Færslur: 2018 September
29.09.2018 22:01
Hestafjör............ móttaka og kveðjustund.
Við hér í Hlíðinni vorum svo heppin að fá til okkar í heimsókn Christiane Slawik hestaljósmyndara og eiginmann hennar Thomas Fantl.
Horses of Iceland verkefnið bauð þeim í tíu daga ljósmyndaferð til Íslands og fengum við þann heiður að taka á móti þeim í nokkra daga.
Christiane er frá Þýskalandi og hefur 40 ára reynslu í hestaljósmyndun. Hún hefur ferðast um allan heim og myndað hross af mörgum kynjum.
Það var stórkostlegt að fá tækifæri til að kynnast þeim hjónum og ekki síður verða vitna af því hvernig svona vinna fer fram.
Eins og sjá má þá er fysta myndin á þessu bloggi tekin af Christiane en þessir flottu krakkar komu til okkar í fyrirsætustörf við þetta tækifæri.
Á næstunni munu koma hér inn á síðuna myndir sem teknar voru þessa daga hér í Hlíðinni.
Ég vil benda ykkur á heimasíðu Horses of Iceland en þar má m.a finna margar myndir sem teknar voru meðan á heimsókninni stóð.
https://www.horsesoficeland.is/is/islenski-hesturinn
Eins vil ég benda ykkur sem eruð á fésókinni á að við hér í Hallkelsstaðhlíð erum með facebook síðu á nafninu Hallkelsstaðahlíð.
Þar inni má finna fleiri myndir og einnig videó. Endilega kíkið á okkur þar og splæsið á okkur einu like.
Takk fyrir þið sem hjálpuðu okkur við þetta skemmtielga verkefni.
Á þessari mynd eru Gróa frá Hallkelsstaðahlíð og Gísli Sigurbjörnsson einnig Fannar frá Hallkelsstaðahlíð og Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir.
Þau Gísli og Hafdís smellut sér svo á bak þegar ,,alvöru,, fyrirsætu störfunum lauk og ég smellti af þeim nokkrum myndum.
Þarna eru þau systkinin á systkinunum Léttlind og Gróu en þau eru bæði unda Létt frá Hallkelsstaðahlíð.
Léttlindur er sonur Hróðs frá Refsstöðum og Gróa unda Glymi frá Skeljabrekku.
Þær myndir komu sér nú aldeilis vel þegar kom að því að segja ykkur næstu fréttir.
Nú í vikunni kvöddum við nokkur hross sem eru að flytja til nýrra eigenda þar á meðal voru bæði Gróa og Léttlindur.
Það vildi svo skemmtilega (nú eða ekki ) til að síðasta daginn sem rukkað var í Hvalfjarðargönginn fór frúin 4 ferðir þar í gegn.
Já það var dagurinn sem að hrossin fóru í læknisskoðun og síðan er flogið til framandi landa.
Glaumgosi frá Hallkelsstaðahlíð sonur Gosa frá Lambastöðum og hennar Glettu okkar.
Skurður frá Hallkelsstaðahlíð undan Vetri frá Hallkelsstaðahlíð og Gefn frá Borgarholti.
Gróa og Sviftingur bíða eftir að það komi að þeim.
Vinirnir Léttlindur og Blástur hafa oft svitnað undan sama hnakki eins og sagt var áður fyrr.
Það táknaði gott samband og vináttu.
Blástur er undan höfðingjanum Gusti frá Hóli og Kolskör minni. Bara svona okkar á milli þá var svolítið erfitt að kveðja þessa kappa.
Fangi og Svarta Sunna eru svolítið hugsi þegar þau kveðja Hlíðina í síðasta sinn nú eða kannski var það bara samferðakona þeirra sem var það.
Fangi er undan Þór frá Þúfu og Andrá frá Hallkelsstaðahlíð en Svarta Sunna er undan Sparisjóði og Bráðlát frá Hallkelsstaðahlíð.
Við óskum nýjum eigendum til hamingju með gripina, óskum þeim góðrar ferðar og vonum að hrossin verði sjálfum sér og okkur til sóma.
Það var ekki nóg með að ég brunaði þessar ferðir í bæinn með söluhross þennan fallega fimmtudag.
Ó nei við Sabrína aðstoðardama brunuðum líka austur fyrir fjall til þess að sækja hana Snekkju en hún heimsótti höfðingjann Ramma frá Búlandi.
