29.01.2017 23:17

Myndasyrpa - Þorrablót 2016................

 

Já það er að koma þorrablót og þá kom í ljós að kella hafði alveg gleymt að smella inn myndum frá síðasta þorrablóti.

Úr því verður hér með bætt.

Hér á fyrstu mynd má sjá frú Áslaugu í Mýrdal stjórna línudansi af miklum myndarskap.

Ein spurning vaknar þó við þessa myndbirtingu..........................hvar er Gísli hreppstjóri ???

Gísli hefur í áraraðir stjórnað línudansi á þorrablóti en á myndinni er hann hvergi sjáanlegur.

Sennilega hefur frúin framið valdarán og tekið öll völd af Gísla hreppsjóra.

Spurning ársins er því .....................hver stjórnar línudansi á þorrablóti 2017 ???????????????

 

 

Þessi elska fór á sitt fyrsta þorrablót og brosti bara hringinn enda var gaman.

 

 

Lalli fyrrverandi vinnumaður brosti breitt með dömuna sína.

 

 

Þarna eru þau M og M.

Maron og Majbrit skemmtu sér afar vel á þorrablótinu.

 

 

Þóra og Björg voru hressar að vanda, hafa sennilega ekki verið byrjaðar að dansa.

Allavega eru þær enn í lopapeysunum.

 

 

Fulltrúar dalamanna voru þessi heiðurshjón frá Magnússkógum.

 

 

Þessi var hinsvegar fulltrúi hressra Borgfirðinga.

 

 

Frá Stóra Hrauni kom föngulegur hópur.

 

 

Þarna eru fulltrúar úr Eyja og Miklaholtshreppi.

 

 

Glatt á hjalla.

 

 

Þessir að ræða heimsmálin, Ásberg og Guðmundur Helgason.

 

 

Það er líka skálað á þorrablótum, Ystu Garða frúin tekur á því.

 

 

Og það var spjallað.

 

 

Og hlegið............

 

 

Þessi dama er verkstjóri skemmtanastjórans eins og þið sjáið er hún ábyrðarfull.

 

 

Þarna er hópur af Hvanneyrarskvísum , núverandi og fyrrverandi.

 

 

Þessi mættu á sitt fyrsta þorrablót í Lindartungu og voru þá nýbúar.

Núna eru þau glerharðir Kolhreppingar og mæta örugglega á næsta blót.

 

 

Lárus í Haukatungu sá um að allt færi vel fram, alltaf svo hress strákurinn.

 

 

Og þá er það kaffisopinn.

 

 

Þverárfeðgar spá í spilin.

 

Vonandi verð ég fyrr á ferðinni með myndir frá þorrablóti 2017 en það er einmitt næsta föstudag.

Hver veit hvað ég hef af.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

13.01.2017 22:13

Draugfullur í Hnappadalnum..........

 

Um það leiti sem ný ríkisstjórn tók til starfa þvældist hann um Hnappadalinn draugfullur.

Það geislaði af honum og ekki annað að sjá en að hann væri bara býsna sáttur eða hvað ???

Var hann kannski að drekkja sorgum sínum á viðeigandi hátt og valdi því Hnappadalinn sérstaklega.

Hann hefur nú svolitlar tengingar þangað blessaður.

 

 

Ég ætla að hlífa ykkur við pólutísku þrasi en ,,millilínulesarar,, skilja vonandi sitt.

Já máninn fullur fer um .............það er svo sem ekkert nýtt.

Og fallegur var hann blessaður þegar hann kom upp framundan Selkastinu.

 

 

Þessi fína Þerna dóttir Skýrs frá Skálakoti og Snekkju var ekki að hugsa um stjórnmál.

Hennar aðal áhugamál var traktorinn sem var að koma með rúllu handa henni og vinum hennar.

Folöldin ganga ennþá undir hryssunum en við förum líklega að taka þau inn fljóttlega.

Folaldshryssurnar og veturgömlu tryppin eru saman í hóp og er þeim gefið sér.

Við rekum stóðið reglulega heim í gerði og förum yfir holdafar þeirra og skoðum hvort að allt sé ekki eins og best verður á kosið.

Svo auðvita lítum við vandlega eftir þeim annan hvern dag en þá er þeim öllum gefið.

Veturinn hefur verið svolítið umhleypingasamur svo að myndast hafa kjör aðstæður fyrir hnjúska.

Við höfum hinsvegar verið heppin með okkar hross og aðeins örlað á smávegis í tveimur tryppum.

 

 

Nú styttist sá tími sem að hrútarnir fá að leika lausum hala í kindunum.

Við tókum alla hrúta úr gemlingunum þann 8 janúar og fækkuðum hrútum í öðrum króm.

Það hafa nokkrar kindur gengið upp en þó enginn fjöldi, svo það lítur út fyrir að hrússarnir hafi staði sig.

Við sæddum rétt um 90 kindur og notuðum góðan hóp hrúta.

Fyrir þá sem til þekkja voru það : Toppur, Baugur, Voði, Borkó, Kjarni, Hnallur, Burkni, Dreki, Bekri, Brúsi Vinur, Ebiti, Kústur og Alur.

Og nú er bara að vona að eitthvað komi spennandi út úr þessu öllu saman. Nú kemur sér vel á eiga hrútaskrána.

 

 

Þarna sjáið þið hinsvegar einn af upprennandi kynbótahrútum búsins hann Litla-Vökustaur.

