26.12.2019 23:13

Jólafjörið árið 2019.

 

Jólahátíðin fór vel með okkur í Hlíðinni og mikið var nú gaman að hafa litla Atla Lárus með okkur.

Eins og sést á myndinni var hann aðal stuðkallinn og hélt uppi fjörinu.

Annars var rétt um 90 ára aldursmunur á þeirri elstu og þeim yngsta í jólagleðinni.

Svenni frændi minn kom heim en hann dvelur nú á Brákarhlíð í Borgarnesi og Lóa kom líka til okkar í það ,,neðra,, eins og við gjarnan segjum.

 

 

Jóla dressið er að sjálfsögðu mikilvægt og hér eru þeir feðgar klári í slaginn.

 

 

Atli Lárus kannar hvort skartgripurinn sé viðeigandi hjá mömmunni.

 

 

Svo er það eftirlitið.................er ekki allt í góðu ??

 

 

Jú það var sko allt í góðu....... nóg af pökkum og ég á öruggleg flesta....hahaha.

 

 

Pakkarnir voru spennandi og allir bara kátir og þakklátir.

 

 

Lóa ánægð með fullt að garni til að prjóna úr.

 Getur þá örugglega haldið áfram að prjóna eins og vindurinn.

 

 

Kappinn kátur með húfuna frá Maddý langömmusystur

 

 

Atli Lárus er alveg til í að atast í Svenna frænda sínum og gera grín.

 

 

Og svo voru þeir bara settlegir líka.

 

 

En það er nú um að gera grín og sprella í frændfólkinu.

 

 

Jólastrákur.

 

 

Svo er að skoða aðeins myndir í tölvunni.

 

 

Þessir horfðu á Stundina okkar og líkaði vel.

 

 

Brattir feðgar á fyrstu jólum.

Vonandi hafið þið notið jólanna það gerðum við allavega.