Á myndinni má sjá snillinginn frekar stolltan yfir því að skila hryssunni frá sér með rúmlega tveggja mánaða fyli.
Nú bíður Mummi bara og vonast örugglega eftir hryssu næsta vor en Snekkja átti hestfolald undan Goða frá Bjarnarhöfn í vor.
Hann hlaut nafnið Kuggur og hafði heldur betur stækkað á suðurlandinu í sumar.
Gott í bili en flottu myndirnar fara nú alveg að sýna sig.
20.09.2018 21:10
Réttafjör seinni hluti.
Veðrið lék við okkur þessa daga sem að atið var sem mest og allt gekk vel.
Þá er engin ástæða til annars en brosa og hafa gaman, það hressir, bætir og kætir.
Þessi brostu og tóku inn D vítamín í sólinni á Ströndinni.
|
Halldís að segja frændum sínum speki.
Mummi og Emmubergsbændur.
Þeir hafa séð eitthvað alvarlegt í dilknum þessir, Stella lítur bara undan.
Kátir voru karlar .......... á réttarveggnum í Vörðufellsrétt.
Kolbeinn, Jóel, Hallur og Hjörtur Vífill.
Þegar heim var komið úr Vörðufellsrétt var tekin létt eftirleit sem bar tilætlaðan árangur.
Að því loknu var mætt í veislu í því ,,efra,, eins og við köllum gamla húsið.
Á meðfylgjandi mynd er Brá að gera desertinn og Mumminn með faglegar ábendingar.......eða ekki.
Hugleiðsla fyrir partýið...........
Gulla með tvo krakka.
Ef að maður fer að verða 90 ára bráðum þá er maður að sjálfsögðu í stuði í réttunum.
Mummi og Lóa í góðum gír.
Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessa ungu dömu.
Svo var komið að fjörinu í því ,,neðra,, hjá okkur.
Mæðginin í stuði , Magnús Hallsson og Ósk.
Yngri deildin.
Eldhúsdagsumræðurnar.
.............voru fínar.
Kolli og Hallur skáluðu og skemmtu sér.
Sætar frænkur.
Slökun.
Sumar þreyttari en aðrir.
Spilamenn í stuði með söngfugla að sunnan.
Innlifun..........
Sabrína tók vel valið óskalag og spilaði með strákunum.
Alltaf stuð við eldhúsborðið.
Húsfreyjur úr Garðabænum voru í stuði eins og sjá má.
Og ekki var nú dúettinn úr Hafnarfirði og Kópavogi síðri.
Erlan með flottu hestadömurnar sem nutu sín vel í sveitinni.
Skál í boðinu dömur mínar.
Hlustað á sögur.
Skvísur að sunnan.
Og svo var það kjötsúpan þegar réttarfjörið var í hámarki á sunnudaginn.
Hestastelpu sófinn.
Erlan tekur á því í fjárraginu og dregur af krafti.
Þessir voru við öllu búnir.
Stelpustuð í sveitinni. |
Þá er það Mýrdalsrétt en þarna er mættur skilamaður þeirra dalamanna Arnar bóndi á Kringlu.
Guðjón í Lækjarbug og Gísli á Helgastöðum.
Nágrannar þeir Albert á Heggstöðum og Gísli í Mýrdal.
Bændaspjall.
Halldís og Arnar taka stöðuna.
Blíða eins og alltaf í Mýrdalsrétt.
Samvinnan í fyrirrúmi Gísli í Mýrdal og Jónas á Jörfa með væna kind.
Og enn er gaman í réttunum eins og sést hér á mínum góðu sveitungum.
19.09.2018 22:08
Réttar rokk.
Við hér í Hlíðinni þökkum vinum og ættingju fyrir frábæra aðstoð í smalamennskum og réttum árið 2018.
Það er ómetanlegt að eiga ykkur að þegar að þessu stússi kemur.
Smali, eldhúsdama, hestasveinn, bílstjóri, snattari, skemmtikraftur það er sama hver þið eruð, öll dásamleg og ómissandi.
Bæði gagn og gaman það er góð blanda kæru snillingar. Enn og aftur takk fyrir.
Þetta árið gengu leitir og réttir afar vel fyrir utan eitt leiðinda óhapp þegar einn af smölunum okkar slasaðist á fæti.
Sem betur fer gerðist þetta þó þegar við vorum rétt að koma heim en ekki uppí fjalli. Úr því að þetta þurfti að gerast.
