24.02.2020 19:06

Það er töff að verða 90 ára.

Þann 3 febrúar síðast liðinn varð hún Lóa móðursystir mín 90 ára.

Hún var heima hjá sér í tilefni dagsins og tók á móti þeim sem litu við hjá henni.

Lóa er ótrúleg kona prjónar, les og gerir ótrúlegustu hluti þó svo að tugirnir séu komnir níu.

Það sem Lóa kann best að meta um þessar mundir er að fá gesti og símtöl frá ættingjum og vinum.

Hér með koma nokkrar myndir sem teknar voru þá þrjá daga sem hún tók á móti gestum.

Já segið svo að þetta hafi ekki verið alvöru veisla næstum eins og brúðkaupin í gamla daga.

 

 

Þessar systur voru mættar til að fagna með Lóu, Stella, Halldís og Maddý.

 

 

Sveinbjörn fékk einkaakstur frá Brákarhlíð og vestur en uppáhalds vinkona hans og fjölskylda tóku hann með.

Þarna er hann með afmælisbarninu og Jóel á Bíldhóli.

 

 

 

Það er svolítill aldursmunur á þessum frænkum enda eru Lóa langafasystir Söndru Fanneyjar.

 

 

Altli Lárus splæsir knúsi á afmælisdömuna sem kann vel að meta það.

 

 

Og svo er að pósa smá með henni líka.

 

 

Guðbrandur á Staðarhrauni og Sæunn á Steinum mættu líka í afmælið.

 

 

Sauðfjárbændur úr Álfkonuhvarfinu létu sig ekki vanta í veisluna.

 

 

,,Litli,, Hallur með nokkrum af sínum afkomendum.

 

 

Jóel og Sigríður húsfreyja í Hraunholtum klár í myndatökuna.

 

 

Þarna eru þau örugglega farin að ræða smalamennskur nú eða hestaferðir.

 

 

Skáneyjarmæðgur hressar að vanda.

 

 

Hér er það gestabókin.................................. eins gott að hafa allt á hreinu.

 

 

Málin rædd.............. Hrannar , Björg og Randi að ræða eitthvað gáfulegt.

 

 

Stofufjör.

 

 

Þessir tveir hafa alltaf um eitthvað að spjalla.

Sigurður í Hraunholtum og Sveinbjörn ræða stöðuna.

 

 

Og hún er greinilega bara góð.................. kátir kallarnir.

 

 

Þessar tvær frænkur eru góðar saman.

 

 

 

Líka þessar tvær.

 

 

Svo maður tali nú ekki um þessar tvær.

 

 

Nágrannar í fjöldamörg ár Sigríður Jóna og Anna Júlía en það er fullt nafn hjá henni Lóu.

 

 

Þessar eru góðar saman og hafa margt brallað, já og spjalla saman vikulega í síma.

Það er nauðsynlegt að fylgjast með og taka stöðuna reglulega.

 

 

Þessar tvær voru kátar og hressar að vanda Halldís og Sigríður Jóna.

 

 

 

Sveinbjörn og Jóel hugsi að hlusta á taumleusa speki.................

 

 

Þessi tvö eru alltaf í stuði.

 

 

Stella og Sara Margrét að ræða máin.

 

 

Þessir tveir náðu vel saman og höfðu um margt að spjalla.

 

 

Hér eru þeir sennilega að ræða smalamennskur................... og skipuleggja þær.

 

 

Frændurnir Ragnar og Mummi að æsa barnahópinn. 

Það tókst alveg.

 

 

Við frænkur að undirbúa okkur fyrir ferð í hesthúsið.

Þar er fínnt að vera finnst okkur Svandísi Sif.

 

 

Frændur í stuði Atli Lárus og Ragnar ömmubróðir.

 

 

Það fer alltaf vel á með þessum stelpum þegar þær hittast.

 

 

Albert á Heggstöðum og Atli Lárus eru afbragðs grannar.

 

 

Það var mikið spjallað og hlegið enda ekki 90 ára afmæli á hverjum degi.

 

 

Hjónin í Haukatungu mættu til að fagna með afmælisbarninu.

 

 

Málin rædd.

 

 

Þessi tvö deila afmælisdegi en hann er ekki fyrr en í febrúar.

Maddý og Magnús en hún er afasystir hans.