27.08.2019 22:25

Hlíðarvatn í Hnappadal.

 
 

 

Það eru nokkur metin sem falla þessa dagana, sum mis gáfuleg en önnur stór merkileg.

Okkur hér í Hnappadalnum sem höfum Hlíðarvatnið í ,,garðinum,, fannst í það minnsta nóg um þegar vatnsborð Hlíðarvatns lækkaði sem aldrei fyrr í sumar.

Frændfólk mitt sem lifað hefur og fylgst með lífinu hér í Hlíðinni í hart nær 90 ár man ekki eftir öðru eins.

Bæjarlækurinn rann rétt svona til mála mynda og forardý og blautar mýrar máttu muna fífil sinn fegurri. 

Fossáin átti ekki nóg vatn til að flagga flottu fossunum í Fossakróknum og Djúpadalsárin minnti helst á saklausan bæjarlæk.

Fé kemur óvenju snemma niður af fjalli og er það sennilegt að vatnsskortur hafi þar eitthvað að segja.

Það var óvenjulegt að sjá fjárhópa kom niður að vatni til að drekka því venjulega er um marga læki að velja. Þá engin þörf á einhverju flandri til að ná sér í vatn.

Hér voru dagarnir fyrir rigningu notaðir til þess að mynda aðeins hvernig staðan var.

Myndirnar eru teknar af mér og Þóru Magnúsdóttur.

 

Sólríkur sumardagur sem sýnir ykkur að Lækjarósinn er kominn langt út á leira.

 

Húsið okkar í fjaska og staða myndatökumanns ,,djúpt,, útí vatni.

 

Þessi mynd er tekin við Neðri Skúta og yfir vatnið í átt að Steinholti.

 

Þessi mynd sýnir stöðuna þegar horft er fram að Hlíð.

 

 

Það gerði á okkur helli dembu og þá var nú gott að leita skjóls í Svarta skúta.

 

 

Útsýnið úr Svarta skúta í átt að Steinholti tja svona á meðan demban gekk yfir.

 

Nýr hólmi skaut upp kollinum í vatnsleysinu en hann var í stefnu að Álftartanga séð frá Þrepholti.

Myndin er hinsvegar tekin frá Svarta skúta og norður yfir vatn.

 

Nokkur hundruð metra frá venjulegu vatnsborði og býsna langt í Hornin en þar eru gömlu kartöflugarðarnir.

Já það væri spotti að fara með kartöflurnar í skolun.

 

Berjabrekkan og Kjósin langt frá vatni.

 

Þessi mynd er tekin úr Hólmanum sem venjulega kemur upp þegar líða fer á sumar.

Hann var nú ekki mikið sýnilegur í fyrra en þetta árið var hann hreinlega uppá landi mest allt sumarið.

 

 

Já það er næstum hægt að ríða fjörur hér í Hlíðinni............

 

 

Og hægt að stytta sér leið í kaffi að Heggstöðum.

 

Það eru ekki erfið vatnsföllin á leið í Kýrgróf og Selskóg þetta sumarið.

 

 

Já og vegalengdin sem vatnið á eftir innað Hafurstöðum er óvenju löng.

 

Neðsta kast, Grafarkast, Lautin og Mið sneiðin eru langt undan.

Það verður eitthvað að standa fyrir á þessu svæði í smalamennskunum í haust.

Já ég veit haust rigningar geta verið svæsnar................. og þá er þetta vandamál úr sögunni.

 

 

Fallegt ?? já það finnst mér.

 

 

Úpps...........ætli hrossin viti af þessu ?????