Færslur: 2017 Desember
29.12.2017 22:48
Þykkur kafli úr dagbók húsfreyju...............
Það voru unnin afrek hér í Hlíðinni þennan daginn þegar klárað var að klæða járn á vestuhliðina á reiðhöllinni. Já afrek, allavega ættu þeir sem efast um það að hafa verið með þessu vaska liði sem dúðaði sig og hló að kuldanum. Þegar frostið er 8 stig og norðaustan blástur með er ekkert sérstaklega hlýtt en það fékk þessi duglegi hópur að reyna í dag. Það var sem sagt ,,herdeildin,, úr Ólafsvík sem mætti á staðinn og gerði heldur betur vel. Takk fyrir hjálpina þið eruð snillingar.
|
||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
22.12.2017 23:57
Og það tókst.............
Það hefur verið lítið um tíma fyrir bloggskrif síðustu vikurnar enda hefur hér staðið yfir kapphlaup af bestu gerð. Kapphlaup já............ svo sannarlega verið kapp í mannskapnum hér í Hlíðinni síðustu vikurnar já og svo sem allt herrans árið 2017. En í stuttu máli er staðan á reiðhallarbygginu þannig að þegar þetta er skrifað er búið að loka höllinni. Loka já ..........þ.e.a.s krossviður utan á allt, þakjárn og báruplast komið á sinn stað, allt járn á austur hliðina og hurðirnar á sinn stað. Sem sagt markmiðið tókst en það var að klára að loka fyrir jól. Nú er liðið komið á fullt í jólaundirbúining sem er góð tilbreyting frá smíðunum. Húsfreyjan ofreynir hrærivélina, gengur nærri þvottavélinni og lætur eins og allt sé undir control. Aðrir heimilismeðlimir dusta rykið af hreingerningagræjunum og slást við jólaseríur á milli þess sem þeir fóðra rollur og hross. Já jólin maður jólin þau eru að koma. Næsta markmið er að njóta lífsins og fara að máta hross í reiðhöllinni. Það var eins í þessari síðustu lotu eins og hinum að við nutum aðstoðar dásamlegs fólks sem mætti hingað í Hlíðina og hjálpaði okkur. Takk fyrir hjálpina þið eruð frábær og ómetanlega fyrir okkur.
En það hefur ýmislegt annað en byggingaverkefni rekið á fjörurnar hjá okkur frá því síðast ég skrifaði. Við náðum að sæða heilan helling af kindum og notuðum marga spennandi hrúta, nánar um það síðar. Það tekur alltaf drjúgan tíma að númeralesa kindurnar og flokka undir hrútana en við vorum búin að sleppa hrútum í allar kindurnar þann 18 desember. Gemlingar og sæðingsrollur verða ,,samferða,, inní sauðburðinn og koma til með að eiga tal allt að fimm dögum fyrr en aðal hópurinn. Um síðustu mánaðamót gáfum við allri hjörðinni ormalyf og vítamínstauta en það tekur mikinn tíma með þennan fjölda. Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar hafa verið nú í desember.
|
04.12.2017 22:26
Reiðhöll og sauðfjárviðskipti.
|
||||||||||||||||
- 1