14.03.2017 21:55

Magnaður mars.

 

Ég get alveg haldið honum fyrir þig Sigrún........................

Þessir bræður eru skemmtilegir og pössuðu hvorn annan þegar ég brá mér aðeins frá.

Annar ábyrgari en hinn og sá ábyrgari vildi leggja sitt af mörkum svo að enginn tapaðist út í lofið.

Það er gott að fá aðstoð á öllum vígstöðum þegar vinnan í hesthúsinu er í fullum gangi.

 

Eins og mig grunaði var erfitt að standa við það að blogga daglega í mars.

Það er því nauðsynlegt að hafa bloggin í mars nógu mörg þó svo að sumir dagar séu tómir og aðrir með fleiri innskotum.

 

Um helgina fór ég á árlega endurmenntun gæðingadómara sem haldin var í Reykjavík.

Þar flutti Mette Mannseth m.a frábæran fyrirlestur sem vakti mikla lukku.

Síðan var tíminn nýttur til að bera saman bækurnar, spjalla og leggja drög að komandi keppnistímabili.

Alltaf gaman að hitta skemmtilegt fólk með sömu áhugamálin.

 

Mummi var að kenna alla helgina útí Danmörku og nýtti ferðina til að sækja fróðlegan fyrirlestur.

Auðvitað var fyrirlesturinn hestatengdur.

 

Það er oft mánudagur eða það finnst mér a.m.k tíminn bara flýgur áfram.

Ég átti góðan dag með skemmtilega hestafólkinu í Stykkishólmi og útreiðar voru stundaðar hér af kappi enda veðrið bara gott m.v árstíma.

 

 

 

 

10.03.2017 21:39

Blíðan og hundalífið.

 

Þau eru falleg ,,málverkin" sem okkur hér í Hlíðinni er boðið uppá daglega.

Það er nóg að líta út um gluggann og ekki er dásemdin minni þegar teknir eru reiðtúrar hér í kring.

Já, já, ég er ánægð með bæjarstæðið og landslagið það er alveg rétt.

 

 

 

Ekki væri nú leiðinlegt ef að ísinn væri hestheldur og hægt að ríða þarna útá en það er borin von þetta árið.

Það eru komin ansi mörg ár síðan það var hægt. Ísinn hefur stoppað frekar stutt síðustu vetur.

 

 

Dæmalaust fallegt vetrarveður.

 

 

Hún Ponsa frá Eysteinseyri flutti til okkar fyrir stuttu síðan.

Ponsa aðlagast frábærlega og er sómahundur eins og hún á kyn til.

 

 

Skúli og Ponsa voru aðeins að spjalla við gemlingana í dag þegar ég náði þessum myndum.

 

 

Af svipnum að dæma hef ég verið að trufla og flassið var frekar þreytandi.

 

 

Gemlingarnir voru áhugasamir en sennilega fer nú sjarminn af dýrinu þegar þær kynnast henni.

 
 
 

 

Ponsa veitti mér mun meiri athyggli en Skúli svo að hún sá ástæðu til að hvísla að honum.

,, Skúli það er verið að taka myndir af okkur,,

 
 
 
 

09.03.2017 22:40

Smá af okkur í Hlíðinni.

 

Þessa skemmtilegu mynd sendi hann Sigurður nágranni minn í Hraunholtum mér.

Myndin er tekin með nýja fína drónanum hans og sýnir bæjarstæðið frá alveg nýju sjónarhorni.

Gaman að þessu enda þreytist ég aldrei á því að njóta og dásama útsýnið hérna í Hlíðinni.

 

Dagarnir fljúga áfram og eru búnir áður en maður veit af, já þá hlýtur allavega að vera gaman.

Hér í Hlíðinni er mikið riðið út og tamið sem er einstaklega skemmtilegt þegar hestar og samstarfsfólk er skemmtilegt.

Við erum að temja hross undan nokkrum stóðhestum sem við höfum ekki tamið undan áður. Það er alltaf gaman að kynnast nýjum stóðhestum á þann máta.

Þessir hestar eru m.a Sjóður frá Kirkjubæ, Glaumur frá Geirmundastöðum, Þytur frá Skáney, Kandís frá Litla-landi, Frosti frá Efri Rauðalæk og Skálmar frá Nýja bæ.

