24.10.2017 22:12

Og áfram skal haldið..................

Nú er að koma mynd á reiðhöllina og á hverjum degi færumst við nær takmarkinu.

Strákarnir hafa verið að smella upp sperrum og langböndum af miklum krafti.

Veðrið hefur verið hreint ótrúlegt m.v árstíma og verið okkur afar hliðhollt.

Það er ekki sjálfgefið að vinna úti í hlýjindum og blíðu dag eftir dag og komið fram í lok október.

 

 

Mummi, Skúli og Maron hafa verið iðnir við á milli þess sem rokið hefur verið í smalamennskur og fjárrag.

Hrannar bættist svo í hópinn í gær, svo nú eru þeir kappar í miklum byggingaham.

 

 

Stund milli stríða feðgarnir brosleitir en Hrannar horfir bara til himins.

 

 

Allt að koma..............

 

 

Þeir eru svolítið hátt uppi þessir.

 

 

Ég verð nú að setja inn fréttir af sauðfé og hrossum fljóttlega en það hefur verið alveg út undan að undanförnu.