02.12.2020 21:43
Kári er kominn í aðventugírinn.
![]() |
||
Þegar þetta er skrifað hvín og syngur hér í öllu með tilheyrandi hamagangi. Já, Kári kallinn er greinilega kominn í aðventugírinn en vonandi verður hann ekki jafn djarfur eins og í fyrra. Þó svo að haustið hafi verið að mörgu leiti gott þá höfum við alveg fengið að finna fyrir því öðru hvoru. ÞAð er dásamlegt í svona tíðafari að geta unnið í blíðu inní reiðhöll. Á fyrstu myndinni eru feðgarnir einmitt að leika sér í vinnunni. Við erum komin vel af stað og ört hefur fjölgað í hesthúsinu síðustu vikurnar. Annars hafa nokkur hross flogið á vit nýrra ævintýra og flutt til nýrra eigenda. En plássin hafa fyllst og ný hross fyllt í þeirra skarð. Ef að allt fer á besta veg og veiran verður til friðs höfum við skipulagt nokkra viðburði í vetur. Námskeið, mót og ýmislegt annað skemmtilegt og spennandi. En númer eitt er að fara öllu með gát og taka stöðuna þegar nær dregur.
|
Talandi um góða haustdaga.
Þessi mynd er næstum því eins og hún væri tekin á tunglinu en svo er nú reyndar ekki.
Myndin er tekin með dróna yfir hrossarekstri fyrir sunnan Sandfell einn fagran haustdag.
![]() |
Hesthúsið fékk smá upplyftingu eða svona létt ,,makeup,,
Okkur sem munum tímana tvenna veitir ekkert af því svona öðru hvoru.
Sko, húsfreyjunni og hesthúsinu.
|
||||||||
|
.
![]() |
||
Og ekki síðra þegar leið á og birti.
|
01.11.2020 12:02
Drífum það í gang...............
![]() |
Hér í Hlíðinni erum við að sjá fyrir endann á öllu fjárstússi og því sem fylgir því að vera lífstílsbóndi. Nú er komið að því að pakka því dressi niður (skjótast reynar í það öðru hverju) og vippa sér í hestagallann. Okkur er ekki til setunnar boðið nú skal tamið og þjálfað af kappi. Framundan er góður tími með skemmtilegum verkefnum í hesthúsinu. Á meðfylgjandi mynd má sjá nýjasta hestamanninn þungan á brún. Sennilega hafa foreldrarnir eitthvað verið að skipta sér af þjálfunaráætlun hans og Fannars. Allur útbúnaður kappans er sérvalinn til þjálfunar á snillingnum Fannari. Peysan prjónuð af Stellu langömmusystur, sokkarnir frá Lóu langömmusystur, reiðbuxurnar frá ömmu og afa. Og ekki má gleyma hjálminum sem að hún Sara vinkona hans færði honum. Já það er eins gott að hafa stílinn á hreinu.
Það verður gaman þegar allt kemst á fullt í hesthúsinu eftir haustverkin. Hesthúsið nýmálað, yfirfarið og dekrað gólf í reiðhöllinni með fullt af spennandi hestum. Já þetta verður bara góður vetur.
|
18.10.2020 22:16
Svona dagar...............
![]() |
||
Það tilheyrir haustinu að fara í eftirleitir aftur og aftur, jafnvel ennþá aftur og aftur. Þá er gott að hafa góðan sérfræðing með í för sem hefur gott ,,nef,, fyrir kindum og smalamennsku. Hún Julla Spaðadóttir lítur þarna yfir svæðið, slakar á með eigandanum og tekur stöðuna. Þær smalasystur þrjár frá Eysteinseyri hafa staðið sig nokkuð vel í haust og sparað sporin. Mig grunar að hugur þeirra og eigandanna standi til að endurtaka velheppnuð hundakvöld í vetur.
|
![]() |
Alvöru hundar komast í Paradís þegar þeir mæta í smalamennskur...............