Hann er undan einni af okkar bestu kindum og sparihrút sem var frá hjónunum á Dunki í Hörðudal.

Litli-Vökustaur einbeitir sér nú að því að stækka og verða eðalgripur í eðlilegri stærð.

Um daginn fékk hann þessa fínu heimsókn þegar Svandís Sif frænka mín mætti í sveitina.

Það fór vel á með þeim og eins og þið sjáið þá brosa þau bæði til ljósmyndarans.

 

 

Ekki var samkomulagið hjá Svandísi Sif og Kafteini síðra en minnstu munaði að hún væri komin á bak.

Hefði þá verið sú fyrsta en Kafteinn er ógeltur foli á öðrum vetri undan Skútu og Ölni frá Akranesi.

Þarna brosa þau bæði og voru virkilega ánægð með hvort annað.

 

 

Svandís Sif þjálfað líka snillinginn Fannar fyrir Mumma frænda.

Eins og sjá má tók hún bara Dorit á þetta og veifaði til viðstaddra.

Elíza Reid hvað ???

 

 

Þau voru flott saman Svandís Sif og Fannar.

Hún var komin með allt á hreint..............áfram .....................stopp og allt.

Ætlar að koma í sveitina og stoppa lengi ..............sko alein..........mamma og pabbi bara í Reykjavík.

Mikið held ég að mamma Svandís sé ánægð með litlu sveitakonuna þegar hún fylgist með úr draumalandinu.

 

 

Já það er gaman í hestunum krakkar.

Svona er lífið dásamlegt.

 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

06.01.2017 13:38

Með kaffibollanum í byrjun árs.

 

Gleðilegt ár kæru vinir með kæru þakklæti fyrir liðin ár.

Megi gæfa, gleði og góð heilsa fylgja ykkur á nýju ári 2017.

Árið 2016 var bæði sætt og súrt ef svo má að orði komast.

Góðar stundir með gæfu og gleðisporum en líka sár missir með söknuði og ósigrum.

Það er því með tilhlökkun, framsýni og gleði sem við tökum á móti nýju ári.

Við nýtum reynsluna frá árinu 2016 til að búa til góðar minningar.

 Og kæru vinir, fyllast þakklæti fyrir það sem það þó gaf okkur.

 

Áramótaheiti og ég eigum ekki samleið, því liggja okkar leiðir ekki saman.

Það breytir því þó ekki að um áramót er góður tími til að hugsa sinn gang.

Mínar áramótahugleiðingar voru tengdar því að hugsa vel um mig og mína, menn og málleysingja.

Passa uppá barnið í sjálfri mér og passa uppá að muna að leika mér og hafa gaman.

Og síðast en ekki síst svona eftir létta yfirferð um netmiðlana passa orðfæri og athafnir í garð annara.

Það er hreint ekkert grín hvernig sumir telja sig hafa leyfi til að öskra, dæma og skaða annað fólk í orði.

Ég get ekki sleppt því að nefna umræður um íslenskan landbúnað og bændur. Ótrúlegustu ,,sérfræðingar,, hafa stigið fram og farið mikinn í umræðum um landbúnað. Sem væri í sjálfum sér bara gott en þegar vanþekking og hatur fara saman þá er ekki von á góðu.

Því miður eru ,,svartir,, sauðir á meðal bænda eins og í vel flestum starfsgreinum en ég fullyrði að við erum ekki öll alslæm.

Við bændur og okkar starfsumhverfi erum ekki hafin yfir gagnrýni og eigum að þola málefnalega umræðu.

Og svo það sé á hreinu þá á velferð og aðbúnaður dýra að vera með þeim hætti að sómi sé að fyrir alla hlutaðeigandi.

Ég verð þó að játa að um tíma fannst mér best að lesa blöðin án gleraugna, stilla útvarpið lágt og gleyma að kveikja á sjónvarpinu.

En það dugði ekki til því eftir ótrúlega stutt stopp á fésbókinni fældist maður út og reyndi að rifja upp hvað fékk mann til að vera bóndi.

Sem betur fer eru þó enn til öflugir málsvarar sem leggja okkur lið og með yfirvegun færa umræðuna á annað plan.

Fjallaloftið er heilnæmt og eftir góðan reiðtúr rétti ég úr mér brosti framan í heiminn og fylltist stollti af því að vera íslenskur bóndi.

Það sem meira er eftir nákvæman lestur á þeim lista sem geymir handhafa listamannalauna hefð ég ákveðið að samgleðjast þeim öllum.

Þeir hafa jú allir fengið sínar niðurgreiðslur á listinni til að við, meira að segja bændur getum notið hennar á viðráðanlegu verði.

Þá er jafnt á komið þegar niðurgreiðslur á lambakjöti eru komnar í vasa okkar bænda til að listamenn og annað gott fólk fái sínar vörur á viðráðanlegu verði.  Sanngjarnt ? Sambærilegt ?

Hér verður ekki farið útí það hvað t.d lambakjöt og leikhúsmiði þyrftu að kosta til að allir yrðu sáttir og fengju sitt.

Sko án aðkomu ríkisins.

Þetta er eingöngu tekið sem dæmi í mínum hugleiðingum og þar sem ég veit að bæði bændur og listamenn eru vænsta fólk.

 

Hér í HLíðinni gekk flest sinn vana gang á árinu en þó er ég ekki fjærri því að árið sé eitthvað farið að styttast.

Það er eitthvað svo stutt á milli stórra viðburða, áramót, þorrablót, hestamót, mannamót.............