Einnig erum við með ung hross undan Arion frá Eystra Fróðholti, Spuna frá Vestukoti, Gaumi frá Auðsholtshjáleigu, Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, Ugga og Sporði frá Bergi, Arði frá Brautarholti, Blæ frá Torfunesi, Toppi frá Auðsholtshjáleigu, Stimpli frá Vatni og Sólon frá Skáney.

Svo eitthvað sé nefnt fyrir þá sem lifa og hrærast í hrossaættfræði.

Það er í mörg horn að líta og nú er Mummi floginn út til Danmerkur að kenna hópunum sínum þar.

Á meðan gefum við í og þjálfum af miklum móð.

 

 

07.03.2017 23:21

Líf og fjör.

 

Þessar ljóshærðu dömur voru upplagt myndefni þegar ég var með myndavélina á lofti.

Juliane og Rjóð með Krakaborg á milli sín og báðar brosa svona fallega.

 

 

 

Þessi voru bæði niðursokkin í járningar og létu ekkert trufla sig enda var það gamli höfðinginn sem var í járningu.

Snotra er sannfærð um að allt sem klippt og skorið er úr hófunum sé matur handa henni.

Það endar stundum illa eða öllu heldur hún borðar þangað til allt er orðið fullt.

Ekki nánar um það þér............

Veðrið var gott í dag og mikið þjálfað og riðið út, dagurinn endað svo með heljarinnar hrossarekstri.

 

 

Ég var svo fulla af orku eftir góðan dag í hesthúsinu að ég ,,sletti,, í form í kvöld.

Eins og þið sjáið urðum við að smakka til að kanna hvort þetta væri í lagi.

Það er eins gott að eiga með kaffinu sérstaklega þegar von er á fósturteljarnum í fjárhúsin.

Góð afsökun til að fá sér kvöldkaffi já eða kvöldmjólk.

 

 

Þessir góðu gestir komu til okkar um daginn alla leið úr Háholtinu.

Bjarni er að sjálfsögðu einn af okkar uppáhalds eftir veru sín hér í Hlíðinni fyrir ,,nokkrum,, árum.

Og ekki er hún Bryndís nú síðri þó svo að hún hafi ekki verði hér hjá okkur nema sem gestur.

Það var einmitt þarna sem það kom í ljós að við áttum enga mynd af kappanum frá því að hann var hér hjá okkur.

Auðvita var það ómögulegt svo það var snarlega bætt úr því.

 
 
 
 

06.03.2017 23:01

Litfagrir vinir.

 

Þegar útigangnum er gefið eru sumir verulega forvitnir og leggja mikið á sig til að ná sambandi.

Hann Léttstígur réði ekki við sig og tróð hausnum undir næsta hest til að reyna að láta taka eftir sér.

Stóðið hefur notið góða veðursins alveg eins og við enda voru þau ekkert að flýta sér í rúllurnar þegar gjöfin var að koma.

Léttstígur er undan Sporði frá Bergi og henni Létt okkar frá Hallkelsstaðahlíð. Spennandi hestur með skemmtilegan lit.

 

 

 

 

Dagur þeirra brúnskjóttu var um daginn í hesthúsinu.

En þá héldu þessi fund en þetta eru þau Taktur hestur, Skjóna kisa og Krakaborg hryssa.

Fundargerð hefur ekki verið birt en ætla má að fundurinn hafi snúist um hagsmuni viðstaddra.

Það er ekki möguleiki á öðru en að Skjóna kisa hafi náð öllu sínu fram.

 

 

Já Skjóna kisa þáði nudd hjá Krakaborgu hryssu en þær eru báðar afar ánægðar með litinn.

 

 

Myndgæðin hjá mér eru nú ekkert sérstök en myndefnið er gott.

 
 
 

06.03.2017 00:15

Besti vinur hestakonunnar.

 

Ég fæ stundum skemmtilega pósta sem tengjast blogginu hér á síðunni og fyrir stuttu barst einmitt einn slíkur.

Það var einn dyggur lesandi að kvarta yfir því að það þyrfti að vera meiri fjölbreytni í skrifunum.

Hann vildi meina að áhugi minn á hrossum, kindum og fallegu landslagi væri til vandræða.

