Færslur: 2019 Ágúst

27.08.2019 22:25

Hlíðarvatn í Hnappadal.

 
 

 

Það eru nokkur metin sem falla þessa dagana, sum mis gáfuleg en önnur stór merkileg.

Okkur hér í Hnappadalnum sem höfum Hlíðarvatnið í ,,garðinum,, fannst í það minnsta nóg um þegar vatnsborð Hlíðarvatns lækkaði sem aldrei fyrr í sumar.

Frændfólk mitt sem lifað hefur og fylgst með lífinu hér í Hlíðinni í hart nær 90 ár man ekki eftir öðru eins.

Bæjarlækurinn rann rétt svona til mála mynda og forardý og blautar mýrar máttu muna fífil sinn fegurri. 

Fossáin átti ekki nóg vatn til að flagga flottu fossunum í Fossakróknum og Djúpadalsárin minnti helst á saklausan bæjarlæk.

Fé kemur óvenju snemma niður af fjalli og er það sennilegt að vatnsskortur hafi þar eitthvað að segja.

Það var óvenjulegt að sjá fjárhópa kom niður að vatni til að drekka því venjulega er um marga læki að velja. Þá engin þörf á einhverju flandri til að ná sér í vatn.

Hér voru dagarnir fyrir rigningu notaðir til þess að mynda aðeins hvernig staðan var.

Myndirnar eru teknar af mér og Þóru Magnúsdóttur.

 

Sólríkur sumardagur sem sýnir ykkur að Lækjarósinn er kominn langt út á leira.

 

Húsið okkar í fjaska og staða myndatökumanns ,,djúpt,, útí vatni.

 

Þessi mynd er tekin við Neðri Skúta og yfir vatnið í átt að Steinholti.

 

Þessi mynd sýnir stöðuna þegar horft er fram að Hlíð.

 

 

Það gerði á okkur helli dembu og þá var nú gott að leita skjóls í Svarta skúta.

 

 

Útsýnið úr Svarta skúta í átt að Steinholti tja svona á meðan demban gekk yfir.

 

Nýr hólmi skaut upp kollinum í vatnsleysinu en hann var í stefnu að Álftartanga séð frá Þrepholti.

Myndin er hinsvegar tekin frá Svarta skúta og norður yfir vatn.

 

Nokkur hundruð metra frá venjulegu vatnsborði og býsna langt í Hornin en þar eru gömlu kartöflugarðarnir.

Já það væri spotti að fara með kartöflurnar í skolun.

 

Berjabrekkan og Kjósin langt frá vatni.

 

Þessi mynd er tekin úr Hólmanum sem venjulega kemur upp þegar líða fer á sumar.

Hann var nú ekki mikið sýnilegur í fyrra en þetta árið var hann hreinlega uppá landi mest allt sumarið.

 

 

Já það er næstum hægt að ríða fjörur hér í Hlíðinni............

 

 

Og hægt að stytta sér leið í kaffi að Heggstöðum.

 

Það eru ekki erfið vatnsföllin á leið í Kýrgróf og Selskóg þetta sumarið.

 

 

Já og vegalengdin sem vatnið á eftir innað Hafurstöðum er óvenju löng.

 

Neðsta kast, Grafarkast, Lautin og Mið sneiðin eru langt undan.

Það verður eitthvað að standa fyrir á þessu svæði í smalamennskunum í haust.

Já ég veit haust rigningar geta verið svæsnar................. og þá er þetta vandamál úr sögunni.

 

 

Fallegt ?? já það finnst mér.

 

 

Úpps...........ætli hrossin viti af þessu ?????

23.08.2019 22:41

Folaldafjör árið 2019

 

Þessi litfagri hestur fæddist 2 ágúst og var síðasta folaldið sem fæðist hér á bæ þetta árið.

Hann hefur hlotið nafnið Bliki í höfuðið á gamla góða Blika sem hér var einn af uppáhalds um árabil.

Bliki eldri var reiðhestur Ragnars heitins og keppnishestur hans eins og okkar Mumma. 

Litli Bliki verður heldur betur að standa sig til að jafnast á við þann eldri.

Bliki er undan Bliku frá Hallkelsstaðahlíð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Hér sofa tveir kappar vært og láta sig dreyma............. þeir eru Himinn frá Hallkelsstaðahlíð og Prammi frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Enginn friður...................

 

 

Æi ég bara legg mig aftur ........................

 

 

Himinn frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Heiður frá Eystra Fróðholti, móðir Kolskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

 

Keikur frá Hallkelsstaðahlíð, faðir Kveikur frá Stangarlæk, móðir Gangskör frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Keikur er svolítið feiminn þegar myndatökur eru annars vegar.

 

 

Hún Sjaldséð fann góðan stað til að láta mynda sig og valdi smekklegan bakgrunn.

Íslenska sauðkindin og þetta fína rofabarð nú eða jarðfall á góðri íslensku.

 

 

Mæðgin í slökun.

 

 

Undir brattri hlíð í skjóli..............................

 

 

Og það eru fleiri í slökun.

 

 

Hér hún Kát að ,,pósa,, en hún er undan Létt frá Hallkelsstaðahlíð og Káti frá Hallkelsstaðahlíð.

 

 

Mæðgurnar Sjaldséð frá Magnússkógum og Inneign frá Hallkelsstaðahlíð.

