14.10.2012 22:09

Sunnudags



Mummi og Krapi frá Steinum.

Nú er Mummi floginn til Svíþjóðar þar sem biðu hans heilmörg spennandi reiðkennslu verkefni.
Fyrsta námskeiðið var á sama stað og hann fór á síðast en svo hafa bæst við nýjir staðir.
Bara spennandi tímar hjá honum í Svíaríki.

Síðustu dagar hafa einkennst af ,,típískum,, haustverkum, smala, sækja kindur, draga undan smala hestum og öðru svoleiðis stússi. Þess á milli erum við að sinna skemmtilegum frumtamningatryppum sem eru óðum að breytast í reiðhesta.
Hannyrðir mínar voru ekki af verri endanum um helgina þó svo þær hafi nú oft lyktað betur.
En við réðumst í sláturgerð af miklum móð og gerðum hér í sameiningu u.þ.b þrjátíu slátur.
Svo assskoti myndalegar kellurnar........svona stundum.



Þessi sæta dama varð tveggja ára um helgina og hélt uppá það með okkur í sláturgerðinni.
Hún var svo heppin að fá nokkra góða gesti í veisluna sem samanstóð af rjómatertu af gömlu góðu gerðinni og blóðpönnukökum.
Á myndinni er hún hinsvegar að skála við okkur á réttunum en hún gaf sko ekkert eftir hvað glasavalið snerti í því samkvæmi. Skál í mjólk það er málið í sveitinni.

Á morgun er það svo fundur í Fagráði í hrossarækt, verður bara gaman að hittast og spjalla.

akvjadfjkhgö95786hvh3497

Eftir ,,heimildarmynd,, kvöldsins sem sýnd var á RUV sjónvarpi allra landsmanna hef ég ákveðið af tillitsemi við ykkur að steinþegja. Allavega um sinn.
Ég ákvað í kvöld að kjósa næstkomandi laugardag í þjóðaratkvæðagreiðslunni......skrítið.

Lifið heil.







08.10.2012 22:17

Kindablogg



Sóna, mæla, velja og veðja á......................já í dag var það líflambavalið seinni hluti sem fram fór hér í Hlíðinni.
Þarna er smellt af ofaní lífgimbrakrónna og eins og þið sjáið þá er ,,framsóknar,, merking á því sem á framtíðina fyrir sér. Græni liturinn er góður.



Þetta er sérstök uppstilling fyrir ljósmyndarann og eins og þið sjáið þá eru nokkrir litir í boði.



Þessi er búinn að vera betri en enginn síðustu vikurnar og í dag stóð hann m.a vaktina við rekstrarganginn góða.
Það er ekki af ástæðulausu sem hann er kallaður ,,mannskapurinn,, hér á bæ.



Þau voru eldhress Friðrik og Birta ráðanautar frá Búvest sem hér voru að störfum í dag.



Og leggurinn mældur á einum sparihrútnum..................

Við voru bara nokkuð kát með útkomuna á lambahópnum sem mældur var og veginn hér í dag. Allavega var vandi að velja þegar mælingar lágu fyrir og ansi mörg falleg sem ekki fengu farseðil í ,,rétta,, átt.
Við höfum aldrei gert eins miklar kröfur til þeirra lamba sem nú fá að komast í líflambakrónna góðu.
Bestu gimbrarnar voru með m.a með 34 í bakvöðva og þó nokkuð margar níur. Feður þeirra voru nokkrir en flestar góðar átti hann Fyllirafur okkar Raftson, t.d var engin undan honum með minna en 18 fyrir læri. Dunkur frá Dunki, Vafi Kveiksson og Dimmir Dökkvason áttu líka góð lömb í hópnum auk annara.
 Fylliraftur átti svo góðan son sem stigaðist í 85.5 þrátt fyrir létlega ull.
Grábotnasynir komu vel út og verða sennilega tveir svartbotnóttir synir hans í líflambahópnum. Þar verða líka synir Dunks frá Dunki og Sigurfara frá Smáhömrum, að ógleymdum Gunna syni Dals frá Hjarðarfelli.
Til gamans má geta þess að litirnir sem nú eru til í líflambahópnum eru margir en engin gimbur fékk samt líf útá litinn eingöngu. Nema kannske ein móflekkótt tvílembingsgimbur sem er ekki sérlega stór. En hún á tvo digga aðdáendur hinu megin við fjallið nánar tiltekið á Emmubergi sem örugglega standa með henni ef að ég fer eitthvað að huga að slátrun.
Stuð í sauðfjárræktinni þið sem ekki vissuð.......................

