Flokkur: Daglegt líf í Hallkelsstaðahlíð

31.03.2010 22:30

Skítakuldi.


Orð dagsins ,,skítakuldi,, svo sannarlega norðan rok og hálfgerð leiðindi í veðrinu en þar sem þetta er bara páskahretið þá er ég ekkert að ergja mig á því.
Dagurinn í dag var bara vel nýttur í verkefni innandyra sem höfðu beðið vegna anna og þá helst vegna verðurs, sko á meðan það var blíða.

 Í gær var fundur hjá Fagráði í hrossarækt mörg mál voru á dagskrá og fundurinn ljómandi góður og vonandi að sama skapi gagnlegur.
Það er greinilegt að mars er að vera einn vinsælasti fundamánuður ársins og fyrir fólk eins og mig er úr nógu að moða. Verst hvað ég er að verða löt að sækja fundi nema þeir snúist um hross. En það er kannske bara þroskamerki hjá kellu, aldrei að vita nema hún vitgist með árunum.

Ég átti alltaf eftir að segja ykkur frá því að feðgarnir fóru að keppa í KB mótaröðinni um síðustu helgi. Mummi fór á Fannari í A flokkinn og Skúli á Gosa í B flokkinn.
Þeim gekk nú bara nokkuð vel Fannar og Mummi höfnuðu í 3 sæti en Gosi og Skúli í því 6.
Annars eru skipti í gangi núna Fannar er hér í þjálfun emoticon en Skriða fór í Steinsholt með Mumma. Ég er svo lukkuleg þegar nóg er af Gusturum í hesthúsinu eins og núna.
Nú verður kella að fara að taka sig á og mynda eitthvað af viti  til að setja hér inn.

Ég hef skoðað eldgosið eins og meiri partur landsmanna og einhver hluti jarðarbúa.........en ég skoðaði það í sjónvarpinu og Mogganum. Finnst það bara fínt og algjörlega nóg.
Það er nefninlega þannig að mér verður kalt á tánum við tilhugsunina um að þramma þarna upp svo keypti ég ekki flugelda fyrir síðustu áramót svo ég á enga heimtingu á björgun ef að ég gefst upp á miðri leið. Ég sagði reynar í dag að líklega mundi ég nú kíkja á gos sem yrði hér á næstu slóðum en fékk mjög hörð viðbrögð þar sem fólk greinilega misskildi mig eitthvað og hélt að ég væri að spá gosi í Kolbeinsstaðahreppnum.
En þar gýs bara mannauðurinn og verður bara vonandi svo áfram.

Framundan eru skemmtilegir dagar og sennilega með góður veðri og allt.

29.03.2010 22:00

Fréttir fyrir unga aðdáendur Salómons.



Ooooooo............þessi sími hvenær fæ ég spennandi símtal ?



Nenni bara ekki að bíða lengur, ætla bara að leggja mig og vita hvað mig dreymir.



Úlla laaaaaaaaa..................Skagfirska draumaprinsessu ekki amalegur draumur það.



Æiiiiiiii............hún var ekki á face book og á ekki síma.



Hættur að huga um dömur þær eru bara til vandræða........................enda er ég alvöru kall, fer bara í sudoku.



Ég er ,,soldið,, góður í því..................en frekar nærsýnn.



Þetta getur nú verið þreytandi fyrir vinnuþjakaða ketti.



En þá er bara að líta á björtu hliðarnar brosa framan í heiminn og muna kjörorð dagsins sem er....................Salómon sæti gerir lífið skemmtilegra:)

26.03.2010 22:42

Vonin hún Von.



Þetta er hún Von frá Reykjavík, sóma hryssa sem hér var í tamningu fyrr í vetur.

Já það eru mörg skemmtileg hross í hesthúsinu núna, mörg af þeim eru mjög ung og á mismunandi stigum. Von og systir hennar Nótt voru hér fyrr í vetur mjög skemmtilegar hryssur og lofa eigendum sínum góðu. Það er líka gaman að fá hross undan hestum sem við höfum ekki tamið undan áður. Annars gengur allt sinn vana gang mikið að gera í hesthúsinu og bara gaman. Mummi kemur öðru hvoru heim úr Steinsholti svona til að herða uppá ,,gömlu,, en er svo sæll og glaður með dvölina þar að við sjáum hann nú ekki mikið.
Bara gaman fyrir hann að fá góða kennslu og fullt af mjög góðum hestum hjá þeim Jakobi og Torunni.
Á morgun er svo gæðingakeppni í Borgarnesi sem gaman er að kíkja á og skoða hvað er spennandi að gerast í hestamennskunni á Vesturlandi.
Svo er bara að krossa putta og vona að ekki verði svona hvasst næstu daga eins og undanfarið.