Það hlýtur að vera eitthvað annað að gerast hjá ykkur sem fréttnæmt gætur talist skrifaði hann pirraður.

Ég hef því ákveðið að deila með ykkur skemmtilegu verkefni sem unnið var í síðustu viku.

Hér á meðfylgjandi mynd sjáið þið uppáhalds verkfæri bóndans og uppteknu hestakonunnar.

Já ekkert svona ......................... þetta er ekki dónaleg saga.

 

Ég framkvæmdi snildar hugmynd sem ég fékk en kannski hafa margir framkvæmt hana áður.

Mér fannst hún samt góð og hún bjargaði heilmiklu af annars frábærum góðviðrisdegi.

Það er órúfanleg hefð að elda saltkjöt og baunir á sprengidaginn hér í Hlíðinni og sú hefð var einnig í hávegum höfð þetta árið.

Veðrið var einstaklega gott og sérstaklega hart í baununum þennan daginn.

Sem var alveg skelfilegt þar sem að húsfreyjan vildi mikið frekar vera að ríða út en að hræra í pottum.

Það varð því einskonar hugljómun þegar ég á tilgangslausri yfirferð um eldhússkápana rakst á töfrasprotann góða.

Ýmislegt hefur nú þurft að láta undan honum þegar mikið hefur legið við eins og einmitt þarna.

Ég lagði til atlögu við grjótharðar baunir sem þó höfðu flatmagað í vatni heila nótt og rúmlega það.

Til að gera langa sögu stutta þá breyttust baunirnar í dásamlega baunasúpur á einu augabragði.

 

 

 

Suðutíminn varð ásættanlegur svona m.v veður og húsfreyjan komst út mun fyrr en björtustu vonir höfðu gefið tilefni til.

 

 

Súpan innihélt gulrófur frá Prinsinum að austa, gulrætur úr Hornafirði og ramm íslenskan grís.

Já svínabændur eru líka bændur og margir þeirra borða lamb.

 

 

Saltkjötið var afbragð enda uppalið í Hnappadalnum en hugsanlega með Skógarstrandarívafi

 

 

 

 

 
 
 

03.03.2017 23:53

Einn enn öskudagsbróðirinn.

 

 

Sólin kemur upp hér í Hlíðinni kl 9.33 og þá yfir Klifshálsinum.

Þessi mynd er hinsvegar tekin út um hlöðudyrnar nokkru síðar.

Já veðrið er svo gott að maður hugsar bara í sól og blíðu.

Það var eins og undanfarna daga logn, sól og blíða frábært útreiðaveður.

Okkur bættist liðsauki í dag við útreiðarnar og voru við því fimm að ríða út þegar best lét.

Enda eins gott þar sem við brunuðum í Borgarnes undir kvöld til að fylgjast með 5 gangi í Vestulandsdeildinni.

Skemmtilegt mót með verðskulduðum sigurvegara og spennandi keppni.

 

 

Nú fer vonandi að styttast í að við fáum fósturtalningamanninn í fjárhúsin til að segja okkur við hverju við megum búast.

Golsa er byrjuð að bíða eins og ég en sennilega hefur hún mun minni áhyggjur af niðurstöðunni en húsfreyjan.

Við vorum snemma þetta árið að taka af snoðið en því var lokið 12 febrúar.

Alltaf spenna sem fylgir þessari talningu og smá kvíðahútur gerir vart við sig eftir hremmingar sem hafa dunið hér yfir.

 

 
 

02.03.2017 22:24

Guðdómleg blíða.

 

Myndir segja meira en mörg orð og þess vegna fáið þið engan pistill í dag.

Bara myndir af þessari dásamlegu blíðu sem okkur er boðið uppá þessa dagana.

Læt þó fylgja með stutta útgáfu af verkefnum dagsins hér í Hlíðinni.

Blíðan hefur verið kærkomin fyrir þá sem stundum tamningar og þjálfun alla daga.

Mikið riðið út en líka járnað og atast í öðrum bústörfum.

Ég þarf endilega að smella myndum af hrossum á næstunni til að sýna ykkur.

 

 

 

Þarna gnæfa Geirhnjúkur og Skálarhyrnan yfir og hrossin njóta veðurblíðunnar fyrir sunnan Stekkjaborgina.

