Færslur: 2025 Janúar

31.01.2025 13:57

Og enn eru það síðbúnir fréttamolar 2024.

 

Smalamennskur og réttir eru klárlega eitt það skemmtilegasta við sauðfjárbúskapinn.

Að eiga svona dýrmætan hóp að eru forréttindi af bestu gerð.

Við erum svo þakklát fyrir ykkur alla daga.

Hér sjáið þið hópinn sem smalaði með okkur þetta árið.

 

 

Vaskur hópur að leggja af stað í fjallið, þessir smala að sunnan verðu.

 

 

Lánið lék við okkur og besta veður sumarsins var klárlega í réttarvikunni.

 

 

Þessi vösku drengir að gera sig klára fyrir svæðið að norðan verðu.

Dyjadalir, Ferðamannaborg, Beinakast og Hlíðarbunga voru ekki vandamalið.

Krakaborgardalurinn, Baltahryggurinn og Svartabrúnin voru auðvitað með.

 

 

Sumir smalarnir geta alveg talað....................

 

 

Þessir kappar eru á heimleið úr Oddastaðafjalli eftir velheppnaða smalamennsku.

Það eru alltaf veitingar þegar komið er inn um túnhliðið enda þarf féð að hvíla sig fyrir síðasta spölinn.

 

 

,,Sjáðu tindinn...........................

 

 

Hér eru alvarlegu málin rædd.

 

 

Hér er eftirlitið að störfum.

 

 

Sveinbjörn heitinn frændi hans væri nú ánægður með þetta.

 

 

Stund milli stríða..................

 

 

Um réttirnar er sjálfsagt að borða hollan og góðan morgunmat t.d sírópslengjur og kanelsnúða.

Látum svo skyr, brauð, kjöt og lax fljóta með.

 

 

Það eru ekki réttir nema bakað sé úr mjög mögrum kílóum af hveiti.

 

 

Þetta harðsvíraða gengi gerði það að verkum að við húsfreyjurnar í Hlíðinni gátum smalað og ragað í fé alla daga.

Við söknum mikið Stellu, Lóu og þeirra allra sem farnar eru en þessi komu sterk inn.

 

 

Þessir öflugu smalar sestir að snæðingi.

 

 

Auðvita er þessi fyrstur að klára matinn sinn en hann er alltaf fyrstur upp Giljatungurnar.

Og þó að hann þurfi að fara þær upp og niður allan daginn þá blæs hann ekki úr nös.

Hann getur því brosað breytt.

 

 

Eldhúsdaman og alltmuligt daman bregða á leik.

 

 

Virðulegar systur.

 

 

Verði ykkur að góðu.

 

 

Smalasögur....................

 

 

Það dugar ekkert nema hljómsveit................

 

 

Það hafa verið góðar sögur við þetta borð.

 

 

Gítarleikarinn og rótarinn brosleitir að vanda.

 

 

Það eru hvergi meiri líkur á að segja eitthvað gáfulegt en á jötubandinu.

Það vita þessi.

 

 

Dagurinn sem að lífgimbrarnar komu inn var fallegur en endaði auðvitað með roki og rigningu.

 

Fleiri molar 2024 á næstunni.

 

29.01.2025 15:21

Síðbúnir fréttamolar 2024 framhald.

 

Það er ótrúlega gaman að fletta í gegnum myndirnar í símanum og rifja upp augnablikin.

Eins og í síðasta bloggi koma hér nokkrar myndir frá árinu 2024.

 

 

Sauðburður er alltaf líflegur.

Þarna sjáið þið hluta af fæðingadeildinni.......................

Það var matartími.

 

 

Hér er það hins vegar ,,kaffitíminn,, Atli Lárus gefur Atla heimaling.

 

 

Hér er allt í standi................

 

 

 

 

Þessi hér eru öflug þegar kemur að sauðburði, já og réttum.

Rafvirkinn gefur stuð og þroskaþjálfinn greinir allt og alla.