Já tíminn flýgur en það segir manni að lífið sé bara svo skemmtilegt.

Sauðburður, leitir og réttir skipa stóran sess í verkefnum sauðfjárbóndans. Þessir viðburðir heppnuðust afar vel þetta árið.

Þökk sé m.a okkar góða fólki sem kemur hjálpar og skemmtir okkur af lífi og sál.

Ég tileinkaði mér nýja tækni á árinu og er nú orðinn snappari, já ég veit þetta bara gaman.

Ef að þið viljið fylgjast með þá er bara að senda mér beiðni á sigrunhlid

 

Við urðum fyrir því á árinu að missa báða smalahundana okkar í blóma lífsins.

Freyja frá Eysteinseyri sú eldri fékk legbólgu sem á endanum dróg hana til dauða.

Freyja var orðin öflugur smalahundur og aðal smalahundur Skúla.

Mara mín frá Eysteinseyri var yngri systirin og sérstaklega lofandi og skemmtilegur smalahundur.

Ég var svo heppin að fá tamningu á Möru hjá Svani í Dalsmynni þegar ég varð einu árinu eldri.

Það var afar árangursrík ferð og ég alsæl með framtíðar smalahund en það fer ekki allt eins og best verður á kosið.

Mara lenti í slysi og þar með var draumurinn búinn.

 

Það hefur verið líflegt í hestastússinu þetta árið, mikið tamið og þjálfað. Einnig hafa nokkur hross skipt um eigendur bæði þau sem voru í okkar eigu og svo erum við alltaf með nokkur söluhross fyrir aðra. Það er gaman að fylgjast með og fá fréttir af hrossunum bæði þeim sem flutt hafa til annara landa nú eða bara flutt sig á milli bæja.

Hjá okkur fæddust fimm folöld og væntanlegur er svipaður fjöldi á næsta vori ef að allt fer eins og til er ætlast.

Við fórum í frábæra hestaferð með vinum og starfsfólki í ágúst.

Að öðru ólöstuðu var það sennilega toppurinn á sumrinu.

Auk þess sem við tókum á móti gestum og ferðamönnum sem komu gagngert til að skoða og njóta hestanna.

Það hefur verið mikið að gera hjá Mummi í reiðkennslunni og hefur hann farið 10-15 sinnum erlendis á árinu.

Tengingar sem myndast í þessum ferðum eru afar mikilvægar fyrir okkur hér í Hlíðinni.

Ég dæmdi á þó nokkuð mörgum hestamótum á árinu, bæði gæðinga, íþrótta og firmakeppnir. Smellti mér meira að segja út fyrir landsteinana til þess að dæma hross sem var mjög gaman þar sem ég átti þess kost að heimsækja vini og kunningja í leiðinni.

Mér finnst þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég geri. Að sjálfsögðu reyni ég að fara á alla þá endurmenntun sem í boði er og mikið verður nú gaman þegar ég hef það af að fara til Andalúsíu.

Með öðrum orðum að skoða hesta spá og spekulegra er hreint frábær skemmtun.

Við hér í Hlíðinni höfum undanfarin ár fengið úrvalsnemendur í verknám bæði frá skólum hér heima og ekki síður frá landbúnaðarskólum erlendis. Þessir krakkar hafa staðið sig með mikilli prýði og mikið sem þau bæta nú mannauðinn okkar.

Einnig hafa verið hér ungmenni til aðstoðar sem við höfum verið ótrúlega heppin með.

Já krakkarnir ,,okkar,, eru yndisleg.

 

En það var ekki bara gleði sem árið 2016 hafði uppá að bjóða, frændfólk og vinir kvöddu sumir alltof fljótt.

Þann 27 ágúst lést mamma eftir erfiða baráttu við krabbamein. Hún barðist fram á síðasta dag með dugnað og bjartsýni að vopni.

Það er sárt að missa einhvern sem stendur manni nærri og hefur alltaf verið til staðar. Mamma var miklu meira en bara móðir hún var mín besta vinkona. Ég hugsa til hennar á hverjum einasta degi auðvita með söknuði en fyrst og fremst með óendanlegu þakklæti.

Þakklæti fyrir allt sem var og ekki síður þakklæti fyrir allt sem verður, því þar á hún stóran hlut að máli.

 

Um áramót er dregin ósýnileg lína í tímann. Gamla árið hverfur á braut og það nýja kemur og verður okkur samferða.

Við hér í HLíðinni áttum góð áramót með blandi af gömlum hefðum og nýjum siðum.

Borða góðan mat, vera og njóta.

Mannskapurinn bæði úr því ,,efra,, og því ,,neðra,, saman kominn við eldhúsborðið.

Spilamennska er gömul hefð sem er í hávegum höfð hér í Hlíðinni á nýjársnótt nú sem fyrr.

Þetta árið var það kani sem varð fyrir valinu en hér áður fyrr var fjölbreytnin meiri.

Þá spiluðum við fleiri spil t.d hjónasæng og piparmey.

Mér verður alltaf hugsað til frænda minna Ragnars og Halls Magnússonar þegar spilamennska er annars vegar.

Ragnar spilaði af lífi og sál með miklum mettnaði en Hallur með miklum hávaða. Það var því gaman að spila piparmey við Hall því þá þurfti hann að þegja. Það var honum afar erfitt.

Ein er þó hefðin sem strikuð hefur verið út en það er skothríð flugelda.