Ég er sannfærð um að svona veður er uppáhald hjá útigöngu hestunum.

Þau voru róleg og held ég bara brosandi þegar þau fengu rúllurnar sínar undir kvöldið.

 

 

Þarna er sjónarhorn yfir vatnið sem gerir allt svo dramatískt...........

 

 

En það var bjart og fallegt að horfa í átt til nágranna minna í Hraunholtum og Eyjahreppnum.

Rauðu kúlurnar báðar í hvítum búningum í tilefni dagsins.

 

 

 

 

Sem betur fer var rólegt á tjaldstæðunum og Draugagilið fallegt og friðsælt.

Já það væri ekki slæmt að hafa heldan ís á vatninu sem væri svona eins og spegill.

Þá væri gaman að taka góðan hest og smella sér á ísinn.

 

 

Þverfellið með áberandi Svartaskúta og Hnjúkarnir á sínum stað.

Já þessi fallegi dagur.............................

 
 
 
 
 
 
 

01.03.2017 23:01

Norðurljósa Hlíðin.

 

Það var ótrúleg norðurljósasýning hér hjá okkur í Hlíðinni þetta kvöldið.

Eitthvað sem hefði getað sturlað saklausa ferðamenn endanlega.

Ég ætlaði reyndar að bjóða ykkur uppá svakalegt matarblogg í kvöld en það verður að bíða rétt eins og góðviðris myndirnar sem ég tók í dag.

Allt kemur þetta síðar en nú hef ég einmitt sett mér það takmark að blogga alla daga í mars.

 

 

Múlinn var flóðlýstur og bara býsna flottur þannig.

 

 

Tunglið speglaði sig fallega í Hlíðarvatninu.

 

 

Listaverk var einnig yfir hnjúkunum og Þverfellinu.

 

 

Ísinn á vatninu þykist ætla að stoppa eitthvað núna.

 

 

Bærinn var eins og upplýstur kubbur.

 

 

Já þetta er bara smá sýnishorn sem Mummi náði að mynda í fljótræði.

 

 
 
 
 
 
 
 

01.03.2017 22:30

Hólmurinn heillar.

 

Ég átti góðan dag með skemmtilegum hestamönnum í Stykkishólmi nú í vikunni.

Það var í fyrsta sinn sem að ég kom í reiðhöllina þeirra sem er aldeilis glæsilegt hús.

Mig langaði helst til að taka húsið með heim enda til margra hluta nytsamlegt.

Líf og fjör var í hesthúsahverfinu og alveg ljóst að þetta hús er heldur betur að gera góða hluti.

Innilega til hamingju með þessa flottu reiðhöll Hólmarar.

 

 

 
 
 
 

24.02.2017 22:53

Heldri borgarar í Hlíðinni.

 

Það var úrvals samkoma í efribænum síðastliðna helgi þegar móðursystkini mín komu þar saman.

Þau voru upphaflega 12 börn ömmu Hrafnhildar og afa Halls hér í Hlíðinni.

Fjögur eru nú látin og Ragnar sem nú dvelur í Brákarhlíð í Borgarnesi átti ekki heimangengt þaðan.

Á myndinni eru: Halldís, Anna Júlía (Lóa) Elísabet Hildur (Stella) og Sigfríður Erna (Fríða).

Þá Margrét Erla (Maddý) Sveinbjörn og Sigríður Herdís (Sirrý).

Látin eru: Einar, Magnús, Guðrún (Dúna) og Svandís mamma mín.

Meðalaldurinn er ca 80 + og óhætt er að segja að þessi hópur man nú tímana tvenna.

 

 

Þessir ræddu um smalamennskur og fleira.

Sveinbjörn var ánægður með Hall frænda sinn þegar hann straujaði til fjalla í ca 10 leit þetta haustið.

En frændinn kom fjárlaus heim svo ekki fækkaði því óheimta þann daginn.

 

 

Sveinbjörn og Jóel Bíldhólsbóndi hafa alltaf um nóg að ræða.

 

 

Hallur, Sveinbjörn og Halldís Bíldhólsfrú ræða málin.

 

 

Og enn eru málin rædd.................

 

 

Lóa og Maddý voru bara hressar og ræddu meira en prjónaskap.

 

 

Sirrý, Lóa og Maddý.

