Færslur: 2012 Október

28.10.2012 21:17

Heillandi Hjaltadalur



Astrid með tryppin tvö Tuma frá Enni og Gyllingu frá Sveinatungu sem hún hefur tamið á Hólum síðustu vikurnar.

Við brunuðum norður að Hólum í gær til að sjá sýningu annars árs nemenda sem voru að skila af sér tamningatryppunum. Nemendurnir hafa síðust ca 7 vikur frumtamið og þjálfað þrjú hross og nú í vikunni var lokaprófið með þau.
Astrid stóð sig með mikilli prýði og getur svo sannarlega brosað breytt yfir árangrinum.
Það var gaman að koma að Hólum í gær krakkarnir stóðu sig með miklum glæsibrag sýndu tamningatryppin sín vel og andrúmsloftið var gott.
Margir spennandi gripir voru að taka sín fyrstu sýningu og eflaust eru þau mörg sem við eigum eftir að sjá síðar við hátíðleg tækifæri.
Þar er sérstaklega ein brún hryssa sem heillaði mig mikið.



Síðasta knúsið allavega í bili.................



Það er samt ekki öll nótt úti með það að hitta tamningatryppin sín aftur.......
Þarna eru Ötull frá Hólum og Mummi einmitt að rifja upp gömul kynni en Mummi frumtamdi Ötul þegar hann var á öðru ári.



Fann þessa gömlu mynd þegar Ötull og Mummi voru ,,ungir,, yngri.



Eins og þið sjáið var alveg glæra á vellinum en hestar og knapar létu það ekki á sig fá.
Þarna er Astrid með þjálfunarhestinn Hrannar frá Gígjarhóli.



Þarna ræðast þau við Astrid tamningakona og hesteigandinn, ekki annað að sjá en það fari vel á með þeim.



Þau voru brosmild og sæt þessi sem stilltu sér upp með Mumma í hesthúsinu á Hólum.
Einstaklega svipfallegur reiðkennarahópur Steini Björns, Sigvaldi Lárus og Þórdís okkar Anna.
Já það var gaman að koma ,,heim að Hólum,,

19.10.2012 10:13

Örfréttir



Það er nóg um að vera og ekkert lát á því skal ég segja ykkur.

Frábær haustfundur Hestaíþróttadómarafélagsins var haldinn í gær. Hafrún Kristjánsdóttir ,,boltakona,, og sálfræðingur flutti stór gott erindi, síðan var farið yfir ýmiss mál sem tengdust dómsstörfum síðasta árs. Góð stund með skemmtilegu fólki.
Stjórn og fræðslunefnd HÍD'Í á þakkir fyrir gott framtak.

Góðar fréttir af Mummanum í Svíþjóð en í dag hefst mikil helgartörn í kennslu, bara spennandi.

Í dag er það svo Landsþing hestamanna sem nú er haldið í Reykjavík.
Og um helgina er ýmislegt annað á döfinni svo sem hrútasýning, afmælisveisla og margt fleira.

14.10.2012 22:09

Sunnudags



Mummi og Krapi frá Steinum.

Nú er Mummi floginn til Svíþjóðar þar sem biðu hans heilmörg spennandi reiðkennslu verkefni.
Fyrsta námskeiðið var á sama stað og hann fór á síðast en svo hafa bæst við nýjir staðir.
Bara spennandi tímar hjá honum í Svíaríki.

Síðustu dagar hafa einkennst af ,,típískum,, haustverkum, smala, sækja kindur, draga undan smala hestum og öðru svoleiðis stússi. Þess á milli erum við að sinna skemmtilegum frumtamningatryppum sem eru óðum að breytast í reiðhesta.
Hannyrðir mínar voru ekki af verri endanum um helgina þó svo þær hafi nú oft lyktað betur.
En við réðumst í sláturgerð af miklum móð og gerðum hér í sameiningu u.þ.b þrjátíu slátur.
Svo assskoti myndalegar kellurnar........svona stundum.



Þessi sæta dama varð tveggja ára um helgina og hélt uppá það með okkur í sláturgerðinni.
Hún var svo heppin að fá nokkra góða gesti í veisluna sem samanstóð af rjómatertu af gömlu góðu gerðinni og blóðpönnukökum.
Á myndinni er hún hinsvegar að skála við okkur á réttunum en hún gaf sko ekkert eftir hvað glasavalið snerti í því samkvæmi. Skál í mjólk það er málið í sveitinni.