Eftir að hafa eytt nýársnótt (um) í að leita að sturluðum hrossum eftir flugeldaskothríð var því sjálhætt.

Taugastríðið sem fylgdi því að kanna hvort sparihrossin hefðu hlaupið í pípuhliðið eða til fjalla var meira en þolmörkin leyfðu.

Það yrði mér því mikið gleðiefni ef að flugeldar yrðu bannaðir allavega í þeim stærðum sem framkalla hamfarahljóð sem margfaldast í klettunum hér fyrir ofan. Björgunarsveitirnar gætu verið með sýningar á afmörkuðum svæðum þar sem mönnum og málleysingjum stæði ekki ógn af. Auðvita veit ég að flugeldasalan er ein af aðal tekjuöflunum sveitanna en það er alveg hægt að styðja þær og styrkja þó það sé ekki launað með flugeldum. Það höfum við gert hér í nokkuð mörg ár.

Þess má geta að allt fór vel fram þessi áramótin.

 Að lokum koma hér hugheilar óskir um gleðilegt nýtt ár með þakklæti fyrir það liðna.

Vonandi eigum við eftir að eiga farsæla samleið á nýju ári.

Bestu kveðjur.

Bændur og búalið í Hlíðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28.12.2016 22:41

Undir jóla hjóla tré er pakki.....

 

Við hér í HLíðinni höfðum það ljómandi gott um jólin og lifðum í hefðbundnum vellystingum.

Hefðir ráða að mestu ríkjum með hæfilegu skammti af nýjungum og stundum leti.

Nauðsynlegt er að halda uppáhalds jólaskrautinu á sínum stað og þannig tryggja að jólin fari ekki framhjá.

Einnig er mikilvægt að pakkaflóðið sé alltaf undir jólatrénu. Eins og meðfylgjandi mynd sýnir var engin breyting þar á þessi jólin.

Jólatréð var að vísu í minna lagi þetta árið en stóð þó fullkomlega fyrir sínu.

Já enga fordóma, þið sjáið þetta fallega tré sem ekki einu sinni fellir barr í tíma og ótíma.

 

 

Að sjálfsögðu er jólasveinafjör í öllum hornum eins og vera ber á jólunum.

 

 

 

En það voru ekki bara jólagjafir sem bárust í desember, ó nei aldeilis ekki.

Þessa mynd fékk Mummi í afmælisgjöf en hana málaði snillingurinn hún Josefína Morell á Giljum.

Ljósmyndarinn sem tók myndina af myndinni er hinsvegar slæmur og allt sem ekki kemur vel út hér skrifast á hann.

Myndin er af Mumma með uppáhaldið Skútu, folaldið er Kafteinn Ölnirsson og í bakgrunninn er hann á Snekkju sem er undan Skútu og Glotta.

Útsýnið er svo það sem við sjáum út um eldhúsgluggann á góðum degi.

 

 

Já myndin er ekki skökk, það er ljósmyndarinn.

Enda sjáið þið svipinn á afmæliskappanum hefur greinilega enga trú á ljósmyndahæfileikunum.

 

Annars eru að koma áramót og því alveg tímabært að ég fari að smella í eins og einn áramótapistil hér á síðunni.

Efnið í hann er að gerjast í höfðinu á mér.

Hann er reyndar að verða svolítið umfangsmikill en hann kemur þá bara í skömmtum.

 

 
 

 

25.12.2016 21:09

Gleðileg jól.

 

Hér í Hlíðinni eru allir í jólaskapi og því læt ég fylgja með nokkrar myndir.

 

 

Kátur og Snotra voru frekar hissa á því að húsfreyjan hefði tíma fyrir fíflagang.

Og af svip þeirra má ráða að hún ætti frekar að vera heima að baka.

 

 

En það er gaman að leika sér hvort sem það er húsfreyja, hundur eða hestur.

 

 

Snotra hefur alltaf breiðast brosið og tóksi vel út með húfuna.

 

 

Þessi var ekki alveg eins upplitsdjarfur en það eru líka ekki alltaf jólin.

 
 
 
 
 

14.12.2016 14:50

Rennblautur október..........

 

Áður en ég segir ykkur hvað sé að frétta af smákökubakstri, sauðfjársæðingum og gluggatjaldaþvotti koma hér vatnamyndir frá því í október.

Þó svo að blíðan hafi verið yndisleg þá var vatnsmagnið alveg nóg.

Hér fyrir ofan sjáið þið fossinn í bæjarlæknum sem venjulega lætur lítið fyrir sér fara.

 

 

Bæjarlækurinn lék jökulá um tíma og var bara ansi kátur.

 

 

Lækurinn er venjulega fær á gúmískóm en þarna ............sennilega ekki.

 

 

Það streymdu lækir niður Hlíðarmúlann og það er nú ekki á hverjum degi.

 

 

Jafnvel sprænurnar í Skurðabotnunum svokölluðu vour brattir þennan dag.

 

 

Inní hlíð var sama sagan lækir út um allt.

 

 

Djúpadalsáin átti góðar rispur og fengu Eyrarnar að kenna á því.

 

 

Við Hafurstaði þar sem Fossá og Djúpadalsáin mætast var blautt.

 

 

Og já Fossáin var í meira lagi.

 

 

Fossarnir í Múlanum snéru öfugt, svona stundum.

 

 

Svona var vegurinn suður að Hafurstöðum.

 

 

Aðeins komið betra veður.

