26.01.2020 22:31

Hundarnir rokka

 

 

Það var líf og fjör þegar Smalahundafélag Snæfellsness og Hnappadals í samstarfi við bændur hér í Hlíðinni stóðu fyrir smalahundanámskeiði.

Námskeiðið fór fram s.l laugardag og heppnaðist afar vel.

Kennarar voru Svanur Guðmundsson í Dalsmynni og Gísli Þórðarson í Mýrdal.

Nemendur komu víða að enda áhugi á smalahundaþjálfun og tamningum mikill.

Á meðfylgjandi myndum fáið þið smá innsýn í fjörið.

Fram kom hugmynd um námskeið sem ætlað er að verði að veruleika síðar í vetur. 

Stofnaður hefur verið hópur á fésbókinni með  þeim þátttakendum sem voru á námskeiðinu.

Hópurinn heitir Smalahundakvöld í Hallkelsstaðahlíð með Svani og Gísla.

Áhugasamir hundaeigandur eru velkomnir í hópinn. Þeir sem að eru ekki á fésbókinni geta að sjálfsögðu haft samband við okkur í síma.

Við stefnum á að byrja vonandi í febrúar þegar búið er að sónarskoða gemlingana hérna.
Það verða 8 pláss hvert þriðjudagskvöld milli kl 19:00-21:00 og reynum við að deila þeim bróðulega á milli okkar.
Þið megið endilega deila þessum hópi og bjóða þeim sem þið teljið að hafi áhuga á að taka þátt í þessu með okkur í hópinn.
Plássið kostar 5000kr og verður skráningargjald að vera greitt til að tryggja sér plássið.
Við munum opna fyrir skráningu um leið og við vitum hvenær við getum byrjað gamanið.

 

 

Á þessari mynd vantar einn....................

 

 

Hann stökk úr mynd til að taka mynd.....................

 

 

Svanur og Mummi einbeittir og Julla leggur sig alla fram.

 

 

Gísli og Fjóla taka stöðuna.

 

 

Halldóra og Gísli fylgjast með góðum tilþrifum.

 

 

Störukeppni................. og klukkan tifar á hlíðarlínunni.

 

 

Skúli og Gísli taka létta æfningu fyrir næsta haust................

 

 

Þarna stígur Gísli smaladans en ég veit að á þorrablótinu verður það línudans.

 

 

Magnús og Svanur taka stöðuna.

 

 

Þessir tveir sáum um kennsluna og voru bara assskoti góðir strákarnir.

 

 

Hér kemur annar aðstoðakennarinn hún Pippa.

Hún reyndar færði sig uppí stólinn þegar húsbóndinn fór að hækka róminn við hina hundana.

Það er líka miklu meiri virðing fyrir aðstoðarkennara að sitja í stól en að liggja á gólfinu.

 

 

Og hér er hinn aðstoðakennarinn meistari Smali.

 

 

Tveir á bekknum....................

 

 

Þessi flottu mæðgin voru kát og hress.

 

 

Þessi var fljótur að finna skemmtilega skvísu sem var alveg til í að leika við hann.

 

 

Amma í Óló var líka alveg til í fjörið með litla kalli.

 

 

,,Vá hvað þú ert flottur stóri frændi,, ég lít rosalega upp til þín.

 

 

Þessir voru kátir að vanda og hér er komið að kveðjustund.

Ég veit ekki alveg hvað þeim fór á milli en um tvennt er að velja.

,,Þú ert klárlega besti nemandi sem ég hef kennt eða þú ert dásamlegur herra kennari,,

Já þetta var skemmtilegur dagur þar sem gagn og gaman réðu för.

Okkur er strax farið að hlakka til framhaldsins.