25.03.2010 12:12

Sauðburður hafinn



Sauðburður er hafinn í Hlíðinni................og þarna er Astrid með lambakónginn og lambadrotninguna sem hlutu nöfnin Astrid og Lalli.



Flottar nöfnur Astid fyrst og Astrid önnur.

Ég er orðin töluvert á eftir með fréttafluttning og dagbókarskrif en er alltaf að reyna að bæta mig.
Ærin bar sem sagt 18 mars daginn áður en hann Jón okkar norski kom að sónarskoða kindurnar.
Útkoman úr sónarskoðuninni var mun betri en á síðasta ári og gemlingarnir stóðu sig frábærlega rúmlega lamba á gemling þrátt fyrir að ég telji með nokkrar smágimbrar sem ekki var hleypt til. Það fæðast þá ef Guð lofar vel á tólftahundarð lömb hér í Hlíðinni.
Stæðsti hluti þeirra kinda sem voru geldar fóru svo í bíltúr með honum Óla á Völlum norður í Skagafjörðinn fína.

Það hefur verið svolítið hvasst hér í Hlíðinni að undanförnu en hlýtt svo að það hefur gengið vel að ríða út. Ég verð nú að fara að gefa ykkur ítarlega skýrslu þar um enda margt spennandi í hesthúsinu.

24.03.2010 22:42

.......og ferðin endaði vel.



Já við sáum svo sannalega margt spennandi í ferðinni..................



............................................og eins og þið sjáið þá komum við í ævintýraland.



Þarna er tukkthúsið sem að sumir lentu í...............................sjá eldra blogg:)



Aðeins annað sjónarhorn.



Ævintýraland er sko rammgirt.



Bæjarlækurinn vel brúaður.



Og ævintýralands eigandinn var gestrisinn og skemmtilegur, takk kærlega fyrir okkur.



Þarna sýndi hrossaræktarráðunauturinn ótvíræða klifur og fimleikahæfni og slapp út úr ævintýralandinu.

Gaman var að koma í Hornafjörðinn og móttökurnar hreint frábærar.
Fundurinn var ágætlega sóttur og áttum við gott spjall við heimamenn og er alveg ljóst að það er hugur í hestamönnum í Hornafirði.

Snemma morguns 17 mars flugum við svo til Reykjavíkur.



Þarna er rellan sem skilaði okkur í bæinn, svo sem ekki stór en gerði sitt gagn með sóma.

Það hefur verið frábært að fá tækifæri til að hitta hestamenn vítt og breytt um landið, sjá hvað þeir eru að gera og skoða fullt af spennandi hrossum.
Þar með lauk þessari skemmtilegu fundaferð okkar um landið, ferð sem vonandi gerði bæði okkur og öðrum hestamönnum gagn og gaman.

23.03.2010 08:17

Og meira um ferðina



Þarna erum við ferðafélagarnir í ævintýralandi.......... en nánar um það síðar í máli og myndum.



Frá Úlfsstöðum var ferðinni heitið til Stefáns bónda á Útnyrðingsstöðum, þangað höfðu safnast nokkrir hestamenn úr nágreninu sem nýttu sér tækifærið og sýndu Gulla nokkra gripi sem væntanlega mæta til dóms í vor.
Gustsaðdáandi eins ég var ánægð að sjá alla þessa Gustara sem leiddir voru fram á þessum bæ. Góð heimsókn og greinilega mikill hugur í mannskapnum á þessum slóðum.

Næsti viðkomustaður var Hryggstekkur þar ræður ríkjum Guðröður Ágústsson. Það var gaman og einstaklega líflegt að koma í hesthúsið, þar í einu horninu var galandi hani sem reyndi að heilla púddurnar sínar og smalahundarnir voru allt um kring tilbúnir í vinnu hvenær sem færi gafst. Kötturinn röllti svo um til að passa að allt færi vel fram.
Hljómar kannske tvírætt að tala um hesthús með ,,púttnahúsi,, en svona er það nú samt.
Guðröður sýndi okkur nokkur bráðefnileg hross í reið m.a gráa hryssu sem ég hefði gjarnan viljað taka með mér heim. Eins gott að fara vel með svona flottan grip svo að tölurnar í vor verði jafn ánægjulegar og hún lofaði núna.