 

 

Ekki eru þessi síðri en þau eru farin að sérhæfa sig í forustufé og ,,brjóstagjöf,,

 

 

Þessi mynd var tekin af okkur frænkum í vor þegar sauðburðarþreytan breyttist í galsa.

 

 
 

Þessi er hins vegar tekin fyrir örfáum árum......................

 

 

Þessir fjórir strákar eru þarna að sækja geldfé og keyra það suður að Hafurstöðum.

Einn vinnur meira en hinir.

 

 

Aflatölur úr Hlíðarvatni eftir sumarið 2024 eru góðar.

 

 

Margir fræknir veiðimenn spreyttu sig en sumur eru einfaldlega betri en aðrir.

 

 

Fjölmargir gönguhópar komu til okkar og flestir gengu þeir Vatnaleiðina góðu.

 

 

Margir hestahópar komu líka til okkar síðast liðið sumar.

 

 

Óvenju fáir fóru þó ríðandi Fossaleiðina, það kom til af mikilli úrkomu og vondu færi þar af leiðandi.

 

 

Þarna lúrir tjörnin á Grafarkastinu og hefur það gott...................

 

 

Svona veður var oft sumar sem leið, hægviðri en rakinn í loftinu mikill.

 

 

Þessi mynd gæti heitið sauðburður nálgast................ sjáið þið snjóinn í fjöllunum ?

 

 

En sumir dagar voru dásamlegir.

 

 

En aftur að gönguhópum.....................

Þessi vaska sveit gekk á Geirhnjúk seinni part sumars undir styrkri stjórn Guðmundar Rúnars Svanssonar í Dalsmynni.

Að lokinni göngu kom hópurinn í kaffi og spjall til okkar.

Við áttum ánægjulega stund og nú er hugmyndin að halda áfram þessu formi í samstarfi við Guðmund Rúnar.

Ganga, skoða og koma í kaffispjall á eftir.

 

 

Það er víða fallegt á fjöllum og ekki síst þegar maður nálgast Geirhnjúkinn.

 

 

Nautaskörðin eru uppáhalds hjá mörgum og þau eru sannalega í miklu uppáhaldi hjá mér.

 

 

Geirhnjúkurinn er ósköp lítill frá þessu sjónarhorni drónans en hann er samt tæpir 900 m yfir sjávarmáli.

Illagilið nýtur sín vel á þessari mynd og Axlirnar líka.

 

 

Svolítið skrítin hlutföll hjá drónanum hér.....

 

 

Það er lítið í Hlíðarvatni þarna og túnin sem við köllum inn í Hlíð njóta sín vel,

en þau eru vel falin nema frá þessu sjónarhorni.

 

 

Fossakrókurinn en þarna er mjög lítið í fossunum eins og sést.

 

 

Þarna rétt sést í endan á Krakavatni en meira í Brúnavatnið.

 

 

Þessi mynd er tekin úr Fossakróknum og sérst Fossáin liðast í átt að vatninu.

 

Læt þetta duga í bili en það er alveg ljóst að ég á þó nokkuð eftir af molum frá 2024.

Þeir koma síðar.

 

06.01.2025 03:31

Síðbúnir fréttamolar 2024.

 

 

Gleðilegt nýtt ár!

 Kærar þakkir fyrir það liðna með bestu kveðjum frá okkur í Hlíðinni.

Árið 2024 var skrítið ár og best man ég eftir því að það kom ekkert sumar.

Með því að renna í gegnum myndirnar í símanum mínum rifjaðist upp ýmislegt.

Ég ætla að deila með ykkur nokkrum minningum svona af handahófi.

Staðreyndir, mannlíf og allt hitt hér í langri færslu.

Hér kemur fyrsti hluti.

 

 

Þessi mynd sýnir sumarið 2024...............................

 

 

Við spáðum í virkjun....................

 

 

En þá fór stóðhestagirðingin á flot.

 

 

Þá var byrjað að bora ................................. og erum alls ekki hætt.

Einn bjartsýnn hinir efins....................

