09.09.2019 18:00

Og sitthvað fleira......................

 

Þeir voru ófáir hestahóparnir sem komu til okkar í sumar.

Bæði var um að ræða skipulagðar ferðir og svo hópa á eiginn vegum.

Þessi flotti hópur sem þarna er á myndinni kom ríðandi Fossaleiðina úr Hörðudal hingað yfir í Hnappadalinn.

Það er alltaf gaman að fá góða gesti í heimsókn spjalla, gleðjast og rifja upp góða minningar.

 

 

Heiðurshjónin frá Laugardælum voru hress og kát eins og vera ber í svona ferðum.

 

 

Hjörtur og Mummi voru kátir jafnvel snemma morguns...........

 

 

Hjónin á Hólabaki að leggja á gæðingana.

 

 

Þessi tvö eru gamlir vinir og samstarfsfólk mitt frá því ég var að stússa í félagsmálum hestamanna.

Við vorum saman m.a í stjórn LH og fleiri stjórnum og nefndum hestamanna.

Sigríður Sigþórsdóttir og Haraldur í Laugardælum.

 

 

Þarna eru bændur í Laugardælum og Hólabaki klárir í hnakkinn.

 

 

Sigurður á Kálfalæk og hans fólk hefur komið við hjá okkur í fjölda ára.

Þá er oft tekið líflegt spjall og slegið á létta strengi hér á hlaðinu.

Á myndinni eru Svavar Gestsson og Sveinbjörn Hallsson að taka stöðu mála.

 

 

Þessir tveir Sigurðar voru í fylgdarliði Sigurðar á Kálfalæk og voru alveg til í að stilla sér upp fyrir myndatöku.

 

 

Þessi var líka í liðinu og sýndi mér hann Hrellir minn sem einu sinni var.

Mér sýndist bara fara vel á með þeim.

 

 

Góðir gestir voru margir hér á ferðinni í sumar eins og þessi mynd ber með sér.

Gamli kúasamlinn hann Steini Guðmunds kom í heimsókn með frúnna sína.

Þau voru kát í gamla bænum  eins og við hin að fá þessa heimsókn.

 

 

Þessi frænkuskott komu í hesta og heimalingaheimsókn í sumar.

Já og svo voru þær liðtækar með frænku sinni að baka súkkulaðiköku með súper miklu kremi.

................svona eins og sjá má á sumum.

 

 

Dómstörf eru alltaf skemmtileg og tími þeirra er vor og sumar.

Þarna er ég í góðum hópi dómara á gæðingamóti Hestamannafélagsins Sörla í Hafnarfirði.

Mjög eitthvað vestlenskt yfir þessum hópi....................... finnst mér.

Valdimar Skagamaður, Lárus Hólmari, Lillí tamningamaður í Söðulsholti, ég og svo hún Hanifé sem einu sinni var í vinnu hjá okkur í Hlíðinni.

 

 

 

Þegar við dæmum í Hafnarfirði sjá þessar elskur alltaf um að við höfum það gott hvað veitingar varðar.

Algjörir snillingar þessar tvær, það er jú nauðsynlegt að hafa dómarana geðgóða.

 

 

En vinir mínir í Dölunum áttu nú metið í blíðu þegar þeir héldu mótið sitt.

Þeir buðu uppá skemmtilegan dag með góðum hrossum víðsvegar að.

Alltaf gaman að koma í Búðardal.

 

Já sumarið er tíminn ...............var eitt sinn sungið.