Færslur: 2015 Júlí

29.07.2015 11:59

Sumardagar

Þessi mynd er tekin af Steinholtinu.

Síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir hér í Hlíðinni og Hnappadalnum öllum. Allt hey er komið í plast og einungis eftir að slá það sem við köllum inní hlið. Gæðin eru mjög góð en magnið síðra. Þetta verður sennilega ágætis blanda við fyrningarnar frá því í fyrra sem eru heldur leiðinlega blautar. Nú er bara að vona við fáum rigningu í hófi til að vökva hánna.

 

Það er gott útsýni af Þverfellinu.

 

Þarna sést í bæði vötnin Hlíðarvatn og Oddastaðavatn.

 

 

Svolítið töff finnst mér.

 

Hlíðin og Álftatanginn laumar sér inná myndina.

 

 

Þessi er tekin af Hermannsholtinu.

 

 

Og önnur af Hermannsholtinu.

 

 

Sátan kúrir á sínum stað og tangarnir alltaf fallegir.

 

 

Margar flugur í einu höggi......................

Hnjúkarnir með Gullborg til hægri og Eldborgin gæist upp á milli þeirra.

 

 

Svo sumarlegt.

 

 

Aðdráttarlinsur geta verið skemmtilegar.

Hlíðarvatni, Neðstakast, Grafarkast, Brúnir, Miðsneið, Háholt og allt hitt.

 

 

Geirhnjúkurinn er ríkur af snjó ennþá þó svo það sé að koma ágúst.

 

 

Svarti skútinn og Þverfellið.

 

 

Það er líka mikill snjór á Hellisdalnum og ferkar stutt síðan skaflinn fór af Klifshálsinum.

 

 

Djúpidalurinn verður örugglega ekki snjólaus þetta árið.

Það verður gaman að bera þessar myndir saman við samskonar á næsta ári nú eða því þar næsta.

 

 

 

24.07.2015 23:32

Vippaði mér í Borgarfjörðinn

 

Ég notaði góða veðrið til að smella mér í Borgarfjörðinn með þrjár hryssur sem áttu þar plönuð stefnumót. Höfðinginn Þytur frá Skáney tók á móti þeim Kolskör og Þríhellu eins og sönnum ,,séntilhesti,, sæmir.

Hann bauð þær velkomnar á sinn hátt en ég held að hann hafi verið dauðfeginn að þær óskuðu ekki eftir þjónustu í þessum hita.

 

 

Þristur frá Feti var ekki mættur í sitt hólf svo að Sjaldséð og Burtséð nutu bara sólarinnar og létu sig dreyma.

Ég trúi nú ekki öðru en að það komi eitthvað efnilegt og gjaldgengt í Skjónufélaði út úr þessu ferðalagi.

Fyrst ég fékk skjótta hryssu undan Sjaldséð og Loka frá Selfossi þá ætti þetta ekki að klikka.

 

 

Nú er hún Carolina okkar farinn en hún var hér hjá okkur í rúman mánuð og stóð sig með mikilli prýði.

Skólinn hjá henni í Danmörku að bresta á og þá finnst manni svolítið að koma haust.

 

 

Mamma prjónaði peysu á dömuna svo að henni verði ekki kalt í Danmörku.

Hahaha............ er ekki annars 20 stiga hiti í Danmörku en 6 stig hér.

 

Heyskapurinn er í fullum gangi og liggur nú flatt á ca 20 hekturum.

Allt er komið í plast og heim af Melunum en bara í plast á Kolbeinsstaöðum, Rauðamel og Vörðufelli.

Nú er bara að vona að þurkurinn verði alla helgina og þetta náist allt saman, ilmandi hey með dásamlegri lykt.

 

 

Sumir eru bara sætari en aðrir..............

 

 

Svartur með hvítar loppur og ein mórauð dama.

 

 

Þessir ofurduglegu fjárhús og hesthúskettir eru að leita að góðu fólki sem getur nýtt starfskrafta þeirra.

Þeir eru líka kassavanir og yfirmáta snyrtilegir svo þeir koma líka sterkir inn sem hefðarkettir í heimahúsum.

Endilega hafið samband við umboðskonuna þeirra............

 

 

14.07.2015 22:13

Sumarið er tíminn.

 

Einn sólbjartan dag í sumar fengum við hér í Hlíðinni góða gesti frá Danmörku.

M.a nemendur sem verið hafa á reiðnamskeiðum hjá Mumma.

 

 

Þarna voru á ferðinni áhugasamir hestamenn sem komu til að sjá Hlíðina, menn og hesta.

 

 

Hópurinn fór í smá skoðunarferð og að lokum var það reiðsýning og létt spjall.

 

 

Það er nú alltaf gaman með þessum, Bryndís og Ove í stuði.

 

 

Fannar var prófaður, já og fimmti grínn var alveg að virka. Skeið, skeið og skeið.

 

 

Veðrið var sérstaklega gott og gaman að skoða hross og spjalla jafnvel fram á nótt.

 

 

Það var gaman að fá þessa góðu gesti sem vonandi eiga eftir að koma aftur hingað í Hlíðina.

Takk fyrir komuna.

13.07.2015 11:33

Erfið kveðjustund.

 

Elsku hjartans Salómon kvaddi okkur þann 2 júlí eftir rúmlega 16 ára samveru.

Átakanlega erfitt að kveðja þennan gleðigjafa sem með stórbrotnum persónuleika hefur glatt okkur ómetanlega.
Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað hans verður sárt saknað.

Salómon var einstakur snillingur sem í mínum huga enginn getur toppað.

Ekkert var betra en dúnamjúkt kisaknús.
Nú er bara að þerra tárin og njóta þess að rifja upp alla þá gleði sem þessi elska veitti okkur.

Lúinn kisi leggst til hvílu á fallegan stað hér í Hlíðinni en andinn fylgir okkur alla tíð.
Takk fyrir allt elsku Salli sæti.

Hér á síðunni verður honum gert hátt undir höfði og minningu hans haldið vel á lofti.

Nú stendur yfir mikil myndasöfnun af kappanum og verða þær myndir notaðar þegar við á.

  • 1