 

 

Þessar hafa nú tekið til hendinni í eldhúsinu áður og farist það vel úr hendi.

Fríða, Stella og Lóa.

 

 

Sirrý, Halldís og Maddý komnar í sófann.

 

 

Myndbandið frá því í fjöruferðinni í sumar er alltaf jafn vinsællt sjónvarpsefni.

Þarna er mannskapurinn alveg að verða dáleiddur af herlegheitunum.

Maddý, Lóa, Fríða og Hallur Pálsson.

 

Skemmtilegur dagur sem heppnaðist í alla staði vel og allir fóru glaðir heim.

Já kaffiboð eru stórlega vanmetin sérstaklega þegar meðal aldurinn er 80 +

Njótum lífsins og verum góð.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

19.02.2017 12:16

Mannlíf í myndum á vestlensku.......

 

Það var keppt í slaktaumatölti  í Vestulandsdeildinni á föstudaginn.

Bráðskemmtilegt mót með fullt af góðum hestum og færum knöpum.

Auðvita eru menn og hestar komnir mislangt í þjálfuninni en það er bara febrúar.

Já þeir sem sitja heima í fýlu og trúa ekki á vestlenska gæðinga verða bara að njóta fýlunnar sjálfir.

Því það var sannarlega gaman þetta kvöld.

 

 

Handbragðið hennar Drífu Dan er komið á deildina og var fallegt að sjá hvernig öllu var fyrir komið.

Þessar ungu dömur kynntu sér hvað var í boði ef að vel gengi í keppninni.

Þess má geta að þær eiga allar mæður og og sumar feður í deildinni.

 

 

Hér má sjá þá knapa sem röðuðu sér í efstu sætin eftir úrslitin.

Þar sem keppnin þetta kvöld var slaktaumatölt átti ég mér uppáhaldsknapa.

Að öllum öðrum ólöstuðum þá var það var hann Konráð Valur Sveinsson sem átti frábæra sýningu á slökum taumi.

Allir þessir knapar voru vel ríðandi og gaman að sjá sýningarnar hjá þeim.

Til hamingju með glæsilegan árangur.

 

 

 

 

Ég veit ekki hvort að Benni hefur verið að máta sig í dómarastarfið en allavega prófaði hann stólinn.

Af svipnum að dæma hefur Heida Dís verði að segja honum til syndanna.

 

 

Þarna bíða knaparnir eftir því að mótið hefjist.

 

 

Þau voru kát á bekkjunum þessi tvö og brostu hringinn þegar ég smellti af þeim mynd.

Ásdís í Hrísdal og Einar í Söðulsholti.

 

 

Það voru fleiri en ég að taka myndir.

 Þarna er hún María að taka mynd en ég er ekki viss hvort að Jón lendi inná myndinni.

 

 

Skagamenn í stuði eins og vera ber.

 

 

Þessar sætu skvísur brostu breitt Julianne og Brá, okkar dömur.

 

 

Dómarinn gerir sig kláran fyrir fjörið með brosmildan ritara sér við hlið.

Jonni og Gunnhildur voru númer 5.

 

 

Stefán, Guðríður, Auður Ásta og Óli voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Guðrún, Guffý og Guðrún í þungum þönkum....................

 

 

Leifur, Valdi og Ragga mætt á svæðið.

 

 

Sigurður Oddur fylgdist með sínum manni sem stóð sig með prýði.

 

 

Af svipnum má ráða að eitthvað sé í gangi.................... á bekkjunum.

 

 

Arnar deildarstjóri tekur margt með trompi.......................

Nú hefur hann tekið ,,undan faxi,, raksturinn alla leið á hann sjálfan.

Já flestir fórna sér einhversstaðar í hestamennskunni.

 

 

Árný, Sveinn og Sigbjörn taka stöðuna.

 

 

Þessir voru brattir Oddur Björn og Kolbeinn Stór Ás bóndi fylgjast með.

 

 

Það er ángæjulegt hvað fólk mætir og hvetur sitt lið.

 

 

Mæðgurnar á Ölvaldsstöðum í góðum félagsskap.

 

 

Benni stóð sig vel að vanda og var í verðlaunasæti og hlaut að launum blómvönd.

 

 

Og þar sem að konudagurinn var handan við hornið.................gladdi hann Tobbu sína.

