04.10.2016 21:39

Ósréttin 2016.

 

Við Kolhreppingar kunnum alveg að meta nægan svefn og erum sammála um að hálfellefu væri kjör fótaferðatími.

Það gengur hinsvegar ekki eftir alla daga og því var t.d hreppsstjórinn okkar hann Gísli í Mýrdal svolítið sibbinn við upphaf Ósréttarinnar.

Allt gekk þetta þó vel og napur haustmorguninn hélt okkur við efnið svo fjárragið skot gekk.

 

 

Þessar fallegu dömur mættu galvaskar.

 

 

Við Jói frændi voru líka bara nokkuð hress, það er nefninlega alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst.

Svo eigum við sameiginlegt áhugamál sem enginn smali má vita um .................... en það er forustuféð.

 

 

 

Þetta er kallahornið í Ósréttinni.

Ölver Ystu-Garðabóndi, Albest á Heggstöðum, Andrés í Ystu-Görðum, Flosi á Emmubergi, Gísli í Mýrdal og Björgvin Grundarbóndi.

 

 

Caroline okkar, Sigríður, Guðmundur Ari og Flosi á Emmubergi.

 

 

Hraunholtahjónin og Sveinbjörn taka stöðuna.

 

 

Og Sveinbjörn og Ásberg ræða meira ..................

 

 

Lárus í Haukatungu hress að vanda, Sigríður Hraunholtafrú þungt hugsi og Emmubergsbændur spá í spilin.

 

 

Bíldhólshjónin voru að sjálfsögðu mætt.

 

 

Frændfólk af Krossættinni.

 

 

Þá er að smella á kerruna og bruna af stað, alvöru strætó með tveimur hæðum.

 

 

Það sem ég er ánægð með þennan fína rollustrætó.