02.09.2018 22:11
Mannlífið í Kaldárbakkarétt.
![]() |
||
Fyrsta fjárrétt ársins allavega hér um slóðir fór fram í dag þegar réttað var í Kaldárbakkarétt. Eins og sjá má var blíðskaparveður og allt fór fram eins og til var ætlast. Smalamennskan í gær gekk vel þrátt fyrir nýtt landslag í Hítardal en skriðan fræga setur óneitanlega svip á landið.
Þessar kindur virtust bara ánægðar með að vera komnar í dilkinn sinn enda er útsýnið úr honum með betra móti. |
![]() |
Húsfreyjurnar á Hraunsmúla og í Mýrdal voru kampakátar eins og vera ber.
![]() |
Það voru líka bændur í Ystu Görðum þau Þóra og Andrés.
![]() |
Benni og Óli spá í spilin.
![]() |
Kristján og Dísa Magga á Snorrastöðum voru að sjálfsögðu mætt.
Dísa er sennilega að fara yfir útvarpsvitalið hjá Kristjáni bónda...........
![]() |
Ungir bændur.is
![]() |
Frændur ræða málin.
![]() |
Þessir kallar voru kátir alveg eins og á að vera í réttunum. |
![]() |
Já og þessir líka.
![]() |
Anna Dóra á Bergi og Ingunn í Lækjarbug fylgjast með.
Aldeilis glæsileg kindapeysan hjá henni Ingunni, sannkallaður réttarbúningur.
![]() |
Þessir tveir muna tímana tvenna og tóku spjall alveg eins og við eldhúsborðið.
![]() |
Hreppstjórinn okkar er hugsi og fær sér bara sæti á réttarveggnum.
![]() |
Kristín í Krossholti hefur mætt oft í Kaldárbakkaréttina og lét sig ekki vanta núna.
Þarna ræðir hún við fjölskylduna á Kálfalæk.
![]() |
Staðan tekin, Sigurður í Krossholti og Bogi á Kálfalæk líta á safnið.
![]() |
Staðarhraunsfeðgar kátir að vanda.
Góður dagur í Kaldárbakkarétt og þá er haustið formlega komið.