Færslur: 2015 Júlí
29.07.2015 11:59
Sumardagar
Þessi mynd er tekin af Steinholtinu. |
||||||||||||||||||||||||||||||
Síðustu dagar hafa verið einstaklega fallegir hér í Hlíðinni og Hnappadalnum öllum. Allt hey er komið í plast og einungis eftir að slá það sem við köllum inní hlið. Gæðin eru mjög góð en magnið síðra. Þetta verður sennilega ágætis blanda við fyrningarnar frá því í fyrra sem eru heldur leiðinlega blautar. Nú er bara að vona við fáum rigningu í hófi til að vökva hánna.
|
24.07.2015 23:32
Vippaði mér í Borgarfjörðinn
|
||||||||||||||
Ég notaði góða veðrið til að smella mér í Borgarfjörðinn með þrjár hryssur sem áttu þar plönuð stefnumót. Höfðinginn Þytur frá Skáney tók á móti þeim Kolskör og Þríhellu eins og sönnum ,,séntilhesti,, sæmir. Hann bauð þær velkomnar á sinn hátt en ég held að hann hafi verið dauðfeginn að þær óskuðu ekki eftir þjónustu í þessum hita.
|
14.07.2015 22:13
Sumarið er tíminn.
|
||||||||||||
Einn sólbjartan dag í sumar fengum við hér í Hlíðinni góða gesti frá Danmörku. M.a nemendur sem verið hafa á reiðnamskeiðum hjá Mumma.
|
13.07.2015 11:33
Erfið kveðjustund.
Elsku hjartans Salómon kvaddi okkur þann 2 júlí eftir rúmlega 16 ára samveru.
Átakanlega erfitt að kveðja þennan gleðigjafa sem með stórbrotnum persónuleika hefur glatt okkur ómetanlega.
Ég ætla ekki að reyna að segja ykkur hvað hans verður sárt saknað.
Salómon var einstakur snillingur sem í mínum huga enginn getur toppað.
Ekkert var betra en dúnamjúkt kisaknús.
Nú er bara að þerra tárin og njóta þess að rifja upp alla þá gleði sem þessi elska veitti okkur.
Lúinn kisi leggst til hvílu á fallegan stað hér í Hlíðinni en andinn fylgir okkur alla tíð.
Takk fyrir allt elsku Salli sæti.
Hér á síðunni verður honum gert hátt undir höfði og minningu hans haldið vel á lofti.
Nú stendur yfir mikil myndasöfnun af kappanum og verða þær myndir notaðar þegar við á.
- 1