Á morgun fara svo þau lömb sem við eru búin að heimta í sláturhús og eftir það verður smá ,,rolluvinnupása,, Ekki liggja fyrir öruggar heimtu tölur á fjárhópnum en ljóst er að nokkuð vantar enn.


06.10.2012 22:00

Sagan af söðlinum



Salómon yfirheimilisköttur velur sér gjarnan uppáhaldsstaði til að leggja sig og njóta hvíldar eftir erfiðar nætur. Staðurinn sem nýtur mestra vinsælda um þessar mundir er söðullinn minn. Mig grunar að þetta séu dulin skilaboð um að ég noti söðulinn ekki nóg og með þessu móti sé Salómon að leggja sitt af mörkum til þess að húsfreyjan fari að nota sparigripinn sinn meira.
Svona til gamans þá er þessi söðull síðasti söðullinn sem Markús Jónsson, söðlasmiður á Borgareyrum smíðaði.  Markús var kominn yfir áttrætt þegar ég hafði fyrst samband við hann og bað hann að smíða fyrir mig söðul. Hann svaraði því þá til að hann væri hættur að smíða söðla hefði smíðað sinn síðasta söðul fyrir Guðrúnu Sveinsdóttur á Varmalæk. En það var einmitt í gegnum hana sem ég hafði uppá Markúsi. Það var svo í lok apríl árið 1986 sem að ég fæ símtal frá Markúsi. ,,Sæl frú Sigrún ! ætlar þú ekki að fara að láta sjá þig og sækja söðulinn þinn?,,
Mér svelgdist á og fékk háfgert tungubasl þar sem ég var búin að sætta mig við að eiganst engan söðul. Allavega ekki smíðaðan af Markúsi á Borgareyrum.
En Markúsi var full alvara og daginn eftir var brunað austur og söðullinn sóttur. Þessi heimsókn að Borgareyrum var hreint ævintýri og móttökurnar frábærar.
 Viðmótið, veitingarnar og vísurnar.
Ég bamb ólétt og ekki líkleg til að smella mér í söðul á næstunni en útaf því man alltaf hvað söðullinn er gamall. Já Mummi minn og söðullinn þeir eru jafngamlir.
Eftir þetta vorum við Markús miklir mátar og spjölluðum oft saman í síma.
Markús lést rétt um tveimur árum eftir að ég fékk söðulinn.
Ég hugsa alltaf með hlýju til Markúsar og minnist okkar skemmtilegu samskipta.


Enn var smalað í dag og nú vorum við farin að nefna þetta bröllt eftirleitir.
Eftirleitir hljóma svolítið eins og sjáist fyrir endann á einhverju sem að getur gert gæfumuninn þegar á reynir. Veðrið var ekki eins gott og í gær þar sem nokkrar dembur skullu á mannskapnum í dag. En myrkrið var jafn svart og í gærkveldi................

Á morgun er það svo innrekstur og sundurdráttur, Vörðufells og Mýrdalsréttir.
Alltaf fjör í Hlíðinni.

05.10.2012 22:23

Ástarseiður kominn í hús



Smala, smala , smala............ já Hnappadalurinn var Guðdómlegur í dag eins og reyndar alltaf.

Sól, logn og algjör blíða var það sem boðið var uppá í smalamennskunni í dag mér til mikillar ánægju. Þarna er ,,mannskapurinn,, að skanna svæðið og búast til atlögu við kindurnar.
Þetta er þriðji dagurinn í röð sem við erum að smala en morgundagurinn veður sennilega sá síðasti í bili að minnsta kosti.
Á svona dögum er dýrðarinnar dásemd að vera uppí fjalli og algjörlega ólýsanlegt að upplifa kyrrðina og friðinn sem þar er. Ekki skrítið þó að kindurnar vilji vera þar sem lengst.
Mannbætandi meðferð í boði íslensku sauðkindarinnar.