Inneign er undan honum Sparisjóði.

 

 

Inneignin að sóla sig já og vaxa........................

 

 

 

Snekkja og sonurinn Prammi Rammason eigandinn er Mummi.

Prammi, Rammi og Mummi.

Hvað eru mörg emmmm í því ???

 

17.08.2019 16:12

Berlín 2019

 

Við áttum snildar daga með góðu fólki á Heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Berlín.

Góður félagsskapur, flottir hestar og algjör blíða var það sem Berlín hafið uppá að bjóða þessa viku sem við dvöldum þar.

Mótið heppnaðist að flestu leit vel en þó var ýmislegt sem að við söknuðum frá síðasta mót sem haldið var í Hollandi.

Íslendingarnir stóðu sig vel og þó nokkrir titlar fylgdu með heim til Íslands. Auðvita er það svo að ekki fá allir að eiga sinn besta dag þegar helst skyldi.

En þegar tveir einstaklingar stíga dans undir mikilli pressu við framandi aðstæður þá getur margt gerst.

Stórkostlegir gæðingar sem oft hafa glatt þá sem á hafa horft eiga eins og aðrir misjafna daga.

Það breytir ekki í mínum huga gæðum þeirra sem kosta gripa til kynbóta nú eða keppnis afreka.

Það kemur dagur eftir þennan dag og HM eftir þetta mót.

Að öllum ólöstuðum þá var sprettur Magnúsar Skúlasonar og  Völsu frá Brösarpsgarden í gæðingaskeiði sprettur mótsins.

Jóhann Skúlason er hinsvegar óumdeildur konungur tölts og fjórgangs á þessu mót. Hann og Finnbogi áttu svo sannarlega gæsahúðasýningar mótsins.

Spennan  í úrslitunum var þannig að mörg blóðþrýstingsmet voru slegin.

 

 

Hópurinn okkar stækkaði frá því á síðasta heimsmeistaramóti og við bættist úrvalsfólk sem gaman er að ferðast með.

Gaman er að segja frá því að stór hluti hópsins er búsettur eða hefur verið búsettur í Hnappadalnum, nú eða verið þar í sveit.

Margar sögur tengdar Syðri Rauðamel, Rauðkollsstöðum, Oddastöðum og Hallkelsstaðahlíð fóru í lofið þessa skemmtilegu viku.

Já sögur frá því í gamla daga eru skemmtilegar í góðra vina hópi.

 

Einhver grallarasvipur á þessum...................

 

 

Aflabræður (hluti af þeim) voru hressir að vanda og höfðu allt undir kontról.

Ekki fleiri ferðir á barinn ..................... þetta er komið nóg.

 

 

Staðan tekin og undirbúiningur fyrir kvöldmáltíð í fullu gangi.

 

 

Forstjóri TT travel kammpakátur með einu þegnana.

 

 

 

Alvörumál á ferðinni...................enn einn kvöldmaturinn.

 

 

TT travel hjónin í góðum gír.

 

 

Já og þessi heiðurshjón líka.............

 

 

Við Kristín Eir vorum kátar með lífið og pósuðum smá.

 

 

Fyrrverandi heimsmeistari í tölti og fararstjórinn í stuði.

 

 

Kristín Lárusdóttir og fjölskylda með vinkonu sinni.

 

 

Skúli og Brandur frændi minn í djúpum hugleiðingum.

 

 

Stuðstelpur úr Reykholtsdalnum með vestfirsku ívafi.

 

 

Staðan tekin............. Halakots og Hlíðarbóndi ræða málin.

 

 

Skál í boðinu, já það þurfti sko að vökva í rúmlega 30 stiga hita.

 

 

Og aftur við vinkonurnar...................

 

 

 

Þessi voru hress og kát.

 

 

Töskuburður er ekkert gaman mál..................

 

 

Sólbakaðir bræður að skipuleggja eitthvað skemmtilegt.

 

 

Alltaf jafn dásamlegt að hitta þessi tvö og eiga með þeim gæðastundir.

 

 

Danskar stuðdömur gera lífi skemmtilegt, sjáumst á Íslandi dömur.

 

 

Nú eða bara í Danmörku.............. það var gaman að heimsækja þessi þangað.

Allavega er stefnan tekin á hitting í Herning á HM eftir tvö ár.

 

 

Sullsystur eru dásamlegar og lífguðu svo sannarlega uppá vikuna hér í Berlín.

 

 

Lífsins notið í botn.

 

 

Beðið eftir lambakjöti..........................

 

 

Hluti hópsins að njóta sín á Rauða steikhúsinu ,,okkar,,

 

 

Guðjón vel tengdur.................

 

 

Undirbúningur fyrir síðustu kvöldmáltíðina.

 

 

Klappliðið klárt í slaginn.

 

 

Já það var sko gaman í ferðinni.

 

 

Þessir tveir í þungum þönkum.

 

 

Svona var útsýnið af aðal hótelinu okkar.

 

 

En aðeins öðruvísi af þessu seinna.

 

 

Sem sagt Hótel Californíu.

 

 

Þessi barnavagn heillaði nýbakaða ömmu mikið, spurning um að setjast við hannyrðir.

 

 

Já það voru margir góðir gæðingar í Berlín en þó ekki af sömu tegnund og þessir hér.

Takk fyrir ánægulega viku í Berlín.

 

  • 1