Næsti viðkomustaður var Höskuldsstaðir í Breiðdal þar tóku á móti okkur heiðurshjónin Pétur og Marietta. Þar áttum við skemmtilegt spjall og þáðum góðar veitingar, húsfreyjan brá sér svo á bak bráðefnilegum syni Hróðurs frá Refsstöðum. Takk fyrir okkur.



Frá Höskuldsstöðum var svo ferðinni heitið áleiðis í Hornafjörð, skyggnið var ekki nógu gott en samt sáum við nokkra hópa af hreindýrum.
Það var gaman fyrir svona heimaling eins og mig að koma á þessar slóðir enda aldrei farið þessa leið. Ég segi stundum í gamni en þó alvöru að ég hafi ekki skoðað Ísland nema þar sem haldin hafi verið hestamannamót.

Næst komum við í Dynjanda til þeirra  Hanniar og Tobba þar var allt fullt af hrossum og margt spennandi að sjá. Það verður spennandi að sjá útkomuna hjá þeim í framtíðinni, hún gallharður aðdáandi Hornafjarðarhrossa en hann skyldleikaræktar Hindisvíkurhross.

Svo var það ævintýraland........................sem ég skrifa um í næsta bloggi.

 

20.03.2010 10:33

Spennan eykst.....framhald ferðasögu kemur bráðum.



Hver verða örlög formannsins??????
Hefur þetta eitthvað með Landsmótið í Reykjavík að gera????



Hvað verður með kynbótasýningarnar í sumar?????
Verður auglýst eftir nýjum hrossaræktarráðunauti á næstunni?????

Framhald í næsta þætti......................

19.03.2010 23:02

Ferðasagan heldur áfram en gengur hægt.



Egilsstaðir hér komum við........sko mánudagskvöldið 15 mars..............það hefur bara ekki fundist tími til að segja ykkur fréttir. Þið megið ekki skilja það sem svo að við höfu skriðið beint á barinn þegar við komum austur nei ekki aldeilis. Mér fannst þetta borð bara alveg snild og vel til þess fallið að gegna því hlutverki að vera skilti.
Við sem sagt flugum frá Reykjavík síðdegis og smelltum okkur beint á fund þegar við komum austur. Mér hlýnaði nú bara um hjartarætur hversu vel var tekið á móti okkur fyrir austan og alltaf gaman að hitta góða kunningja. Valli og þið öll takk fyrir okkur.
Fundurinn var skemmtilegur og miklar umræður um hin ýmsustu mál.



.................og af því ég er svo hrifin af gömlu dóti þá varð ég að láta þetta fylgja með drauma plötuspilarinn.



Það var eins og ég hefði valið bílaleigubílinn alveg sjálf...............hvað annað en Patrol???
Guðlaugur þorði samt ekki annað en fara vel yfir gripinn................við voru jú að leggja í fjallaferð.



Við byrjuðum á því að líta við hjá ræktendum á Úlfsstöðum, þarna er Guðlaugur að skoða ung stóðhestsefni í blíðunni. Sá grái undan Gusti leit vel út.............já ég er Gustsaðdáandi.



Þau voru falleg folöldin á Úlfsstöðum enda sjáið þið hvað ,,bekkurinn,, var þétt setinn.
Jónas, Úlfsstaðabóndinn, Pétur, Bergur, Kristinn og Guðlaugur.

Þarna er ferðin rétt að byrja og mun ég á næstu dögum bæta við ferðasöguna, einnig er mikið um að vera hjá okkur þessa dagana.
Þannig að ég mun færa ykkur fréttir af sónarskoðun, dómstörfum, aftekningu og ýmsu fleiru.

06.03.2010 00:02

Skemmtileg kvöldstund með Rúnu Einars.



Hann var brosmildur formaður Skugga í kvöld enda ekki skrítið í svona góðum félagskap.

Félag tamningamanna í samstarfi við Félag hrossabænda stóð fyrir viðburði með  Rúnu Einars sem haldinn var í félagsheimili Skugga í Borgarnesi.

