Færslur: 2016 Október

11.10.2016 11:04

Þar kom að því ..........ég snappaði.

 

Þá er ég á góðri leið með að verða alvöru snappari.

Ég tók áskoruninni frá henni Auði Guðbjörns bónda í Búlandi um að vera með reyndur bóndi snappið í viku.

Þar sem ég hef ekki verið afkasta mikil á því sviði verður þetta frumraunin.

Endilega kíkið við og sjáið hvað er að gerast hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

09.10.2016 21:01

Sumar og haust............

 

Haustið er dásamlegur tími allavega hér í Hlíðinni þar sem veðrið hefur leikið við okkur.

Nú þegar smá hlé gefast og mesta sauðfjárstússið er frá taka við tamningar og þjálfun.

Reyndar er aðal tamningamaðurinn að spóka sig í Ameríku þessa dagana þar sem hann baðar sig í sólinni.

Mummi er í venjubundinni heimsókn til vinar síns Gosa frá Lambastöðum sem lifir þar í vellystingum hjá góðu fólki.

Já Gosi lifir draumalífi og ekki fer verr um Mumma og Brá sem smellti sér með honum að þessu sinni.

 

Það fer vel á með eigandanum og öðlingnum Gosa.

 

Við erum með nokkur söluhross í þjálfun sem vonandi koma til með að óska eftir nýjum eigendum hér á síðunni fljóttlega.

Þar á meðal er nokkrir reyndir reiðhestar, einnig ungir og efnilegir folar sem eru á mismunandi tamningastigum.

Já ég lofa því að þið getið gert góð kaup en nánar um það síðar.

 

 

Þessi notar tímann vel hér í Hlíðinni til að njóta veðurblíðunnar en hann er einmitt að bíða eftir flugi á ókunnar slóðir.

Vonandi verður hann sér og sínum til sóma á nýjum stað.

 

Hryssurnar hafa verið að týnast heim hver af annari eftir rómantískan tíma með eðalgæðingum af bestu gerð.

Sumar ferðirnar hafa gengið vel og borið tilætlaðan árangur sem færir okkur folöld á næsta vori.

Hin tilvikin eru sem betur fer færri en þó til, þá er bara að brosa í kampinn og bíða næsta vors.

 

 

Þessi mynd er af honum Jacobi og Snekkju með litlu Þernu Skýrsdóttir.

En ég verð að játa að ég hef ekki staðið mig vel í folaldamyndatökum í sumar.

Það verða þá vonandi þeim mun betri haustmyndir.

 

 

Karún mín er fylfull eftir Kaftein Ölnirs og Skútuson sem var með vænan hóp af hryssum inná Lambastöðum.

Margar afar spennandi sem hafa sannað sig rækilega sem kynbótahryssur.

 

Kolskör er fylfull eftir Spuna frá Vesturkoti en ég var svo ljónheppin að eiga afmæli á síðasta ári sem færði mér þennan fína folatoll.

Rák er fylfull eftir Brag frá Ytri-Hóli en ég hef lengi verið mjög hrifin af þeim hesti.

Við vorum svo heppin að fá að halda Venus frá Magnússkógum aftur en hún Sjaldséð mín er einmitt undan henni.

Venus er fylfull eftir Arion frá Eystra-Fróðholti.

Snekkja og Sjaldséð eru svo fylfullar eftir Kát.

Hún Létt var svo aðeins að svíkjast um en hún er geld eftir gott sumarfrí hjá gamla höfðingjanum Ramma frá Búlandi.

Bara spennandi að sjá hvað kemur út úr þessu öllu saman.

 

 

Þessi vinur minn hann Símon Arions og Karúnarson er einn þeirra sem fara nú að koma inn í tamningu.

Hann hefur notið lífsins í haganum að undanförnu og vonandi tekið nokkra ,,bóklega" áfanga með.

Auk hans eru að fara á fjóraða vetur fjórar hryssur, ein undan Álfarinn frá Syðri Gegnishólum, ein undan Toppi frá Auðsholtshjáleigu, ein undan Blæ frá Torfunesi og ein undan Ugga frá Bergi. Einnig eru þrír geldingar undan honum Gosa frá Lambastöðum.

Já það er bara líf og fjör í hesthúsinu eins og venjulega hér í Hlíðinni.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

04.10.2016 21:39

Ósréttin 2016.