 

 

Já þeir skildu eftir sig ljótar skriður sumir lækirnir, þessi endaði á girðingunni.

 

 

Steinninn Snorri var að mestu umkringdur vatni.

Þarna eru líka Hnjúkarnir og Gullborgin í baksýn.

 

 

Októberkvöld.

 

 

.................með fulgum og kindum.

 

 

Já og sólin maður hún leit við örfáa daga.

 

 

Vegurinn fór líka á kaf............

 

 

Þar sem vegurinn endar................ekki venjulega.

 

 

Kyrrð og ró.

 

 

Fossakrókurinn.

 

 

Október frí.

 

 

Brúnirnar með meiru.

 

 

Múlinn er þarna ennþá og ekki neinir lækir sjánlegir.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

04.12.2016 22:01

Aðventan.............elskurnar.

 

Það eru að koma jól eða það grunar mig.......... sérstaklega eftir eins og eina Reykjavíkurferð.

Jólaljósin eru dásamleg og ég verð svolítið eins og Kertasníkir gleymi mér við að njóta þeirra.

En það er ekki allt sem ég kann að meta í borginni því þolinmæði mín er ekki svo mikil þegar kemur að því að komast á milli staða.

Ekki það að ég þurfi að hægja niður og sneiða hjá hyldjúpum holum eins og í Hnappadalnum ó nei.

Það er meira svona þrengslin og ,,svínaríið,, sem truflar fjallakellingar eins og mig.

Óumbeðin umferðateppa framkallar einbeittan brotavilja hvað góða hegðun varðar og ég þarf að taka á honum stóra mínum til að haga mér.

Illa uppaldir bílstjórar verða gjarnan drauma fyrirmyndirnar og orðbragðið sem flögrar um í höfðinu minnir á atvinnu orðhák af verstu gerð.

Sem betur fer gengur oftast vel að komast á beinu brautina og það rennur yfir mig ský skynsemi og virðuleika.

Enda eins gott annað gæti nú aldeilis farið illa.

Ég var mun þreyttari eftir einn dag í höfuðborginni en nokkrar daga á fjöllum.

Þetta er alls ekki illa meint á nokkurn hátt enda margar skýringar á því.

Til dæmis svo eitthvað sé nefnt.

Verkefnalistinn er rosalega langur þegar ég loksins dríf mig í bæinn, hann mundi sennilega vera hæfilegur fyrir svona eins og þrjá daga. 

Svo er ég alltaf miklu betur skóuð þegar ég fer til fjalla en til Reykjavíkur.

Þegar ég fer til fjalla borða ég vel áður en farið er af stað og nesti haft með í för. 

Reykjavíkurferðirnar eru svo ,,vel,, skipulagðar að undirbúingurinn fer að mestu fram klukkutíma fyrir brottför og þá er enginn tími til nærast. Maður getur nú ekki allt á einum klukkutíma, sturta, flota, sparsla og maður minn, muna allt sem ætti að vera á minnismiðanum.

Út um dyrnar er rokið og brunað af stað því allt á að gerast og allt á að muna.

Svo þegar vel er liðið á daginn eru augun orðin brún af kaffidrykku, blóðþrýstingurinn ómælanlegur og frúin fjúkandi.....

Það er þá sem það rifjast upp að morgunmatur og nesti er eitt af því sem gerir fjöllin mikið betri en höfuðborgina.

 Ég er mjög stolt af höfuðborginni okkar en það er bara miklu betra að það séu aðrir þar en ég.

Góðar stundir.......... en þess ber að geta að ég á eftir að fara sennilega einar þrjár ferðir til Reykjavíkur fyrir jól.

 

24.11.2016 22:58

Fallegur nóvember.

 

Þarna eru hrossin að njóta fyrstu gjafarinnar þennan veturinn.

Þó nokkur hópur hefur haldið sig fyrir sunnan á eins og við segjum.

En það þýðir að þau eru fyrir sunnan Fossá og Djúpadalsá eða í kringum Hafurstaði.

Það eru að vísu ljómandi góðir hausthagar með góðum skjólum og öllu tilheyrandi.

En vandamálið er að við viljum ekki að þau lokist þarna þegar árnar fara að verða ill færar af klaka og snjó.

 

 

Við sóttum þau á þriðjudaginn í dásemdar blíðu.

 

 

Blíðu sem var góð til að trítla um fjöll, taka myndir og jafnvel tala í síma.

 

 

Svona blíða er bara góð í allt.

Þessi mynd er tekin af hlaðinu við gamla bæinn í átt að því,,neðra,,

Í dag var svo boðið uppá rok og rigningu þannig að allur snjór og klaki er farinn.

 

 

Nú fer bráðum í hönd sá tími þegar sauðfjármarkmiðin koma fram og eru sett af fullum þunga.

Upphafið er alltaf fundur sauðfjárbænda sem fagna útgáfu á hrútaskrá ársins.

Sem sagt jólabók sauðfjárbænda er komin út.

 Í henni er að finna ítarlegar upplýsingar um alla þá hrúta sem eru í boði á sæðingastöðvunum þetta árið.

Á meðfylgjandi mynd sjáið þið hversu mikið alvöru  mál þetta eru en vitið þið hvað ??

Þetta var bráð skemmtilegur fundur og fundarmenn ekki alltaf svona brúnaþungir.

Ég er rétt komin á fyrstu síðurnar enda er bara nóvember ennþá.

Annars er þetta að verða komið á fulla ferð meira að segja fullorðins númerin að komast í gemlingana.

