03.04.2020 23:04

Heppni Hellir.

 

Það eru ekki allir dagar eins í sveitinni, ónei ekki aldeilis...................

Suma daga glymja setningar eins og ,, mörg er búmanns raunin,,  í kollinum.

Og það ekki að ástæðulausu.

Á fallegum degi sem bauð uppá blíðu og rólegheita veður var tekið eftirlits drónaflug um nágrennið.

Leiðindaveður hafði verið í nokkra daga með roki og snjókomu, veðri sem allir fá leið á bæði skeppnur og menn.

Kom þá í ljós dökkur díll sem ekki passaði við landslagið, við nánari skoðun kom í ljós að hestur hafið farið sér að voða.

Þegar þetta vonda veður hafði gengið yfir var órói í hrossunum og þau farið að þvælast þar sem ekki er heppilegt að vera á ferðinni undir svona kringumstæðum.

Djúpur skurður á svæði sem að hrossi ekki þekkja er stór hættulegur undir þessum kringumstæðum. 

Saklaus snjóbreiða með holrúmi undir sem ekki heldur hesti, hvað þá hesti í töluverðri yfirvigt.

Það var að sjálfsögðu rokið af stað og  kannað hvað hægt væri að gera í stöðunni.

Þegar á staðinn var komið kom í ljós að þetta var hann Hellir stór og stæðilegur geldingur.

Ekki litu fyrstu fréttir vel út og tvísýnt um að hesturinn næðist á lífi úr þessum hremmingum.

 

 

Hellir var alveg við það að gefast upp og leit hreint ekki út fyrir að lifa þetta af.

Gaf frá sér horkennileg hljóð og virtist alveg bugðaður, skorðaður í snjónum með rennandi vatn undir fótum.

 

 

Holan var ansi djúp og alveg greinilegt að hann hefði ekki komist upp af sjálfsdáðu.

Eins og sést á þessari mynd hafði hann brotist um og reynt að hafa sig uppúr holunni.

 

 

Það er alltaf dásamlegt að eiga góða nágranna og ekki síst þegar eitthvað svona gerist.

Hraunholtabændur voru fljótir að bregðast við og koma okkur til hjálpar.

Takk Sigga og Ásberg fyrir skjót viðbrögð og alla aðstoðina.

 

 

Strappar og bönd voru sett undir Hellir til að traktorinn gæti hjálpað til við að hífa hann upp.

 

 

Lífsþrótturinn var heldur lítill á þessari stundu og ekki alveg ljóst hvernig ástandið á hestinum væri.

 

 

Þarna er kappinn kominn á loft og allt gengur vel en það er alveg ljóst að það veitti ekki af hestöflunum í Claas.

 

 

Holan er ljót og niðri í henni rennur vatn sem hefur nú ekki gert dvölina þarna neitt betri.

 

 

Þarna er Hellir kominn uppúr og alveg ótrúlega hress en með sár á báðum afturfótum.

Já hann hefur heldur betur tekið á því við það að reyna komasta upp af sjálfsdáðum.

Skúli teymdi hann heim í hesthús sem er dágóður spölur, þar var honum hjúkrað og haft sambandi við Tryggva dýralæknir.

Eftir meðhöndlun og dekur í nokkra daga var Hellir orðinn samur á ný. Sárin alveg grónin og hann allur að jafna sig eftir hrakfarirnar.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um það hvað gerst hefði ef að Hellir hefði ekki fundist og verið þarna eina nótt í viðbót.

Nóttina eftir gerði rok, snjókomu og sliddu sem klárlega hefðu verið bannvæn fyrir hest í þessum aðstæðum.

Já hann Hellir var ljónheppinn það er alveg ljóst.

Nú nýtur hann lífsins inní hesthúsi og undirbýr sig fyrir komandi verkefni sem úrvals reiðhestur með magnaða lífsreynslu.

Hellir heppni er hestur dagsins.

Húrra fyrir Helli.