voru þyrluflugmaður og spregjukafari hér einn daginn.

Síðan hafa komið við kennari, smiður, skrifstofudama, hjúkrunnarfræðingur og tamningamaður.

Væntanlegir eru rafvirki, þroskaþjálfi, nemi og margir fleiri.

Já sauðburðurinn er tíminn.

 
 
 
 
 

30.03.2017 23:34

Dónamyndir..............nei nei drónamyndir.

 

Hér getið þið séð afraksturinn af stússinu hjá þeim Mumma og Sigurði í Hraunholtum.

Þeir tóku þessa fínu drónaflugferð einn góðviðrisdaginn í mars.

Þarna er myndin tekin í átt að húsunum og yfir hluta af túnunum.

 

 

Þarna er dróninn kominn aðeins hærra.

Það lítur út fyrir að Hlíðarvatnið sé bara lítið en það er ís yfir stæðstum hluta þess.

 

 

Múlabrúinin koma aðeins inná myndina vinstramegin.

 

 

Þá er horft til sjávar í vesturátt.

 

 

Þarna gnæfir Geirhnjúkurinn yfir.

 

 

Já þetta er skrítið sjónarhorn yfir Hafurstaðafjall.

 

 

Dásemdin ein.

 

 

Þarna er dróninn kominn ansi hátt og sýnir bæði hluta af Hafurstaða og Hlíðarlandi.

 

 

Og enn meira.

 

 

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

30.03.2017 12:45

Svo gaman.

 

Það er gaman að fá svona skilaboð á grámyglulegum marsdegi þegar nýjar rúllur koma inn til gjafar.

Já við söknum líka hennar Majbritar okkar en hún er nú alveg að koma hingað í Hlíðina.

Krakkarnir sem voru hjá okkur í sumar voru hress og skemmtileg eins og sjá má á þessari rúllumerkingu.

Þegar rúllurnar eru teknar úr stæðunni kemur stundum í ljós eitthvað skemmtilegt sem rifjar upp góða daga.

 

Veðrið hefur leikið við okkur síðustu daga og því mikið um að vera í hesthúsinu.

Það er gaman að fylgjast með og sjá þróunina í tamningatryppunum þessa dagana.

Hestar dagsins...................... Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð, Dorit frá Lambastöðum og Einstakur frá Valþúfu.