11.09.2017 21:24

Mannlíf í Skarðsrétt 2017.

Með sól í hjarta, dágóðan slatta af heimskulegri bjartsýni og taumlausri aðdáun að íslensku sauðkindinni mætti ég í fyrstu rétt haustins.

Já sólin brosti við bændum og búaliði í Skarðsrétt þennan fallega mánudag.

Réttirnar eru bændahátíðir af bestu gerð og því fær ekkert breytt jafnvel ekki lækkandi verð og leiðindi.

Mannlífið var með albesta móti og þarna voru samankomnir fulltrúar hinna ýmsu stétta.

Bændur, tamningamenn, kjötiðnaðarmenn, kennarar, sjúkraþjálfarar, forstjórar, dýralæknar, prestar, já og vísindamenn.

Réttirnar eru lífið.

 

 

Þessir voru spekingslegir við réttarvegginn, Sigurberur, Haukur, Steini og Ólafur.

 

 

Það er árviss viðburður að mynda þessar flottu mæðgur í Skarðsrétt.

Sætar og brosandi eins og ævinlega.

 

 

Já og hann Stebbi var að sjálfsögðu mættur og auðvita var smellt í eina með honum líka.

 

 

Þessar voru nágrannar í Borgarhreppnum fyrir stuttu síðan.

 
 
 
 
 

 

Og fleiri Borghreppingar.

 

 

Heiðurshjónin í Laxholti á tali við f.v nágranna sinn hann Benna Líndal.

 

 

Þorgeir niðursokkinn í rollubókhaldið.................

 

 

Réttarveggurinn er málið............. Alli og Skúli ræða málin.

 

 

Þessi voru kampakát eins og vera ber í réttunum, feðginin í Rauðanesi.

 

 

Þorgeir að temja eina móflekkótta..........ætli hún fari í fyrstu verðlaun ????

 

 

Fjárbændur á Tungulæk voru að sjálfsögðu mættir í réttirnar.

 

 

Maron að draga á meðan húsfreyjan tekur myndir.....

 

 

Guðrún Fjeldsted er réttarstjórinn en hér er frúin upptekin í símanum.

 

 

Þessi er alltaf svo brosmild og að sjálfsögðu í réttunum.

 

 

Vísindamenn koma að sjálfsögðu í réttir hvað annað ?

 

 

Hugað að safninu.

 

 

Sveitungar ræða málin.

 

 

Jóhannes á Vogalæk var mættur með Jóhanni Grenjabónda í réttirnar.

 

 

Réttarspjall.

 

 

Steini og fjölskylda að spá í málin...................

 

 

Beigaldabóndinn með einn gráan.

 

 

Vísindamaður og tamningamaður..........er það ekki það sama ??

..........jú ég held það.

 

 

Mæðgin mætt í réttir.

 

 

Hann Bjössi í Bóndhól á margar fallegar mórur þarna er hann með eina.

 

 

Vá hvað Torfi er þungt hugsi................

 

 

Unnsteinn með mókollu.

 

 

Þessi var skilamaður úr Dalasýslu, Skarðabóndinn þungt hugsi.

 

 

Sumir eru ungir og efnilegir.

 

 

Brekkuhjónin líta yfir hópinn.

 

 

Ömmur eru góðir ferðafélagar í réttum, það fór vel á með þessum enda á heimaslóðum.

 

 

Réttarlíf.

 

 

Ingimundur var að sjálfsögðu mættur til að heimta sínar kindur.

 

 

Allt að verða búið og bara eftir að draga upp örfáar kindur.

 

 

Margir kallar fátt fé.......................

 

 

.........og allt að verða búið í réttinni þennan daginn.

 

 

 

Jónas í Rauðanesi lítur eftir að allt fari vel fram í réttinni.

 

Framundan er vika af stanslausu kindafjöri vonandi hef ég það af að smella inn fleiri myndum á næstu dögum.