 

 

Náttúruperlur eru mismunandi..................við erum jú í ferðaþjónustu.

 

 

Við erum endalaust þakklát fyrir alla góðu gestina okkar þetta árið.

 

 

Alltaf gaman að fá svona frá gestunum.

 

 

En dagarnir sem að voru svona........................ þeir voru fáir í sumar sem leið.

 

 

 

Meira að segja vatnið fór á kaf....................allavega stráin á bakkanum.

 

 

Svo var bara allt í einu komið haust.

 

 

En við náðum að bera á og grasið spratt...................

 

 

Rúllurnar...................þær eru margar blautar.

 

 

Þessir þurftu regnbuxur til að merkja rúllurnar það segir sitt.

 

 

Mig grunar að þessir feðgar verði ekki áhugasamir um að leggja sig svona í næsta sauðburði.

 

 

Frúin fór á afmælishátíð Félags tamningamanna og fékk þessa fínu viðurkenningu.

Alltaf gaman að fá svona og rifja upp skemmtilega tíma frá viðburðaríkri formannstíð.

 

 

Eins og gerst hafi í gær.

 

 

Það var gaman að hitta höfðingjann Pétur Behrens vin minn.

Félag tamningamanna á honum mikið að þakka og oft leitaði ég til hans í minni tíð.

 

 

Þá rifjaðist upp fyrir mér hvað það var gaman að fá Þotuskjöldinn hjá Hestamannafélaginu mínu Snæfellingi.

 

 

Við erum löngu farin í hundana á þessum bæ.........................

 

 

Og hundakvöldin hér í Hlíðinni heppnuðust vel.

 

 

Gaman saman og öll námskeið bókuðust strax.

 

 

Ég hef heyrt það út undan mér að Gísli yfirkennari og Mummi séu að undirbúa næstu seríu.

En fyrir ykkur sem að viljið fylgjast með og slást í hópinn þá er síða á fésbókinni sem heitir ,, Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð,,

Eins er bara alveg sjálfsagt að hringa og forvitnast um málið.

 

 

Það voru ekki bara hundanámkeið á árinu, ónei það var mikið um að vera og vonandi náum við því aftur í vetur.

 

 

M.a kom Þorvaldur Kristjánsson og hélt gott námskeið og fyrirlestur.

 

 

Kátir ,,Hólmarar,, mættu galvaskir.

 

Spáð í spilin.

 

 

Þessir voru hressir.

 

Og áfram var spáð ...........................

 

 

Árið var með líflegasta móti hjá Mumma í kennslu erlendis og eins fór góður hópur hrossa til nýrra eigenda.

Það er ansi langt á milli heimkynna hjá þessu hryssum eftir að þær flugu til nýrra eigenda en þær hittust á námskeiði hjá Mumma.

Það er líka svo gaman þegar fyrri kaupendur eru kátir og versla aftur sem verður kannski til þess að bræður og stíufélagar hittast á nýjum slóðum.

 

 

Sumir æfa og æfa....................................... yfirþjálfari Fannars að störfum.

 

 

Og pabbinn fær örsjaldan að taka sprett.

 

 

Ég settist í dómarasæti.

Það er alltaf jafn gaman að dæma glæsta gæðinga og flotta knapa.

 

 

Svo er það endurmenntunin hún er nauðsynleg.

Sótti bæði endurmenntun gæðinga og íþróttadómara.

 

 

Aðalfundur gæðingamómara var haldinn í Borgarnesi, það var létt verk að stýra honum enda eru gæðingadómarar eðal.

 

 

Þularstörf á hestamótum er skemmtileg fyrir hestadellufrú.

Ég fékk að þula á fjölmörgum.

 

 

Mót Vestulandsdeildar eru uppáhalds.

 

 

Þessir vösku sveinar stóðu vaktina með sóma.

 

 

Engin er betri en Katrín þegar kemur að tólistinni í dómpalli.

 

Læt þetta duga að sinni en á eftir að rifja upp sauðfé, hross, pólitík og ýmislegt fleira.

 

 
  • 1