18.08.2017 22:58

Holland og hestar heilla húsfreyjuna.

 

Það var aldeilis þess virði að skella sér á Heimsmeistaramót íslenska hestsins í Hollandi.

Hestarnir, fólkið já og bara allt var eins og best verður á kosið þegar njóta á lífsins í sumarfríi.

Aðstaðan á mótssvæðinu var með því allra besta sem gerist og því upplifunin frá þessum dögum bara gleði.

Hápunktur keppninnar að mínu mati var úrslit í tölti en þar uppskáru íslendingar þrenn verðlaun.

Jakob Sigurðsson og Gloría sigruðu örugglega með stórglæsilegri sýningu þar sem saman fóru gæði, fagmennska og frábær samvinna manns og hests. Mín upplifun var að Gloría leggði sig alla fram af gleði og jákvæðni til að ná settu marki með knapa sínum sem að hún treysti 100%.

Frábærar fyrirmyndir og áminning til hestaheimsins um að stunda uppbyggilega þjálfun með gagnkvæmri virðingu að leiðarljósi.

,,Svo uppsker sem sáir,, átti svo sannarlega við um samvinnu þeirra Jakobs og Gloríu.

Vesturlands hjartað fylltist stollti á þessu móti þó svo að allir knaparnir frá Íslandi stæðu sig nokkuð vel.

Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi stóðu sig vel á mótinu og voru hvor öðrum til mikils sóma.

Það gerðu líka Faxa mennirnir Björn Haukur Einarsson og Konráð Valur Sveinsson.

Vignir Jónasson Snæfellingur kom líka sterkur inn í kynbótasýningum þó svo að hann keppti fyrir Svíþjóð í sportinu.

Vestlendingar lét svo ekki sitt eftir liggja í félagsmálaþættinum en þar voru í fremstu víglínu Gunnar Sturluson formaður Feif, Lárus Hannesson formaður Landssambands hestamanna og Jóna Dís Bragadóttir varaformaður LH.

Já það má stundum vera montin af góðum vestlendingum sem gera góða hluti.

 

 

Ferðafélagarnir voru ekki af verri endanum eldhress og skemmtileg eins og vera ber.

Þarna er hópurinn með uppáhalds leigubílstjóranum sem þjónustaði okkur allan tímann með miklum sóma.

 

 

Þessa flottu James Bonda hitti ég einn morguninn brosmilda og hressa eftir skemmtilegt djam.

 

 

Sauðfjárbændur eru margir hverjir afbragðs hestamenn og hafa oft gert góða hluti í hestamennskunni.

Ég hitti þessa glæsilegu fulltrúa sauðfjárbænda sem voru léttir í bragði þrátt fyrir hremmingarnar sem nú ganga yfir.

Já hún Kristín Lárusdóttir f.v heimsmeistari er ekki bara frábær knapi hún er líka sauðfjárbóndi.

 

 

Þessir eru nú alltaf hressir.

 

 

Já og þessi líka alltaf í stuði.

 

 

Þessir voru að plana næsta reiðtúr nú eða bara réttarfjörið hér í Hlíðinni.

 
 

 

Í Hollandi getur maður orðið þyrstur........................

 

 

Úti að borða með K og K................. báðar dásamlegar.

 

 

Og ekki eru þessar elskur nú síðri, alltaf svo yndislegar.

 
 
 

 

Ég heillaðist töluvert af þessari frú og gæðingnum hennar honum ,,stóra,, Grána.

Svona græjur þyrftum við Sparisjóður minn að eignast.

Gæti t. d ferðast svona á fjallskilanefndarfund............... nú eða til kirkju.............

 

 

Þessir voru flottir og heillandi.

 

 

Maturinn í Hollandi var góður og þar sem ég var ekki í aðstöðu þar til að minnka lambakjötsfjallið valdi ég froskalappir.

Þær voru ljómandi góðar og stóðu fyllilega undir væntingum en samanburðurinn var að sjálfsögðu íslenskar sviðalappir.

 

 

 

Þessir dagar sem við nutum lífsins í Hollandi voru  dásamlegir í alla staði.

Mig grunar að ég muni eiga erindi þangað aftur jafnvel fljóttlega.