25.06.2017 20:59

Hestafrænkur í stuði.

Við fengum góða gesti í dag sem komu að heilsa uppá okkur mannfólkið í sveitinni.

Svandís Sif frænka mín var ein af þeim, hún átti nú samt aðalerindið við hann Fannar vin sinn.

Þegar það kom svo í ljós að Fannar var í ,,sumarfríi,, útí girðingu varð sú stutta frekar svekkt.

Eftir miklar vangavelltur og langdregnar samningaviðræður fannst lausn á þessu fríveseni hans Fannars.

Við frænkur fundum nefninlega þessa fínu frænku hans Fannars, já og hún var meira að segja eins á litinn.

Já hún Nóta Hljómsdóttir getur sko alveg smellt sér í hin ýmsu hlutverk ef þörf er á.

 

 

Það má reyndar ekki ríða á Nótu eins og í villta vestrinu (samt vorum við þar) þó svo að Fannar þoli það.

Hér er aðeins verið að semja um hraða............... sú stutta er ekkert smeik svo að hraði er gull.

 

 

Þær stöllurnar þurftu aðeins að ræða saman í byrjun, já auðvita þarf að kynna sig.

 

 

Kamburinn getur gert kraftaverk í fyrsta ,,samtali,,

 

 

Já það mátti alveg nota þessa Nótu svona fyrst Fannar var ekki viðlátinn.

 

 

Besta að gefa henni smá nammi og prófa svo gripinn.

 

 

Og það gekk svona líka ljómandi vel að þjálfa Nótuna.

 

 

Það er nauðsynlegt fyrir alla hestamenn að æfa jafnvægið og leika sér svolítið.

Þarna er Svandís Sif að gera æfingar með tilþrifum.

 

 

Og vitið þið hvað ??? Það er gaman á hestbaki................. jafnvel þó að Fannar sé upptekinn.

 

 

Það er stuð að vera hestakona og mjög fljóttlega má ríða hratt já mjög hratt.