Alltaf ömurlegt þegar svona hendir en smalinn er hraustur og kemur vonandi tvíefldur á rauða dregilinn hjá okkur næsta ár.
VIð sendum okkar bestu kveðjur ,,yfir og út,, eins og við sögðum í leitinni með óskum um skjótan og góðan bata.
Það er að mörgu að hyggja þegar farið er í leitir, þessar tvær eru ósmissandi fyrir mig.
Hlíðin mín og talstöðin.
Við vorum ótrúlega heppin með veðrið þessa viku sem fjörið stóð.
Þarna má sjá Sandfellið sóla sig rétt fyrir sólarlagið á miðvikudeginum.
Þessir eru að leggja af stað í Oddastaðafjall og Ponsa til þjónustu reiðubúin.
Hrannar og Rifa í klettaklifri.
Og fleiri bætast í hópinn.
Þó svo að ekki sjáist margar kindur á þessari mynd þá var sögulegur fjöldi þegar við rákum inn.
En við höfum undanfarin ár rekið inn það fé sem kemur úr smalamennskunni fyrstu tvo dagana og dregið ókunnugt frá.
Það gerum við til að möguleiki sé að koma öllu fé inní rétt á sunnudeginum þegar allt hefur verið smalað.
Hlíðinn er brött.
Þessi fer á hjóli í fjallið og stundum er stund til að slaka á.
|
Þetta er hinsvegar herdeildin sem reið til fjalla að sunnanverðu og smalaði þar.
Við voru reyndar mikið fleiri en hinir náðust ekki á mynd..........
Þessir bræður eru öflugir smalar og hér sjást þeir undirbúa sig fyrir fjörið.
Ragnar fer í Giljatungurnar en Kolbeinn á Djúpadalinn.
Þessir bræður stóðu sig vel eins og við var að búast og það gerði líka höfðinginn Straumur frá Skrúð.
Maron og Molli sko MMin tvö að leggja í ann.
|
Þessar sætu skvisur voru hressar að vanda og klárar í smalamennskuna.
Svenna leiðist nú ekki að hafa uppáhalds Gróuna við eldhúsborðið með sér.
Hilmar og Herdís eru heldur betur ómissandi í Giljatungurnar.
Magnús Hallsson slakar á og er brosandi eins og alltaf þessi elska.
Bræður.
Og fjórhjólabræður..............þessir smala saman að norðanverðu.
Atli og Hrannar ræða málin.
Hörður í Vífilsdal að smala hér í fyrsta sinn.
Ósk, Gulla og Stella nutu sín vel eins og vera ber.
Frænkurnar Svandís Sif og Lóa.
Lóa með krakkana Björgu og Hrannar.
Það er alltaf stuð í Vörðufellsrétt, þessar voru hressar.
Meiri krúttin þessi tvö.
Og líka þessi.
Þessir bræður hafa alltaf verið góðir grannar okkar í Hlíðinni jafnvel þó svo að þeir hafi flutt sig um set.
Fyrst á meðan þeir bjuggu á Höfða, síðan þegar Hjalti bjó á Vörðufelli og Siggi á Leiti.
Og enn þann dag í dag þó svo að annar búi í Stykkishólmi en hinn í Borgarnesi.
Já við eigum margar góðar minningar um skemmtilegar heimsóknir og hestaferðir saman.
Hér eru svo fyrrverandi og núverandi ábúandi á Vörðufelli.
Þessar dömur mættu í Vörðufellsréttina, Stella, Stína og Hesdís ræða málin.
Sabrína og Ósk.
Þóra og Halldís spá í spilin.
Mæðgur mættar í réttir.
Litli Hallur og stóri Hallur................hefur loðað við þá í áratugi eða alveg frá kúasmala árunum í Hlíðinni.
Þessum köppum leiðist ekki að hittast og gera grín.
Rekið á milli dilka.
Brosmild í réttunum þessi.
Herdís og Jóel Jónasarbörn.
Hildur, Júlíana og Gulla.
Kindasálfræðingurinn að störfum.
Emmubergsmæðgur.
Það var blíðan.
Frændur.
Spekingar spá.
Feðgar telja....................og telja.
Þegar þetta er skrifað hefru fjörið staðið yfir frá því á miðvikudegi með smalamennskum, réttum og ýmsu fjöri.