Hún Bekký okkar fór heim til sín í dag en kemur vonandi aftur til okkar í ferbrúar.
Þarna eru hún og Salómon að kveðjast en þau hafa verið mestu mátar og vinir.
Takk fyrir samveruna Bekký.......sjáumst:)

Það var líflegur dagurinn í gær með smalamennsku, örmerkingum á öðrum bæjum og hrútaskoðun.
Já já ég sagði hrútaskoðun og jafnvel meira.............
Kella brá sér af bæ og verslaði sér eitt stykki kynbótahrút og sennilega munaði bara hársbreydd að þeir yrðu tveir.
Já hann Ástarseiður er kominn í hús........nei nei það er ekki víagra eða freyðibað það er hrútur kæru vinir.
Ég sem sagt brunaði til hans Ásbjörns frænda míns í Haukatungu og verslaði af honum hrút.
Glæsigripur með fallegar tölur, hold og ættir, myndir koma síðar.

Það var síðan í gærkveldi sem ég komst í aðra hrútaskoðun en það var hjá þeim hjónum á Dunki. Þar sá ég marga flotta hrúta af spennandi kyni sem gaman væri að sjá  hvernig kæmu út í okkar fé.
Ég á einn góðan hrút frá þeim svo að ég var komin á mjög ,,hættulegt,, stig þegar ég rauk hrútlaust heim skömmu eftir miðnætti. Með engan hrút af þeim bæ..........

Og vitið þið hvað ???? dagurinn endaði með örstuttu heklunámskeiði í sófanum heima.


03.10.2012 21:59

Kát með Kát



Kátur frá Hallkelsstaðahlíð sonur Karúnar og Auðs frá Lundum.

Í dag var brunað uppí Lundareykjadal að sækja hann Kát minn en hann hefur verið í girðingu hjá honum Tomma á Kistufelli. Nú tekur alvara lífsins við hjá Káti sem er að byrja í tamningu.
Við Kátur vorum aðeins búin að ,,ræða,, málin og voru nokkuð sammála um að hann væri geðgóður eins og eigandinn.
Hahaha .....eða þannig en sennilega er Sparisjóður bróðir hans samt geðbetri en við bæði.
En að öllu gamni slepptu þá er Kátur bara venjulegt tryppi sem spennandi er að byrja með og sjá hvað býr í. Mummi og hann fara að bera saman bækur sínar og vonandi semur þeim vel.

Það var frekar haustlegt hér í Hlíðinni þegar komið var á fætur í morgun, allt grátt alveg niður á tún. Já það er víst kominn október svo þetta á nú svo sem ekkert að koma á óvart.

Tryppin sem hér eru í frumtamningu eru oftast inni þar sem svona kalsi fer ekki vel í sveitt hross. Ég er gamaldags og kann ekki við og hef ekki verið alin upp við að sleppa sveittum hrossum út í kalda nótt.

Smávegis var litið til kinda í dag eins og flesta daga og verður gert meira af því næstu daga.
Enda stefnt á sónarskoðun á mánudaginn.

Næstu fréttir verða sennilega eitthvað kindalegar því nú er kella að spáí að fara í verslunarferð.........og vitið þið hvað???? Ekki föt, ekki varalitur, heldur .......?

02.10.2012 10:23

Smá kindaleg......



Það er komið haust á því er enginn vafi, kaldur strekkingur með smá úrkomu sem er ísköld.

En haustið hefur líka sjarma og næg er verkefnin í sveitinni á haustin. Smalamennskur, fjárrag, kartöflur og slátur eins og stundum er sagt. Síðasta helgi var svona dæmigert sýnirhorn af ,,hausti,, smalað, réttað, sóttar kindur hér, sóttar kindur þar. Spjallað í fjárhúsum á nokkrum bæjum, sumstaðar kaffisopi jafnvel með ,,Conna frænda,,  og allt uppí stórveislur. Já Bíldhólshangikjötið er svo sannarlega veislumatur af bestu gerð.

Framundan eru fleiri smalamennskur sem dreift verður á nokkra daga  síðan er það lambavigtun og líflambaval á sunnudag og mánudag.

Við vorum aðeins búin að taka forskot á líflambavalið svona í grófum dráttum á því sem komið var. En allt verður þetta endurskoðað eftir mælingar og sónarskoðun.
Þeir hrútar sem bíða frekari skoðunar eru m.a undan Grábotna frá Vogum.
Skemmtilegir á litinn í ofanálag,botnóttir og golsóttir.



Þarna eru golsarnir Grábotnasynir í vor en önnur mynd af öðrum þeirra er hér neðar á réttablogginu mín.