En þarna er Julla í Paradís sko þessari sem heitir það samkvæmt örnefnaskrá.
![]() |
Séð yfir Hlíðarvatn ofan úr Hafurstaðafjalli.
|
![]() |
Við höfum verið í eftirleitum síðustu tvo laugardaga og fengið hreint dásamlegat veður.
![]() |
Séð niður að Hafurstöðum og lognið á vatninu algjört.
![]() |
||||
Sandfellið og við njótum veðurblíðunnar.
|
30.09.2020 21:12
Réttarfjör fjórði hluti. Mýrdalsrétt.
![]() |
||||||
Eins og svo oft áður var dásamleg blíða þegar Mýrdalsrétt í Hnappadal fór fram. Frekar margt fé var í réttinni og mannlífið gott að vanda þrátt fyrir að Covid draugurinn sé á sveimi. Þessi strákar voru í það minnsta hressir og kátir, Lárus í Haukatungu og Jóel á Bíldhóli.
|
Málin rædd...........
![]() |
Í þungum þönkum.................
![]() |
Hraunhreppingar voru að sjálfsögðu mættir til að sækja sitt fé.
![]() |
Dalamenn mættir til að gera sín skil.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||
Feðgarnir á Staðarhrauni og Brynjúlfur á Brúarlandi spá í spilin.
|
![]() |
||||
Gönguæfingar................einn tveir ..............einn tveir.
|
29.09.2020 20:36
Réttir rokka ...........þriðji hluti.
![]() |
||||
Við vorum heppin þegar við smöluðum fegnum reyndar smá dembur en þó alveg innan marka. Fossarnir voru rólegir og hófsamir í vatnavöxtum og vel gekk að reka yfir árnar. Fossakrókurinn þarna fyrir miðju einn af mínum uppáhaldsstöðum. Þarna upp með fossunum liggur svo kölluð Fossaleið á milli Hnappadals og Hörðudals.
|
![]() |
Horft yfir í Skálina, Nautaskörðin og Urðirnar.
![]() |
Horft inn Brekkurnar, Höggið, Selbrekkan og Ferðamannaborgin á sínum stað.
|
29.09.2020 17:31
Réttir rokka ............ annar hluti.
![]() |
Þessar reffilegu gimbrar eru ofurgreindar og hlýða Víði eins og lög gera ráð fyrir. Ein kind kæmist auðveldlega á milli þeirra ........... svona langsum allavega. Hér hefur verði dansað rollurokk alla daga í hálfan mánuð og hvergi gefið eftir. Leitir, réttir, förgun og hvað eina sem sauðfjárbúskap við kemur en allt þó aðeins öðruvísi en áður. Já þetta leiðinda covid truflar margt en þó ekki allt. Það var í það minnsta gaman alla þessa daga. Þetta árið verða myndirnar að tala sínu máli en þó komu dagar þar sem að veðrið leyfið ekki myndatökur. Okkar góða aðstoðarfólk mætti en þó urðu nokkrir uppáhalds að bíða betri tíma. Takk fyrir alla hjálpina hún var dásamleg og þið hin sem komust ekki við hlökkum til að fá ykkur síðar.
|
![]() |
Þarna er verið að legga af stað í smalamennskuna sem er alltaf mannfrekust og lengst.
Þá smölum við Hafustaða og Hlíðarland en að auki var Bakkamúlinn smalaður til okkar.
Á myndinni eru Ísólfur, Brá, Maron, Skúli og Hrannar.
![]() |
||||
Þarna eru hinsvegar hluti af landgönguliðinu sem lagði fyrst af stað og fór í lengstu göngurnar. Þá er gott að vera léttir í spori, þarna má m.a sjá maraþonhlaupara og flugmann. Hallur, Hilmar, Kolbeinn og Darri klári í slaginn.
|
Það er ekki alltaf slétt............... þarna er Ísólfur í smá klöngri.