 

 

Þessi brunar frá Fákshólum á mótin og stendur sig alltaf vel, brosmildur Þorgeir í góðum félagsskap.

 

Nú er bara að láta sig hlakka til næsta móts sem er eftir hálfan mánuð.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

18.02.2017 09:14

Kvöldstund með tamningameistara.

 

Það eru fáir sem eiga eins gott með að koma orðum að hlutunum eins og hann Benni Líndal.

Hann var með afar frólega sýningu sem að hann kallaði vinnustund í Borgarnesi fyrir stuttu.

Þar fór hann létti yfir þær aðferðir sem hann hefur notað við tamningar og þjálfun á löngum og farsælum ferli.

Þegar Benni talar hlusta viðstaddir og það er svo gaman að sjá hversu fljótur hann er að lesa bæði menn og hesta.

Ég hef farið á fjölmörg námskeið hjá Benna og alltaf komið betri manneskja heim.

 

 

Hans fólk var á kanntinum og aðstoðaði hann, hér á myndinni sjáið þið þau Siggu og Ævar.

 

 

Já það eru ekki allir reiðkennarar svo heppnir að hafa sjálfan Ævar vísindamann á hliðarlínunni.

Kannski getur hann bara látið vandamálin hverfa svona hókus pókus ????

Allavega fór vel á með þeim feðgum.

 

 

Benni var með fimm hesta með sér í sýningunni auk þess sem einn aðstoðarmaður reið með honum.

 

 

Það er ekki á öllum svona sýnikennslum sem maður sér tamningamanninn í alvöru aksjón.

Já það var allt undir stjórn jafnt lausir hestar sem áhorfendur.

 

 

Við áttu frábæra kvöldstund sem var bæði skemmtileg og fróðleg.

Að auki erum við ákaflega ánægð með að fá þessa hæfileikaríku og flottu fjölskyldu aftur til okkar á vesturlandið.

Velkomin heim Benni, Sigga og fjölskylda.

 
 
 
 
 
 

14.02.2017 12:34

Og enn meira af uppáhalds þorrablótinu.

 

Sumir eru bara betri í línunni en aðrir....................... íha.............

 

 

Hrannar er í heimanámi í línudansi................... verður sennilega í fjarnámi á næstunni.

 

 

Ég held að hann sé að forða sér af gólfinu.................

 

 

Þessi sæta skvísa mætti á sitt fyrsta þorrablót á Íslandi.

 

 

Og fannst bara gaman.

 

 

Brandarakallar.

 

 

Þessir í djúpum þönkum nú eða störukeppni, Atli Dalsmynnisbóndi og Halldór í Söðulsholti.

 

 

Það var stuð á Kolviðarnessystrum á blótinu þarna eru þær Jónasína og Sesselja.

 

 

Kaldárbakkaborðið.................

 

 

Áslaug í Mýrdal og tengdadóttirin í stuði.

 

 

Haukatunguhópurinn og unga frúin á Skiphyl.

 

 

Við Kolhreppingar getum treyst á prestinn okkar þegar kemur að þorrablóti.

Hann mætir alltaf og tekur gríni af miklu æðruleysi, það er nú ekki sjálfgefið.

Eins og myndin ber með sér skemmtu hann og Snorrastaðahjónin sér vel.

 

 

Þessar dömur voru kátar að vanda Þóra og Björg mæta alltaf á þorrablót.

 

 

Ekki lá síður vel á þessum dömum.

Sigríður Hraunholtafrú og Friðborg fyrrverandi samstarfskona okkar Siggu úr gamla góða Sparisjóði Mýrasýslu.

 

 

Lalli og Steini í stuð eins og vera ber. Skál fyrir því...................

 

 

Þessi mynd er tekin við borðið þar sem spekingar spjalla.

Andrés Ystu - Garðabóndi, Albert á Heggstöðum og Kristján á Stóra Hrauni.

 

 

Hermann ,,þingmannsfrúin,, okkar var kátur.

 

 

Ölver og Ragnhildur í Ystu - Görðum mættu líka á þorrablót.

 

 

Ystu - Garðahjónin hafa gaman með þeim Alberti og Kristjáni.

 

 

Hulda Kaldárbakkafrú og Jón Zimsen á Innra - Leiti.

