14.09.2020 23:02

Fjöllin krakkar............fjöllin.

 

 

Að búa í fjöllunum getur verið töff..................

Það á bæði við þegar veðrið er dásamlega gott og einnig þegar veðrið er dásamlega ekki gott.

Í gær var það gott og því var um að gera rjúka til fjalla og taka svona æfningasmalamennsku.

Fossáin var saklaus og falleg en það hefur hún ekki alltaf verið í kringum leitirnar.

Við náðum heim þó nokkrum fjölda fjár sem komið var niður af fjalli.

Með hjálp góðra manna og kvenna hafðist þetta og við vorum mjög sátt með árangurinn.

Smalamennskur og fjárrag hafa tekið yfir og nú er bara að njóta og þjóta.

En hrjóta síðar.

 

 

Einn af mínum uppáhaldsstöðum er þegar staðið er uppá Kastalanum við Hafurstaði.

Þá er fallegt útsýni yfir Hlíðarvatn og niður dalinn.

 

 

Boðið var uppá listasýningu af bestu gerð þegar að skýin skörtuðu sínu fegursta.

Blátt listaverk yfir Hlíðarmúlanum.

 

 

Þessi mynd er tekin af Kastalnum yfir bæjarstæðið á Hafurstöðum í átt að Sandfellinu.

 

 

Já Sandfellið var dökkt í gær og skar sig vel úr í landslaginu.

 

 

Við lögðum af stað í blíðu og smá golu en það átti eftir að breytast og það mjög snögglega.

Sjáið þið bakkann sem er að læðast þarna yfir ?

 

 

En það var ekki mikið úr þessu sem betur fer.

 

 

Blés reyndar kröftuglega þegar ég stóð uppá toppi Stekkjaborgar en það var bara hressandi.

 

 

Af Stekkjaborg en línana beint í toppinn á Geirhnjúknum........hann verður smalaður síðar.

 

 

Stóðið fylgdist með og lét sér fátt um finnast , kannski dreymir þau um að gera ursla í safninu sem kemur síðar af fjalli ?