![]() |
Komnar niður á veg og leiðin styttist.
![]() |
Ef að grannt er skoðað má sjá tvo smala á myndinni þá Kolbein og Hall.
![]() |
En hérna bara einn........................
![]() |
||||
.........................eins og hér.
|
![]() |
||||||||||||
Sumar kindur velja ekkert endilega bestu leiðina.................
|
14.09.2020 23:02
Fjöllin krakkar............fjöllin.
![]() |
||||
Að búa í fjöllunum getur verið töff.................. Það á bæði við þegar veðrið er dásamlega gott og einnig þegar veðrið er dásamlega ekki gott. Í gær var það gott og því var um að gera rjúka til fjalla og taka svona æfningasmalamennsku. Fossáin var saklaus og falleg en það hefur hún ekki alltaf verið í kringum leitirnar. Við náðum heim þó nokkrum fjölda fjár sem komið var niður af fjalli. Með hjálp góðra manna og kvenna hafðist þetta og við vorum mjög sátt með árangurinn. Smalamennskur og fjárrag hafa tekið yfir og nú er bara að njóta og þjóta. En hrjóta síðar.
|
![]() |
Þessi mynd er tekin af Kastalnum yfir bæjarstæðið á Hafurstöðum í átt að Sandfellinu.
![]() |
||||||||||
Já Sandfellið var dökkt í gær og skar sig vel úr í landslaginu.
|
10.09.2020 21:36
Skipulagt kaos.
![]() |
||
Já svona getur sveitalífið verði gott.................... stund milli stríða í dásamlegu veðri. Það var svona vinnufundur og þá er nú gott að taka smá stund í andlega íhugun. Annars fer nú að verða hæpið að taka lífinu með ró það styttist nefninlega í réttir. Og eins og stundum áður er nú ýmislegt eftir að gera áður en hátíðin gengur í garð.
|
Dagurinn fór að mestu leiti í að gera við réttina við fjárhúsin nú eða næstu því endurbyggja hana.
Skipta um staura og timbur síðan verður að leggja rauða dregilinn með góðum skammti af rauðamöl.
Þá verður réttin loksins orðin ásættanlegur samkomustaður fyrir sauðfé og smala.
Næstu dagar eru vel ásettnir og skipulag næstu viku orðið að mestu klárt.
Um helgina byrjum við kindastússið þetta haustið á að sækja fé inná Skógarströnd.
Á mánudaginn þann 14 förum við svo og gerum skil í Skarðsrétt.
Þriðjudagurinn er dagurinn sem að allt sem er eftir verður gert..............
Miðvikudagur er smaladagur inní Hlíð og útá Hlíð.
Fimmtudagur er smalað á Oddastöðum og Hliðarmúlinn.
Föstudagur þá er stæðsta smalamennskan okkar þ.e.a.s Hlíðar og Hafurstaðaland smalað með nokkrum auka ,,slaufum,,
Laugardagurinn er Vörðufellsréttardagurinn og auk þess þarf að sækja fé á aðra bæi.
Á sunnudaginn rekum við svo inn drögum í sundur, veljum og vigtum sláturlömb.
Mánudagur þá rekum við inn sláturlömb og undirbúum fyrir fluttning á þriðjudegi.
Þriðjudagurinn er svo Mýrdalsréttardagurinn og að auki verða sótt til okkar sláturlömb.
Miðvikudagurinn................tja okkur leggst eitthvað til, nú eða tökum það bara rólega eftir törnina.
Nú er bara að hugsa hlýlega til allra smalanna okkar og vona að veðrið verði dásamlegt.
Hlakka til að sjá ykkur við erum langt undir 200 ennþá.
![]() |
Bara svona í lokin..................
Þarna sjáið þið Grýluhellir hann er hérna í Hlíðarmúlanum nánar tiltekið í Bæjarkastinu. Grýla býr í hellinum á því er enginn vafi.
