06.03.2010 00:02

Skemmtileg kvöldstund með Rúnu Einars.



Hann var brosmildur formaður Skugga í kvöld enda ekki skrítið í svona góðum félagskap.

Félag tamningamanna í samstarfi við Félag hrossabænda stóð fyrir viðburði með  Rúnu Einars sem haldinn var í félagsheimili Skugga í Borgarnesi.

Rúna flutti fróðlegan og afar skemmtilegan fyrirlestur og hreyf svo sannarlega gesti með sér sem kunnu vel að meta það sem hún hafði fram að færa. Sagði hún meðal annars frá sambandi sínu og gæðingsins Freys sem hefur verið hennar aðal keppnishestur síðustu ár.  Kom fram að sambandið hafi ekki alltaf verið báðum þóknanlegt og jafnvel stirt á köflum en engu að síður skilað góðum árangri. Sagði Rúna frá hvernig hún þjálfaði og fóðraði  Frey og byggði hann upp fyrir keppni. Margt annað kom fram m.a ræddi hún tæpitungulaust um dómstörf og keppni einnig  rifjaði hún upp kynni sín af Orra frá Þúfu og Dimmu frá Gunnarsholti.



Þessir herrar vöskuðu upp með bros á vör.................og ekki af ástæðulausu.



Spekingar spjalla......................Finnur og Marteinn ræða heimsmálin og vonandi bjarga þeim líka. Spurning að setja þá í Icesavesamningana..................????



Bændur á Oddsstöðum létu sig ekki vanta Sigurður Oddur og Guðbjörg.