28.06.2016 11:14
Þetta er ónefndur hestur undan Kolskör og Þyti frá Skáney.
Aðeins að klóra sér................
Hann er á leiðinni suður á land með mömmu sinni sem á stefnumót við sjálfan Spuna frá Vesturkoti.
|
|
|
|
|
|
Karún mín nýköstuð þann 5 júní s.l ég var svo skjálfhennt þegar ég tók þessa mynd að það er mesta furða hvað hún er lítið hreyfð.
Já blóðþrýstingurinn fór aðeins úr böndunu þetta kvöld enda mikið í húfi. Ég var mætt á staðinn til að fylgjast með gömlu minni kasta og hugðist taka langt og ýtarlegt videó af viðburðinum. Allt gekk að óskum til að byrja með en svo fór gamanið að kárna. Folaldið var með aðra framlöppina ofan á hausnum og þeir sem hafa lent í því að draga folald frá hryssu vita að það er FAST. Þar sem klukkan var rétt að verða tvö að nóttu og ansi fáliðað heima fyrir voru góð ráð dýr. Eftir mikið fát og misheppnaðar hringingar var ekkert annað í stöðunni en smella sér á jörðina spyrna í bossann á gömlu og taka á af öllum kröftum. Sem betur fer tókst þetta hjá okkur Karúnu og myndar hryssa kom í heiminn.
Ég veit ekki hvor var dasaðri hryssan eða frúin. Folaldið var sprækt, stóð fljótt upp og komst á spena svo að allt leit vel út og ekki sjáanleg nokkur vandræði.
Frúin fór í háttinn alsæl með hvernig til tókst...............hún fær nú helst dramaköst yfir ferfættum sparigripum.
En fjörið var ekki búið.
Eftir rúmlega sólarhring fárveikstist litla hryssan og var ansi tæpt að það tækist að bjarga henni.
En uppáhalds dýralæknirinn minn hann Hjalti var snöggur að breggðast við þó svo að hann væri í reiðtúr út á Löngufjörum.
Kom og meðhöndlaði folaldið sem hafði veikst svona hastarlega þegar hún kom ekki ,, folaldaskítnum ,, frá sér.
Litlan var svo meðhöndluð í rétt rúma viku, hresstist fjótt og er núna með móðir sinni hjá honum Kafteini Ölnirssyni.
Já þetta er Kafteinn Ölnirs og Skútuson, fjallmyndarlegur kappi sem mælist 141 cm á herðar einungis 2 vetra gamall.
Hann er í girðingu á Lambastöðum í Laxárdal.
Símon sjarmur sem varð 3 vetra nú í vor.
Hann er undan Arion frá Eystra Fróðholti og Karúnu frá Hallkelsstaðahlíð
Hann hefur aðeins verið að sinna hryssum hér heima í Hlíðinni.
|
|
|
|
Þarna er hún Andvaka sem er undan Ölni frá Akranesi og Karúnu minn.
Hallkell heitir sá jarpi undan Hersir frá Lambanesi og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.
Sá skjótti er Lokkur undan Ölni frá Akranesi og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.
Við tökum stundum knús þar sem þessi er upphálds Hagur undan Skýr frá Skálakoti og Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.
Kveikja undan Stimpli frá Vatni og Þríhellu reynir að vera með.
Brekka litla dóttir Vita frá Kagaðarhóli og Þríhellu frá Hallkelsstaðahlíð og Hjaltalín dóttir Skútu og Álfarins frá Syðri Gegnishólum.
Segja Skúla eitthvað mikilvægt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
23.06.2016 23:15
Sláttur hófst hér í Hlíðinni þann 22 júní.
Mummi rauk af stað í miklum ham eftir sigur okkar manna á EM í fótbolta.
Hólbrekkan og Hvammurinn urðu fyrir valinu en þessi tún voru alltaf talnin með tiltektinni í kringum gamla bæinn.
Dásamleg er lyktin af ný slegnu grasi og virkar eins og skotheld staðfesting á því að nú er sumarið komið.
Grænt og ilmandi.............við rifjum en sumir snúa eða jafnvel tætla.
Hér er lagt af stað í fystu rúlluna en ef að allt gengur að óskum verða þær vonandi vel á annað þúsundið.
Mummi og Jacob að taka hrollinn úr rúlluvélinni og koma öllu á skrið í heyskapnum.
Og þessi lét ekki sitt eftir liggja því þegar hann hafði rakað í múga var Hólbrekkan rökuð betur.
Já hún Fríða frænka mín í Hafnarfirði hefur oft tekið þessa sveiflu í kringum gamala bæinn.
Hún væri eflaust ánægð með að sjá til stráksa þarna.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
19.06.2016 22:20
Það er orðinn árviss viðburður að við hér í Hlíðinni smellum okkur á Löngufjörur í kringum 17 júní.