 Einn undan Dal frá Hjarðarfelli sem var stigaður í 85,5 og verður settu á, hann hefur hlotið
nafnið Gunni:)  Besti hrúturinn sem bíður nánari skoðunnar er undan honum Fyllirafti okkar Raftssyni.  Gerðarleg kind en væri sennilega tekinn úr umferð ef að hann væri hestur,  mundi allavega ekki hennta óvönum......
Síðan eru það synir Sigurfara frá Smáhömrum og Dunks frá Dunki sem koma sterkir inn.
Reyndar fór einn undan Hróa frá Geirmundarstöðum í sláturhúsið sem flokkaðist í E2 en stigaðist bara í 83.5. Ég er nú með smá skeifu yfir því að hafa látið hann fara en svona er þetta bara.
Gimbrarnar eru bara grófflokkaðar og ekkert búið að mæla eða sóna af þeim svo engar staðreyndir eru þar að hafa.

Heimtur er m.v dagatal nokkuð ásættanlegar og eru meira að segja komnar kindur sem ekki voru heimtar fyrr en um miðjan síðasta vetur.



Þessi hér eru núna komin heim en þau eyddu stórum hluta síðasta vetrar í góðu yfirlæti hjá nágrönnum okkar á ,,vestubakkanum,, eins og Svanur bóndi í Dalsmynni mundi segja.
Þetta eru þau Lambabamba og sonur hennar Svanur Gutti, myndin er tekin þegar þau komu á hús s.l vetur. Svo bættust að sjálfsögðu lömb við í vor hjá Lömbubömbu:)




29.09.2012 13:05

Morgunstund gefur......heilmikið



Hvað ertu að gera kelling ???????



Klukkan er ekki orðin hálf ellefu og þú vaktir mig...............



Þú hefur samt ekki af mér morgun sopann, það er á hreinu.



Þá er það morgun nuddið hjá okkur múttu.................



Og nennir hún svo ekki meiru....................oooooooooo.

Já ég fór í morgun í heimsókn til Karúnar og Leiks litla Spunasonar þar sem þau voru að kroppa fyrir utan læk. Þau kunnu greinilega vel að meta sólskinið og lognið sem nú er í Hlíðinni. Leikur er hálf bangsalegur og svo sannalega kominn í vetrarfrakkann.

Við renndum uppí Borgarfjörð og skoðuðum Kát Auðsson bróðir hans sem hefur dvalið þar í sumar.
Nú er Kátur að fara á fjórða vetur og verður tekinn heim fljóttlega og byrðja að temja hann og þjálfa. Kátur er undan Karúnu og Auði frá Lundum.

Þegar Leikur var mjög ungur fór Karún undir Arion frá Eystra-Fróðholti og kom heim fylfull fyrir stutt. Þannig að Leikur hefur ekki haft mikið af mannfólkinum að segja. Þrátt fyrir það er hann spakur og svo öruggur með sig að sumum þykir nóg um.
Kannske hef ég það af að mynda kappann á hreyfingu einhvern daginn, hann er nefninlega bara nokkuð ,,smart,, þó ég segji sjálf frá.

27.09.2012 22:11

Allt að róast........í bili



Nú er allt að róast eftir réttarstússið og tími til að líta við hjá tryppunum og taka stöðuna.
Þessi höfðu það gott og máttu ekkert vera að því að ,,tala,, við mig og stilla sér upp fyrir myndatöku.
Folaldshryssurnar notuðu tækifærið og stungu af langt uppí fjall á meðan við vorum að smala og rétta. Þær fá að vera í frið enn um sinn í fjallinu en koma svo aftur heim þegar haustar meira.
Og nú eru tamningahrossin komin í vinnuna aftur eftir réttarfríðið, þau sem ekki voru farin heim.
Smalahrossin bíða á ,,kanntinum,, eftir næstu verkefnum sem eru á döfinni fljóttlega.

Ég skráði inn nokkur ný söluhross hér á síðuna, sum hafa fengið af sér mynd en önnur eiga það eftir. Bæti svo fleirum við fljóttlega en mörg söluhross eru í þjálfun núna og ný að bætast við.
Það eru mun fleiri hross til sölu hérna hjá okkur en þau sem eru skráð á síðuna.
 Það er bara ljósmyndari búsins sem er ekki að standa sig. (Taktu þig á Sigrún Ólafsdóttir) :):):)

Gaman væri nú að fá ykkur til að ýta á ,,like,, takkann til að deila síðunni enn frekar á fésinu.

