Færslur: 2022 Ágúst
31.08.2022 09:08
Meira af hestaferð 2022
Það var skemmtilegt að koma í Stangarholt. Þar beið góð girðing ferðahestanna og kvöldsólin setti hálfgerða töfra yfir allt.
|
Alltaf gott að fá góða gesti í áningarstað.
|
Staðreyndir tala sínu máli hér er ein.
Sopi við hverja járningu og staðan í pelanum bara fín.
Ég vitna alltaf í orðin hennar mömmu þegar allir eru komnir heilir heim bæði menn og hestar. ,,Það besta við frábæra ferð er þegar allir koma heilir og kátir heim,, Mummi og Einstakur telja menn og hesta í gegnum hliðið heima.
|
17.08.2022 19:53
Hestaferð 2022 fyrsti hluti.
Það var alveg kominn tími á hestaferð, já alvöru rekstrarferð með slatta af hrossum og góðum vinum. Lagt var af stað úr Hlíðinni með flotann og ferðinni heitið beint af augum. Ferðafélagið heitir jú Ferðafélagið beint af augum. Fyrsti áfanginn var að Kolbeinsstöðum og gekk ferðin ljómandi vel en hraðinn á rekstrinum svona í meira lagi. Þar hvíldu hrossin eina nótt og mannskapurinn fór heim í Hlíðina og undirbjó sig fyrir skemmtilega daga. Næsti áfangi var að Staðarhrauni frábær leið og dásamlegt veður.
En Tálminn hefur tekið við og var bara nokkuð vatnsmikill þegar við vorum á ferðinni.
|
Mummi fór í gott fótabað og sú brúna stóð sig ljómandi vel í sullinu.
|
- 1