Á morgun er það svo fundur í Fagráði í hrossarækt, verður bara gaman að hittast og spjalla.

akvjadfjkhgö95786hvh3497

Eftir ,,heimildarmynd,, kvöldsins sem sýnd var á RUV sjónvarpi allra landsmanna hef ég ákveðið af tillitsemi við ykkur að steinþegja. Allavega um sinn.
Ég ákvað í kvöld að kjósa næstkomandi laugardag í þjóðaratkvæðagreiðslunni......skrítið.

Lifið heil.







08.10.2012 22:17

Kindablogg



Sóna, mæla, velja og veðja á......................já í dag var það líflambavalið seinni hluti sem fram fór hér í Hlíðinni.
Þarna er smellt af ofaní lífgimbrakrónna og eins og þið sjáið þá er ,,framsóknar,, merking á því sem á framtíðina fyrir sér. Græni liturinn er góður.



Þetta er sérstök uppstilling fyrir ljósmyndarann og eins og þið sjáið þá eru nokkrir litir í boði.



Þessi er búinn að vera betri en enginn síðustu vikurnar og í dag stóð hann m.a vaktina við rekstrarganginn góða.
Það er ekki af ástæðulausu sem hann er kallaður ,,mannskapurinn,, hér á bæ.



Þau voru eldhress Friðrik og Birta ráðanautar frá Búvest sem hér voru að störfum í dag.



Og leggurinn mældur á einum sparihrútnum..................

Við voru bara nokkuð kát með útkomuna á lambahópnum sem mældur var og veginn hér í dag. Allavega var vandi að velja þegar mælingar lágu fyrir og ansi mörg falleg sem ekki fengu farseðil í ,,rétta,, átt.
Við höfum aldrei gert eins miklar kröfur til þeirra lamba sem nú fá að komast í líflambakrónna góðu.
Bestu gimbrarnar voru með m.a með 34 í bakvöðva og þó nokkuð margar níur. Feður þeirra voru nokkrir en flestar góðar átti hann Fyllirafur okkar Raftson, t.d var engin undan honum með minna en 18 fyrir læri. Dunkur frá Dunki, Vafi Kveiksson og Dimmir Dökkvason áttu líka góð lömb í hópnum auk annara.
 Fylliraftur átti svo góðan son sem stigaðist í 85.5 þrátt fyrir létlega ull.
Grábotnasynir komu vel út og verða sennilega tveir svartbotnóttir synir hans í líflambahópnum. Þar verða líka synir Dunks frá Dunki og Sigurfara frá Smáhömrum, að ógleymdum Gunna syni Dals frá Hjarðarfelli.
Til gamans má geta þess að litirnir sem nú eru til í líflambahópnum eru margir en engin gimbur fékk samt líf útá litinn eingöngu. Nema kannske ein móflekkótt tvílembingsgimbur sem er ekki sérlega stór. En hún á tvo digga aðdáendur hinu megin við fjallið nánar tiltekið á Emmubergi sem örugglega standa með henni ef að ég fer eitthvað að huga að slátrun.
Stuð í sauðfjárræktinni þið sem ekki vissuð.......................

Á morgun fara svo þau lömb sem við eru búin að heimta í sláturhús og eftir það verður smá ,,rolluvinnupása,, Ekki liggja fyrir öruggar heimtu tölur á fjárhópnum en ljóst er að nokkuð vantar enn.