26.09.2012 12:20

Réttarfjörið f.r.h



Þar sem húsfreyjan hefur enn ekki náð öllum áttum eftir réttarfjörið er bara best að halda áfram með myndasöguna úr réttunum.

Þarna eru Astrid og Mummi að byrja fyrstu laglínurnar............



Ungdómurinn var öflugur í söngnum eins og vera ber.



Og fleiri bættust í hópinn.........



Þessar sætu Garðabæjardömur skemmtu sér vel hvort sem var í söngnum eða réttinni.



Þarna eru aðal selskapsdömurnar Erla Guðný, Sigfríð og Rebekka.



Og fleiri selskapsdömur Hildur og Þóra.



Þarna erum við komin á sunnudaginn, sjálfan réttar og kjötsúpudaginn.

Ég fékk skemmtilega heimsókn norðan úr Skagafirði en hann Jói á Reykjarhóli var mættur í morgunsárið.
Þarna erum við Jói með hann Rík minn sem að hann ræktaði og hefur alla tíð verið minn uppáhalds reiðhestur.
Gaman að fá svona hressan og skemmtilegan næstum níræðan strák í heimsókn.



Þegar við Jói hittumst þá tökum við alltaf eins og eina skál honum Rík mínum til heiðurs.



Kjötsúpan var góð eins og venjulega, þarna eru Astrid, Tóta og Kolbeinn yfir Mýrdalsréttarökumaður að gæða sér á súpunni.



Þessar skvísur voru hressar að vanda Fríða María og Þóranna.



Þarna er hann Jonni umkringdur af meðlimum ,,bleikudeildarinnar,,



Þessir voru líka hressir Mummi, Þórður og Jói á Reykjarhóli.
Þeir hafa pottþétt verið að rífja upp eitthvað skemmtilegt úr Skagafirðinum.



Það var þröngt á þingi í eldhúsinu þarna eru Fransisko, Dúna, Svandís, Rebekka og Stella yfirkokkur.




Þessar voru liðtækar innandyra Gulla, Lóa og Sirrý.




Alltaf hress og kátur þessi :)



Eldhúsæði..................



Þarna eru mæðgurnar mamma og Hrafnhildur systir og Sirrý stendur hjá og brosir.



Eldhressi ungdómurinn.



Erla og Kristín Rut að ganntast við Ragnar eftir kjötsúpuátið mikla.



Jón gefur tóninn ............ og Skúli tekur undir.......
,,Lýsa geislar um grundir, glóir engi og tún,,



Kaffikonurnar að kanna birðirnar, mamma og Lóa.



Iyad og Mummi að ræða málin.



Það er líka ,,rómó,, í réttunum, þessi sætu hjón stilltu sér upp á tröppunum. Tommi og Tóta.



Þessi var duglegur í réttunum og ekki að sjá að þetta væru hans fyrstu réttir.
Þarna er hann með hrút undan honum Grábotna.



Klár fyrir næstu kind.



Kokkurinn við kapisuna..............nei nei kokkurinn í gæða eftirliti í réttunum.



Yfirdyravörðurinn Þóranna brosmild að vanda.



Sæta skvían Fríða María frænka mín.

25.09.2012 11:01

Réttir 2012 kafli eitt

Daglegt réttarblogg var eitthvað sem ekki gekk upp hjá húsfreyjunni og varð hún að játa sig sigraða í þeim efnum strax í upphafi.
En til að gera langa sögu stutta nema í myndum þá gengu smalamennskur og réttir mjög vel að þessu sinni.  Á föstudaginn var samt ansi blautt en við höfðum á að skipa harðsvíruðu liði sem stóð sig með glæsibrag eins og venjulega. Djúpadalsáin var mikil og seinlegt að reka yfir Fossánna en vatnsmagnið þó ekkert í líkingu við það sem var árið 2008.
Á laugardaginn var svo farið í Vörðufellsrétt og fé sótt innað Dunki og Dunkárbakka.
Að vanda var tekin létt réttarsveifla á laugardagskvöldið, rykið dustað af gítarnum og raddböndin strokin. Ungir sem aldnir að sjálfsögðu allir með í fjörinu.
Á sunnudaginn vöknuðu allir sem einn eldhressir og ruku út til að reka inn hér í Hlíðinni.
Vel á annað þúsund fjár var réttað hér heima um 500 ókunnugar kindur keyrðar í Mýrdalsrétt eða sótta af eigendunum. U.þ.b 770 lömb vigtuð og fjörið ekki búið fyrr en um kl 3 aðfaranótt mánudags.
Um hádegið á mánudaginn var svo brunað í Mýrdalsrétt þar sem við fengum rúmlega 30 kindur. Rákum síðan inn lömbin sem sett höfðu verið út um morgininn og tókum síðan á móti ráðunautunum sem komu að líta á hópinn. Hrútar voru stigaðir og gimbrar þukklaðar.
Þetta var samt bara fyrsta skoðun síðar verð gimbrar sónaðar og endalega valið úr hópnum.
Nánar um þetta allt síðar.
Þegar þetta er skrifað eru farin frá okkur 540 lömb sem nú bruna norður til ,,fundar,, við Geirmund á Sauðárkróknum.
Þar sem húsfreyjan er ekki alveg eins fersk eins og æskilegt er til að skrifa eitthvað skynsamlegt kemur hér saga í myndum.

