28.06.2009 22:12

Nú er sumar gleðjumst gumar........



Maður þarf nú ekki að muna allt er það????????
Hér með er heimildarmynd af húsfreyjunni í mjög miklvægu hlutverki, sem sagt að telja saman hrossin og athuga hvort að það eru ekki örugglega allir með í hópnum úr fjallinu.

Það er búið að vera alveg dásamlegt veður um helgina sól, logn og blíða. Margt var um manninn á tjaldstæðunum og veiðimennirnir hæst ángæðir því veiðin var góð. Um helgina komu líka góðir gestir sem að ég hafði ekki hitt lengi, voru þá rifjaðar upp skemmtilegar stundir og árin frá samverunni talin aftur og aftur. Það er svo stutt síðan.......en árin samt svolítið mörg. SKR'ITIÐ.

Á föstudaginn fórum við með tvær hryssur undir hestagullið Sporð frá Bergi sem nú er í Hólslandi.
Þetta voru hryssurnar Sunna og Karún. Ég hvet ykkur til að skoða myndirnar af honum Sporði sem eru inná síðunni Hellnafell sem er tengill á forsíðunni hér. Síðan smellið þið á myndasíður svo á nýasti picasavefurinn minn og að lokum smellið þið á stóðhestarnir frá Bergi þá sjáið þið þennan sniðuga hest.

Tignin mín kastaði hestfolaldi á fimmtudaginn þetta er myndar hestur undan honum Sparisjóði mínum. Ég er ekki ennþá búin að nefna hann en er að hugsa.........myndir af honum koma fljóttlega.

Það hefur verið mikið riðið út og góða veðrið notað vel og lengi dag hvern. Mörg skemmtileg tryppi eru hér á járnum og gaman að sjá þau þroskast, læra og verða enn skemmtilegri.
Við erum farin að skoða 4v tryppin okkar aðeins og ég verð að segja að mér líst rosalega vel á tryppin undan honum Arði frá Brautarholti. Þið ykkar sem eruð að fara á Fjórðungsmót skoðið endilega hryssuna hennar Söru í Álfhólum sem skráð er til leiks í tölti. Hryssan heitir Díva og er Arðsdóttir, ég hef séð hana nokkrum sinnum í vetur og er stórhrifin.
Eins er hér afar skemmtilegur foli undan Huginn frá Haga og fleiri og fleiri................