24.09.2019 22:25

Réttirnar rokka....... fyrsti hluti.

 

Þá er stóra sauðfjárvikan hér í Hliðinni liðin hjá og allir sem tóku þátt að jafna sig . 

Hér á myndinni er höfðinginn Vökustaur að þiggja veitingar við hæfi (að hans mati) prins póló og brauð með sméri.

Eftir úrhellisrigningu fimmtudag og föstudag rofaði til og smalar héldu til fjalla á laugardaginn. Þá um nóttina hafði sjattnað ótrúlega í öllum vatnsföllum og útlit fyrir umferð kinda nokkuð góð. Smalamennsku var aðeins breytt m.v aðstæður en allt gekk vel og þónokkur fjöldi fjár kom til bæjar. 

Um kvöldið var svo árlegt réttarpartý sem heppnaðist frábærlega eins og alltaf. Þrátt fyrir gleðskap og fjör var allt okkar lið tilbúið í startholunum snemma á sunnudagsmorgni. Þá var rekið inn og dregið í sundur. Það þóttu tíðindi að ,,aðeins,, 702 ókunnugar kindur fóru í gegnum flokkunnarganginn þessa daga.

Seinnipart sunnudags var svo farið að vigta og velja líkleg líflömb, því verkefni lauk 4.00 aðfaranótt mánudags. Þá fóru öll lömb útá tún til að fylla sig af grasi, annarsvegar fyrir hinstu ferð í Skagafjörðinn nú eða bara fyrir lífið sjálft. Um miðjan dag á mánudaginn voru svo öll lömb rekin inn aftur og þá var komið að því að láta sónarskoða og mæla tilvonandi kynbótagripi. Bændur og búaðlið voru nokkuð sátt með útkomuna úr þeim mælingum rétt eins og nótuna sem kom úr sláturhúsinu daginn eftir.

Hátt í 600 lömb farin og valið á líflömbum vandast enn frekar þessa dagana þegar gullfalleg lömb skila sér af fjalli.

Þriðjudagurinn fór svo í Mýrdalsrétt og eftirleitir sem einnig voru framkvæmdar á miðvikudaginn. Já aðeins farið að róast eftir rúmlega vikutörn í kindastússi.

Við erum svo ljónheppin hér í Hlíðinni að hafa með okkur hóp af góðu fóki sem hjálpar okkur alveg ómetanlega. Ég veit ekki hvernig við færum að ef ykkar nyti ekki við.

Takk fyrir dásamlegar samverustundir í streði og puði við erum ykkur ævinlega þakklát fyrir alla hjálpina.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar voru þessa daga og á næstu dögum koma enn fleiri.

 

 

Þessar dömur sáu um að allir væru saddir og sælir á meðan fjörið stóð yfir. 

Þóranna, Stella og Lóa mössuðu þetta allt saman með dyggri aðstoð velunnara.

 

 

Já bara voða gaman hjá þessum.

 

 

Þetta er sjálfsögð byrjun þegar reyna á myndatöku af þessum krökkum.

Hallur rífur kjaft, Hrannar hlær að honum og Þóra reynir að vera stillt.

Svona hefur þetta verið í hálfa öld eða svo.

 

 

En það hafðist og þarna eru þau tiltölulega settleg Magnúsarbörn.

 

 

Það var stór happdrættisvinningur þegar þessi kappi fór að koma í smalamennskur.

Ekki slæmt að fá þrælvanan maraþonhlaupara í Giljatungurnar sem á líka svona snildar dætur sem koma með honum.

Hilmar þú ert ómetanlegur.

 

 

Þessir er líka góðir en þarna náði ég mynd af þeim þegar þeir voru að fylla á tankinn fyrir leitina.

Maron og Ísólfur tilheyrðu hestagenginu að sunnan verðu.

 

 

Já og þessi þurfti líka að fylla á fyrir heilan dag með mér í fjallinu.

Randi á örugglega eftir að skamma mig fyrir þessa mynd, ég bara náði ekki betri mynd......

 

 

Þessir voru slakir og biðu bara eftir að allir væru tilbúinir í verkin.

Verkefni dagsins voru aðeins breytileg annar fór að smala en hin lagði sig.

Kemur kannski að því að þeir hafi verka skipti.

 

 

Reiðmenn vindanna leggja af stað á Djúpadalinn.

 

 

Nú mega kindurnar vara sig..............................