En kæru ættingjar og vinir !
Við hér í Hlíðinni þökkum ykkur kærlega fyrir alla hjálpina, þið eruð okkur hér algjörlega ómetanleg. Fjöldinn allur af fólki sem kemur og hjálpar okkur jafnt við smalamennskur, eldamennsku, tiltekt, akstur og bara allt. Þið eruð frábær. Takk enn og aftur fyrir okkur.



Þessi góði gestur prófaði margt þessa viku sem hann dvaldi hér, klettaklifur, langhlaup, fjárrag og margt fleira. Takk fyrir komuna Iyad það var gaman að fá þig í heimsókn.



Hilmar, Hrannar og Mummi.
Það veitti sko ekkert af því að hafa maraþonhlaupara á okkar snærum þegar kom að því að verja Giljatungurnar. Takk Hilmar.



Hallur og Haukur Skáneyjarbóndi voru hressir að vanda, ómetanlegt að eiga góðan ,,tengdason,, sem er frábær smali ofaná allt hitt.



Hallur, Skúli og Óskar Oddastaðabóndi sem eins og hinir er algjörlega ómissandi inná Djúpadal.



Randi Skáneyjarfrú djúpt sokkin í gestabókina, Mummi og Raganr ræða smalamennskuna.



Dúna, Hrefna Rós og Björg voru í lopapeysufélaginu, Hrannar fékk samt að sitja hjá þeim.



Ingvi Már, Pétur og Hilmar hressir eftir smalafjörið í rigningunni.



Hress og skemmtileg þess,i þau Rebekka, Iyad og Jón yfir Giljatungusmali og skytta.



Hrannar, Mummi og Astrid voru hress í Vörðufellsréttinni eins og venjulega.



Beðið eftir Vörðufellsrétt.



Fullt af fólki..............



Stund milli stríða..............og Pétur á facebook.



Bara brattir kallarnir, Skúli og Sigurður í Hraunholtum.



Frú Þormar Grandkona og Iyad í Vörðufellsrétt.



Dúna, Sirrý og Fríða með ,, bakhjarla,,



Hér sé friður..................amen.
Þetta er að sjálfsögðu ..séra,, Jóngeir, Styrmir er nú sanmt eitthvað efins.



Astrid, Björg, Iyad og Þóra taka smá pásu í Vörðufellsréttinni.



Spekingar spjalla, Sveinbjörn og Sigurður bjarga heiminum..........með bros á vör.



Fjölskyldan á Emmubergi var að sjálfsögðu mætt í réttirnar, með sínu liði.



Þessi var liðtæk enda harðsvíruð sauðburðarkona á ferð..... þarna er Björg í reiðtúr á Flekku.



Bræðurnir og fyrrverandi Skógarstrandarbændur Sigurður og Hjalti Oddssynir.



Frænkurnar Gréta Hallsdóttir og Dúna voru hressar að vanda enda hafa þær oft smalað saman.



Dömurnar úr miðsveitinni vor mættar, Guðrún Sara, Helga og Þóra.



Elín, Sigurður, Jóel og Hjalti................gaman væri nú að hafa þau öll aftur ábúendur á Skógarströndinni...............



Það eru á fleiri stöðum en Kútter Haraldi sem kallarnir eru kátir.
Sigúrður, Sigurður og Hjalti.