 
 
 
 
 

17.11.2016 23:16

Nokkur af árgerðinni 2013.

 

Þetta er hún Svaðaborg frá Hallkelsstaðahlíð, hún er undan Ugga frá Bergi og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð.

Svaðaborg er komin inn í tamningu en hún er einmtt af árgerðinni 2013.

Svaðaborg heitir Svaðaborg eftir Svaðaborg sem er klettaborg hér í Hlíðarmúlanum.

Já við notum einföld og góð nöfn á hrossin okkar hér í Hlíðinni.............nú finnst ykkur það ekki ???

En Svaðaborg var hrakfallabálkur síðasta vetur og lenti í ýmsum hamförum eins og fram hefur komið hér á síðunni.

M.a þessu sem þið sjáið hér á myndinni fyrir neðan.

 

 

Já hún leit ekki vel út löppin í febrúar 2016 en með frábærri hjálp Hjalta Viðarssonar, dýralæknis er hryssan algjörlega óhölt í dag.

Hún er komin þónokkuð á veg í tamningunni og ekkert sem bendir til þess að þetta hái henni neitt.

Og það sem meira er það sést ekkert á löppinni. Nei nei við þekkjum hana alveg og þetta er ekkert annað brúnt hross.

 

 

Já hann Hjalti dýralækinir hefur heldur betur verið okkur hjálplegur í ýmsu basli.

Hann bjargaði t.d henni Skútu sem fárveiktist þegar þessi var í móðurkviði (sjá nánar um það hér á síðunni).

Þetta er hún Hjaltalín frá Hallkelsstaðahlíð hún er undan Álfarinn frá Syðri Gegnishólum og Skútu frá Hallkelsstaðahlíð.

Hjaltalín er árgerð 2013 og því komin inn í tamningu.

 

 

Símon frá Hallkelsstaðahlíð er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð.

Hann er líka mættur inn og byrjaður að nema fræðin.

Hafgola frá Hallkelsstaðahlíð er undan Blæ frá Torfunesi og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

Hún er komin inn en mynd verður að birtast síðar, einnig er komin inn Topplétt frá Hallkelsstaðahlíð sem er undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.

Nánar um fleiri tryppi síðar.

 

 

Kafteinn Ölnirs og Skútuson eyddi sumrinu í Dölunum en þar tók hann á móti góðum hóp af hryssum.

Nú er hann kominn heim í Hlíðina og hefur kvatt allar dömurnar sínar.

Fylprósentan var hreint frábær hjá 2ja vetra fola.

 
 
 
 
 
 

17.11.2016 22:17

Dásamlegur nóvember.

 

Hvað er betra en dásamlegur nóvember dagur í Hlíðinni ?

Þegar þessi mynd var tekin vorum við að smala inn síðustu kindunum í rúning.

Mikið skildi ég kindurnar sem voru hreint ekkert á því að fara inn í hús.

En það átti nú eftir að breytast.

Já við erum sem sagt búin að klippa allt féð en það kláraðist þann 11 nóvember.

Heimtur eru þokkalegar sem virðist bara vera orðið árvisst hér í sveit en það eru ansi mörgum sem vantar margt fé af fjalli.

Við höfum þó von um að eitthvað eigi eftir að draga til tíðinda þar sem okkur vanta nokkrar samstæður. Það er kindur með báðum lömbum og gelda gemlinga.

Nokkrar árangursríkar eftirleitir hafa verið farnar en þær síðust gáfu frekar lítið jafnvel ekki neitt.

Ég er nokkuð ánægð með líflambahópinn þetta árið en svo verður bara að koma í ljós hvernig hann stendur sig.

Líflömbin er m.a undan Salamoni frá Hömrum, Kornilíusi frá Stóru Tjörnum, Kalda frá Oddsstöðum, Höfðingja frá Leiðólfsstöðum, Berki frá Efri Fitjum, Svima frá Ytri Skógum, Baugi frá Efstu Grund, Roða frá Melum, Krapa frá Innri Múla og Þoku-Hreini frá Heydalsá.

Flest eru þó líflömbin undan heima hrúti sem heitir Salómon Salamonsson hann kom best út hérna heima.

Svo hef ég fest mér kynbótagrip í annari sýslu ....................nánar um það síðar.

Það er góð tilfinning þegar líflömbin hafa verið meðhöndluð á okkar hefðbundna hátt bráða, lungna og garnaveikibólusett auk ormalyfsgjafar.

Þessi árgangur verður sennilega mjög kröfu harður á heilbrigðisþjónust þar sem að þau fengu hjúkrunarfræðing til að bólusetja.......

Næst eru það svo fullorðinsmerkin og flokkun fyrir fengi tímann.

 

En það er meira um að vera í Hlíðinni en kindastúss, hesthúsið er orðið fullt og allt komið á fullaferð með mörgum skemmtilegum hestefnum.

Nánar um það í næsta bloggi.

Veðrið síðustu daga hefur verið ansi kalsalegt og ekki í samræmi við myndina sem tekin var um síðust helgi.

Við byrjuðum að gefa folaldshryssunum og veturgömlu tryppunum fyrstu rúlluna í gær.

Já það er kominn vetur.

 

 

11.10.2016 11:04

Þar kom að því ..........ég snappaði.

 

Þá er ég á góðri leið með að verða alvöru snappari.

Ég tók áskoruninni frá henni Auði Guðbjörns bónda í Búlandi um að vera með reyndur bóndi snappið í viku.