Rúna flutti fróðlegan og afar skemmtilegan fyrirlestur og hreyf svo sannarlega gesti með sér sem kunnu vel að meta það sem hún hafði fram að færa. Sagði hún meðal annars frá sambandi sínu og gæðingsins Freys sem hefur verið hennar aðal keppnishestur síðustu ár.  Kom fram að sambandið hafi ekki alltaf verið báðum þóknanlegt og jafnvel stirt á köflum en engu að síður skilað góðum árangri. Sagði Rúna frá hvernig hún þjálfaði og fóðraði  Frey og byggði hann upp fyrir keppni. Margt annað kom fram m.a ræddi hún tæpitungulaust um dómstörf og keppni einnig  rifjaði hún upp kynni sín af Orra frá Þúfu og Dimmu frá Gunnarsholti.



Þessir herrar vöskuðu upp með bros á vör.................og ekki af ástæðulausu.



Spekingar spjalla......................Finnur og Marteinn ræða heimsmálin og vonandi bjarga þeim líka. Spurning að setja þá í Icesavesamningana..................????



Bændur á Oddsstöðum létu sig ekki vanta Sigurður Oddur og Guðbjörg.

05.03.2010 12:25

Ferðasaga fyrsti hluti



Þarna er formaður Félags hrossabænda Kristinn Guðnason að taka út gæðingshryssu hjá henni Heklu dóttur sinni. En þær tóku sýningu fyrir okkur þegar við komum að Hólum, sýningin heppnaðist með miklum glæsibrag og alveg ljóst að þær eru bráðefnilegar báðar tvær.

Eins og þið hafið kannske tekið eftir þá hefur húsfreyjan verið að heiman og því ekki skrifað neinar fréttir um nokkurt skeið. En nú er ætlunin að bæta þar úr.

Nú stendur yfir mikil fundaherferð sem ég hef tekið þátt í fyrir hönd Félags tamningamanna.
Við lögðum uppí ferð síðasta þriðjudag. Ég frá FT, Guðlaugur Antonsson hrossaræktarráðunautur Bændasamtakanna og Kristinn Guðnason formaður Félags hrossabænda. Ferðinni var heitið norður í land til að vera frummælendur á þremur fundum sem haldnir voru á Sauðárkróki, Akureyri og  Blönduósi.
Í næstu viku heldur svo ferðin áfram og þá verða fundir í Reykjavík, Hvanneyri og Selfossi.

Fyrsti fundurinn var haldinn á Sauðárkróki og var nokkuð fjölmennur. Þar sem að þetta var fyrsti fundur var mannskapurinn aðeins að slípa til lengd og efni á framsögunum.
Góðar umræður urðu og almennt gott hljóð í hestamönnum í Skagafirði.
Að fundi loknum var brunað í Miðsitju þar sem við gistum fyrstu nóttina, húsráðendur þar eru Eyþór Einarsson og Þórdís Sigurðardóttir. Við fengum höfðinglegar móttökur og ekki skemmdi fyrir að húsfreyjan á gullfalega og skemmtilega læðu sem ekki væri slæmt að eignast ,,kattakynbótagrip,, undan við tækifæri.



Þarna sjáið þið glæsigripinn sem mér leist svo vel á og ekki skemmdi fyrir að hugsanlega er hún frænka Salómons svarta.

Á miðvikudagsmorgun hófst svo mikil yfirreið um Skagafjörðinn þar sem við komum við á nokkrum stöðum.
Frá Miðsitju fórum við að Flugumýri til þeirra Páls Bjarka og Önnu, Páll sýndi okkur bráð efnilegan fola undan heimsmeistaranum Krafti frá Bringu. Það er ljóst að mikill hugur er í þeim hjónum hvort sem er varðandi ferðaþjónustuna eða landsmót á komandi sumri.
Frá Flugumýri fórum við að Hólum, þar byrjuðum við á að fylgjast með samverustund reiðkennaranna sem fer oftast fram á miðvikudagsmorgnum. Þá hittast þeir allir með hesta og bera saman bækur sínar. Að því loknu fórum við í hesthúsið og skoðuðum gripi og hittum nemendur. Kristinn notaði tækifærið og skoðaði hrossin sem að dóttirin er með í þjálfun og mutum við hin góðs af því.