Pétur kann vel að meta huggulegt prjónles en þessir slógu öll met, kaldir bjórputtar eru úr sögunni.



Frændur hittust í réttunum, Magnús á Álftá og Raganr spjalla samna á réttarveggnum.



Og fleiri bættust í hópinn, Þorkell á Mel, Magnús, Ragnar og Sveinbjörn.



Þessir sjarmar og ofursmalar voru á hinum réttarveggnum.......yngri deildin sko.
Aron Frey og Sigurður.



Daniela sparifrænka mín að knúsast með mömmu sinni, takið eftir sérhönnuðu Salómonspeysunni hennar.



Jón Zimsen Leitisbóndi, Ragnar og Lárus í Haukatungu ræða málin.

20.09.2012 22:46

Oddastaðasmalamennska



Það var fallegt í morgun glaða sólskin og hægur vindur, Góður dagur til að smala.



Hér eru nokkrir vaskir smalar sem fóru fótgangandi upp Bæjarganginn og uppá Múla.
Þarna eru þau eldhress og ekki létu þau illa af sér í kvöld þrátt fyrir langan dag og nokkuð erfiðan.
Já dagurinn bauð þeim uppá klettaklifur, blíðu, rigningu og óþekkar kindur.



Þessir riðu upp Brúnabrekku og niður að Oddastöðum, hafa allir gert það áður og jafnvel oft.



Og svona var veðrið um miðjan daginn svona áður en fór að rigna á okkur.
Mun fleiri smalar tóku þátt í smalamennskunni en ekki náðust myndir af þeim öllum.
Við fengum á annað hundrað kindur úr þessari smalamennsku sem telst nokkuð gott þar sem búið var að smala hluta af Oddastaðalandi áður..

Nú er bara að búast við góðu veðri á morgun og trúa því að veðurfræðingar geti stundum logið.


19.09.2012 22:26

Fyrsti í smalamennsku



Nú er fjörið byrjað og enn er veðrið fallegt og gott hér í Hlíðinni.

Við fórum og smöluðum inní hlíð og útá hlið eins og við köllum það í dag.
Smalamennskan gekk vel og það er gaman að segja frá því að með okkur voru tveir góðir smalar sem voru að smala í fyrsta sinn á ævinni. Annar smalinn var frá Þýskalandi en hinn frá Ameríku, bara gaman að því og vonandi verður jafn gaman næstu daga.
Í kvöld voru það svo norðurljósin sem heilluðu, já og heilluðu með stórum staf.  Við sem sjáum norðurjósin oft erum greinilega ekki að gera okkur grein fyrir því hvað þetta er merkilegt fyrirbæri.
Þegar þetta er skrifað standa þessir erlendu gestir og stara til himins og dást að ljósunum.
Það er ríkidæmi að ,,eiga,, norðurljós.




Þessi mynd var tekin rétt fyrir sólarlagið en þarna er Mummi að smala Steinholtið.

Á morgun er það svo smalamennska uppá Múla og Oddastöðum.

Vonandi viðrar til myndatöku á morgun :)

18.09.2012 22:00

Mýrdalsrétt





Nei nei þetta er ekki Dressmann auglýsing en þeir kæmu nú samt sterkir inn ef  við færum að gefa út almanak eins og sumir starfsbræður okkar.

Mýrdalsrétt var í dag og þá var þessi mynd tekin af þeim bændum Sigurði í Krossholti, Þorkeli frá Miðgörðum, Albert á Heggstöðum og Jónasi á Jörfa.
Já það var gott veðrið í réttinni í dag, eins og reyndar í fyrra líka. Til að rifja það upp þá er hægt að skoða myndir þaðan undir flipanum myndaalbúm hér á síðunni.



Það voru líka skvísur við réttarvegginn, Kristjana á Skiphyl, Helga í Haukatungu og Dúddý.



Þessi bóndi var að skoða fjárhópinn sinn í góða veðrinu, Brynjúlfur á Brúarlandi.



Þessir tóku eftur á móti í nefið og síðan hefur væntanlega komið hressileg hreppstjórasnýta.
Gísli ævinlega hreppstjóri okkar Kolhreppinga og Steinar i Tröð.

Það var gaman að koma í Mýrdalsrétt í dag hitta sveitungana og njóta blíðunnar.

17.09.2012 23:19

Hún er nú bara 95 ára



Það er ekki leiðinlegt að hafa þetta útsýni út um eldhúsgluggann á svona góðviðris dögum.