 

 

....................og vera þægar.

 

 

Halldór, Þóranna og Skúli taka stöðuna í Gálutóftunum.

 

 

Hún Kristín Eir byrjaði ung að koma og smala með okkur hér í Hlíðinni.

 Já og mætti í baranvagni í sitt fyrsta fjárrag með okkur.

Hún er æviráðin eins og hinir snildar smalarnir okkar.

 

 

Afarnir í Hlíðinni spá í spilin, annar er reyndar úr Ólafsvík.

Já Atli og Skúli hafa séð eitthvað mjög merkilegt.

 

 

Jón Frammari Pétursson átti stórgóða sókn í smalamennskunni en þarna kannar hann hvort Mummi hafi nokkuð verið tæklaður.

Atli fylgist með eins og um góðan fótboltaleik væri að ræða, já svona eru þessi boltastrákar.

 

 

Skúli og Krakaborg með Sandfellið í baksýn.

 

 

Allt að koma og féð rann í rólegheitunum heim á leið.

 

 

Það getur tekið tíma að smala úr Kúabollunum.

 

 

En að lokum komst fé niður á Stekkjasandinn.

 

 

Skúli og Ísólfur riðu út Grafarkastið og niður á Neðstakast síðan upp Miðsneið.

 

 

Og allir smalar að skila sér í gengum hliðið uppá Barði.

 

 

Það gerðu líka smalarnir sem fóru í gegnum hliðið við Hjallholtið.

 

 

Eftir smalamennskur er tími til að ræða málin, Jón, Skúli og Hallur spá í spilin.

 

 

Ömmur þurfa líka að knúsa upprennandi sauðfjárbændur sem stóðu fyrir heima í rúmi þetta árið.

Það á nú eftir að breytast.

 

 

Þessi kappar voru góðir saman og ræddu heimsmálin.

 

 

Smalar í slökun.......................

Ísólfur, Haukur, Sara Margrét og Hrannar.

 

 

Hún Daníella var líka klár í slaginn en hér pósar hún bara fyrir mig.

Flotta dama.

 

 

Þessar mægður pósuðu líka fyrir mig, Erla Guðný og Elvan alveg með þetta,

 

 

Þegar hin amman hennar Heiðdísar mætti á svæðið var sjálfsagt að bjóða henni uppá völu og leggjaleik.

 

 

Magnús og Magnús hvað eru mörg emmmm í því ???
 

 

Þessi hittust í fyrsta skipti í partýi og slógu bara upp ættarmóti til að það liti betur út.

Einar frændi og Dunna með litla kappann sem var bara kátur með ættarmótið.

 

 

Og ekki var þetta nú síðra ættarmót með langaafabróðir og flottu frænku.

 

 

Söngurinn var að sjálfsögðu á dagskrá.

 

 

Og stuðið maður, stuðið........................

 

 

Föðurættarhittingur er fyrirhugaður................þetta er nefndin.

Aldursforsetinn Jói sem er bara unglingur og við hin fylgjum með.

Einar fyrir Pálslegginn, ég fyrir Ólafslegginn og Dunna fyrir Jóaleginn.

 

 

Svo fór það úr böndunum alveg eins og það á að vera.................

Alltaf gaman hjá okkur þegar við hittumst.

 

 

Grallarasvipurinn á þessum partý pinnum boðar ekki gott.............................

Einar og Hallur eitthvað að bralla.

 

 

Hugsandi kennarar..................hver ætli sé ekki að haga sér ????

 

 

Söngur af innlifun......................

 

 

Þessi störtuðu partýinu enda var Emilía búin að bíða allllllannnnnn daginn eftir þessu fjöri.

 

 

Eldhúsdagsumræður fara reglulega fram og eru misgáfulegar .

Þessar voru mjög gáfulegar.

Afhverju var þeim ekki sjónvarpað ??????

Garðabær, Kópavogur, Borgarnes, Ólafsvík og Hallkelsstaðahlíð áttu sína fulltrúa á mælendaskrá.

 

 

Já það er alltaf fjör í réttunum og hreint dásamlegt að fá tækifæri til að upplifa og njóta.

Þessar flottu dömur gerðu það svo sannarlega og nutu sín í botn.

Takk fyrir okkur, þið öll sem komið með einhverjum hætti að þessu rollufjöri okkar.

Þið gerið kindalífið okkar svo miklu betra.