Færslur: 2025 Janúar
31.01.2025 13:57
Og enn eru það síðbúnir fréttamolar 2024.
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Smalamennskur og réttir eru klárlega eitt það skemmtilegasta við sauðfjárbúskapinn. Að eiga svona dýrmætan hóp að eru forréttindi af bestu gerð. Við erum svo þakklát fyrir ykkur alla daga. Hér sjáið þið hópinn sem smalaði með okkur þetta árið.
|
29.01.2025 15:21
Síðbúnir fréttamolar 2024 framhald.
Það er ótrúlega gaman að fletta í gegnum myndirnar í símanum og rifja upp augnablikin.
Eins og í síðasta bloggi koma hér nokkrar myndir frá árinu 2024.
![]() |
Sauðburður er alltaf líflegur. Þarna sjáið þið hluta af fæðingadeildinni....................... Það var matartími.
|
![]() |
||
Hér er það hins vegar ,,kaffitíminn,, Atli Lárus gefur Atla heimaling.
|
![]() |
Þessi hér eru öflug þegar kemur að sauðburði, já og réttum.
Rafvirkinn gefur stuð og þroskaþjálfinn greinir allt og alla.
![]() |
Ekki eru þessi síðri en þau eru farin að sérhæfa sig í forustufé og ,,brjóstagjöf,,
![]() |
Þessi mynd var tekin af okkur frænkum í vor þegar sauðburðarþreytan breyttist í galsa.
![]() |
Þessi er hins vegar tekin fyrir örfáum árum......................
|
![]() |
||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Þessir fjórir strákar eru þarna að sækja geldfé og keyra það suður að Hafurstöðum. Einn vinnur meira en hinir.
|
Þessi mynd er tekin úr Fossakróknum og sérst Fossáin liðast í átt að vatninu.
Læt þetta duga í bili en það er alveg ljóst að ég á þó nokkuð eftir af molum frá 2024.
Þeir koma síðar.
06.01.2025 03:31
Síðbúnir fréttamolar 2024.
![]() |
Gleðilegt nýtt ár!
Kærar þakkir fyrir það liðna með bestu kveðjum frá okkur í Hlíðinni.
Árið 2024 var skrítið ár og best man ég eftir því að það kom ekkert sumar.
Með því að renna í gegnum myndirnar í símanum mínum rifjaðist upp ýmislegt.
Ég ætla að deila með ykkur nokkrum minningum svona af handahófi.
Staðreyndir, mannlíf og allt hitt hér í langri færslu.
Hér kemur fyrsti hluti.
![]() |
||||||||||||||||
Þessi mynd sýnir sumarið 2024...............................
|
![]() |
||||||||||||||||||
Svo var bara allt í einu komið haust.
|
|
- 1