En hvort við fáum svona veður til að smala í vikunni það er stóra spurningin ??
Til að vera við öllu búin hefur regngallinn verið dreginn fram í von um að það virki letjandi á úrkomuna.
Annars er sjálfsagður staðalbúnaður fyrir réttirnar föðurland, Lóu-ullarsokkar, regngalli og helst Nokia stígvél. Verst að þau eru illfáanleg, eru víst orðin tískuvara í úttttlandinu.
Já það þarf enga tískulöggu í sveitina þar eru bara allir flottir.




Hún var ekki af verri endanum gjöfin sem ég fékk í gær þó hún væri nokkrum áratugum eldri en ég. Enda veit ég fátt skemmtilegra en að fá svona gripi sem helst eru með sögu líka.
Þarna er á ferðinni markaskrá fyrir Snæfellsness og Hnappadalssýslu samin 1917.
Sömu mörkin voru í notkun hér í Hlíðinni þá og eru nú. Helstu breytingar eru sennilega þær að þá mörkuðu bændurnir með hnífum en nú markar húsfreyjan með töng.
Ekki veit ég hvenær farið var að númer lömbin en man að þegar ég var lítil var keyp hönk af állengju sem klippt var niður og tölustafirnir þrikktir á. Þau númer voru svo tekin úr þegar lömbin fóru í slátur eða þegar búið var að nefna lífgimbrarnar á haustin. Fullorðinsnúmer þekktust ekki þá en allar kindur nefndar eins og reyndar er gert hér enn þann dag í dag.
Ekki man ég heldur hvenær byrjað var að setja númer í fullorðna féð en það hefur sennilega verið í kringum 1990.
Hér á bæ eru líka til fjárbækur síðan fyrir fjárskipti og þær eru vel geymdar skal ég segja ykkur.
En aftur að markaskránni góðu sem ég hef verið að skoða, hún hefur að geyma 1226 fjármörk og 44 hrossamörk.
Já þessi markaskrá er góð viðbót við safnið hans Einars heitins frænda míns.
Takk kærlega fyrir þessa góðu gjöf.

Hér nokkrum bloggum neðar getið þið séð skipulagið varðandi réttir og leitirnar í vikunni.


15.09.2012 22:12

Óformlegt fjárstúss



Þessi mynd gæti heitið ,,Sjö á lofti, ein á jörð,, en þarna svífa Vörður Arðs og Tignarson og Snekkja Skútu og Glottadóttir niður brekkuna áleiðis heim að hesthúsi.

Kindastússið er svo sem ekki formlega byrjað hér í Hlíðinni en þrátt fyrir það höfum við verið í fjárfluttningum í allan dag. Það var smalað í Hraunholtum í dag og smá forskot var tekið fyrir innan fjall.  Afraksturinn......í meira lagi m.v undanfarin ár sem hugsanlega þýðir sögulegar tölur í okkar samlamennsku um næstu helgi.  En hver veit ??

Ég smellti gleraugunum á nefið og tók smá yfirlit þegar fé kom í hús svona eins og alvöru fjárbændur eiga að gera. Niðurstaðan eftir þessa skoðun var sú að ef ég væri jákvæð þá væru hér vænir dilkar og vel útlítandi. En ef að ég væri neikvæð þá væru hér ormar sem mundu bara gera ursla í meðalvigtinni.
Ég ákvað að gæta hófs í svartsýni og skynsemi í bjartsýni..........svo ég er bara góð og vona það besta en býst við því versta.

Undirbúningur fyrir réttirnar er margvíslegur að vanda hér í Hlíðinni. Sumt er raunhæft að klára fyrir réttir annað er draumsýn ein sem alltaf er samt rifjuð upp af og til.
Fjárhústiltekt, girðingar, réttarviðgerðir og ofaní burður er ,,lögbundið,, hér á staðnum.
Bakstur og matarstúss er tilheyrandi enda er matseðillinn oftast sá sami. Slátur hér, gúllas þar, heimatilbúinar kjötbollur og að sjálfsögðu kjötsúpa með slátri. Nýja kartöflur, rófur og hvítkál. Ekki má nú gleyma heimagerðri rúllupylsu og kæfu. Baksturinn er líka svolítið hefðbundinn, mikið og margar tegundir.
Já það er ýmislegt leyfilegt þessa viku sem smalafjörið stendur sem hæðst.