 

Við Kolhreppingar kunnum alveg að meta nægan svefn og erum sammála um að hálfellefu væri kjör fótaferðatími.

Það gengur hinsvegar ekki eftir alla daga og því var t.d hreppsstjórinn okkar hann Gísli í Mýrdal svolítið sibbinn við upphaf Ósréttarinnar.

Allt gekk þetta þó vel og napur haustmorguninn hélt okkur við efnið svo fjárragið skot gekk.

 

 

Þessar fallegu dömur mættu galvaskar.

 

 

Við Jói frændi voru líka bara nokkuð hress, það er nefninlega alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst.

Svo eigum við sameiginlegt áhugamál sem enginn smali má vita um .................... en það er forustuféð.

 

 

 

Þetta er kallahornið í Ósréttinni.

Ölver Ystu-Garðabóndi, Albest á Heggstöðum, Andrés í Ystu-Görðum, Flosi á Emmubergi, Gísli í Mýrdal og Björgvin Grundarbóndi.

 

 

Caroline okkar, Sigríður, Guðmundur Ari og Flosi á Emmubergi.

 

 

Hraunholtahjónin og Sveinbjörn taka stöðuna.

 

 

Og Sveinbjörn og Ásberg ræða meira ..................

 

 

Lárus í Haukatungu hress að vanda, Sigríður Hraunholtafrú þungt hugsi og Emmubergsbændur spá í spilin.

 

 

Bíldhólshjónin voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Frændfólk af Krossættinni.

 

 

Þá er að smella á kerruna og bruna af stað, alvöru strætó með tveimur hæðum.

 

 

Það sem ég er ánægð með þennan fína rollustrætó.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

03.10.2016 21:45

Dagur sjö.

 

Það var ansi blautt í Mýrdalsréttinni þetta árið en þar var fyrsta rétt þann 20 september s.l

Menn voru samt hressir og kátir eins og vera ber á góðum degi enda var margt fé í réttinni.

Og allt fór vel fram. Meðfylgjandi myndasirpa segir allt sem segja þarf.

 

 

Gísli í Mýrdal og Albert á Heggstöðum ræða málin.

 

 

Sigurður í Hraunholtum lét ekki sitt eftir liggja við fjárdráttinn.

 

 

Jón á Staðarhrauni og Kristjana á Skiphyl voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Það var líka Guðmundur Skiphylsbóndi.

 

 

Hraunholtahjónin voru hress og kát að vanda og tilbúin í myndatöku.

 

 

Brynjúlfur á Brúarlandi mættur að sækja sitt fé og fleira.

 

 

Ólafur á Brúarhrauni og Sveinbjörn voru bara brattir.

 

 

Krossholtsfeðgar, Gísli í Lækjarbug og Rannveig Þóra á Hraunsmúla voru líka mætt.

 

 

............líka Bogi bóndi á Stóra Kálfalæk.

 

 

Þessar dömur voru duglegar að draga eins og alltaf.

 

 

Sigurður í Hraunholtum og Sigfús Helgi á Skiphyl.

 

 

Hlíðarfeðgar í sveiflu.

 

 

Dönskurnar mínar að slást við Fögrusvört.

 

 

Mér sýnist að Majbrit hafi verið að gefa Kristjáni Snorrastaðabónda tóninn........

 

 

Jónas Jörfabóndi og Sigfús Helgi ræða málin.

 

 

Halldís á Bíldhóli hugsar málið.

 

 

Og Steinar frá Tröð lítur yfir hópinn.

 

 

'olafur og Sigurður í djúpum pælingum.

 

 

Þorkell sauðfjárbóndi í Borgarnesi og fyrrverandi bóndi í Miðgörðum var mættur.

 

 

Áin tvö þeir Ásberg  í Hraunholtum og Ásbjörn í Haukatungu spá í spilin.

 

 

Hraunhreppingar í stuði.............

 

 

Málin rædd við réttarveginn Haukatungubændur og Halldís Bíldhólshúsfreyja.

 

 

Tveir höfðingjar Lárus í Haukatungu og Guðmundur á Skiphyl.

Já þetta var fínasta samkoma.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

 

 
 
 
 

 

 

 
 
 
  • 1