Það var sem sagt í dag sem að 600 lömb brunuðu norður á Sauðárkrók og með því lauk þessari vikutörn.
En pásan er ekki löng því að smalamennskur halda áfram enn um sinn og stúss sem að þeim fylgir.
Ég á hinsvegar mikið magn af myndum sem teknar voru og bíða þess að birtast hér á síðunni.
Já krakkar á næstu dögum koma inn myndir úr fleiri réttum og að sjálfsögðu réttarpartýinu góða.
10.09.2018 22:09
Svignaskarðarétt 2018.
Það var dásamleg blíða í réttunum sem fram fóru hér á vesturlandinu í dag.
Hér koma svipmyndir frá hátíðinni í Svignaskarði sem fór að venju afar vel fram.
Við hér í Hlíðinni brunuðum og gerðum okkar skil fyrir hönd Kolhreppinga.
Það var létt yfir mannskapnum og voru réttirnar jafnvel notaðar til að sverma fyrir tíma í klippingu.
Já það mæta allir á svona hátíðir sem réttirnar eru, tamningamenn, hárskerar og allavega fólk.
Þorgeir, Skúli og Auður Ásta í stuði.
Þessar frænkur voru flottar að vanda Elísabet, Heiða Dís og Guðrún allar Fjeldsted.
Skvísurnar í Laxholti nutu sín í fjörinu.
Það gerðu líka heiðurshjónin þar á bæ.
Og ekki versnaði nú félagsskapurinn við þessi tvö.
Þrír ættliðir úr Rauðanesi.
Hugsandi menn.
Þessar flottu dömur voru sjálgefið myndefni.
Lilla er alltaf í flottustu peysunni og líka í dag.
Haukur á Vatnsenda, Steini Vigg og Helga spá í spilin.
Þórarinn frá Hamri var að sjálfsögðu mættur.
Einar í Túni tók tilboðið tveir fyrir einn.....................
Guðríður, Stefán og Ásgeir fylgjast með á kantinum.
Svo brosmildar dömur.
Haukur og Steini.
Allt að gerast.
Brekkubændur voru brosmildir enda ekkert annað í stöðunni.
Farið að síga á seinni hlutann.
Og réttin rétt að verða búin.
Spáð í spilin.
Og staðan tekin.
Jóhanna í Laxholti fann þennan flotta grip og vippaði í dilkinn.
Já þetta var góður dagur rétt eins og þeir eiga að vera.
02.09.2018 22:11
Mannlífið í Kaldárbakkarétt.
Fyrsta fjárrétt ársins allavega hér um slóðir fór fram í dag þegar réttað var í Kaldárbakkarétt. Eins og sjá má var blíðskaparveður og allt fór fram eins og til var ætlast. Smalamennskan í gær gekk vel þrátt fyrir nýtt landslag í Hítardal en skriðan fræga setur óneitanlega svip á landið.
Þessar kindur virtust bara ánægðar með að vera komnar í dilkinn sinn enda er útsýnið úr honum með betra móti. |
Húsfreyjurnar á Hraunsmúla og í Mýrdal voru kampakátar eins og vera ber.
Það voru líka bændur í Ystu Görðum þau Þóra og Andrés.
Benni og Óli spá í spilin.
Kristján og Dísa Magga á Snorrastöðum voru að sjálfsögðu mætt.
Dísa er sennilega að fara yfir útvarpsvitalið hjá Kristjáni bónda...........
Ungir bændur.is
Frændur ræða málin.
Þessir kallar voru kátir alveg eins og á að vera í réttunum. |
Já og þessir líka.
Anna Dóra á Bergi og Ingunn í Lækjarbug fylgjast með.
Aldeilis glæsileg kindapeysan hjá henni Ingunni, sannkallaður réttarbúningur.
Þessir tveir muna tímana tvenna og tóku spjall alveg eins og við eldhúsborðið.
Hreppstjórinn okkar er hugsi og fær sér bara sæti á réttarveggnum.
Kristín í Krossholti hefur mætt oft í Kaldárbakkaréttina og lét sig ekki vanta núna.
Þarna ræðir hún við fjölskylduna á Kálfalæk.
Staðan tekin, Sigurður í Krossholti og Bogi á Kálfalæk líta á safnið.
Staðarhraunsfeðgar kátir að vanda.
Góður dagur í Kaldárbakkarétt og þá er haustið formlega komið.
- 1