Bæjarkastið var gjarnan æfinga smalastaður upprennanndi smala svona á meðan þeir voru að ávinna sér traust til að fara uppá Múla.
Á mínum yngri árum beið ég eftir að fá að sjá kellu en hún vildi aldrei sýna sig þegar ég fór þarna um.
Verð samt að játa að ég var svolítið hrædd þegar ég snéri baki í hellirinn og fór heim aftur.
Var ekki alveg með hreina samvisku og hugsaði mikið um hvað maður mætti vera óþekkur til að sleppa.
Kannski hitti ég Grýlu í næstu smalamennsku.
31.08.2020 21:20
Smá fréttaskot úr Hlíðinni.
![]() |
Það er ennþá sumar hér í Hlíðinni hægur vindur, hiti og bara eitthvað svo notalegt. Þegar þessi tími er kominn er það nú ekki sjálfgefið. Svo fyrir það ber að þakka. Næturfrost og næðingur eru kannski í kortunum en við erum ekkert að velta okkur uppúr því. Sumarið hefur á margan hátt verið gott svona frá náttúrunnar hendi. Gott tíðarfar, góður heyfengur og svo maður tali nú ekki um silungsveiðina sem hefur verið með miklum ágætum. En það er ýmislegt sem ekki hefur verið eins og best verður á kosið. Covid kvikindið hefur gert það að verkum að fáir hestahópar voru á ferðinni hjá okkur þetta sumarið. Eins fórum við ekki í okkar árlegu stóru og skemmtilegu hestaferð en það bíður bara betri tíma. Það verður nú eitthvað þegar við förum af stað eftir að hafa verið háfl ,,fjörusvellt,, heilt sumar. Eins hafa margir af okkar góðu gestum sem hugðust koma og dvelja í gestahúsunum ekki haft tök á að koma. En við erum bjartsýn og hlökkum til að taka á móti þeim þegar allt er um garð gengið.
Tamningar og þjálfun eru í fullum gangi þar sem bæði er verið að vinna við frumtamningar og einnig þjálfun nýrra söluhrossa. Það hafa komið mörg spennandi tryppi til okkar í tamningu og einnig höfum við kynnst nýjum og spennandi gripum úr okkar ræktun . |
Boðið var uppá frumtamninganámskeið hér og mættu nemendur með sín eigin tryppi til að vinna með.
Alltaf jafn gaman að fylgjast með og sjá efnileg trippi og tamningamenn. Til stendur að bjóða uppá fleiri námskeið og fleira skemmtilegt.
Þrjár hryssur eru komanar heim eftir stefnumót sumarsins með vottorð uppá vasann um að gæðingsefni sé væntanlegt næsta sumar.
Snekkja Glotta og Skútudóttir fór undir Álfaklett frá Syðri Gegnishólum.
Sjaldséð Baugs og Venusardóttir fór undir Svartálf frá Syðri Gegnsihólum.
Gangskör Adams og Kolskarardóttir fór undir Ljósvaka frá Valstrýtu.
Kolskör er svo rétt ókomin heim eftir stefnumót við Veigar frá Skipaskaga.
Þetta verður bara spennandi sko.
23.08.2020 10:02
Það er sumar.
![]() |
||
Verðurblíðan undanfarið hefur verið dásamleg hér í Hlíðinni. Orð eru óþörf þegar myndirnar tala sínu máli. Þarna sést heim í Hlíðina á fallegum degi.
|
Steinholtið, Hlíðarvatn og fjöllin öll á sínum stað.
![]() |
Litadýrð.
![]() |
||
Spegill dagsins.
|
Veiðistaðurinn góði.
![]() |
||
Kvöldkyrrðin er dásamleg.
|
Kvöldgöngutúrarnir í svona aðstæðum eru frábærir og engin afsökun til að sleppa þeim.
Veiðimenn og tjaldgestir hafa notið einnar bestu veðurblíðu sumarsins hér um helgina.
Vonandi verða næstu vikur eitthvað í líkingu við þetta.
