Færslur: 2019 Mars

25.03.2019 21:06

Góðir dagar.

 
 

Þegar verðið bíður uppá fullmikinn fjölbreytileika er rétt að sækja sér smá sumarfíling .

Bráðum kemur vor með blóm í haga og öllu því bráð skemmtilega sem því fylgir.

Þessi mynd er tekin af snillingunum Christiane Slawik sem kom til okkar í sumar.

Hryssan Létt frá Hallkelsstaðahlíð með folaldið Depil sem er undan Dúr frá Hallkelsstaðahlíð.

 

Annars er það helst í fréttum hér á bæ að flest gengur sinn vana gang sem er gott.

Tamið, þjálfað og kennt er það sem fram fer í reiðhöllinni og já tekið á móti góðum gestum.

 

 

 

Þessi skemmtilegi hópur kom frá Danmörku og hafði gaman hér í Hlíðinni.

Já meira að segja var skroppið á hestbak............ eftir 25 ára hlé.

 

 

 

Þessi vinur okkar hafði ekki farið á hestbak í 25 ár þrátt fyrir að vera að þjónusta hestamenn alla daga.

En þarna var rétti tíminn, rétti hesturinn og rétti maðurinn.

Þeim samdi aldeilis vel þessum köppum og voru býsna flottir saman.

Hann Sparisjóður er gestrisinn og tekur vel á móti góðum gestum.

Takk fyrir komuna það var gaman að fá ykkur í heimsókn.

 

Dómstörf á hestamótum, endurmenntun og ýmislegt fleira hefur verið á döfinni hjá frúnni.

Alltaf svo gaman að skoða góða hesta og sjá hvað er í gangi hjá hestamönnum.

Framundan er heldur betur dagskrá í hestamennskunni og frekar erfitt að velja úr hvað gera skal.

 

 

03.03.2019 21:54

Gaman saman.

 

 

Þetta var góður dagur hér í Hlíðinni en við höldum í hefðirnar og höldum afmælisdag mömmu hátíðlegan.

Hann er reyndar þann 25 febrúar en þá hefði hún orðið 76 ára hefði hún lifað.

Við náðum nærri því öllum hópnum saman í dag en það vantaði bara einn af afkomendum þeirra mömmu og Sverris.

Myndin heppnaðis bara nokkuð vel en ljósmyndarinn er 89 ára og hafði held ég aldrei tekið mynd fyrr.

 

Mikið held ég að þau mamma og Sverrir hefðu verið glöð að vita af þremur ,,bumbulínum,, í hópnum.

En þessar glæsilegu dömur eiga allar von á barni á næstu mánuðum.

Æi ég gleymdi að mynda pabbana ................ sú mynd kemur síðar.

 

 

 

 

Við svona tækifæri er um að gera smella myndum.

Þarna erum við Svandísarbörn saman komin.

 

 

 

Og þetta eru Svandísar og Sverrisbörn.

 

 

 

Það fór fram páskaeggjaleit í reiðhöllinni og var mikið á sig lagt við að finna góssið.

 

 

 

Og hamingjan maður þegar eitthvað fannst.

 

 

 

Eins og það hefði fundist gull egg.

 

 

Þessi var fyrstur að finna egg.

 

Á þessari mynd er stór hluti ,,leitarflokksins,,

 

 

 

En það brutust út fagnaðalæti þegar leynigestur dagsins birtist.................

 

 

Það var auðvitað meistari Fannar sem var til þjónustu reiðubúinn eins og alltaf.

 

 

 

Sá sem vann páskaeggjaleitina var fyrstur á bak og síðan koll af kolli.

 

 

 

Samningaviðræður voru hafnar um hvort stíga ætti af baki eður ei..............

 

 

 

Sá stutti hafði betur og bauð bara frænku sinni fara fyrir aftan.

 

 

 

Þessi slakar bara á og Fannari finnst það ekki slæmt.

 

 

 

Allir hafa hjálm og gera allt samkvæmt áætlun rétt eins og júró hatararnir.

 

 

 

Þessi tvö voru svo ánægð með að hittast aftur að það má vart á milli sjá hvort brosir meira.

 

 

 

Það er líka stuð á áhorfendabekknum..................

 

 

 

Eins gott að lesa málsháttinn úr páskaegginu.

 

 

 

Þessar voru mættar í fjörið.

 

 

 

Upprennandi aðstoðarmaður í sauðburði.............sko ekkert hræddur.

 

 

 

Hestakvíslarinn að störfum.

 

 

 

Hrúturinn Vökustaur tekur alltaf vel á móti gestum en vill fá greitt í gotteríi.

 

 

 

Búfjáreftirlitið.

 

 

Vökustaur finnst rautt naglalakk flott.

 

 

Stuð í gömlu fjárhúsunum.

 

 

 

Maður verður stundum þreyttur á vaktinni í fjárhúsunum.

 

 

 

En þá er bara að brosa og njóta dagsins.

 

 

 

Mæðgur í slökun.

 

 

 

 

Spekingar spjalla.

 

 

Stelpurnar í partýinu..................

 

 

 

Unglingurinn í hópnum og upprennandi gelgjur.

 

 

 

Borðað í sterio...................

 

 

 

Hann Ófeigur er gestrisinn og tekur því bara vel að vera kallaður Óþefur.

Nafnið hans skolaðist eitthvað til við fyrstu kynni og því hefur ungdómurinn bara haldið sig við það nafn.

 

 

 

Sumir brosa breiðara en aðrir.

 

 

 

Frábær dagur að baki, sannarlega afmælisdagur í anda mömmu minnar og Sverris.

Það var mikið tekið af myndum og þetta bara smá sýnishorn.

Takk fyrir daginn þetta var yndislegt.

 


 

 

 

 

 

 

 

  • 1