14.09.2020 23:02
Fjöllin krakkar............fjöllin.
Að búa í fjöllunum getur verið töff.................. Það á bæði við þegar veðrið er dásamlega gott og einnig þegar veðrið er dásamlega ekki gott. Í gær var það gott og því var um að gera rjúka til fjalla og taka svona æfningasmalamennsku. Fossáin var saklaus og falleg en það hefur hún ekki alltaf verið í kringum leitirnar. Við náðum heim þó nokkrum fjölda fjár sem komið var niður af fjalli. Með hjálp góðra manna og kvenna hafðist þetta og við vorum mjög sátt með árangurinn. Smalamennskur og fjárrag hafa tekið yfir og nú er bara að njóta og þjóta. En hrjóta síðar.
|
Þessi mynd er tekin af Kastalnum yfir bæjarstæðið á Hafurstöðum í átt að Sandfellinu.
Já Sandfellið var dökkt í gær og skar sig vel úr í landslaginu.
|