Þar sem ég hef ekki verið afkasta mikil á því sviði verður þetta frumraunin.

Endilega kíkið við og sjáið hvað er að gerast hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

09.10.2016 21:01

Sumar og haust............

 

Haustið er dásamlegur tími allavega hér í Hlíðinni þar sem veðrið hefur leikið við okkur.

Nú þegar smá hlé gefast og mesta sauðfjárstússið er frá taka við tamningar og þjálfun.

Reyndar er aðal tamningamaðurinn að spóka sig í Ameríku þessa dagana þar sem hann baðar sig í sólinni.

Mummi er í venjubundinni heimsókn til vinar síns Gosa frá Lambastöðum sem lifir þar í vellystingum hjá góðu fólki.

Já Gosi lifir draumalífi og ekki fer verr um Mumma og Brá sem smellti sér með honum að þessu sinni.

 

Það fer vel á með eigandanum og öðlingnum Gosa.

 

Við erum með nokkur söluhross í þjálfun sem vonandi koma til með að óska eftir nýjum eigendum hér á síðunni fljóttlega.

Þar á meðal er nokkrir reyndir reiðhestar, einnig ungir og efnilegir folar sem eru á mismunandi tamningastigum.

Já ég lofa því að þið getið gert góð kaup en nánar um það síðar.

 

 

Þessi notar tímann vel hér í Hlíðinni til að njóta veðurblíðunnar en hann er einmitt að bíða eftir flugi á ókunnar slóðir.

Vonandi verður hann sér og sínum til sóma á nýjum stað.

 

Hryssurnar hafa verið að týnast heim hver af annari eftir rómantískan tíma með eðalgæðingum af bestu gerð.

Sumar ferðirnar hafa gengið vel og borið tilætlaðan árangur sem færir okkur folöld á næsta vori.

Hin tilvikin eru sem betur fer færri en þó til, þá er bara að brosa í kampinn og bíða næsta vors.

 

 

Þessi mynd er af honum Jacobi og Snekkju með litlu Þernu Skýrsdóttir.

En ég verð að játa að ég hef ekki staðið mig vel í folaldamyndatökum í sumar.

Það verða þá vonandi þeim mun betri haustmyndir.

 

 

Karún mín er fylfull eftir Kaftein Ölnirs og Skútuson sem var með vænan hóp af hryssum inná Lambastöðum.

Margar afar spennandi sem hafa sannað sig rækilega sem kynbótahryssur.

 

Kolskör er fylfull eftir Spuna frá Vesturkoti en ég var svo ljónheppin að eiga afmæli á síðasta ári sem færði mér þennan fína folatoll.

Rák er fylfull eftir Brag frá Ytri-Hóli en ég hef lengi verið mjög hrifin af þeim hesti.

Við vorum svo heppin að fá að halda Venus frá Magnússkógum aftur en hún Sjaldséð mín er einmitt undan henni.

Venus er fylfull eftir Arion frá Eystra-Fróðholti.

Snekkja og Sjaldséð eru svo fylfullar eftir Kát.

Hún Létt var svo aðeins að svíkjast um en hún er geld eftir gott sumarfrí hjá gamla höfðingjanum Ramma frá Búlandi.

Bara spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman.

 

 

Þessi vinur minn hann Símon Arions og Karúnarson er einn þeirra sem fara nú að koma inn í tamningu.

Hann hefur notið lífsins í haganum að undanförnu og vonandi tekið nokkra ,,bóklega" áfanga með.

Auk hans eru að fara á fjóraða vetur fjórar hryssur, ein undan Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, ein undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu, ein undan Blæ frá Torfunesi og ein undan Ugga frá Bergi. Einnig eru þrír geldingar undan honum Gosa frá Lambastöðum.

Já það er bara líf og fjör í hesthúsinu eins og venjulega hér í Hlíðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.10.2016 21:39

Ósréttin 2016.

 

Við Kolhreppingar kunnum alveg að meta nægan svefn og erum sammála um að hálfellefu væri kjör fótaferðatími.

Það gengur hinsvegar ekki eftir alla daga og því var t.d hreppsstjórinn okkar hann Gísli í Mýrdal svolítið sibbinn við upphaf Ósréttarinnar.

Allt gekk þetta þó vel og napur haustmorguninn hélt okkur við efnið svo fjárragið skot gekk.

 

 

Þessar fallegu dömur mættu galvaskar.

 

 

Við Jói frændi voru líka bara nokkuð hress, það er nefninlega alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst.

Svo eigum við sameiginlegt áhugamál sem enginn smali má vita um .................... en það er forustuféð.

 

 

 

Þetta er kallahornið í Ósréttinni.

Ölver Ystu-Garðabóndi, Albest á Heggstöðum, Andrés í Ystu-Görðum, Flosi á Emmubergi, Gísli í Mýrdal og Björgvin Grundarbóndi.

 

 

Caroline okkar, Sigríður, Guðmundur Ari og Flosi á Emmubergi.

 

 

Hraunholtahjónin og Sveinbjörn taka stöðuna.

 

 

Og Sveinbjörn og Ásberg ræða meira ..................

 

 

Lárus í Haukatungu hress að vanda, Sigríður Hraunholtafrú þungt hugsi og Emmubergsbændur spá í spilin.

 

 

Bíldhólshjónin voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Frændfólk af Krossættinni.

 

 

Þá er að smella á kerruna og bruna af stað, alvöru strætó með tveimur hæðum.