06.10.2012 22:00

Sagan af söðlinum



Salómon yfirheimilisköttur velur sér gjarnan uppáhaldsstaði til að leggja sig og njóta hvíldar eftir erfiðar nætur. Staðurinn sem nýtur mestra vinsælda um þessar mundir er söðullinn minn. Mig grunar að þetta séu dulin skilaboð um að ég noti söðulinn ekki nóg og með þessu móti sé Salómon að leggja sitt af mörkum til þess að húsfreyjan fari að nota sparigripinn sinn meira.
Svona til gamans þá er þessi söðull síðasti söðullinn sem Markús Jónsson, söðlasmiður á Borgareyrum smíðaði.  Markús var kominn yfir áttrætt þegar ég hafði fyrst samband við hann og bað hann að smíða fyrir mig söðul. Hann svaraði því þá til að hann væri hættur að smíða söðla hefði smíðað sinn síðasta söðul fyrir Guðrúnu Sveinsdóttur á Varmalæk. En það var einmitt í gegnum hana sem ég hafði uppá Markúsi. Það var svo í lok apríl árið 1986 sem að ég fæ símtal frá Markúsi. ,,Sæl frú Sigrún ! ætlar þú ekki að fara að láta sjá þig og sækja söðulinn þinn?,,
Mér svelgdist á og fékk háfgert tungubasl þar sem ég var búin að sætta mig við að eiganst engan söðul. Allavega ekki smíðaðan af Markúsi á Borgareyrum.
En Markúsi var full alvara og daginn eftir var brunað austur og söðullinn sóttur. Þessi heimsókn að Borgareyrum var hreint ævintýri og móttökurnar frábærar.
 Viðmótið, veitingarnar og vísurnar.
Ég bamb ólétt og ekki líkleg til að smella mér í söðul á næstunni en útaf því man alltaf hvað söðullinn er gamall. Já Mummi minn og söðullinn þeir eru jafngamlir.
Eftir þetta vorum við Markús miklir mátar og spjölluðum oft saman í síma.
Markús lést rétt um tveimur árum eftir að ég fékk söðulinn.
Ég hugsa alltaf með hlýju til Markúsar og minnist okkar skemmtilegu samskipta.


Enn var smalað í dag og nú vorum við farin að nefna þetta bröllt eftirleitir.
Eftirleitir hljóma svolítið eins og sjáist fyrir endann á einhverju sem að getur gert gæfumuninn þegar á reynir. Veðrið var ekki eins gott og í gær þar sem nokkrar dembur skullu á mannskapnum í dag. En myrkrið var jafn svart og í gærkveldi................

Á morgun er það svo innrekstur og sundurdráttur, Vörðufells og Mýrdalsréttir.
Alltaf fjör í Hlíðinni.

05.10.2012 22:23

Ástarseiður kominn í hús



Smala, smala , smala............ já Hnappadalurinn var Guðdómlegur í dag eins og reyndar alltaf.

Sól, logn og algjör blíða var það sem boðið var uppá í smalamennskunni í dag mér til mikillar ánægju. Þarna er ,,mannskapurinn,, að skanna svæðið og búast til atlögu við kindurnar.
Þetta er þriðji dagurinn í röð sem við erum að smala en morgundagurinn veður sennilega sá síðasti í bili að minnsta kosti.
Á svona dögum er dýrðarinnar dásemd að vera uppí fjalli og algjörlega ólýsanlegt að upplifa kyrrðina og friðinn sem þar er. Ekki skrítið þó að kindurnar vilji vera þar sem lengst.
Mannbætandi meðferð í boði íslensku sauðkindarinnar.



Hún Bekký okkar fór heim til sín í dag en kemur vonandi aftur til okkar í ferbrúar.
Þarna eru hún og Salómon að kveðjast en þau hafa verið mestu mátar og vinir.
Takk fyrir samveruna Bekký.......sjáumst:)

Það var líflegur dagurinn í gær með smalamennsku, örmerkingum á öðrum bæjum og hrútaskoðun.
Já já ég sagði hrútaskoðun og jafnvel meira.............
Kella brá sér af bæ og verslaði sér eitt stykki kynbótahrút og sennilega munaði bara hársbreydd að þeir yrðu tveir.
Já hann Ástarseiður er kominn í hús........nei nei það er ekki víagra eða freyðibað það er hrútur kæru vinir.
Ég sem sagt brunaði til hans Ásbjörns frænda míns í Haukatungu og verslaði af honum hrút.
Glæsigripur með fallegar tölur, hold og ættir, myndir koma síðar.

Það var síðan í gærkveldi sem ég komst í aðra hrútaskoðun en það var hjá þeim hjónum á Dunki. Þar sá ég marga flotta hrúta af spennandi kyni sem gaman væri að sjá  hvernig kæmu út í okkar fé.
Ég á einn góðan hrút frá þeim svo að ég var komin á mjög ,,hættulegt,, stig þegar ég rauk hrútlaust heim skömmu eftir miðnætti. Með engan hrút af þeim bæ..........

Og vitið þið hvað ???? dagurinn endaði með örstuttu heklunámskeiði í sófanum heima.


03.10.2012 21:59

Kát með Kát



Kátur frá Hallkelsstaðahlíð sonur Karúnar og Auðs frá Lundum.

