14.02.2017 12:34

Og enn meira af uppáhalds þorrablótinu.

 

Sumir eru bara betri í línunni en aðrir....................... íha.............

 

 

Hrannar er í heimanámi í línudansi................... verður sennilega í fjarnámi á næstunni.

 

 

Ég held að hann sé að forða sér af gólfinu.................

 

 

Þessi sæta skvísa mætti á sitt fyrsta þorrablót á Íslandi.

 

 

Og fannst bara gaman.

 

 

Brandarakallar.

 

 

Þessir í djúpum þönkum nú eða störukeppni, Atli Dalsmynnisbóndi og Halldór í Söðulsholti.

 

 

Það var stuð á Kolviðarnessystrum á blótinu þarna eru þær Jónasína og Sesselja.

 

 

Kaldárbakkaborðið.................

 

 

Áslaug í Mýrdal og tengdadóttirin í stuði.

 

 

Haukatunguhópurinn og unga frúin á Skiphyl.

 

 

Við Kolhreppingar getum treyst á prestinn okkar þegar kemur að þorrablóti.

Hann mætir alltaf og tekur gríni af miklu æðruleysi, það er nú ekki sjálfgefið.

Eins og myndin ber með sér skemmtu hann og Snorrastaðahjónin sér vel.

 

 

Þessar dömur voru kátar að vanda Þóra og Björg mæta alltaf á þorrablót.

 

 

Ekki lá síður vel á þessum dömum.

Sigríður Hraunholtafrú og Friðborg fyrrverandi samstarfskona okkar Siggu úr gamla góða Sparisjóði Mýrasýslu.

 

 

Lalli og Steini í stuð eins og vera ber. Skál fyrir því...................

 

 

Þessi mynd er tekin við borðið þar sem spekingar spjalla.

Andrés Ystu - Garðabóndi, Albert á Heggstöðum og Kristján á Stóra Hrauni.

 

 

Hermann ,,þingmannsfrúin,, okkar var kátur.

 

 

Ölver og Ragnhildur í Ystu - Görðum mættu líka á þorrablót.

 

 

Ystu - Garðahjónin hafa gaman með þeim Alberti og Kristjáni.

 

 

Hulda Kaldárbakkafrú og Jón Zimsen á Innra - Leiti.

 

 

Garðabændur hressir á þorrablóti.

 

 

Hljómsveitin Meginstreymi stóð sig með miklum ágætum og hélt fólki vel við dansgólfið.

 

Hér hafið þið fengið smá innsýn í fjörið á þorrablóti 2017.

Aldeilis frábær skemmtun.