22.07.2017 13:07

Framkvæmdir í Hlíðinni.

 

Það var á einum ísköldum degi þann 12 maí sem fyrsta skóflustungan að reiðhöll var tekin hér í Hlíðinni.

Húsfreyjan smellti sér um borð í gröfuna hans Einars á Lambastöðum og fiktaði sig áfram þangað til fyrsta skóflustungan var staðreynd.

Húsið verður 20x45 m. að stærð og er stálgringarhús frá H.Haukssyni, húsið verður einangrað og samtengt við hesthúsið.

Staðsetningin er á gamla Hesthúshólnum sem kallaður er.

 

 

Það er hinsvegar nokkuð ljóst að framkvæmdir væru ekki komnar svona vel á veg ef að húsfreyjan hefði séð alfarið um jarðvinnsluna.

 
 

 

 

Það tókst en mikið var það hart................ og átti eftir að harna.

 

 

Það var létt yfir mannskapnum þegar þessi athöfn fór fram og gaman að hafa ljósmydara á staðnum.

Svo maður tali nú ekki um heimilarmyndina sem frumsýnd verður við vigsluna.

 

 

Við hér í Hlíðinni höfum átt frábært samstarf við Lambastaðabændur þau Einar og Dóru.

Það var því vel viðeigandi að halda því áfram þegar ráðist var í þessar framkvæmdir.

Jafnvel þó svo að frábærir verktakar séu hér í sveitinni.

Frekar líklegt að gæðingsefnin þeirra Einars og Dóru eigi eftir að njóta sín vel í reiðhöllinni þegar þar að kemur.

 

 

Einar var heldur afkasta meira en ég við gröftinn, þarna er hann í ham.

Undirlagið í grunnin er flutt frá Hafurstöðum það sem uppá vantaði.

Hér á eftir koma nokkrar myndir sem teknar hafa verið af framkvæmdinni.

Þær eru ekki í tímaröð en sýna samt stemminguna við verkið.

 

 

Snotra sinnir eftirlit af miklum móð og ekkert fer framhjá vökulum augum hennar.

Hér fylgjist hún með strákunum.

 

 

 

Steypustress er sjúkdómur sem herjar á smiði og aðstoðarmenn þegar steypa nálgast.

Er ekki frá því að þessir hafi fengið smá einkenni.................

 

 

Þessi var ekkert stressaður enda með alla þræði í höndum sér.....................................

 

 

Þetta rokgengur hjá þeim.

 

 

Og steypan úr Snæfellsbæ lítur vel út.

 

 

Allt að gerast.................

 

 

Mótin gera mikið................

 

 

Að sjálfsögðu fylgjast allar kynslóðir með og eru spenntar fyrir framgangi mála.

Sveinbjörn frændi minn kannar hvort að allt fari ekki vel fram.

 

 

Brá skammtar strákunum steypu.

 

 

Og allt er á fullu..........

 

 

Steypustjórinn með allt á hreinu.

 

 

Strákarnir á steypubílunum voru skemmtilegir þarna er einn......

 

 

Og þarna annar.

 

 

Svo sá þriðji.

 

 

Þessi er alltaf liðtækur það er sama hvort það er við sauðburð, smalamennskur nú eða smíðar.

Þarna er hann á rokknum.

 

 

Þá er það veggurinn og þá tók gamli múrarinn sig upp í Skúla og hann reif upp glattarann.

 

 

Og áfram hélt það...........

 

 

Mölin frá Hafurstöðum stendur sig vel og bara margara tonna steypubíl eins og ekkert væri.

 

 

Þarna sést afstaðan gagnvart hesthúsinu og hinum byggingunum.

 

 

Passlega langt frá gamla húsinu.

 

 

Það koma stundum gestir í grunninn.

 

 

Og Snotra fylgjist ávallt með að allt sé eins og vera ber við framkvæmdirnar.

 

 

Hringgerðið var flutt og húkir nú útá hólnum frekar einmanna.

 

Það er gaman að sjá þessa byggingu rísa og mikið verður nú gott að fá stóra og góða inniaðstöðu.

Ég mun reyna að taka fleiri myndir og deila með ykkur upplýsingum af framkvæmdunum.