Í dag var brunað uppí Lundareykjadal að sækja hann Kát minn en hann hefur verið í girðingu hjá honum Tomma á Kistufelli. Nú tekur alvara lífsins við hjá Káti sem er að byrja í tamningu.
Við Kátur vorum aðeins búin að ,,ræða,, málin og voru nokkuð sammála um að hann væri geðgóður eins og eigandinn.
Hahaha .....eða þannig en sennilega er Sparisjóður bróðir hans samt geðbetri en við bæði.
En að öllu gamni slepptu þá er Kátur bara venjulegt tryppi sem spennandi er að byrja með og sjá hvað býr í. Mummi og hann fara að bera saman bækur sínar og vonandi semur þeim vel.

Það var frekar haustlegt hér í Hlíðinni þegar komið var á fætur í morgun, allt grátt alveg niður á tún. Já það er víst kominn október svo þetta á nú svo sem ekkert að koma á óvart.

Tryppin sem hér eru í frumtamningu eru oftast inni þar sem svona kalsi fer ekki vel í sveitt hross. Ég er gamaldags og kann ekki við og hef ekki verið alin upp við að sleppa sveittum hrossum út í kalda nótt.

Smávegis var litið til kinda í dag eins og flesta daga og verður gert meira af því næstu daga.
Enda stefnt á sónarskoðun á mánudaginn.

Næstu fréttir verða sennilega eitthvað kindalegar því nú er kella að spáí að fara í verslunarferð.........og vitið þið hvað???? Ekki föt, ekki varalitur, heldur .......?

02.10.2012 10:23

Smá kindaleg......



Það er komið haust á því er enginn vafi, kaldur strekkingur með smá úrkomu sem er ísköld.

En haustið hefur líka sjarma og næg er verkefnin í sveitinni á haustin. Smalamennskur, fjárrag, kartöflur og slátur eins og stundum er sagt. Síðasta helgi var svona dæmigert sýnirhorn af ,,hausti,, smalað, réttað, sóttar kindur hér, sóttar kindur þar. Spjallað í fjárhúsum á nokkrum bæjum, sumstaðar kaffisopi jafnvel með ,,Conna frænda,,  og allt uppí stórveislur. Já Bíldhólshangikjötið er svo sannarlega veislumatur af bestu gerð.

Framundan eru fleiri smalamennskur sem dreift verður á nokkra daga  síðan er það lambavigtun og líflambaval á sunnudag og mánudag.

Við vorum aðeins búin að taka forskot á líflambavalið svona í grófum dráttum á því sem komið var. En allt verður þetta endurskoðað eftir mælingar og sónarskoðun.
Þeir hrútar sem bíða frekari skoðunar eru m.a undan Grábotna frá Vogum.
Skemmtilegir á litinn í ofanálag,botnóttir og golsóttir.



Þarna eru golsarnir Grábotnasynir í vor en önnur mynd af öðrum þeirra er hér neðar á réttablogginu mín.

 Einn undan Dal frá Hjarðarfelli sem var stigaður í 85,5 og verður settu á, hann hefur hlotið
nafnið Gunni:)  Besti hrúturinn sem bíður nánari skoðunnar er undan honum Fyllirafti okkar Raftssyni.  Gerðarleg kind en væri sennilega tekinn úr umferð ef að hann væri hestur,  mundi allavega ekki hennta óvönum......
Síðan eru það synir Sigurfara frá Smáhömrum og Dunks frá Dunki sem koma sterkir inn.
Reyndar fór einn undan Hróa frá Geirmundarstöðum í sláturhúsið sem flokkaðist í E2 en stigaðist bara í 83.5. Ég er nú með smá skeifu yfir því að hafa látið hann fara en svona er þetta bara.
Gimbrarnar eru bara grófflokkaðar og ekkert búið að mæla eða sóna af þeim svo engar staðreyndir eru þar að hafa.

Heimtur er m.v dagatal nokkuð ásættanlegar og eru meira að segja komnar kindur sem ekki voru heimtar fyrr en um miðjan síðasta vetur.



Þessi hér eru núna komin heim en þau eyddu stórum hluta síðasta vetrar í góðu yfirlæti hjá nágrönnum okkar á ,,vestubakkanum,, eins og Svanur bóndi í Dalsmynni mundi segja.
Þetta eru þau Lambabamba og sonur hennar Svanur Gutti, myndin er tekin þegar þau komu á hús s.l vetur. Svo bættust að sjálfsögðu lömb við í vor hjá Lömbubömbu:)




  • 1