 

 

Það sem ég er ánægð með þennan fína rollustrætó.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

03.10.2016 21:45

Dagur sjö.

 

Það var ansi blautt í Mýrdalsréttinni þetta árið en þar var fyrsta rétt þann 20 september s.l

Menn voru samt hressir og kátir eins og vera ber á góðum degi enda var margt fé í réttinni.

Og allt fór vel fram. Meðfylgjandi myndasirpa segir allt sem segja þarf.

 

 

Gísli í Mýrdal og Albert á Heggstöðum ræða málin.

 

 

Sigurður í Hraunholtum lét ekki sitt eftir liggja við fjárdráttinn.

 

 

Jón á Staðarhrauni og Kristjana á Skiphyl voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Það var líka Guðmundur Skiphylsbóndi.

 

 

Hraunholtahjónin voru hress og kát að vanda og tilbúin í myndatöku.

 

 

Brynjúlfur á Brúarlandi mættur að sækja sitt fé og fleira.

 

 

Ólafur á Brúarhrauni og Sveinbjörn voru bara brattir.

 

 

Krossholtsfeðgar, Gísli í Lækjarbug og Rannveig Þóra á Hraunsmúla voru líka mætt.

 

 

............líka Bogi bóndi á Stóra Kálfalæk.

 

 

Þessar dömur voru duglegar að draga eins og alltaf.

 

 

Sigurður í Hraunholtum og Sigfús Helgi á Skiphyl.

 

 

Hlíðarfeðgar í sveiflu.

 

 

Dönskurnar mínar að slást við Fögrusvört.

 

 

Mér sýnist að Majbrit hafi verið að gefa Kristjáni Snorrastaðabónda tóninn........

 

 

Jónas Jörfabóndi og Sigfús Helgi ræða málin.

 

 

Halldís á Bíldhóli hugsar málið.

 

 

Og Steinar frá Tröð lítur yfir hópinn.

 

 

'olafur og Sigurður í djúpum pælingum.

 

 

Þorkell sauðfjárbóndi í Borgarnesi og fyrrverandi bóndi í Miðgörðum var mættur.

 

 

Áin tvö þeir Ásberg  í Hraunholtum og Ásbjörn í Haukatungu spá í spilin.

 

 

Hraunhreppingar í stuði.............

 

 

Málin rædd við réttarveginn Haukatungubændur og Halldís Bíldhólshúsfreyja.

 

 

Tveir höfðingjar Lárus í Haukatungu og Guðmundur á Skiphyl.

Já þetta var fínasta samkoma.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 

 

 

 
 
 

25.09.2016 21:03

Dagur sex í fjárstússi.

 

Mánudaginn 19 september var ekkert annað í boði en rífa sig upp og bruna í Svignaskaðsrétt.

Við höfðum verið ansi lengi að í fjárstússi kvöldið/nóttina áður svo það hefði nú verið svolítið gott að breiða upp fyrir haus.

En dagurinn var fallegur og eins og alltaf gaman að koma í Skarðsréttina. Fjöldi fólks var mætt á svæðið og einnig var margt fé í réttinni.

Þetta er þriðja árið sem við erum skilamenn í réttinni og að þessu sinni fengum við Kolhreppingar 53 kindur í réttinni.

 

 

 

Það var auðveldara að rekast á fólk en fé, allavega svona fyrst um sinni.

 

 

 

Haukatungubræður voru mættir í réttina og eru þarna á talið við Skúla.

 

 

 

Það er alltaf blíða í réttinni eða það finnst mér að minnsta kosti.

 

 

Nokkrir voru iðnir við að taka myndir.

 

 

En aðrir borðuðu kleinur................

 

 

Brekkuhjónin voru brött að venju og rýna hér í fjárhópinn.

 

 

Krummi lætur þetta nú ekki framhjá sér fara og mætir alltaf hress og brattur.

 

 

Mikið spáð og spekulegrað.

 

 

Svo var að bæta í almenninginn.

 

 

Ragna Beigaldafrú var dugleg að draga og átti margar fallegar gránur í réttinni.

 

 

Kannski hefur Beigaldabóndinn og Steini Vigg verið að fylgjast með henni ?

 

 

Og þessar elskur voru hressar og flottar að venju þegar þær stilltu sér upp í árlega myndatöku.

 

 

Ingimundur, Ásgeir og Óli skanna hópinn.

 

 

Þarna er einhver skemmtileg umræða í gangi, spurning hvað það hefur verið ?

 

 

Þessi kappi var þungt hugsi nú eða bara verið að fylgjast með frúnni draga sínar kindur.

 

 

Spáð í spilin.

 

 

Brekkufrúin þungt hugsi.............

 

 

Ísólfur vann örugglega lopapeysukeppnina þetta árið enda í þessari fínu Border colle peysu.

 

 

Ég rakst líka á þennan en vanalega er hann í tófuveiðahugleiðingum þegar ég hitti hann.

Þarna var hann hinsvegar í miklum ham við fjárdráttinn..............gaf sér þó tíma til að spjalla smá.

 

 

.............en var svo rokinn af stað.

 

 

Skilamennirnir okkar voru vandlega merktir og skiluð sér líka heim.

 

Þegar heim var komið rákum við sláturlömbin okkar inn en við höfðum sett þau út um morguninn.

Þau voru vandlega yfirfarin og fullorðna fénu og líflömbunum sleppt út á tún.

Góður dagur með skemmtilegu fólki.