Sum hrossin voru dæmd meira en önnur......Guðlaugur, Hekla, Sveinn Ragnarsson og Kristinn.
Mér finnst alltaf jafn gaman að koma að Hólum en reyndar vantaði Mumma, svona miðað við undan farnar heimsóknir.

Frá Hólum var ferðinni heitið að Sleitustöðum þar beið okkar dekkað borð með frábærum veitingum. Þar áttum við skemmtilegt spjall við húsráðendur og þar öðlaðist ég fullkominn skilning á því afhverju þetta er staður sem skapast hefur hefð að heimsækja í þessum árlegu fundarferðum.
Næst var brunað að Þúfum þar sem að Gísli bóndi sýndi okkur margan glæsigripinn og mikið var spjallað og spáð í hrossarækt.Alltaf gaman að koma þangað.



Rikka , Bjarni og Kristinn ræða málin.

Þarna erum við komin að Narfastöðum, þar ræður ríkjum Bjarni Jónasson sem tók vel á móti okkur og sýndi okkur marga álitlega gripi meðal annars gæðinginn Kommu frá Garði.
Komma og Bjarni voru að undirbúa sig fyrir keppni í KS mótaröðinni um kvöldið.
Frá Narfastöðum fórum við í Skörðugil til þeirra Elvars og Fjólu þau voru að sjálfsögðu í hesthúsinu og sýndu okkur tvo efnilega fola.
Við Kristinn eru forfallnir sauðfjáráhugamenn og fengum við að sjá gullfallegt fé hjá þeim Skörðugilsbændum. Í þessari ferð hefur það sannast að flestir hrossaræktendur og tamningamenn hafa líka brennandi áhuga á sauðfé.
Nánar um það síðar.

Frá Skörðugili var brunað norður til Akureyrar þar sem fundur var haldinn í Hlíðrbæ.

Framhald af ferðasögu birtist við fyrsta tækifæri.

Munið svo fyrirlestur Rúnu Einars í Félagsheimili Skugga í kvöld kl. 19.00

27.02.2010 23:14

Ja hérna.



Þessi dama fór í smá veikindafrí og notar það vel er fylfull við Aldri frá Brautarholti.

Annars er allt gott að frétta úr hesthúsinu verð meira að segja að vera þakklát fyrir risjótt veður nokkra dag því þá komst skikk á járningamálin.
Svo eru bara nokkuð mörg skemmtileg verkefni sem liggja fyrir í hesthúsinu.


Mér finnst íslendingar skemmtilegir...........................
Einu sinni voru allri bara venjulegir stunduðu vinnu, fóru í frí, áttu áhugamál, voru stundum blankir og stundum ríkir. Sem sagt uppfylltu öll skilyrðin sem var svo vel komið fyrir í einni setningu. Vinna, sofa og éta.......stundu var svo einhverju fleira smellt með í setninguna á tillidögum.
Svo kom tímabilið sem aldrei ,,gat,, breyst og átti að vara til eilífðar...............allir ríkir og allir höfðu vit á öllu og ef ekki þeir þá vissi ,,besti,, vinurinn það. Ef að maður leyfði sér að efast um eitthvað þá var það bara vanþekking af því að búa í fjöllunum.

Allir áttu að kaupa hlutabréf í banka það gat ekki klikkað................en það klikkaði.
Allir áttu að keyra á heilsársdekkjum annað var rugl..............jafnvel þó þau væru ekki að gera sig og virkuðu ekki í hálku.
Allir áttu að vernda náttúruna................en trilltu á trukkum alla daga, sóuðu og  flugu svo heimshornana á milli en friðuðu  samviskuna með moltutunnu í garðinum.
Allir áttu að borða hollt og það var að sjálfsögðu best ef að það var langt að komið og allir áttu að fara í megrun jafnt vænir sem rírir.
En hvar stöndum við í dag ????
Okkur langar ekki að eiga banka.
Við erum skítblönk.
Við verðum að keyra á nöglum því við höfum ekki efni á tjóni.
Við svínum á náttúrunni...............og þó ?
Trukkurinn minnkar og breytist í Yaris, við fljúgum í huganum og seljum helv.... moltutunnuna.
Við etum það sem að kj.... kemur, látum bara engan sjá þegar við borðum óhollt og segjum ekki frá því.
Þorum ekki í megrun og friðum samviskuna með því að segja ,,lífið er yndislegt,,

Eigið góðar stundir elskurnar.