09.08.2020 21:47
Yndið mitt hún Snotra.
![]() |
||
Snotra Kubbs og Týrudóttir 2007-2020.
Dásamlega Snotra mín kvaddi okkur þann 7 ágúst eftir 13 ára samveru. Það er tómlegt að hitta ekki síkáta og glaða Snotru sem fagnaði manni alltaf með gleði og hlýju. Elsku mjúki bangsahundurinn minn skottast nú um í grænu högunum hinumegin. Það er gaman að eiga góðan, glaðan og tryggan hund sem veitir gleði. Snotra var skemmtilegur heimilis/hefðarhundur sem hafði skoðun á öllu og lét gjarnan skoðanir sínar í ljós. Þegar Border collie ,,bjánarnir,, (sko í augum Snotru) voru með læti og hamagang varð Snotra æf og reyndi allt sem hún gata til að stoppa þá. Það gekk nú misjafnlega en tókst stundum vel sésrstaklega þegar allir voru komnir inn og í aðhald. Þá tók Snotra fulla stjórn og gat jafnvel beygt brattasta Borderinn. Ein var þó reglan sem Snotra kenndi öðrum hundum í eitt skipti fyrir öll. ,,Matardallinn snertið þið ekki, hann er minn,,
|
![]() |
Göngutúrarnir voru líka skemmtilegir og gaman að hafa náð nokkrum einstaklega góðum í sumar.
![]() |
Jólahundurinn Snotra situr hér á hestbaki í hlutverki ofurfyrirsætu.
Afraksturinn prýddi jólakort sem var vel viðhæfi enda þetta jólabros óaðfinnanlegt.
![]() |
Snotra átti í mjög nánu haturs/ástarsambandi við alla þá ketti sem voru henni samtíða.
Ekkert fannst henni skemmtilegara en góður sprettur á eftir lafhræddum ketti.
Ef að hún var heppin þá náði hún smá gleffsi í mjúkan kisubossa.
Það fannst henni klárlega merki um að hún hefði náð fullnaðar sigri.
Hinsvegar ef að kötturinn stoppaði og snéri sér að henni gat málið vandast.
Öruggasta leiðin til að bera örugglega ,,sigur,, úr bítum var að labba rakleitt framhjá helv... og þykjast ekki sjá hann.
En það var líka tvíeggja sverð þar sem sumum kisum fannst hún ekkert sérlega hættuleg og áttu það til að rjúka í skottið.
Það var niðurlægjandi.
![]() |
Snotra vildi helsta alltaf vera með í öllu sem gert var og alltaf til í eitthvað nýtt.
Þarna á myndinni hefur hún tekið að sér skipsstjórn og það með glæsibrag.
Eða er hún að bíða eftir hinum íslenska hundi Leonardo DiCaprio ???
![]() |
Baddi frændi hennar var í miklu uppáhaldi en hann flutti í Garðabæinn ungur. Þegar Baddi kom í sveitina var heldur betur fjör á bænum.
|
![]() |
Snotra eignaðist marga vini úr þeim stóra hópi sem dvalið hefur hér hjá okkur allt hennar líf.
Ég er nokkuð viss um að stundum var Snotra hreinlega trúnaðarvinur og svoleiðis vinir eru dýrmætir.
Þær eru ófáar myndirnar sem ég hef fengið frá því góða fólki sem hefur verið hér hjá okkur.
Takk fyrir allar þessar fínu myndir ég er einmitt að safna svona Snotrumyndum.
Takk Snotra fyrir allar góðu stundirnar.
02.07.2020 14:58
Veiðin og blíðan ..........það er fín blanda.