Ferðin verður alltaf lengri og lengri svo það lítur út fyrir að þjóðhátíðardagurinn verði að þjóðhátíðarvikunni áður en langt um líður.
Að þessu sinni var hópurinn stór og afar skemmtilegur.
Hér á eftir kemur smá sýnishorn af því hvað það var gaman hjá okkur.
|
Þessar ungu dömur eru frábærlega hestfærar og geta riðið hvert sem er.
Þarna er hópurinn að leggja af stað eftir höfðinglegar móttökur á Mel.
Hjónin í Votumýri komu og riðu með okkur.
Þessi voru hress og kát.
Já, já og þessar líka.............. enda tilbúnar á hvítu fjörurnar.
Majbritt og Jakob stóðu sig vel enda harðduglegir danir þar á ferð.
Í svona ferð verður stundum að raða þétt, verknemarnir tóku því með bros á vör.
Áfram Danmörk.............þarna eru þau nýbúin að skoða myndarlegt kúabú.
Þessar fallegu frænkur eru alltaf brosmildar og skemmtilegar.
Nafna mín er stundum í símanum eins og fleiri Sigrúnar....................
Þarna erum við Brá flottir ,,íhaldsmenn,, en bara smá stund.
Maron og Molli áttu góða daga saman.
Þessi efnilega hestakona er ekkert að væla um aðstoð við til að bera hnakkinn.
En hann er nú samt næstum eins þungur og hún sjálf.
Upp fór hann og auðvita er rétt að láta pabbann halda í fyrir sig.
Svona hestakonur verða eitthvað..............
Þær voru margar efnilegar í þessari ferð, þarna er Þorbjörg að stilla múlinn og þar er gert af nákvæmni.
Brá og Fannari kemur einstaklega vel saman og brosa hér bæði út að eyrum.
Baltasar er mikið burstaður enda í smá uppáhaldi.
Voða sæt saman hann og Majbritt.
Kjarnakonur Guðný Dís sem verður fulltrúi okkar ferðafélaga á Landsmóti, Elva og Gunna vinkona þeirra.
Að sjálfsögðu var kvöldvaka og þar fór fram handstöðu keppni.
Skúli og Elva sigruðu enda þræl spræk en ekki alveg jafn gömul...............
Þarna er sigurvegarinn í flokki húsmæðra.............en þessi getur allt og þetta líka.
Þessar eru eðal en vita held ég ekkert af því.............. Erla og Auður á góðri stundu.
Talandi um eðal, Stína og Jonni hress og kát eftir velheppnaðan dag á fjörunum.
Auðvita er svo sungið eins og vera ber, þarna eru Sigrún og Mummi í léttri sveiflu.
Já aldeilis frábær ferð með góðu fólki.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir
03.06.2016 07:28
Þegar sólin var að brjótast í gegnum morgunþokuna kom þessi litli hestur í heiminn.
Þetta er hann Sólstafur frá Hallkelsstaðahlíð, undan Ási frá Hofsstöðum og Létt frá Hallkelsstaðahlíð.
Þegar húsfreyjan varð eldri á síðasta ári fékk hún eina 5 folatolla í afmælisgjöf, nokkrir af þeim verða folöld í ár.
Já afmælistollarnir mínir breytast nú óðfluga í gæðingsefni.
Get ekki lýst því hvað það er gaman að verða 50+
Þar sem að faðirinn er 9,5 töltari varð sá litli að byrja æfingar hið snarasta.
Æfingarnar fóru samt mest fram á brokki...............
Þernu litla Skýrs lét sér fátt um finnast og var frekar syfjuleg enda ekkert kominn fótaferðatími hvorki fyrir hana eða mig.
Þessi hryssa sem birtist úr fjallinu í gær var steinsofandi og það var ekki fyrr en ég potaði í hana sem að hún rauk úr draumalandinu.
Það var svo sem ljótt að trufla þennan væra svefn.
Þessi hryssa er undan Aljóni frá Nýja Bæ og Rák frá Hallkelsstaðahlíð.
Nú er bara að finna gott nafn á hana sem fyrst.
Rák þurfti aðeins að fara úr mynda uppstyllingunni og klóra sér smá.
Sú litla líka enda er best að gera eins og mamman.
Og svo Kolskör mín líka..............allir að klóra sér og teyja í morgunsárið.
Kolskör bíður spennt eftir afkvæmi Þyts frá Skáney eins og ég.
Nú fer heldur betur að færast fjör í leikinn og hryssurnar allar sáttar með að vera komnar í köstunarhólfið sitt.
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
|
Skrifað af Sigrún Ólafsdóttir