24.02.2010 22:33

Í þá gömlu góðu daga.



Rollukellingin Sigrún að gefa Golsu sinni að drekka, takið eftir fína stígvélinu sem var ,,krummafótur,, af stæðstu gerð svona fimm númerum of stórt.
Myndin er tekin fyrir örfáum árum.......... en þó á seinni hluta síðustu aldar.

Þrátt fyrir þó nokkur afrek í hesthúsinu í dag var ég rollubóndi í huganum stóran hluta dagsins. Það kom fyrst og fremst til af því að ég fékk lambanúmerin í pósti frá henni Ástu í dag og er þar með létt af mér eins og einu stresskasti fyrir sauðburðinn. Alltaf gott að hafa hlutina klára svona fyrir alvöru stríð. Eins hef ég verið að fara yfir niðurstöður úr sauðfjárbókum og eins og í öðru ræktunarstarfi verður að huga að grisjun. Helst er ég að horfa í hrútahópinn með stóru gleraugunum en hef ekki komist að ásættanlegri niðurstöðu ennþá.



Já rollubækurnar voru snemma spennandi fræði ekki síður en hrossafræðin. Ég er samt ekki viss um að hafa verið til mikils gagns við rollufræðin á þessum árum.
Ragnar frændi minn sýndi samt ótrúlega þolinmæði eins og honum einum er lagið.



Kattatamningar...... já þær eru sko ekkert grín hvort heldur maður er fimm ára eða eitthvað svolítið meira. Mímí nokkuð sátt þó svo að temjarinn hafi fengi sér blund.

Alltaf svo gaman að rifja upp gamla og góða daga þegar ekkert óyfirstíganlegt angraði mann.


23.02.2010 21:05

Kuldaboli bítur mig.



Þarna eru þeir félagar Mummi og Dregill frá Magnússkógum á góðum degi en Dregill er nú kominn á járn. Hann hefur verið í góðu fríi og nú hefjast bara megrunnar og mýkingaæfingar.
Hann er einn af þessum skemmtilegu Gustsbörnum sem ég var að tala um í gær.



Þarna eru svo Mummi og Dregill, Skúli og Freyja frá Lambastöðum að ríða út í blíðunni.

Þetta var heldur kaldur dagur svo það var bara tekið á því í járningunum ekki veitir víst af.
Það er eins með járningarnar og vikudagana mér finnst alltaf vera mánudagur og mörg hross komin að járningu. En þó nokkur afrek voru unnin í þeim málum í dag.
Mér hefur verið talin trú um að einungis sér og hámenntaðir snillingar geti járnað einkaleikfang húsfreyjunnar Sparibleik svo vel sé. Er reyndar farin að efast um þetta held að þetta komi frekar til af því að þeir sem séu samtíða okkur Sparibleik dags daglega telji það mun friðvænlegar að bera ekki persónulega ábyrgð á verkefninu ef að illa fer.
Játa fúslega að andrúmsloftið var frekar spennuþrungið síðasta sumar þegar skeifur, botnar og hálfir hófar fuku út um víðan völl og húsfreyjan ekki búin að nota gripinn eins og hún ætlaði sér. Nú er bara að bíða og sjá hvort að einhver birtist og bíður fram þjónustu sína til að bjarga hófum og heimilisfriði.

Nú er bara að vona að það verði gott veður á næstunni nóg er að gera í hesthúsinu svo líður tíminn svo hratt að innan tíðar brestur á með rúningi, páskum og Guð veit hvað.

Bara svona í lokin...............það væri nú gaman ef að þið smelltuð inn línu í gestabókina hjá okkur.

23.02.2010 00:26

Hann Colgatekallinn.



Þið haldi vafalaust að þetta sé auglýsing frá Colgate en svo er nú ekki, þetta segir bara til um ástand húsfreyjunnar þegar hún er að skrifa þessar línur........frekar sibbin.

Ljómandi góður dagur að baki gott veður og mörg hross hreyfð svo bættist líka við í ,,Gustssafnið,, hjá okkur svo að dagurinn var ánægjulegur. Þó svo að ég dragi ekki hross í dilka eftir ætterni verð ég samt að játa fyrir ykkur einlæga aðdáun mína á afkvæmum Gusts frá Hóli. Það er sannarlega ekki ytri fegurð sem ræður þar mestu heldur þetta skemmtilega samvinnufúsa geðslag og góða ganglag. Hér voru eitt sinn 9 Gustsafkvæmi á sama tíma í heshúsinu þá var gaman. Gustsafkvæmi eru ekki gallalaus frekar en við hin en hreinlega mín uppáhalds.