![]() |
||||
Veiðin hér í Hlíðarvatni í Hnappadal hefur verið með afbrigðum góð það sem af er sumri. Þrátt fyrir að veðurguðinn hafi boðið uppá full fjölbreyttan veðurseðil þá eru menn kátir. Margir stóri urriðar og vænar bleikjur hafa komið á land veiðimönnum til mikillar ánægju. Tjaldstæðin hafa verði nýtt og fólk notið þess að vera í kyrrð og ró laust við ys og þys.
|
Já kvöldkyrrðin hér í Hlíðinni er dásamleg og ekki skemmir útsynið nú fyrir.
Einmitt...........ég er alveg hlutlaus.
![]() |
Svo að maður tali nú ekki um morgnana.................... Verið velkomin til okkar í Hlíðinni, Hlíðarvatn í Hnappadal stendur alltaf fyrir sínu. Ef að þið óskið eftir frekari upplýsingum þá er um að gera að hafa samband.
Sigrún 8628422 og [email protected] Mummi 7702020 og mummi @hallkelsstadahlid.is
|
23.06.2020 22:48
Heiðskír og Himinn þeir eru bræður.
![]() |
||
Þessi reffilegi hestur heitir Heiðskír frá Hallkelsstaðahlíð. Móðir hans er Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð og faðir Álfarinn frá Syðri Gegnishólum. Hann er upplitsdjarfur og flaggar fallegu tölti þegar hann hreyfir sig.
|
![]() |
En náttúran kallar og auðvita er pissu pása ......................
![]() |
Hann var ekki alveg viss hvað honum fannst um kellingu sem sat fyrir honum og smellti af myndum.
![]() |
Æi þetta sleppur þar sem mamman er með.
![]() |
Á þessar mynd er Heiðskír ansi líkur bróður sínum sem nú er veturgamall og heitir Himinn.
Faðir hans er Heiður frá Eystar Fróðholti.
Himinn stundar um þessar mundir fortamningar og stefnir að sjálfsögðu á að dúxa.
![]() |
Til þess að eiga möguleika á einhverju dúxi verður að borða og stækka.
Heiðskír leggur sig allan fram í því.
![]() |
Á næstunni fer Heiðskír í ferðalag með mömmu sinni þar sem Kolskör mun hitta draumaprins þessa árs.
Já það verður að leggja drög að einhverju skemmtilegu.
Nánar um það síðar.
11.06.2020 23:05
Guðdómlegur dagur í Hlíðinni.
![]() |
||
Dagurinn í gær var einn af þessum dögum sem maður vill ekki að taki enda. Tilveran verður dásamlega þegar náttúran skartar sínu fegursta og sumarið virðist endalaust. Listaverk hvert sem litið er, fuglasöngur og vorilmur í lofti. Fullkomið.
|
Það er einmitt á svona dögum sem gaman er að festa herlegheitin á mynd.
Eins og þið sjáið er það bara draumur að sumarið sé komið.
Enn er mikill snjór í fjöllum og úthaginn á langt í land með að teljast kominn í sumarbúning.
![]() |
|
Andstæðan í litunum er skemmtileg og gaman að skoða þetta listaverk.
|
Hrauntangarnir njóta sín eins og reyndar umhverfið allt .
Svo gerir fjarlægðin fjöllin blá ............... o.s.frv...................
![]() |
Hlíðarvatn er spegill fyrir skýin sem punta sig í gríð og erg............... |
![]() |
Þarna sjáum við niður í sveit eins og sagt er hér á bæ.
![]() |
Þarna sjáum við hluta Hlíðarvatns sem er í góðri vatnsstöðu núna um þessar mundir. Enda eru veiðimennirnir kátir þessa dagana og veiða afar vel.
|
![]() |
||
Þarna sjáum við út hlíðina og grillir í Oddastaðavatnið við endan á Hlíðarmúlanum.
|
Miklir skaflar í Geirhnúknum og einnig í Djúpadalnum og Hellisdalnum.
![]() |
Já veðrið var dásamlegt í gær og mikið af myndum teknar hér í Hlíðinni.
Þetta er bara smá sýnishorn vonandi hef ég af að setja inn fleiri á næstunni.