30.06.2009 00:28

Útilega með eða án Fjórðungsmóts?Líf og fjör í útilegu.
Það hefur verið líflegt á tjaldstæðunum hjá okkur að undan förnu enda veðrið leikið við okkur í Hlíðinni. Veiðin hefur líka verið góð og það er sko fljótt að fréttast á milli manna.
Þið sem að viljið kannske ekki vaka jafn lengi og hörðustu partýljónin á Fjórðungsmóti rennið bara til fjalla og við munum gera okkar besta til að finna friðsælan blett.

Nú styttist í Fjórðungsmót og á morgun koma fyrstu ,,nýbúarnir,, til okkar sem verða fram yfir mót. Sumir koma langt að ríðandi en aðrir koma keyrandi með gæðingana.
Svæðið á Kaldármelum er að verða tilbúið og lítur mjög vel út, það stefnir sannarlega í stórmót í vikunni.
Allir að mæta...............