Ég brunaði í gær norður á Blönduós með tveimur skemmtilegum fylgdarsveinum, erindið var að sækja endurmenntun íþróttadómara. Það var gaman að fara norður í svona björtu og fallegu vetrarveðri. Námskeiðið var ljómandi gott og farið yfir þau mál sem oft hafa orðið út undan við samhæfingu dómara. Mesta áherslan var löggð á gæðingaskeið og slaktaumatölt.
Svo er alltaf gaman að hitta aðra dómara, spjalla og bera saman bækur sínar.

20.02.2010 21:26

Frjálsar ástir í Kolbeinsstaðahreppi og sitthvað fleira.



Þeir væru sennilega nokkrir herrarnir sem vildu hafa svona prúðan hnakka á efri árum eins og hann Ríkur minn, ekkert tungl þar.

Já það er margt sem er fréttnæmt þessa dagana en eitt er það sem núna ber hæðst hér á bæ.
Ég var svo sem ekkert sérlega hrifin en hef ákveðið að taka þessu með bros á vör eins og sannri konu sæmir. Svo er auðvitað gott að fá stundum aðra vexti en dráttarvexti og þetta eru sannarlega innlánsvextir af einstakri gerð.
Þannig er að eftir að hún Viðja kom í leitirnar hefur nú ýmislegt á daga hennar drifið meðal annars hefur hún leikið í heimildarmynd þar sem enginn annar en Gísli Einarsson leikstýrði og verið tamin í rúman mánuð með góðum árangri. Jafnvel svo góðum að ég sá ástæðu til að bjóða Mumma á bak um daginn til deila ánægju minni með árangurinn.
Hann tók þennan fína prufutúr og var eins og ég nokkuð viss um skemmtilegt og árangursríkt framhald. Góðar hreyfingar, vilji, þjálni.............og mikill kraftur.
En að undanförnu hefur samræmiseinkunin sem komið hefur uppí hugann alltaf verið að lækka og lækka og lækka. Varða að lokum svo lág að ég hringdi í Rúnar dýralæknir og óskaði liðsinnis. Þið haldið vafalaust að ég eigi við lýtaaðgerð eins og voru svo sjálfsagðar í góðærinu að nær sjálfsagt var að fara freka í tvær en eina jafnvel þó engin væri þörfin.
Nei þetta var meira svona mæðraskoðun.............og er skemmst frá því að segja að Rúnar prísaði sig sælan að ekki væri sparkað í hann við rannsóknina.
Það hefur því komið í ljós að Viðja var ekki í tilgangslausu ferðalagi þegar hún týndist heldur í hinni eilífu leit að draumaprinsinum sanna. Hvort að hann hefur fundist skal ósagt látið en allavega hefur hún séð ástæðu til að kanna hæfni einhvers folans og úr því hefur allavega eitthvað orðið. Hver hann er kemur sennilega seinnt í ljós en til að hafa allt sem ábyggilegast verður væntanlegur gripur skráður eitthvað á þessa leið í Worldfeng: Halldór Gestur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Bestur frá Kolbeinsstaðhreppi móðir Viðja víðförla frá Hallkelsstaðahlíð. Gripurinn verður allavega mánaðartaminn þegar hann kemur í heiminn.
Það verður svo einhverntímann undir vor sem dregur til tíðinda og verða þeim þá gerð skil hér á síðunni.

Hópurinn góði sem fór saman í hestaferð og Laufskálarétt  átti góða kvöldstund saman í Borgarnesi í gær. Alltaf svo gaman að hittast og rifja upp góðar minningar hvort sem þær eru úr ferðunum eða bara frá gömlu góðu árunum í Sparisjóði Mýrasýslu. Takk fyrir frábæran hitting ættum nú að gera þetta miklu oftar.

Í dag var svo riðið út í kuldanum, vorum svo heppin að vera boðin í kaffi í því efra þar sem á borðum var Guðdómlegt Stellubakkelsi. En þær mæðgur Stella, Hildur og Daniella komu í gær að skila Lóu úr afmælisleiðangrinum.