 

 

Garðabændur hressir á þorrablóti.

 

 

Hljómsveitin Meginstreymi stóð sig með miklum ágætum og hélt fólki vel við dansgólfið.

 

Hér hafið þið fengið smá innsýn í fjörið á þorrablóti 2017.

Aldeilis frábær skemmtun.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
 
 
 
 
 

08.02.2017 22:48

Þorrablótsfjör fyrsti hluti.......af mörgum.

Eins og reikna mátti með var mikið stuð og frábær stemming á þorrablótinu í Lindartungu.

Fullt hús af skemmtilegu fólki, góður matur og skemmtiatriðin dæmalaus eins og við var að búast.

Húsfreyjan fékk alveg sinn skammt og ríflega það, en er að sjálfsögðu kampakát með dæmið.

Élísabet skemmtanastjórafrú lék mig með þvílíkum tilþrifum að ég verð ekki nema svipur hjá sjón á næstunni.

Hún er mikið betri ég en ég...............

Það er alveg ljóst að nú get ég valið úr hvar ég mæti í eigin persónu á næstunni.

Afar hentug að hafa auka eintak sem er miklu betra en ég til að senda á mikilvæga staði.

Ertu ekki annars alveg klár Elísabet ?

Myndin hér að ofan sýnir hugarástand blótsgesta.

 

 

Þóra og Björg mættu eins og vera ber.

 

 

Þarna eru Juliane og Maron, dásamlegt aðstoðarfólk sem líka er gaman að skemmta sér með.

 

 

Þessir voru á léttu nótunum og ræddu saman með mígrafón við hönd.

Jóel á Bíldhóli og Magnús á Snorrastöðum.

 

 

Þau voru hress fjölskyldan úr Laugargerði.

 

 

Þessi eru voða sæt, Þórður okkar frá Mýrdal með sína frú.

 

 

En þessi þau eru ennþá meira sæt................. hreppstjórinn okkar og frú í Mýrddal.

 

 

Á þorrablóti er um að gera smakka eitthvað gott, Jónas á Jörfa á góðri stundu.

 

 

Sigurður Hraunholtabóndi vað auðvita mættur á blótið.

 

 

Mæðgurnar Lilja og Stína skemmtu sér vel á þorrablótinu.

 

 

Já já og líka Jóngeir hann var bara hress kallinn.

 

 

Þetta er Skógastrandarborðið það var hópferð frá Bílduhóli.

 

 

Ásta Stakkhamarsfrú og Anna Erla frænka mín voru kátar.

 

 

Fulltrúar Eyja og Miklaholtshrepps komu m.a frá Minni Borg og Hofsstöðum.

 

 

Allt undir kontról.

 

 

Sögustund í boði Árna, Gísli og Ásbjörn fylgjast með eins og Karina.

 

 

Þarna tapaði hreppstjórinn söguþræðinum og leysti upp sögustundina.

 

 

 

Þessir voru hressir Hörður Ívars og Nettódrengurinn okkar allra hann Kristján.

 

 

Talandi um hressir.................... þessir tveir eru hér u.þ.b að bjarga heiminum.

Samherjar í skólaakstri í margra ára Gestur á Kaldárbakka og Eggert á Hofsstöðum.

 

 

Þau eru hugsi þarna Dalsmynnissystkyni og makar þeirra.

 

 

Eldhressir Grundarbændur voru að sjálfsögðu mættir og útí sínu horni eins og vant er.

Björgvin og Magga kát.

 

 

Þetta er krakkarnir á Stóra Hrauni en orðin svolítið stór og fullorðið fólk.

Jón Þór og Kristín Halldóra.

 

 

Þingmaðurinn okkar í góðum gír en hún verður alltaf þingmaðurinn okkar hvort sem hún er á þingi eða ekki.

Hanna María Miðgarðabóndi í góðum félagsskap.

 

Fleiri myndir birtast fljóttlega hér á blogginu einnig vil ég benda ykkur á að ég setti inn nokkur ný sölu hross hér á síðuna undir flipanum ,,söluhross,,

Þið væruð dásamleg ef að þið vilduð ,,like,, og deila fyrir mig þessum upplýsingum.

Bestu kveðjur úr Hlíðinni.